Dagur - 29.11.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 29.11.1975, Blaðsíða 1
... EEÍ3 EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN LVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 29. nóv. 1975 — 49. tölublað 170 þús. lonn alvatnafiski i ■■■■■■■■• í Fréttum frá Sovét segir meðal annars: Á þessu ári er gert ráð fyrir 170 þúsund tonna afla af vatna- fiski — næstum því þrisvar sinnum meira en ræktað var á árinu 1970. Og með því móti verður farið fram úr fimm ára óætluninni. Þetta er afbragðs árangur en við höfum engan rétt til þess að láta okkur það nægja. Mikil áhersla verður lögð á fiskrækt í tíundu fimm ára áætluninni, enda er fisk- rækt í tjörnum afar ábatasöm •atvinnugrein, — af hverjum hektara í tjörnum má fá 1,5 til 2,5 tonn árlega af góðum fiski. Möguleikar á þróun fiskræktar eru í raun og veru takmarka- lausir, — það mætti nefnilega rækta fisk í hverri einustu þorpstjörn! □ Vegna mikillar þátttöku í kvennafríi á Akureyri 24. okt. sl., samþykkti framkvæmda- nefndin að koma á áframhald- andi starfi til að vinna að jafn- réttismálum. Síðastliðinn laugardag efndi framkvæmdanefndin til al- menns fundar, þar sem kynnt var fyrirkomulag starfshópa og leshringa. Lágu þar fyrir til- lögur um að koma á leshring- um, þar sem þátttakendur kynntu sér almenn félagsmál m. a. fundarsköp og ræðu- mennsku með leiðsögn Bréfa- skólans. Æskileg stærð les- hrings er talin vera 7—10 manns. Einnig voru tillögur um ýmsa staifs- og umræðuhópa t. d. um könnun launa og skip- an í launaflokka eftir kynjum, könnun á dagvistunarstofnun- um, um konuna í neytendaþjóð félaginu, könnun á lesefni um jafnréttismál, ltönnun á barna- og námsbókum og námsháttum í skólum, lesefni kvenna, kjör einstæðra foreldra, réttindi ógiftra foreldra í sambúð, menntunarmál kvenna, konur og' heimilisstörfin, trygginga- mál, skattamál o. fl. Á fundinum var kosin mið- nefnd, sem á að starfa sem tengiliður milli starfshópanna og skipulaggja framtíðarstai'f. (Framhald á blaðsíðu 2) Góð haustveðrátta hefur sparað sauðfjárbændum mikið hey, en nú munu allir hafa tekið fé sitt í hús. (Ljósm.: E. D.) I ■ ■ ■ O B ■ ■ I Árdegis í gær, hinn 28. nóvem- ber, var í sameinuðu Alþingi samþykkt þingsályktunartillaga um hcimild fyrir ríkisstjómina til að gera samning við vestur- þjóðverja um veiðar innan land hclgi. Ályktunin var samþykkt mcð 42 atkvæðum þingmanna stjórnarflokkanna gegn 18 at- kvæðum stjórnarandstæðinga. Viðhaft var nafnakall. Alls tóku 34 þingmenn þátt í umræðun- um, sem lauk á þriðja tímanum í fyrrinótt og 55 ræður fluttar. Til grundvallar þessum miklu umræðum á Alþingi og síðan framangreindri samþykkt cru þau samningsdrög við stjórn V.- Þýskalands í Bonn, sem síðustu daga hafa verið mest rædd hér á landi og skjptar skoðanir liafa verið um. Flestum finnst lík- lega, að samningsdrög þessi um undanþágur, v.-þjóðverjum til handa, til að veiða 60 þúsund tonn af fiski innan landhelg- innar, séu engir óskasamningar og aö þetta aflamagn sé of mikið, miðað við undanfarnar ofveiðar og veika fiskstofna á fslandsmiðum. Á hitt ber að líta, að með því að semja ekki, ná þjóðverjar samt miklu afla- magni innan 200 mílnanna, c. t. v. jafn miklu, og á það ber að líta, að án þessara samninga Syngjum í þágu kirkju og kristninnar Gunnarsstöðum, Þistilfirði. Föl er í skóvarp, eins og gömlu mennirnir kölluðu og farið að hýsa féð. En nú þegar hafa sparast mikil hey vegna góðrar veðráttu. Næsta jóladag verður Kven- félag Þistilfjarðar sextugt. En konurnar ætla að halda afmælis fagnaðinn á laugardaginn. For- Sluppu einhverjir úf? Þegar talað er um, að einhverjir hafi sloppið út, er venjulega átt við þá menn, sem hnepptir hafa verið í varðhald eða látnir í rammgerð fangelsi, og þykir jafnan tiðindum sæta. En fleiri eru lokaðir inni, svo sem mink- arnir, og nú eiga að vera svo rammlega búnir þeirra bústað- ir, að þeir sleppi þaðan alls ekki lifandi, eins og oft kom fyrir á fyrri minkaræktarárum hér á landi. Óstaðfestar fregnir herma, að í Grýtubakkahreppi hafi verið skotnir tveir minkar með þeim lit, sem ekki svari til hinna viltu minka. Sé svo, hafa þeir trúlega sloppið út úr minkabúri og er það alvarlegt mál. □ maður félagsins er María Jó- hannsdóttir, Syðra-Álandi, og er hún jafnframt formaður kvenfélagasambandsins í sýsl- unni. Aflinn er alltaf tregur. Bjarni Aðalgeirsson sagði um daginn, að í fyrra hefðu borist á land í Þórshöfn 2800 tonn af fiski, en nú má aflinn vera góður í des- ember, svo 2000 tonna afli náist á þessu ári. Þó er hálfum bát meira. Þetta þykja sjómönnum ískyggilegar horfur og sjá þeir ekki framtíðina í neinum rós- rauðum bjarma. Nú er senn lokið byggingu hins stóra og myndarlega frysti húss á Þórshöfn og verður það tekið í notkun einhvern tíma eftir áramótin. Vexth' af stofn- fé, sem í því liggur, munu vera um 13 milljónir króna, og má af því ráða, að illa fer ef hráefni skortir. En þetta er glæsilegt frystihús og myndarlega byggt. Unnið hefur verið að því, að skipta um jarðveg í götum á Þórshöfn, með það fyrir augum að setja á þær varanlegt slitlag. Óskilt mál er það en þó má um það geta, að söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Haukur Guð- laugsson á Akranesi, kom hing- að um daginn. Kirkjukvöld var haldið og mættu þar kirkju- kórar frá Svalbarðskirkju, Sauðaneskirkju og Skeggja- staðakirkju og var það góð sam koma. Söngmálastjóri lék sjálf- ur á orgelið. Margrét Bóasdótt- ir söng einsöng. Séra Sigmar Torfason og séra Kristján Valur Ingólfsson á Raufarhöfn sungu fornan tíðasöng. Vel færi á því, að kirkjukórar væru styrktir á einhvern hátt og þeir gætu notið tilsagnar í söng, allt í þágu kirkju og kristni og al- mennrar menningar. Ó. H. hefði Landhelgisgæslan þurft að berjast við veiðiþjófa tveggja stórþjóða. Hefðu íslendingar liaft vald til að verja sína nýju landhelgi, voru samningar óþarfir, þar til úr því verður skorið á liafréttarráðstefnu Sam einuðu þjóðanna liver réttur livers ríkis er. Það, sem í samningadrögun- um við v.-þjóðverja felst, er m. a. þetta: Þjóðverjar ábyrgjast, að afl- inn á íslandsmiðum fari ekki fram úr 60 þúsund tonnum og af því magni fari þorskaflinn ekki yfir 5 þúsund tonn. Frysti- togarar þjóðverja hverfa af miðunum. Bonnstjórnin skuld- bindur sig að bcita sér fyrir því, að „bókun 6“ taki gildi, en tak- ist það ckki innan finnn mán- aða, frestast samkomulag þessa samkomulags. Sérstakar reglur cru um gerð veiðarfæra, eftirlit og vciðisvæði. □ Dagur kemur næst út 3. desember. ........................... Landsbyggðastefnu verði fram lialdið Átjánda kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra telur einboðið, að í sambandi við efnahagsaðgerðir verði sérstakt tillit tekið til yfirlýstrar landsbyggðastefnu ríkisstjórnar- innar. Minnir þingið á, að landsbyggðastefnan er grundvallarþáttur í þjóðmálabaráttu Framsóknarflokksins og hvetur alþingismenn og ráðherra flokksins til þess að halda fast á því máli. □ iiiiBiiimiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimi 400 GÆÐINGAR þröngur þetta árið og munu margir hafa búist við meiri út- flutningi. Q Færð á vegum Þegar blaðið talaði við Vega- gerðina fyrir hádegi í gær, voru flestir vegir enn færir, þrátt fyrir verulega snjókomu. Reykjavíkuleið var greiðfær öllum bílum, innanhéraðsvegir einnig, Vaðlaheiðarvegur trú- lega orðinn þungfær eða ófær og eitthvað farið að þyngjast færið á Svalbarðsströnd og í Dalsmynni. Múlavegur var ófær og ekki talið gagn að því að ryðja hann fyrr en veðrátta breyttist. Q Þetta árið hafa verið flutt út 411 hross, flest til V.-Þýska- lands eða 297 hross, en til Noregs voru seld 47, til Austur- ríkis 27 og nokkur til Sviss og Hollands. Af þessum útfluttu hrossum voru 72 hryssur og 7 stóðhestar. Samband íslenskra samvinnu- félaga hefur annast þennan út- flutning að mestu leyti. Yfir 90% af hrossunum voru tamin. Verð það, sem bændur fengu fyrir þessi hross sín var sæmi- legt, einkum fyrir tamda gæð- inga, eða 120 þús. krónur fyrir hvert, og er þá miðað við hross með fjölhæfan gang. Hins veg- ar fengust ekki nema 70 þúsund krónur fyrir brokkara og fyrir ótamin hross fengust 50 þúsund krónur. Hrossamarkaðurinn er

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.