Dagur - 28.01.1976, Blaðsíða 6

Dagur - 28.01.1976, Blaðsíða 6
6 I.O.O.F. Rb 2 1251288i/20 I.O.O.F. 2 = 1571308V2 = 9 = M. a. Messað verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sálmar: 372, 377, 116, 292, 290. Barnagæsla verður að Stekk, I Hrafnagilsstræti 2. Kiwanis- 1 félagar aka öldruðum til kirkjunnar (sími 21045 fyrir hádegi sunnudag). — B. S. Munkaþverársókn. Sunnudaga- skóli 1. febrúar kl. 10.30 f. h. Möðruvallaklausturskirkju hafa á undanförnum árum borist margar og góðar gjafir. Ný- lega veitti undirritaður við- töku kr. 15.000, er var áheit frá N. N. og minningargjöf kr. 10.000 frá S. S. — Þessar gjafir, svo og aðrar fyrr og síðar, þar sem óskað var eftir að nöfn gefenda yrðu ekki birt, vil ég þakka af heilum hug. — Ennfremur færi ég þakkir öllum þeim, er stuðl- uðu að góðum árangri af jóla- kortasolunni, svo og þeim, er lögðu fé af mörkum í sálma- bókasjóð. — Þórhallur Hösk- uldsson. Sjónarhæð. Almenn samkoma n. k. sunnudag kl. 17. Sunnu- dagaskóli í Glerárskóla n. k. sunnudag kl. 13.15. Verið vel- komin. Kristniboðshúsið Zíon: Sunnu- daginn 1. febrúar. Sunnudaga skóli kl. 11 f. h. Öll börn vel- komin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Ræðumaður Helgi Hróbjarts- son kristniboði. Fjölmennið. Heýrið hvað hann hefir að segja frá kristniboðinu. Fíladelfía, Lundargötu 12. AI- menn samkoma sunnudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Fimmtu- daginn 29. janúar. Biblíulest- ur kl. 20.30. Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. — Fíla- delfía. Drottinn er miskunarsamur í öllum verkum sínum. (Sálm. 145. 17.). Líka þeim sem geta I valdið sorgum og andstreymi. Treystum honum. — Sæm. G. Jóh. K i vv a ni s klúbburinn Kaldbakur. Mætið kl. 8 Wty/ fimmtudaginn 29. á Hótel KEA. I.O.G.T. stúkan Brynja nr. 99 heldur fund mánudaginn 2. febrúar kl. 9 e. h. í Varðborg, félagsheimili templara. Upp- lestur. Bingó. — Æ.t. Frá Náttúrulækningarfélagi Ak ureyrar. Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 1. febrúar 1976 kl. 2 síðd. í Amaró. Venjuleg aðalfundar- störf og önnur mál. Nauðsyn- legt að félagar mæti vel og stundvíslega. — Stjórnin. Félagsvist verður haldin að Hótel Varðborg laugardaginn 31. jan. kl. 8.30 e. h. Gengið inn um vesturdyr. Góðir vinningar. Allir velkomnir. — Systrafélagið Gyðjan. Gjafir til Kaupangskirkju: — Orgelsjóði Kaupangskirkju hafa nýverið borist þessar myndarlegu gjafir: Frá Elísa- betu Friðriksdóttur, kr. 50.000, til minningar um látna ástvini hennar. Frá hjónun- um í Brekku, kr. 25.000, til minningar um Elísabetu Frið- riksdóttur, og til minningar um hana einnig, kr. 20.000, frá nágrönnum. — Fyrir hönd kirkju og safnaðar þakka ég þessar rausnargjafir og bið Guð að blessa gefendurna. — Bjartmar Kristjánsson. Frá Sjálfsbjörg. Árs- hátíð Sjálfsbjargar og íþfóttafélags fatlaðra verður haldin í Alþýðu- húsinu laugardaginn 21. febrúar. Aðgangseyrir 1200 kr. Upplýsingar í síma 21557. Gjöf í Kristínarsjóð kr. 15.000 frá Kvenfélagi Svalbarðs- strandar. — Með þökkum móttekið. Angantýr Hjálm- arsson. Lionsklúbburinn Hæng- ur. Fundur fimmtudag á Hótel KEA kl. 7.15. Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar. Fundur verður haldinn að Þingvallastræti 14 sunnudag- inn 1. febrúar kl. 20.30. — Stjórnin. Afmælisfagnaður kvenfélagsins Hlífar verður að Hótel KEA miðvikudaginn 4. febrúar kl. 8.30. Þátttaka tilkynnist í símum 21470 og 22757. — Nefndin. Hjónavígslur: —■" Laugardaginn 25/10 1975 voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal: Droplaug Eiðs- dóttir og Pálmi Kárason, Þúfnavöllum, Hörgárdal. Sunnudaginn 21/12 1975 voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal: Sigríður Elínborg Guðmunds- dóttir og Steinn Guðni Hólm, Skjaldarvík, Glæsibæjar- hreppi. Þriðjudaginn 30/12 1975 voru gefin saman í hjónaband í Grundarkirkju: Sigríður Bernharðsdóttir, Laugaborg og Valgeir Anton Þórisson, Auðbrekku. Þá voru einnig gefin saman í hjónaband: Ragna Ágústsdóttir og Aðal- steinn Bernharðsson, Lauga- borg. Á nýársdag 1976 voru gefin saman í hjónaband á Möðru- völlum í Hörgárdal: Gunn- hildur Jóh. Þórhallsdóttir og Jóhann Karl Sigurðsson, Furulundi lla, Akureyri. Laugardaginn 3. jan. 1976 voru gefin saman í hjónaband í Bægisárkirkju: Helga Frí- mannsdóttir og Stefán Vil- hjálmsson, Austurbyggð 1, Akureyri. Þ. H. Aðstoða við gerð skattframtala. Pantið í síma 2-22-70 eða 2-22-72. Nokkrir reglusamir menn geta fengið fullt fæði. Sanngjarnt verð. Sírni 2-16-79. Fjáreigendur athugið! Tek að mér rúningu. Pantið sem fyrst. Ragnar Elísson, Stekkjarflötum, sími um Saurbæ. Atvinna Okkur vantar ungan mann til iðnaðarstarfa sem vill ráða sig til frambúðar. Skóverksmiðjan Iðunn sími 2-19-00. Arnameslireppsbúar. Fyrirhug- að þorrablót að Freyjulundi föstudaginn 6. febrúar kl. 8.30. — Nefndin. Kvenfélagið Hlíf heldur aðal- fund sinn í Amaróhúsinu föstudaginn 30.* janúar kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar- störf. Mætið vel og stundvís- lega. — Stjómin. Hjálparsveit skáta. Fundur í Hvammi fimmtudaginn 29. kl. 8 e. h. Vetrarstarfið. Kvik- mynd. — Sveitarforingi. LEIÐRÉTTING í síðasta blaði, þar sem greint var frá afmælissamkomu UMSE og UMFÍ að Varðborg, var ekki rétt skýrt frá hverjir sætu í stjórn Ungmennafélags íslands. Stjðmina skipa eftirtaldir menn: Hafsteinn Þorvaldsson, Guðjón Ingimundarson, Jón Guðbjömsson, Þóroddur Jó- bannsson, Ólafur Oddsson, Björn Ágústsson og Bergur Torfason. — Varastjóm skipa-: Guðmundur Gíslason, Arnaldur Bjamason, Diðrik Haraldsson og Ingólfur Steindórsson. □ Tilkynning frá vegamálastjóra \regagerðin á Húsavík, hefur fengið nýtt síma- númer, sem er 41640 VEGAGERÐ RÍKISINS Framleiðslueftirlit sjávarafurða Kona eða karlmaður óskast í ferskfiskmat í Hrís- ey og Þórsihöfn. Upplýsingar gefur KARL FRIÐRIKSSON, Stórholti 1, Akureyri, sími 2-36-57. ^^$"$><$k^<$><$><$k3><$><$><$><§><$><$k$<$><§><$k$><$><$^<$><$k$<$<$3><$k$>3><$><$k$k$><$><§><§><$><$k$><$><§><$><$>< ÚTSALAN er í fullum gangi. Daglega bætast við barna- og döimupeysur, döinu- 't blússur o. fl. o. fl. Athugið að útsalan er í Ráðhústorgi 1. VERZL. DRÍFA SELJUM NÆSTU DAGA VEGGFÓÐUR á niðursettu verði, allt að 400 kr. pr. rúllu. ÍBÚÐIN TRYGGVABRAUT 22. IÐJA félag verksmiðjufólks á Akureyri, heldur almennan félagsfund í Alþýðuhúsinu sunnudag- inn 1. febrúar n.k. ikl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Samningarnir. Leitað eftir heimild til vinnu- stöðvunar. 3. Onnur mál. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. ; STJÖRN' IÐJÍJ. 13> t Innilegar þákkir sendi ég öllum þeim er glöddu 4 mig á nirœðisafmœli minu 15. janúar. * Lifið heil. S3> & KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, ö Ósi. & Systir okkar, AUÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR HOLM, frá Ytri-Tjörnum á Staðarbyggð, lést að heimili sínu á Gimli, Manitoba, hinn 20. janúar. Systkinin. Eiginmaður minn og faðir STEFÁN TRYGGVASON, Byggðavegi 101, G, andaðist miðviikudaginn 2J. jan. sl. á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirku, laugar- daginn 31. jan. kl. 13,30. Þóra Aðalsteinsdóttir. Hallgrímur Stefánsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og ivin- áttu við andlát og útför bróður okkár HALLDÓRS HELGASONAR, bankaútibússtjóra. Sérstakar þakkir færum við bankaráði Lands- banka íslands fyrir þá virðingu að kosta útför hans, svo og öðrum stofnunum og félögum fyrir virðingu honum sýnda. Systkinin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.