Dagur - 03.12.1975, Page 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
BÆKUR
Framundan er sá tími ársins, sem
öðrum fremur er helgaður bókum
hér á landi. Bækur þær sem út eru
gefnar til sölu í þessum mánuði eru
daglega að koma út, og þær eru
kynntar í útvarpi, sjónvaipi og blöð-
um. Hvert pappírstonnið af öðru er
lagt undir texta nýrra bóka, sem síð-
an eru bundnar, settar í mynd-
skreytta hlífðarkápu og staflað upp.
Þegar komið er inn í prentsmiðju í
nóvember og fram í desembermán-
uð, rninna bókarstaflarnir á saltfisk-
stæður í sjóhúsi að öllu umfangi og
út á þessar miklu stæður lána bank-
ar fé, eins og út á fiskinn. Bókunum
er dreift í meira en hundrað bóka-
búðir um landið allt og samkvæmt
reynslunni fara menn að huga að
bókum, bæði handa sjálfum sér og
til jólagjafa. Nú sem áður em það
bækurnar, sem mest eru keyptar fyr-
ir jól. Góð bók er ætíð kærkotnin
jólagjöf og vel þegin af unguin sem
öldnum, og miðað við svokallaðar
gjafavörur eru bækurnar viðráðan-
legastar í verði.
Nýjar bækur skipta líklega þrem
hundruðum á ári, þýddar og frum-
samdar, svo úr mörgu er að velja.
Þær hækka verulega í verði, bóka-
útgefendur kvarta yfir varðhækkun-
um til bókagerðar, rithöfundar
kvarta yfir sínum launum og almenn
ingi þykir skörin færast upp í bekk-
inn livað bókaverðið snertir. Samt
halda rithöfundar áfram að skrifa og
aðrir að þýða, bókaútgefendur halda
áfram sinni iðju og almenningur
kaupir og les, eins og áður.
Skáldsögurnar hafa löngum skip-
að öndvegið í bókmenntunum, skap-
að góðum höfunum frægð og les-
endum ótaldar ánægjustundir. Þó er
greinilegt, að á síðustu árum hafa
almennir bóklesendur hneigst meira
að þeim bókmenntum, sem hafa að
geyma sannar frásagnir um menn og
málefni úr hinu litríka þjóðlífi en
áður var, þótt bestu sagnaskáldin
eigi sinn trygga lesendahóp. Það er
að renna upp fyrir fólki, að mann-
lífið sjálft er öllum skáldskap auð-
ugra af fegurð og fjölbreytni, þegar
það er fram borið af einlægni.
Sagnaskáldin eru alltaf að leita
sannleikans, sagði Gunnar Gunnars-
son, en yngri höfundar virðast hins
vegar sammála um yfirburðaþýðingu
textans. Hinar ýmsu frásagnir, þar
með heilar ævisögur, em ekki aðeins
hinn eftirsótti sannleikur, heldur
gefa þær eins mikla listræna mögu-
leika máls og stíls. □
INGVAR GÍSLASON,
ALÞINGISMAÐUR:
SAMIÐ TIL FLUTNINGS Á FRAMSÓKNAR-
VIST Á AKUREYRI 28. NÓVEMBER SL.
Góðir samkomugestir.
Varla verður mér láð það, þó
að mér séu efst í huga atburðir
síðustu daga, enda er það eng-
inn smáviðburður að lifa það
nú hið þriðja sinn á rúmum
hálfum öðrum áratug, að eitt
mesta herveldi heims ræðst inn
á yfirráðasvæði kotþjóðar ■ í
norðurhöfum til þess að kúga
hana til uppgjafar í lífshags-
munamáli hennar. Engum ætti
að dyljast, að þessi leikur er
ójafn, ef öllum tækjum væri
beitt. íslenzki varðskipaflotinn
er þess ekki megnugur að verja
landhelgina gegn flotainnrás
Breta. Þetta sannar einnig, að
sú barátta, sem íslendingar
heyja fyrir viðurkenningu á
yfirráðarétti sínum yfir auð-
lindum íslenzkra hafsvæða, er
enginn barnaleikur. Þessi bar-
átta er ekki háð með orðum og
yfirlýsingum einum saman. Ef
svo væri, væri vandalítið að ná
þeim rétti, sem við viljum
tryggja okkur.
Um hvað er barizt?
Sannleikurinn er sá, að ís-
lendingar hafa í meira en aldar-
fjórðung staðið í harðri baráttu
fyrir yfirráðum yfir auðlindum
sjávar umhverfis landið. Þessi
barátta hefur verið háð með
ýmsu móti, að nokkru á inn-
lendum vettvangi, en þó fyrst
og fremst erlendis og á alþjóða-
vettvangi. Baráttuaðferðin hef-
ur að mjög miklu leyti verið
fólgin í því að hafa áhrif á þró-
un alþjóðalaga um hafréttar-
mál, enda er það viðurkennd
staðreynd, að íslendingar hafa
verið í fararbroddi þeirra þjóða,
sem berjast fyrir rúmri fisk-
veiðilögsögu eyþjgða og strand-
ríkja ásamt réttlátri skýrgrein-
ingu hugtaksins „auðlindalög-
saga“. Nú er svo komið, að
mikill meirihluti ríkja heims
viðurkennir, að ekki skuli gera
greinarmun á fiskveiðilögsögu
og námuvinnslulögsögu, heldur
skuli allar auðlindir sjávar, svo
ofan hafsbotns sem á og undir
hafsbotni, falla undir skýrgrein
inguna „auðlindalögsaga", eða
„efnahagsleg“ lögsaga, eins og
stundum er sagt. Það skal þó
viðurkennt, að fullkomið alþjóð
legt fylgi við þessa skýrgrein-
ingu er ekki enn fyrir hendi.
Má þó segja, að aðeins vanti
herzlumuninn. Enn er tregða í
nokkrum ríkjum á því að láta
í Ijós nauðsynlega viðurkenn-
ingu. Áberandi er, að þau ríki,
sem mest tregðast við, eru stór-
veldi og gömul nýlendu- og
heimsveldi. Þá er það og ljóst
að Evrópuríki hafa yfirleitt
reynzt treg til fylgis við þá
stefnu, sem íslendingar berjast
fyrir. Ástæðan til þessarar
tregðu Evrópuríkja er m. a. hin
mikla samstaða innan Efnahags
bandalagsins um alla megin-
þætti efnahagsmála og utan-
ríkismála. Bretar eru aðilar að
Efnahagsbandalaginu, og aðrar
Efnahagsbandalagsþjóðir varast
að styggja þá, þótt hagsmuna-
lega séð megi þeim á sama
standa, hvort fiskveiðilögsaga
íslands og annarra strandríkja
er rýmri eða þrengri.
Leifar heimsvaldastefnu Breta.
Af þessu má vera ljóst, að
barátta íslendinga í landhelgis-
málinu er barátta gegn leifum
nýlendu- og heimsvaldastefnu
Evrópuþjóða, og þá fyrst og
fremst Breta. Heimsvaldastefn-
an var í algleymingi um síðustu
aldamót. Þótt Bretar ættu
aldrei formleg nýlenduítök á
íslandi, þá er það söguleg stað-
reynd, að heimsdrottnunar-
stefna þeirra og ægivald á At-
lantshafi réð örlögum íslands í
hinum mikilvægustu málum.
Má með sanni segja, að Bretar
hafi haft líf íslendinga í hendi
sér. Þeim var leikur einn að
koma því fram við íslendinga,
sem þeir óskuðu. Enda gerðu
þeir það. Danir höfðu yfirráð
yfir íslandi um aldamótin, og
Bretar þvinguðu Dani til þess
að opna landhelgi íslands upp
að þremur sjómílum, m. a. svo,
að flóum og hinum stærri fjörð
um var ekki hlíft. Þetta gerðist
árið 1901. Skyldi samkomulagið
gilda í 50 ár, eða til ársins 1951.
Aðrir útlendingar komu svo í
kjölfar Breta, þótt alltaf væru
þeir stórtækastir í veiðum við
ísland.
Undarlegt er, að Bretar telja
sig eiga hefðbundinn rétt til
veiða á íslandsmiðum og vísa
þá m. a. til landhelgissamnings-
ins frá 1901. Sá samningur var
nauðungarsamningur, gerður
við Dani á nýlendutímanum, og
gilti um tiltekinn árafjölda, en
er nú löngu úr gildi fallinn.
Hann hefur því enga þýðingu
í dag. Hann er aðeins sögulegt
plagg og minnisvarði um það
í'éttleysi, sem smáþjóðum var
áskapað gagnvart valdbeitingu
hernaðarstórvelda í upphafi
þessarar aldar. Sem betur fer
hafa viðhorfin í þessum efnum
breytzt á síðustu árum. Réttar-
þróunin í heiminum hefur
gengið gegn heimsvaldastefnu
og nýlendupólitík. Sá árangur,
sem við íslendingai' höfum náð
stig af stigi í landhelgismálinu
er fyrst og fremst að þakka
breyttum alþjóðaviðhorfum og
hagstæðri réttarþróun í heim-
inum. Gæfa íslendinga hefur
verið sú, að þeir hafa fylgzt
með þessari þróun og lagt sitt
af mörkum til þess að hraða
henni, a. m. k. hvað við kemur
fiskveiði- og auðlindalögsögu
strandríkja.
Barátta við ofurefli.
Hitt er annað mál, að full-
komin alþjóðleg viðurkenning
á málstað og Viðhorfum íslend-
inga hefur enn ekki fengizt. En
að því er unnið á hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna að
fá fram slíka viðurkenningu.
Það er í skjóli þeirra tafa, sem
orðið hafa á lokum hafréttar-
ráðstefnunnar, að Bretar hyggj-
ast enn á ný stunda fiskveiðar
við. ísland undir herskipavernd.
í verknaði þeirra sjáum við
fjörbrot heimsvaldastefnunnar
á íslandsmiðum. Menn geta
með sanni sagt, að þrátt fyrir
tilburði Breta til valdveitingar
nú, þá hafi í raun og veru dreg-
ið mátt úr brezka ljóninu. Menn
mega þó ekki blekkja sig með
því, að við íslendingar eigum í
fullu tré við herskipaflota
Breta, enda fer því fjarri. Ef
Bretar halda valdbeitingunni
áfram, sem virðist augljóst, þá
mun það binda varðskipaflota
okkar alfarið við að kljást við
Ingvar Gíslason.
ofureflið. Við munum ekki
sigra flota Breta með neinu
skyndiáhlaupi, heldur verðum
við að láta okkur nægja að
þreyta þá með smáskærum eftir
því sem við verður komið. í því
felst þó ekki vissa um „hern-
aðarlegan" sigur okkar. Við
getum enga þjóð sigrað í hern-
aði. Hins vegar er það siðferði-
leg skylda íslendinga að standa
eftir mætti gegn því ofbeldi,
sem hér er verið að fremja.
Okkur ber að sýna í verki vilj-
ann til þess að verja land okkar
og landhelgi, þegar á okkur er
ráðizt.
Andstaða Breta og Þjóðverja.
Annar mikill atburður hefur
gerzt í vikunni. Sá atburður
snertir einnig landhelgismálið.
Þar á ég við samkomulag við
Vestur-Þjóðverja um togveiðar
innan fiskveiðilögsögu íslands.
Sama hefur skeð í viðskiptum
íslendinga við Vestur-Þjóðverja
eins og Breta, að Þjóðverjar
hafa neitað að viðurkenna rétt
okkar til einhliða útfærslu land
helginnar. Þeir hafa því stund-
að ólöglegar veiðar í landhelg-
inni undanfarin ár, og ekki lát-
ið segjast, þótt Landhelgisgæzl-.
an hafi torveldað þeim veiði-
skapinn.
Nú kann einhver að segja, að
Landhelgisgæzlan hafi ekki
verið nógu öflug og e. t. v. slæ-
leg. Þetta er auðvitað hægt að
segja, en erfitt er að rökstyðja
slíka ásökun. Ég held að flestir
hófsamir og ábyrgir menn séu
sammála um, að Landhelgis-
gæzlan hafi rækt starf sitt af
kostgæfni. En hins vegar sjá
allir, að hún var ekki fær um
að verja landhelgina fullkom-
lega fyrir skipulögðum veiði-
þjófnaði öflugs togaraflota.
Þess vegna hafa Þjóðverjar
fiskað mikið við fsland, þrátt
fyrir yfirlýsingar okkar um yfir
ráðarétt yfir 50 og 200 sjómílna
landhelgi. Það sýnir einnig,
hversu örðugt er að tryggja út-
færslu landhelginnar með ein-
hliða yfirlýsingum, ef ekki
stendur að baki vald, sem allir
virða. Við íslendingar höfum
fært landhelgi okkar út fjórum
sinnum og alltaf með einhliða
yfirlýsingum. Við gerðum það
1952, þegar landhelgissamning-
urinn við Breta frá 1901 var
genginn úr gildi, við gerðum
það 1958, aftur 1972 og nú síðast
í október 1975. í hvert skipti
sem við höfum fært út landhelg
ina höfum við náð ómetanleg-
um áföngum að lokatakmark-
inu, sem er full og óskoruð yfir-
ráð yfir auðlindalögsögu ís-
lands. Samt verðum við að við-
urkenna, að það var aðeins í
fyrsta skipti, þ. e. 1952, þegar
við tókum okkur fjögurra mílna
landhelgi, að segja mátti að út-
færslan heppnaðist fullkomlega
þegar í stað. Fjögurra mílna
landhelgin var virt í reynd.
Jafnvel Bretar viðurkenndu
hana í verki, þó að ekki gerðu
þeir það í orði. Útfærslan í 12
sjómílur 1958 hlaut viðurkenn-
ingu í reynd allra þjóða nema
Breta og Vestur-Þjóðverja.
Þessar tvær þjóðir viðurkenndu
löngu síðar 12 mílna landhelg-
ina, og þó raunar varla fyrr en
réttarþróunin í heiminum gerði
þeim viðurkenninguna óhjá-
kvæmilega, enda tóku Bretar
þá sjálfir upp 12 mílna fisk-
veiðilögsögu. Svo hefur farið
um 50 mílna landhelgina og 200
mílna landhelgina, að Bretar og
Þjóðverjar hafa staðið gegn
þeim aðgerðum okkar, þó að
þær hafi heppnazt gagnvart
öðrum þjóðum að segja má.
Staðreyndir landhelgis-
baráttunnar.
Þetta hef ég rifjað upp, því
að ég tel nauðsynlegt að menn
átti sig á mikilvægustu stað-
reyndum landhelgisbaráttunnar
síðustu 25—30 ár. Þetta sýnir,
að landhelgisbaráttan hefur
verið erfið og margslungin. En
umfram allt ætti þetta að minna
okkur á, að við höfum ekki
unnið neinn lokasigur í land-
helgismálinu, heldur stöndum
við enn í miðri baráttunni. Það
minnir okkur einnig á, að við
verðum að sætta okkur við
ýmsar tafir, sem komið geta
fyrir á leið okkar að settu
marki. Þó að við höfum baráttu
viljann og stefnufestuna í okk-
ur sjálfum, þá ráðum við fram-
gangi málsins ekki að öllu leyti
einir. Sérstaklega finnst mér
nauðsynlegt, að menn geri sér
grein fyrir þeirri staðreynd, að
alþjóðleg viðhorf og réttarþró-
un ráða ótrúlega miklu í málum
af þessu tagi. Þess vegna verð-
um við að halda áfram að berj-
ast innan alþjóðasamtaka og á
alþjóðavettvangi fyrir þeirri
stefnu, sem við ætlum að koma
fram. Ég sagði áðan, að við
hefðum haft mikil áhrif á réttar
þróunina í heiminum á þessu
sviði, en við þurfum að ná
lengra, og ég vona að ekki sé
eftir nema endaspretturinn.
Flest bendir til þess, að 200
mílna stefnan sigri á hafréttai'-
ráðstefnunni, þegar henni loks
lýkur.
Sanikoniulagið við Þjóðverja.
Ég ætla ekki að fjalla hér um
einstök atriði samkomulags ís-
lendinga og þjóðverja um fisk-
veiðar í landhelginni nú. Ég vil
þó minna á, að samkomulagið
gildir aðeins til tveggja ára og
samið er um, að afli Þjóðverja
verði að langmestu leyti ufsi og
karfi, en það eru fisktegundir,
sem ekki eru taldar í hættu
5
vegna ofveiði. Samningurinn
við Þjóðverja er því liður í við-
leitni ríkisstjórnarinnar til þess
að vernda þorskstofninn. Þá
felur samkomulagið það í sér,
að Þjóðverjar skuldbinda sig
til þess að stunda ekki veiðar
á verksmiðju- og frystitogurum.
Auðvitað hefði verið mjög
æskilegt að þurfa ekki að semja
við einn né neinn um þetta lífs-
hagsmunamál þjóðarinnar. En
tilgangur minn með þessum fáu
orðum, var að gera grein fyrir
þeirri skoðun minni, að íslend-
ingar geta ekki útilokað nauð-
syn þess að semja við erlendar
þjóðir í landhelgismálinu. Ég
byggi þessa skoðun mína á
reynslunni og sögunni. Reynsl-
an og sagan kenna okkur, að
einhliða stækkun landhelginnar
hefur ekki reynzt einhlít að-
ferð og dugir ekki alltaf til
árangurs ein út af fyrir sig. Við
erurn í þessu máli ákaflega háð-
ir réttarþróun og alþjóðlegum
viðhorfum á hvei'jum tíma. Ég
hef stundum orðað það svo, að
árangur okkar í landhelgis-
baráttunni hafi náðst fyrir eins
konar samspil milli einhliða
yfirlýsinga og samningagerða.
Söguleg yfirsýn.
Ég tel mikla nauðsyn á því,
að menn líti raunsæjum augum
á landhelgismálið. Markmiðið
er eitt, og að því hefur verið
keppt síðustu 25—30 ár. Við
höfum fetað okkur áfram stig
af stigi og náð umtalsverðum
árangri, en við megum ekki
blekkja okkur með því að halda
að við höfum sigrað í landhelgis
málinu. Hitt er þó sennilegt, að
sigur okkar sé skammt undan.
Þess vegna ber okkur nú og
eftirleiðis sem hingað til að
vinna að framgangi landhelgis-
málsins af hyggindum og lagni
og láta sögulega og lagalega yfir
sýn ráða gerðum okkar, en ekki
pólitískar æsingar eða persónu-
lega heift.
Ég þori að fullyrða, að skiln-
ingur erlendra valdamanna og
áhrifamikilla fjölmiðla á mál-
stað íslendinga fer sívaxandi.
JÓLATRÉ!
Nokkur tré með rót
60—90 sm há fást í
Aðalstræti 62, Ak.
Ármann Dalmannsson,
sími 1-14-64.
Notað sjónvarpstæki
til sölu.
Uppl. í síma 2-26-21.
Til sölu ónotaður dökk-
grænn leðurjakki,
stærð ca. 38.
Uppl. í síma 2-16-74.
Sófasett og stóll til sölu
á liagstæðu verði.
Uppl. í síma 2-17-69
eftir kl. 19.
Skemmtanir
SPILAKVÖLD.
Þriðja og síðasta spila-
kvöld bílstjórafélag-
anna og Skógræktar-
félags Tjarnargerðis
verður í Sjálfstæðis-
húsinu (litla sal)
sunnudaginn 7. des. kl.
20,30.
Allir velkomnir.
Nefndin.
Ég vona að enginn sé svo
heimskur að gera lítið úr slíku.
í mínum augum er það eitt af
grundvallaratriðum þess að við
fáum sem fyrst frið og full yfir-
ráð yfir auðlindum hafsins, að
skoðun valdamanna og almenn-
ingsálit í heiminum snúist á
sveif með íslendingum. Það er
þolinmæðisverk að skapa al-
menningsálit í heiminum, en að
því verður að vinna með sömu
iðni og endurtekningum eins og ■
við höfum verið að gera í meira
en fjórðung aldar.
Hluti af sjálfstæðisbaráttunni.
Margt er líkt með landhelgis-
baráttunni og sjálfstæðisbarátt-
unni við Dani á sínum tíma.
Væri fróðlegt að gera á þessu
samanburð, en það verður að
bíða betri tíma.
En það vil ég segja að lok-
um, að landhelgisbaráttan er í
rauninni framháld sjálfstæðis-
baráttunnar eða réttara sagt:
hluti af sjálfstæðisbaráttunni. ■
Ég er þess fullviss. að ráðandi
menn þjóðarinnar gera sér fulla
grein fyrir þessu atriði, og ég
er ekki í vafa um það, að allar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
landhelgismálinu nú eru fram-
kvæmdar í þeirri vissu, að þær
verði til þess að treysta efna-
hagslegt og stjórnarfarslegt
sjálfstæði íslendinga. □
Frá Bridgefélagi
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK
skrifar
um bcekur
■ ■ B B U I
Akurey
rar
Nú stendur yfir sveitakeppni
Bridgefélags Akureyrar. Alls
spila 14 sveitir og er það góð
þátttaka. Hvern leik er mest
hægt að vinna 20—0.
Að loknum 3 umferðum er
röð sveitanna og stig þessi:
Stig
1. Sv. Alfreðs Pálssonar
58
56'
39
36
35
35
32
26
24
2. — Arnalds Reykdal
3. — Gunnars Berg
4. — Ævars Karlessonar
5. — Víkings Guðm.sonar
6. — Páls Pálssonar
7. — Birgis Steind.s., MA
8. — Sveinbj. Sigurðss.
9. — Arnar Einarssonar
10. — Júlíusar Thoi'arensen 23
11. — Jóh. Sigurjónss., MA 20
12. — Stefáns Vilhjálmss. 19
13. — Friðriks Steingrímss. 13
14. — Sigurðar Vigfússonar 4
Spilað er að Hótel KEA á
þriðjudagskvöldum og er keppn
isstjóri sem fyrr Albert Sigurðs
son. □
Indriði G. Þorsteinsson.
r
Afram veginn
Sagan um Stefán Islandi.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Björnssonar.
Metsölubók ársins 1975?
Það er gleðiefni, að þessi bók á
skilið að verða metsölubók.
Állt annað hefði orðið fyrsti
ósigur þessara skagfirsku lukku
riddara, Stefáns og Indriða G.
Saga Stefáns Islandi er eitt
af þessum sjaldgæfu ævintýr-
um, sem verið hefur uppistaða
þjóðardraumsins, en svo sjald-
an orðið veruleiki.
Hann er fæddur með fegurstu
rödd, sem hljómað hefur yfir
íslandi, og honum auðnaðist að
njóta fullkomins náms í þjálf-
un hennar og beitingu. Gera
sönginn að ævistarfi, elskaður
og dáður frá því fyrsta til þessa
dags.
Stefán fæddist í Krossanesi í
Vallhólmi 6. okt. 1907 hjá elsku
legum foreldrum. Átti þrátt
fyrir efnalega fátækt, fagra
bernsku. En hann missir föður
sinn þegar hann er á tíunda ári
og heimilið var leyst upp.
Skugginn fylgir ætíð ljósinu.
Lánið er þó hans megin. Stefán
. var heppinn. Hann fær að alast
úpp hjá ágætis fólki í Syðra-
Vallholti. Æskan var því glöð
og vekjandi við dagleg störf í
fögru umhverfi. Þaðan liggur
leiðin út á frægðarbrautina,
suður. Fyrst til höfuðborgar-
innar, síðan til lands sólar og
söngs. ítalíu.
Hamingja, þetta er afstætt
orð. Trúlega var haming'ja
þ'eirra mest, er fengu að sjá
drauminn rætast í lífi óska-
barnsins. Þurftu ekki annað en
laúga sál sína í söng hans við
og við, gátu farið til síns heima
og notið minninganna um dá-
samlegt kvöld á tónleikum.
Söngvarinn sjálfur mátti aldrei
slaka á. Hann varð að sækja á
Um sfofnun Félags Nýalsinna
Á Flótel Varðborg komu saman
10 manns, til að athuga um
möguleika að stofna Félag
Nýalssinna hér á Akureyri.
Þetta skeði þann 15. nóvember
1975. Árangur varð með þess-
um fundi á þann lund að félagið
var stofnað með öllum sam-
hljóða atkvæðum. Félagið heit-
ir Félag Nýalssinna og er svæð-
isfélag en óháð að öllu leyti
Félag Nýalssinna í Reykjavík.
Markmið þess er að afla upp-
götvunum dr. Helga Péturss. á
lífsambandi milli stjarnanna
viðurkenningar.
En það eru til vísindamenn,
sem telja líklegt að líf sé á öðr-
um stjörnum, og það eru fram-
farir útaf fyrir sig. En Nýals-
sinnar hafa vitað það í tugi ára,
og segja einnig að lífsambandið
sé á milli stjarnanna. En það er
ekki viðurkennt opinberlega
innan vísindastéttarinnar.
Lífsambandið er geislun, út
frá verunni, og tilheyrir öllum
lífrænum efnum. Með lífgeisl-
anum berast hugskeytin, hug-
lækningar og önnur fyrirbæri,
sem yfirnáttúruleg þykja. Geisl
un þessi fer með margföldum
ljóshraða og gegnum alla hluti.
Við draumarannsóknir er mögu
l^gt að sjá hvað lífsambandið er
víðtækt og nauðsynlegt til að
geta viðhaldið lífinu. En með
þekkingu á lífgeislanum er
hægt að nota þennan kraft til
að breyta hlutum í betra horf.
Því til skýringar, tek ég úr-
drátt úr bók dr. Helga Péturss.
sem heitir Framnýall (bls. 255).
Stempell (Valther Stempell há-
skólakennari í dýrafræði) segir
að lífgeislar miða til að auka
vöxt eða flýta fyrir honum. Vil-
helm Ostwald, segir frá því í
riti sínu, um mikla vísinda-
rhenn, hvernig efnafræðingnum
Justus V. Liebig, hugkvæmdist
að fara nota þau vísindi í þágu
jarðræktarinnar, og hversu
þetta leiddi til þess, að sami
akur getur nú gefið þrefalt
meira en áður.
Félag Nýalssinna
Akureyri.
(Formaður Þorbjörn
Ásgeirsson,
Þórunnarstræti 127)
brattan, þjálfa og vernda rödd-
ina, læra, læra, aga sig og ein-
beita, ekki dag og dag. Nei ár
eftir ár. Frægðarbrautin er ein-
stigi, bratt og hált, og það er
stormasamt á tindinum. Á þess-
um leiðum er skammt milli
æðstu gleði og dýpstu sorga. En
hjarta söngvarans þarf að slá
hratt. Hvað er tæknileg full-
komnun listar, eigi hún ekki
samband við hjartað?
Stefán gleymdi aldrei upp-
runa sínum. Ekki getur betri
son heimbyggðar og ættlands.
Aldrei heyrðist erlendur blær
á máli hans. Hann kann tungu
feðranna kannski betur en við
heimalningar. Hann kom heim,
þegar hægt var. Kannski leið
honum hvergi betur. Hann naut
unaðar hér, og hann skildi eftir
unað í sálum okkar, sem entist
til næstu heimsóknar. Sem enn
lifir í söngþyrstum sálum sam-
tímamanna hans.
Hvernig gæti verið annað en
ánægja að rifja þetta allt upp?
Heimsfrægð er mikið hugtak.
Að vinna ást þjóðar sinnar er
varanlegri sigur.
Það var rétt val að fá Indriða
til að skrifa þessa fallegu ævi-
sögu. Hann er ekki aðeins rit-
fær vel, heldur einnig Skag-
firðingur. Stíll bókarinnar er
hlýr og áleitinn. Hann er skyld-
ari tölti skagfirskra gæðinga en
brokki þeirra og stökki. Engar
Samið við belga
Samkomulag hefur orðið milli
ríkisstjórna Belgíu og íslands
um framlengingu á veiðiheim-
ildum belga á vissum svæðum
innan 200 mílna. Orðsendingar
fóru milli utanríkisráðuneytis-
ins og belgísku stjórnarinnai'
28. nóv. og varð samkomulag
um áð belgísku togurunum yrði
fækkað eitthvað og veiðisvæð-
um sömuleiðis, að því er segir
í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu.
Leyfilegt heildarveiðimagn
fyrir belga verður 6.500 tonn á
ári, þar af þorskur um 1500
tonn. í gamla samningnum var
ekki kveðið á um aflahámark.
Samkomulagið er uppsegjanlegt
af báðum aðilum með 6 mánaða
uppsagnarfresti.
Samkomulagið verður lagt
fyrir Alþingi innan skamms. Q
Á Barðasfrönd
Hjá Vatnsfirði var hann Flóki,
með Vísi hann sýnir það
að best er að hætta öllu basli
við búskap, þegar í stað.
t
Sagan þó segir hann byggi
síðar í Flókadal.
Jónas á, ef til vill eftir
að endurskoða sitt hjal.
i
Hér í Haga bjó Gestur,
sá höfðingi af öðrum bar.
Djúpvitur drengskaparmaður
og dulspakur líka var.
Til dýrlegri dvalarheima
dulgáfur leggja brú.
Það íslenskt er aðalsmerki
að aðhyllast „grautartrú“.
A. S.
hemmingviskar skrautsveiflur,
heldur jafn, samfelldur niður
vatna, með straumhljóðsbreyt-
ingum að efni, glatt, kímið,
dapurt. Þessum skrifara sé
þökk.
Skagfirðingar eru hressir
menn og hagorðir. Syngjandi
riddarar og hjarðmenn. Ég hef
lengi þótts skynja með þeim
sérstakan tón. Skagfirska tón-
inn, þeirra Péturs Sigurðssonar,
Eyþórs Tómassonar og Jóns
Björnssonar. Þetta er heitur
tónn og angurvær. Algjör and-
stæða nútíma stríðleika og láta.
Þennan tón finn ég í bókinni:
Áfram veginn.
Bókin er vönduð að allri
gerð. Prýdd myndum úr lífi
Stefáns, heima og heiman og
rúmlega hálft þriðja hundrað
blaðsíður á lengd. Hún getur
ekki valdið fólki Vonbrigðum,
nema það hafi ekki vitað hvað
það vildi. Q
Jcnna Jcnsdóttir.
-. 1
Engispretturnar {
hafa engan konung
Ljóðabók. 80 bls. myndskreytt
af Sigfúsi Halldórssyni.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Björnssonar.
„Ég er maðui'inn
sem veit
hver er skáld
og hver er 1'
ekki skáld
ég hefi lokið upp 1
sálum ykkar
með lykli
visku minnar
efsti dómur ' |i
daga ykkar
er minn dómur i
I |i
Ég veit i .1
hver er j|
og hver 1 ji
er ekki.“ ii
Þetta ljóð hefst á bls. 47 og
heitir Gagnrýnandi. Nú er ég
ekki þessi maður. Enda besta
kynning ljóða að láta þau tala
sjálf. Það þekkja allir höfund
þessarar bókar af barnabókum
hennar og Hreiðars. Hér er far-
ið út á nýja braut. Hvert hún
liggur er óráðið. En trúlega til
frama.
Þetta ljóð er á bls. 38—40:
Nemendur rnínir.
Á hverjum morgni koma þau
með æskuna í augunum
gleðina og vonina i
í hverri hreyfingu
ég veit þau eru framtíðin
sem tekur byrðar okkar I
á herðar sér
samt er ég að vefa
utan um þau
eins og kóngulóin ’
vef ég þræði
meðalmennskunnar
þræði hópsálarinnar i
þar til enginn stendur Ji
einn sjálfur
sál mín efast
og hjarta minn skelfist I
þó rétti ég þeim
klær kerfisins
gegnum árin
hef ég skynjað
nærveru þess
og nú er ég
föst í neti
valdhafanna.
il
Bæði þessi ljóð eru sannleik-
urinn nakinn. Hann er ekki
gleðjandi. En verður að segjast.