Dagur - 28.01.1976, Blaðsíða 5

Dagur - 28.01.1976, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hitaveita Akureyrar Landhelgisdeildan við breta, jarð- skjálftamir miklu í Þingeyjarsýslum og kjarasamningarnir eru hið brenn- andi áhugamál og erfiðu viðfangs- efni um þessar mundir og veit eng- inn enn hvert stefnir á þeim sviðum, sem mönnum er þó sjálfráð, og enn síður hver endir verður hinna miklu náttúruhamfara, sem geysað liafa síðair fyrir jól. Akureyringar hafa til viðbótar eignast nýtt áliugamál og viðfangsefni, sem er hitaveita kaup- staðarins og nágrennis lians. Jarðborinn Jötunn, sem fluttur var frá Þorlákshöfn til Eyjafjarðar snemma á þessum vetri, til þess að leita að lieitu vatni á Syðra-Lauga- landi í Eyjafirði, lenti út af vegi á Vatnsskarði og lofaði það strax góðu, ef marka má það fornkveðna, að fall sé fararheill, því lieitt vatn tók að streyma úr fyrstu borholunni í byrjun desembermánaðar og jókst síðar svo, að þessi borhola gefur nú meira vatnsmagn en nokkur önnur hefur gert hér á landi. Vatnið er yfir 90 gráðu heitt og magnið 80—90 1 á sekúndu. Nægir það til að hita upp verulegan hluta Akureyrarkaupstað- ar, sein á síðasta ári brenndi gasolíu fyrir 400 milljónir króna og eyddi þar að auki dýrmætu rafmagni til upphitunar í meira en fjórða hvert hús í bænum. Heita vatnið frá Syðra- Laugalandi verður leitt til Akureyr- ar, hvort sem meira vatn næst þar iir jörðu eða ekki. En eftir fáar vikur byrjar Jötunn á nýrri holu skammt frá hinni fyrri, og vænta menn fast- lega enn aukins árangurs. En áætluð vatnsþörf hitaveitu fyrir bæinn fram yfir 1980 hefur verið talin 230 sek.l. af 100 giáðu heitu vatni. Hitaveita Akureyrar er nii ekki lengur óskliyggja manna, því lieita vatnið lét ekki lengi bíða eftir sér og færði óskhyggjuna inn á fram- kvæmdasviðið með skjótum og ánægjulegum hætti. Hitaveitan er þar með orðið stærsta framkvæmda- mál kaupstaðarins á þessu ári og þeim næstu, og um leið eitt áhuga- verðasta verkefni bæjaryfirvalda fyrr og síðar. Framundan er meiri borun, lagning hitaleiðslu til Akureyrar og dreifikerfi í bænum. Ríkisvaldið hefur lagt kapp á inn- lenda orkuöflun og telur liana for- gangsverkefni. Samkvæmt því mun það styðja þá miklu fjáröflun, sem er forsenda slíkra stórframkvæmda. Kallar ný hitaveita fyrr á fram- kvæmdir og fjármögnun en gert var ráð fyrir, þótt fara beri að öllu með gát til að fyrirbyggja mistök. □ I Sígarettan í sessi riðar, — sú á það nú ekki gott. Unnum henni aldrei friðar, uns hún er flæmd af landi brott. Þannig hljóðar kviðlingur einn. Sem flest annað er hann vafalítið umdeilanlegur. Eigi að síður skulum við líta á hann, stutt og gagngjört í þeim tveim þáttum, sem hann gefur tilefni til. Breytt almenningsálit. Síðastliðin ár hef ég átt í ná- vígi við sígarettuna. Það, sem hér fer á eftir, er því mælt af persónulegri reynslu. Ekki hef ég þreytt nágvígi þetta einn, heldur með allmikl- um fjölda víghraustra kvenna og manna. Hér tala ég um nám- skeiðin, sem ég hef veitt for- stöðu, fyrir þá, sem vildu hætta að reykja, — þ. e. 5 — Daga Áætlunina. Námskeið þessi hafa leitt glögglega í ljós, að síaukinn fjöldi fólks tekur niðurstöður vísindanna um hættu reyking- anna alvarlega, og vill segja skilið við sígarettuna. Þannig hafa 30 manns hætt hér, 50, 60 þar, 80 og hátt yfir 100 á enn öðrum stöðum — fólk, sem dag lega hefur reykt allt frá 10 sígarettum upp í 3 pakka. Skaðsemi reykinganna leikur ekki lengur á tveim tungum. Hún er gjörsönnuð um allan efa fram, svo hvergi verður lengur um villt fyrir fólki. Sem sjúk- dómsvaldur eru reykingarnar, í afleiðingum, efstar á lista. Sem dánarorsök skipa þær einnig efsta sess með slysunum. Þessar vísindalegu upplýs- ingar, gefin fræðsla, svo og áróður gegn reykingum hefur á síðastliðnum árum leitt af sér gjörbreytt almenningsálit. Stöð ugt fjölgar þeim, yngri og eldri, sem í sambandi við reykingar sjá það eitt skynsamlegt að hætta. Sífellt verða þeir fleiri og fleiri, sem losna vilja úr þrældómi reykinganna, og hætta með því að lama heilsu sína, baka sér óþarfan, ótíma- bæran sjúkleika, er gæti dregið til dauða. Um nokkurra áratuga bil hafa aukning lungnakrabba og aukning reykinga haldist í hendur. Aukning hjarta- og æða sjúkdóma annars vegar og aukn ing reykinga hins vegar virðast einnig í allnánum tengslum. Hvernig standa þá málin? Þau standa 'eins og segir í fyrri hluta kviðlingsins, að sígarettan riðar í sessi. Meginþorri þeirra, sem hafa sótt námskeiðin hefur verið á aldrinum 17, 18, jafnvel 16 ára til 45, 50 ára og fjölmarg- ir þar yfir. Á þessu aldursskeiði reykir fólk mest, og þess vegna, þeim mun fleiri, sem á þessum aldri hætta, því meiri sigur vinnst gegn reykingunum........ En, hér með er mál þetta þó ekki allt á svið sett. Úrslita atriðið. í sambandi við umrædd nám- skeið hef ég jafnan lagt áherslu á að heimsækja alla skóla, sem ég hef til náð og haft tíma til á hverjum hlutaðeigandi stað. Þar hafa börn og unglingar ver- ið vöruð við hættunni, vísinda- legar staðreyndir lagðar fram og ágætlega gerðar kvikmyndir um þessi mál sýndar. Þannig geta bömin og unglingarnir heýrt, séð og allt að því þreifað á sannreyndunum............ En, hvað gerist varðandi þennan hóp barna og unglinga? Síðastliðið hálft annað ár hefur gengið svo miskunnarlaus reykinga-tísku-alda yfir ungl- ingana, að enginn hefur talist maður með mönnum, nema hann reykti. Hefur þetta sogað ótölulegan fjölda unglinga út í reykingar og verkað uggvæn- lega freklega niður í barnaskól- ana. Reynsla mín og náin kynni á þessum vettvangi hafa leitt í ljós, að lengur er það ekkert furðumál að sjá 12 ára börn reykja fyrir opnum tjöldum. Fjöldi 10 ára barna er farinn að reykja, að fá sér ,,smók,“ að „fikta,“ eins og þau kalla það. Nýjustu fréttirnar herma, að nú fjölgi ört 9 ára börnum, sem farin eru að gera hið sama. Á sl. ári fann ég fjóra 8 ára drengi, sem farnir voru að reykja ótrú- lega mikið. En þeir heyra sjálf- sagt og vonandi algerum undan tekningum til. Þannig er heildarmynd þessa alvarlega máls í senn björt og skuggaleg....... Hvað er þá hægt að gera? .... Hvað eldri hópinn snertir þarf að hjálpa honum meira, hvetja hann bet- ur, samstilla hann rammlegar í sókninni gegn sígarettunni og leggja hana að velli. Samtímis þarf að sækja fram til varnar börnum og unglingum með því að FYRIRBYGGJA, FYRIR- BYGGJA, FYRIRBYGGJA. .... ÞETTA ER ÚRSLITA ATRIÐIÐ — AÐ FYRIR- BYGGJA. Álit mitt er, að einungis á þessum grundvelli sé hægt að vinna þetta alvarlega og mann- skæða mál til sigurs. Meðan börnin og ungmennin dragast inn í hildarleikinn virðist mér málið horfa sem vonlaus, og í rauninni vitlaus, eltingaléikur, þar sem fyrirfram er vitað, að enginn endanlegur sigur næst, enda heldur ekki raunhæft að honum stefnt. Slík aðferð er ósamboðin raunhæfri, glöggri, mannlegri dómgreind. Þess háttar vinnubrögð minna mig mest á aðferðina að vinna Fjallarefinn með hundum, en við það fékkst ég á æskuárum mínum. Á beinu hlaupi dregur fljótt saman með stórum, fráum hundi og skolla. Bregður rebbi því þá fyrir sig að hlaupa krapp an hring, en það á hann létt með, vegna smæðar sinnar og léttleika. Þegar hann finnur óöryggi hundsins og mistök aftur og aftur í þessum krappa hring, tekur hann á beinan sprett aftur lengra til fjalls. Skjótt dregur saman á ný, því hér stendur seppi aftur betur að vígi, en þá hefst sama, krappa hringhlaupið. Þannig gat þessu lengi farið fram. Sá ég margan, slíkan eltingaleik og gat flestum brugðið til beggja vona. Auk þess átti rebbi sér marga holu og felustað, sem skjótt gat ráðið öllum úrslitum. Sígarettan á sér líka margt skúmaskot. Skúmaskot, sem oft hefur ráðið úrslitum um, hvort þessi eða hinn unglingurinn eða barnið fór eða fór ekki að reykja. Svo ómarkvisst, óraunhæft og óvirðulega sem þetta megum við ekki starfa gegn tóbaks- eitrinu, af því að við erum nienn......Nei, við þurfum að fyrirbyggja, fyrirbyggja. Upp- fræða, uppfræða, uppfræða. Eitt góðskáldanna okkar kvað forðum: „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi.“ Þetta leiðir okk Ur að seinni hluta kviðlingsins í upphafi þessa spjalls: „Unnum henni aldrei friðar, uns hún er flæmd af landi brott.“ Ekki geng ég þess dulinn, að mörg- um mun við fyrsta lestur finn- ast hér um goðgá og firru að ræða. Slíkt misvirði ég ekki, né verð undrandi. Því miður er mönnum ekki orðið mjög tamt að hugsa svo djarft. Hugsjóna- eldar brenna nú fremur fáir og ekki mjög heitir. Glóðir þeirra eru þó til, og skjótt myndu þær loga glatt, væri vel í þær blásið og rétt eldsneyti notað. í þessu tilviki eru staðreyndin glóðirnar, upplýsingin og síauk- in fræðsla eldsneytið. Þá stend- ur sígarettan ekki einungis höll um fæti, heldur yrði hún óhjá- kvæmilega fiæmd um landi. .... Það getur nú aldrei orðið, hugsar einn og mælir annar. Slíkar athugasemdir og við- brögð eru mér ekkert undrunar efni. Leyfið mér þó að segja, og réttilega minna á, að hið sama var sagt, þegar einhverjum datt í hug að athuga, hvað væri „hinum megin við hafið,“ þegar öðrum hugkvæmdist að finna „endann á jörðinni," svo að ekki væri minnst á þá hættu- legu firru, að „hún snerist,“ eða enn verri fjarstæðu, að hægt væri að láta vagni hreyfast án þess að hann drægju hross eða uxar. Þegar ég var drengur, tíðkað- ist, að börn og unglingar sátu saman í rökkrinu, sögðu sögur og sungu margraddað meðan fullorðna fólkið fékk sér blund. Ekki sögðum við sögur af geim- Teiknimyndasamkeppni Menntamálaráðuneytið efnir í samráði við Umferðarráð til teiknimyndasamkeppni fyrir 9 ára skólanemendur. Öll skóla- börn fædd 1966 hafa rétt til þátt töku í keppni þessari. Heiti verkefna: 1. Á leið í skólann. 2. Hjálpsemi við aldraða. ' 3. Sendiferð. Aðferð við myndgerð er frjáls (teiknað, litað, málað, mótað o. s. frv.). Æskilegt er að stærð teiknaðra og málaðra mynda sé ekki minni en 30x40 cm. Tilgangur með keppni þessari er að vekja nemendur til um- hugsunar um umferðina, og til að rifja upp þá fræðslu sem þeim hefur verið veitt. Kennar- ar hafa verið beðnir að ræða viðfangsefnið við nemendur áður en vinna við það hefst til að auka skilning og áhuga nem- enda. Þar er t. d. lögð áhersla á umræður um staðbundnar að- stæður sem hver og einn hefur við að glíma. 10 verðlaun verða veitt: 1. Reiðhjól, Raleigh 24“, gef.: Fálkinn h.f., Rvík. 2. íþrótta- búningur, gef.: Sportvöruversl- un Ingólfs Óskarssonar, Rvík. 3.—10. Bækur úr foókafl. Lönd og landkönnun Handan við sjón deildarhring, gef.: Bókaútg. Örn og Örlygur, Rvík.V Skilafrestur ■ skólanna er til 1. mars 1976 og skal senda myndir til Guðmundar Þor- steinssonar umsjónarkennara í umferðarfræðslu, Gnoðarvegi 44, Reykjavík. Dómnefnd skipa: Árni Þór Eymundsson upplýs- ingafulltrúi, Borghildur Óskars dóttir myndlistarkennari og Þórir Sigurðsson námsstjóri. (Fréttatilkynning) förum, er hringsóluðu um tungl ið eða væru á leið til Mars til að athuga, hvort þar væri menn að finna. Svo hátt flug áttu hug myndir okkar ekki. Þær snerust um álfa, huldufólk og forynjur samkvæmt tíðarandanum. Má ég draga langa sögu sam- an í kjarna? Þegar mannsand- inn hefur risið hæst í hugsjón- um til framkvæmda, hefur efinn, tregðan og vantraustið jafnan bært á sér. Það varð að vísu að gera margar tilraunir óður en síminn, hljóðvarpið, ratsjáin og sjónvarpið verkuðu á þann hátt, sem er svo sjálf- sagt í dag, að óeðlilegt væri, ef þau gerðu það ekki. En, það tókst eigi að síður, þrátt fyrir allar hrakspár, neikvæða af- stöðu og blinda fordóma. Með réttu er hægt að segja, að þetta viðhorf hefur verkað sem hamla á öll vísinda- og hug- sjónaleg afrek. í ljósi þess, sem að framan segir er gild ástæða til að minna á, að hugtakið „það er ekki hægt,“ er úrelt nú á tímum. Sérhver, sem það hugsar eða talar, dæmir sjálfan sig úreltan forneskjusinna, því allt er mögu legt. Spekin segir: „Maður get- ur allt, sem maður vill, ef mað- ur vill allt, sem maður getur.“ Það, sem áðui^ fyrr var talið óframkvæmanlegt og menn voru ofsóttir fyrir að hugsa og halda fram — jafnvel drepnir — verkar nú sem sjálfsagt væri. .... Þess vegna: Það er hvorki goðgá né firra sem kviulingur- inn segir. Ef við hjálpmn nógu dyggilega þeim, sem ánetjast hafa reykingunum, og losum þá úr þessum viðjum, fyrirbyggj- um samtímis, að börnin dragist út í reykingafenið, riðar sígar- ettan ekki einungis í sessi, heldur verður hún blátt áfram „flæmd af landi brott.“ Þegar við getum svo að lok- um bætt því allra þýðingar- mesta við þennan málflutning, að sjálft Alþingi starfar og áformar um þessar mundir að því að gera ráðstafanir til þess að vinna gegn reykingum ís- lendinga, er þá ekki ástæða til að syngja: '■ ■ I I Sígarettan í sessi riðar. Sú átti það of lengi gott. Unnum henni nú aldrei friðar, uns hún er flæmd af landi brott. Göngum til starfsins, aldnir, ungir með yfirvaldinu á fullum skrið atlöguvissir, átaksþungir, eiturnorninni ei veitum grið. Þar sem hér er um lífshættu- legan óvin að ræða, megum við ekki, drengskapar og mannúðar vegna, hugsa í smærri sniðum. | Við áramót 1975—1976. Jón Hj. Jónsson. Unnifi áfram vifi Kröflu Stöðugt er unnið við Kröflu- virkjun og starfa þar nú 40—50 manns að staðaldri. Jarðskjálft- arnir hafa ekki valdið skemmd- um á mannvirkjum, svo vitað sé, stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til þess að stöðva eða fresta framkvæmdum, sem enn hafá gengið samkvæmt áætlun. Almannavarnir f Mývatns- sveit hafa skipulagt mjög vel sín mál, bæði í sveitinni og við Kröflu, svo fyrirvaralaust er unnt að yfirgefa vinnustað við Kröflu, ef eða þegar þess er þörf. Þá hefur verið ráðgert að ýta upp varnargarða, ef til hraunrennslis kemur, til þess að varðveita mannvirki. Fjórir vísindamenn við Raun vísindadeild Háskólans, þeir Sigurður Þórarinsson, Þorleifur Einarsson, Eysteinn Tryggva- son og Sigurður Steinþórsson, rituðu iðnaðarráðherra bréf í síðustu viku og töldu óráðlegt að halda áfram virkjunarfram- kvæmdum við Kröflu vegna Bændðklúbbsfundurinn Saga Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson i hlutverkum sínum í Gler- dýrunum, sem mikið orð fer af. (Ljósmyndastofa Páls) Fyrsti Bændaklúbbsfundur á þessu ári var haldinn á Hótel KEA sl. mánudagskvöld. F-ram- sögumaður var Gunnar Sigurðs son fóðurfræðingur frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. í fróðlegu framsöguerindi kom meðal annars fram nauð- syn þess að vanda alla fóður- öflun sem best, þannig að gæði þess fóðurs sem notað væri væru sem mest. Margir þættir geta haft þar áhrif á s. s. gras- tegundir, sprettustig grasa, ERFIÐ FJÁRLEIT BÁRÐDÆLINGA Stórutungu, 10. janúar. Þótt snjólétt sé, er fé alveg á gjöf, sem er farið að þykja eðlilegt, þar sem ekki þarf lengur að „telja stráin“ eins og nálgaðist fyrr á árum. Hér í sveit sem víðar annars staðar er fylgst með landhelgis- deilunni og bretar eiga hér enga velunnara, svo sem eftirfarandi vísa hagorðs bónda sýnir: Hertu þig Norðri, hertu á hrektu þá bresku dalla þangað sem engan fisk er að fá. Fjandinn hirði þá alla. Ekki veit ég hvort bóndi þessi er kraftaskáld. Jarðhræringar finnast hér í sveit og eru þeir í sambandi við meiri jarðskjálfta annars staðar. En fleira gerist en að framan er sagt. I haus.t gekk víða illa að ná fénu af fjalli og á sumum bæjum vantaði svo margt fé, svo sem á Mýri og Bólstað, fremstu bæjunum að vestan- verðu í Bárðardal, að einhvern 'tíma hefði verið talið til gjörn- inga eða útilegumanna. En lík- lega hefur sumt af því, sem kennt var vondum heimtum áður fyrr, verið af svipuðum toga og nú. Menn undu þessum heimtum illa og því fóru þeir bræður Tryggvi og Héðinn frá nefndum bæjum í fjárleitir sunnudaginn 11. janúar. Daginn áður höfðu þeir athugað Mjóadalsá, sem margir kannast við og er á Sprengisandsleið, oftast mein- leysisleg á sumrin þegar sú leið er farin. Nú var hún hins vegar eins og forynja, stoppfull af krapi og engan veginn fær. En frost voru mikil og leit út fyrir, að krapið myndi frjósa vel. Lögðu þeir bræður af stað suð- ur frá Mýri, vestan ár og héldu suður í Mjóadal, þar sem loks var fær ís á ánni. Þeir leituðu dalinn með sér suður og svæðið þar fram af, allt suður að Kiða- gili, austur um, að Skjálfanda- fljóti, norður um Kvíar að Helgastöðum. Þar fundu þeir sex ær, sem þeir áttu feðgar Héðinn, Tryggvi og Höskuldur. Þarna höfðu þær góðan haga. Ær þessar ráku þeir norður í Lækjadali. Þar var einnig hagi. Aftan í öðrum vélsleðan- um höfðu þeir félagar léttan sleða, „þotu“ og komu þrem ánum með sér norður að Mjóa- dalsá en þrjár urðu eftir á sæmi legum haga. Ætluðu þeir að sækja þær síðar. Ferðin gekk greitt og er þeir komu að ánni, var hún óbreytt. Komust þeir ekki yfir, óku fram í Mjóadal, þar yfir ána og héldu heim, en höfðu skilið ærnar eftir við Mjóadalsá. Að morgni næsta dags, 12. janúar, átti að sækja ærnar, sem vera áttu við Mjóadalsá, og var þá allur ís horfinn, en aðeins ruðningur eftir við bakk ana, en sjálf var áin „niðri í grjóti“. Auðvelt var því að koma ánum yfir, þótt kalt væri, 25 gráðu frost. En það var ekki langt til húsa. Meira var ekki gert þann daginn. Dagurinn leið og annar rann upp, 13. janúar, og þá héldu þeir bræður enn af stað til þess að sækja kindurnar þrjár í Lækjardölum. í Lækjar- dölum fundu þeir kindurnar ekki og urðu að hverfa frá við svo búið. En 14. janúar vai* enn frost og bjart og þá var enn haldið af stað. Fundu þeir þann dag ærnar í Hrafnabjargahlíð og var þar haglaust. Settu þeir ærnar á sleða sinn og héldu heim á leið, allt að Mjóadalsá, þar sem Ingileif á Bólstað tók ó móti þeim og rak ærnar heim, en bræður urðu að fara sinn fyrri krók til að komast yfir ána með sleðana, en þessi krók- ur og heim að Mýri mun vera 50—60 km. Þ. J. verkun og geymsla á fóðrinu. Allir þessir þættir þurfa að vera í góðu lagi til þess að góð- ur árangur náist í fóðrun. Þá gat framsögumaður þess að komið hefði fram í tilraun- um að miðað við að ekkert kjarnfóður væri gefið þá gæti kýrin etið um 12,8 kg af þurr- efni í heyi, en við hvert kg þurr efnis í kjarnfóðri þá minnkaði það magn þurrefnis í heyi sem kýrin æti um 370 gr. Þá kom það einnig fram í framsöguerindi að graskögglar eru fyllilega eins gott fóður og kjarnfóður að því marki sem gæði þeirra segja til um. Gras- köggla má bæta mjög mikið með íblöndun á fitu og hafa farið fram tilraunir með slíka íblöndun sem sýnt hafa mjög góðan árangur og hefur verið notuð allt að 7% íblöndun í grasköggla. Benti frummælandi á að hér á landi væri mjög mikið magn til af fitu og mætti örugglega draga stórlega úr inn flutningi á kjarnfóðri með því að nýta þá möguleika sem fel- ast í graskögglum og fitu. Þá sýndi framsögumaður kvikmynd frá rannsóknastöð í Hollandi og Danmörku þar sem fram fara ýmsar mælingar á nýtingu dýra á fóðri. Að loknu framsöguerindi vom fyrirspurnir og umræður. Um 35 manns sóttu fundinn og er það með lélegri fundar- sókn á fundi þessa. Fundar- stjóri var Haukur Steindórsson í Þríhyrningi. □ ALLIRIVERKFALL" Bæjarlýsingar og feikningar úr Eyjafirði fram Nýlega er út komin hjá SÖGU- FÉLAGI EYFIRÐINGA bókin BÆJ ARLÝSINGAR OG TEIKNINGAR ÚR EYJA- FIRÐI FRAM (140 bæir fyrir og um síðustu aldamót) eftir JÓNAS RAFNAR fyrrum yfir- lækni á Kristneshæli. Bókin er í takmörkuðu upplagi og verð- ur hvorki send félagsmönnum né öðrum föstum áskrifendum, fyrr en vitað er hvort þeir vilja hana í forlagsbandi eða óinn- bundna. Þetta er þriðja bindið í ritröðinni EYFIRSK FRÆÐI: 1.1. h. Eyfirðingarit (eyfirskir þættir), óib., verð 400 kr. I. 2. h. Bændur og búhagir í Amarneshreppi 1824—1960 e. Hannes Davíðsson, Hofi, óib., verð 800 kr. I. 3. h. Akureyrarþættir (er í undirbúningi og kemur út ó yfirstandandi ári), óib. II. Sýslu- og sóknalýsingar Eyjafjarðarsýslu 1837—1854, óib., verð 1200 kr. III. Bæjarlýsingar og teikn- ingar, innbundin í vandað for- lagsband verð 5760. Félagsm. verð 4032 kr., óib. 2760 kr. Söluskattur er innifaliim í tilgreindu verði. Skilyrði fyrir lægra verðinu er að teknar séu allar bækur félagsins. Sé pantað eftir þess- ari skrá og fylgi greiðsla pönt- un, verða bækurnar póstlagðar án aukakostnaðar. Afgreiðsla Sögufélagsins er í Lönguhlíð 2, Akureyri (hjá Jóhannesi Óla Sæmundssyni). I í Sögufélag Eyfirðinga, Akureyri. u Gamanleikurinn „Allir í verk- fall“ var frumsýndur að Mel- um í Hörgárdal 16. þ. m., en alls er búið að sýna hann 5 sinn um. Aðsókn hefur verið allgóð og leiknum vel tekið. Umf. Skriðuhrepps stendur fyrir þessari leiksýningu, en leik- stjóri er Júlíus Oddsson, Akur- eyri. Höfundur þessa leikrits er Duncan Greenwood en þýðandi Torfey Steinsdóttir. Leikendur eru: Þórður Steindórsson, Arn- steinn Stefánsson, Sesselja Ing- ólfsdóttir, Ásta Finnbogadóttir, Gísli Pálsson, Þórunn Guð- mannsdóttir og Snjólaug Páls- dóttir. Leikrit þetta, „Allir £ verk- fall“ er fyrst og fremst gaman- leikrit, þar sem mýmörg spaugi leg atvik og virkilega smellin tilsvör koma fram, en bak við allt gamanið leynist viss ádeila, sem margir hefðu gott af að hugleiða. Ekki verður fjallað um frammistöðu hvers og eins leik- ara, en margt gera þeir vel, t. d. er framsögn þeirra yfirleitt góð. Það er mikið átak hjá fá- mennu félagi, við erfiðar að- stæður, að standa að svo öflugri 15.00. Þ. J. hættu á eldgosum. Þeir minntu á Mývatnselda fyrir 250 árum og gosið í Leirhnjúk tuttugu árum síðar og í Sveinagjá fyrir hundrað árum, segja að í Sveinagjárgosinu og Mývatns- eldum hafi orðið sambærilegar jarðskjálftahrinur og nú eru í Mývatnssveit. Vinnuflokkurinn í Kröflu vinnur að því nú, að styrkja stöðvarhúsið, en þar átti meðal annars eftir að steypa þak á strengjasteypubita. í skugga náttúruhamfara á hinu nýja virkjunarssvæði, verða menn að leiða hugann að því, að ef tafir verða þar á fram kvæmdum eða stöðvun, verður að leggja alveg sérstaka áherslu á byggðalínuna að sunnan. □ Gunnlaugur Tryggvi Kristinsson, Karlsbraut 24, Dalvík. ^ Fæddur 21. október 1916. Dáinn 30. desember 1975. Flutt við útför. i 6. janúar 1976. KVEÐJA FRÁ EIGIN- 1 KONU OG DÓTTUR. j Þökk og kveðja |) þér skal goldin -» I vinur, með virðing djúpri, ofin í angurværð 1 frá innstu rótum jt 1 nú, að leiðarlokum. , , leikstarfsemi sem Umf. Skriðu- hrepps hefur gert á undanförn- um árum og eiga allir, sem þar hafa lagt sitt lið fram, bestu þakkir skilið. Með góðri samvisku er hægt að hvetja fólk til að sækjá þessa leiksýning'u Umf. Skriðuhrepps, ef það vill gera geði sínu daga- mun. Næsta sýning verður í Lauga- borg í kvöld (miðvikudag) klukkan 21.00 og síðan í Hlíðar- bæ sunnudaginn 1. febrúar kl. Fengum við gjörla fyrr og síðar ríkulega að reyna: ástrikur faðir og eiginmaður varstu í verki og orði. Á alla lund og ævinlega lilúðir að okkar högum. Umliyggju sýndir og ósérhlífni nætur og nýta daga. i jl ii Leiknir í heimsókn Um síðustu helgi fóru fram tveir leikir í íslandsmótinu í handknattleik, annarri deild, í íþróttaskemmunni á Akureyri. Það var Leiknir, Reykjavík, sem sótti Akureyri heim og lék við Þóx- á laugardaginn. Leiknir sigraði í þeim leik með 24—23. Á sunnudag lék Leiknir við KA. KA sigraði með yfirburðum, 36—22. KA-liðið er nú í öðru sæti í deildinni með 14 stig, en Þór hefur hlotið 4 stig. Q Hógvær, liljóður og lilýsinnaður gekkstu götu þína. Æðraðist aldrei þó öndvert blési lífs í önn og erli. , : f, I ’ i ' \ ! '1 'Ú I 'Þ S, Minningar margar, * \ mærar og ljúfar 1 hugans á skuggsjá skarta, i okkur á ókomnum ævidögum 1 hita xmi hjartarætur. \\ ;1 Vertu sæll, vinur, 1 fi á vegferð nýrri i fylgi þér fararheill. > i Nýárssól í yfir nýjum miðum skíni þér lieið og hlý. 1 H.Z, j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.