Dagur - 29.11.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 29.11.1975, Blaðsíða 8
Dagub AUBLYSIN6ASÍM1 Akureyri, laugardaginn 29. nóv. 1975 [ GILTU ár TÍSKUHÁLS- i i GULLSMIÐIP , KEÐJURNAR S\ SIGTRYGGÚR NÝKOMNAR \J & PÉTUR f AKUREYRI I 1 SMÁTT & STÓRT annað má einnig fylgja, að leik- hússtjórinn á Akureyri, Eyvind ur Erlendsson, æfði sjónleikinn að miklu leyti í samvinnu við Svein Einarsson og að akur-v eyskir leikarar stóðu sig með ágætum og hefðu nokkrir þeirra sómt sér vel á hvaða leik sviði sem var. ÁRANGURINN LÆTUR EKKI A SÉR STANDA Tryggvi Gíslason skólameistari liefur skrifað ágætan leikdóm um Kristnihaldið hér í blaðinu og verður ekki orðlengt liér um leik né leikmeðferð. En liitt má til tíðinda teljast, að aðsókn liefur verið með eindæmum mikil og upppantað á hverja sýningu löngu fyrirfram. Þá er það ekki síður athyglisvert, live vel fólkið skemmtir sér í leik- húsinu og hve mikið og ahnennt umræðuehii leiksýningin er, og þannig er það þegar best lætur. ENDURSKINSMERKIN Ort færist notkun endurskins- merkjanna í vöxt og er það vel. Ilúsmóðir hringdi til blaðsins fyrir nokkrum dögum, og kvart aði yfir því, að þessmn ágætu merkjum hefði oftar en einu sinni vcriö stolið af syni henn- ar, og var liún að vonum gröm. Það er nú varla árangurs að vænta þótt fólk, sé beðið aðl stela ekki, því allir vita að það er ljótt. Einhverjum til uin- liugsunar í þessu éfni, mætti þó vera sagan um það, þegar endur skinsmerki var hnuplað af lítilli telpu. Sú sama telpa, sem nú átti ekkert endurskinsmerki í skammdegismyrkrinu, varð fyr- ir bíl og dó. Bílstjórinn sá hana of seint, af því hún hafði ekki endurskinsmerkið. Ólafur Tryggvason. Á jörðu hér Sjöunda og síðasta bók Ólafs Tryggvasonar frá Hamraborg, var fullbúin til prentunar er hann féll frá í febrúarmánuði á þessu ári. Skuggsjá hefur gef- ið hana út. Kristján skáld frá Djúpalæk ritar formála. Ólafur Tryggvoson var þjóð- kunnur maður, huglæknir og rithöfundur. Þessi síðasta bók hans er á þriðja hundrað blað- síður og er í 20 köflum. Hennar verður nánar getið hér í blað- inu. □ Allir þurfum við að eiga einlrver farartæki, bæði ungir og gamlir. (Ljósm.: E. D.), Grenivík, 27. nóvember. Um siðustu helgi var hér haldið hið árlega hjónamót í samkomu- húsinu. Það var mjög vel sótt og fór vel fram. Þar flutti Kristján Benediktsson frum- samíð ljóð, Birgir Marinósson skemmti og hljómsveit hans lék síðar um kvöldið fyrir dansi, sem stóð langt fram á nótt. Baldur Jónsson bóndi á Grýtu- bakka stjórnaði almennum söng. Vel og myndarlega var á borð borið, svo er konum fyrir að þakka. Valgerður Sverris- dóttir á Lómatjörn stjórnaði hófinu. Gæftir hafa verið litlar síð- ustu daga og lítill afli á land borist. Sumir fara til rjúpna, en fá ýmist lítið eða ekkert. Bændur notuðu tímann vel á meðan tíð- var góð og kepptust þá við að ljúka hinum ýmsu haustverkum. Féð hefur gengið úti til þessa, en menn eru nú að byrja að hýsa ærnar. í byggingu eru fimm íbúðar- hús og eru þau öll fokheld og þau eru öll í eigu einstaklinga. Þá er fokheld vélageyinsla hreppsins, sem verið hefur í smíðum. Byrjað er að grafa fyrir fjórum leiguíbúðum á vegum hreppsins, en breytt veðrátta stöðvar þær fram- kvæmdir sennilega í bráð. P. A. Á síðasta bæjarstjórnarfundi lá fyrir tillaga að nýrri gjaldskrá Rafveitu Akureyrar. í henni felst, að rafmagnsverð til neyt- Örn Snorrason. Lögreglan á Akureyri hefur heimsótt barnaskóla bæjarins, barna- og unglingakóla sýsl- unnar, nema á Árskógsströnd og á Dalvík. Hefur hún rætt við nemendur og sýnt umferðar kvikmynd. Minnir þetta á hina miklu nauðsyn þess, að veila ungu fólki umferðarfræðslu, og raunar þyrfti eldra fólk hennar einnig með. Hefur Björn Mika- elsson stjórnað skólafræðslunni að þessu sinni. Hún er eflaust - góð þar sem hún nær, en skól- arnir sjálfir þurfa að veita nem- endum sínum haldgóða mennt- un á þessu sviíti, miklu meiri en gert er. □ enda hækki frá 15,5% til heim- ilisnota og 15-—18% til annarra nota. í greinargerð með þessari tillögu er sýnt fram á'stóraukna þörf á viðbótum við bæjar- kerfið, bæði breytingu á há- spennulínum og lögnum í ný hverfi. Jafnframt hefur komið fram, að aðrar rafveitur munu á undanförnum mánuðum hafa hækkað raforkuverð, þannig að taxtar Rafveitu Akureyrar eru nú stórum mun lægri t. d. mið- að við Raímagnsveitu Reykja- víkur og verða það enn eftir fyrirhugaða hækkun. Tillögurnar voru samþykktar til annarrar umræðu. □ GAGNRÝNIN MÁ EKKI BITNA Á FRAMKVÆMDUM Jón G. Sólnes, formaður Kröflu nefndar og framkvæmdastjóri Kröfluvirkjunar, hefur opinber lega verið gagnrýndur vegna þeirra starfa, bæði á Alþingi, í sjónvarpi og útvarpi, en þó mest í Alþýðumanninum á Ak- ureyri. Gagnrýni verða menn að þola í opinberum störfum og einnig að fá tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér og það hefur Jón gert. Ilins vegar er erfitt að svara rógburði og álíka érfitt að ná tökum á honum og draugunum. Dagur hefur ekki tekið þátt í þessum leik, en vill benda á, að upplýsingar erui báðum aðilum mikilvægar. Blaðið vill einnig benda á, að ef norðlendingar á annað borð vilja framgang Kröfluvirkjunar, og um það ættu flestir að vera á einu máli, má gagnrýnin, svo nauðsynleg sem hún oft er, elcki bitna á framkvæmdunum. KANN EKKI FREGNIR AÐ FLYTJA f þessari viku flytja Akureyrar blöðin sérstakar fregnir frá Kröfluvirkjun, en þar var boðið til reisugildis fyrir nokkrum dögum, veitt af rausn og veittar upplýsingar, auk þess sem sjón er sögu ríkari. Dagur verður að biðja lesendur sína afsökunar á því, að flytja ekki fregnir af þessum atburði og því mark- verða, sem þar kann að hafa verið frá sagt. Kemur það til af því, að Degi, einum blaða á Akureyri, var ekki boðið að senda fréttamann að Kröflu af þesu tilefni, og kann því ekki þar veittar fregnir að flytja les- endum sínum. Vonandi gefst þó tækifæri til þess síðar, að taka málið á dagskrá. LEIKHÚSVIÐBURÐUR A AKUREYRI Óhætt er að telja sýningar Leik félags Akureyrar á sjónleiknum Kristnihaldi undir Jökli eða Úu, leikhúsviðburð í höfuðstað Norðurlands. Ber margt til, en fyrst þó hina ágætu sögu Hall- dórs Laxness, Kristnihald undir Jökli, sem leikritið er samið eftir, þá það tvennt, að þjóð- leikhússtjórinn, Sveinn Einars- son, setti leikinn á svið og Gísli Halldórsson leikur sem gestur séra Jón Prímus. Það tvennt Y ersimiarlóðirnar verða auglýstar an af Dudúdú Út er komin barnabók Sagan af Dudúdú eftir Örn Snorrason með teikningum eftir Halldór Pétursson og er þetta áttunda bók höfundar, auk þýðinga og sami listamaður hefur einnig myndskreytt sumar hinar fyrri bækur hans. Útgefandi er Bóka útgáfa Þórhalls Bjarnasonar. Höfundurinn, Örn Snorrason frá Akureyri, er kennari og kunnu)- af barnabókum sínum og einnig af gamanvísum og skopkvæðum. Þessi nýja bók mun, sem fyrri bækur höfund- ar, njóta vinsælda barna og unglinga, því sífrjó gamansemi og skringileg fyndni leika þar lausum hala, eins og útgefandi segir í kynningarorðum. Q Á síðasta bæjarstjórnarfundi urðu allmiklar umræður um það, á hvern hátt skyldi staðið að úthlutun lóða í verslunar- og þjónustusvæðinu í nýja byggða hverfinu í Glerárhverfi, sem talið er að verða muni 2—300 manna byggð. Þetta verslunar- og þjónustuhverfi er óskipulagt ennþá, en bæjarstjórn sam- þykkti á síðasta fundi sínum þá tillögu bygginganefndar, að nú þegar verði gert deiliskipulag af svæðinu. Samþykkt var einn- ig tillaga frá fjórum bæjarfull- trúum, þeim Frey Ófeigssyni, Ingólfi Árnasyni, Soffíu Gúð- mundsdóttur og Vali Arnþórs- syni, um að lóðirnar yrðu aug- lýstar lausar til umsóknar, þeg- ar' deiliskipulagið lægi fyrir Jafnframt skyldi stefnt að því að verslunarlóðir yrðu auglýst- ar sérstaklega, eins og venja ei um íbúðar- og iðnaðarlóðir. í umræðunum kom meða annars fram, að ástæða væri ti að gera ráð fyrir a. m. k. tveim Ur matvöruverslunum í svc stóru hverfi og margvíslegr annarri þjónustu. Um aðstöðr á þessari lóð lá fyrir erindi frc Þorbergi Ólafssyni kaupmann og var afgreiðslu á erindi han: frestað þar til deiliskipulagic liggur fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksin: voru andvígir því að lóðirnar ; þessu svæði væru auglýstar ti umsóknar. T

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.