Dagur - 28.01.1976, Blaðsíða 8
BAGUB
Akureyri, miðvikudaginn 28. ján. 1976
GILTU
TÍSKUHÁLS-
KEÐJURNAR
NÝKOMNAR
GULLSMIÐIR
sigtryggUr
& PÉTUR
AKUREYRI
Æ
SMÁTT & STÓRT,
Afli Akureyrarfogarsnna árið 1975
Samkvœmt aflaskýrslu ÚtgerS-
arfélags Akureyringa h.f. fyrir
síðasta ár^ hafa togararnir skil-
að samtals 13.781 tonni á land
í 108 veiðiferðum.
Harðbakur EA 3 aflaði 1.590
tonn, Sólbakur EA 5 1.714 tonn,
Kaldbakur EA 301 2.458 tonn,
Svalbakur EA 302 2.732 tonn,
Harðbakur EA 303 1.996 tonn
og Sléttbakur EA 304 3.289
tonn.
Enga samninga við brel
Á fundi bæjarstjórnar Húsa-
víkur 20. janúar 1976 var svo-
hljóðandi ályktun samþykkt:
„Fundur í bæjarstjórn Húsa-
víkur haldinn 20. janúar 1976
samþykkir eftirfarandi ályktun
um landhelgismál:
1. Fundurinn sendir öllum
starfsmönnum Landhelgis-
gæslunnar baráttukveðjur og
þakkar þeim framúrskarandi
árangur við hin þýðingar-
miklu og áhættusömu störf
þeirra.
Einnig lýsir fundurinn full-
um stuðningi við aðgerðir
fólks á Suðurnesjum og í
Hornafirði.
2. Fundurinn skorar á ríkis-
stjórnina að gera enga samn-
inga við breta um veiðiheim-
ildir þeim til handa innan
200 mílna.
3. Landhelgisgæslan verði stór-
efld og varðskipum okkar
fjölgað.
4. Stjórnmálasambandi við
breta verði slitið tafarlaust-.
5. Nú þegar verði tekið fyrir
ofbeldi og rányrkju breta í
i íslenskri fiskveiðilögsögu.
Annars verði hervarnarsamn
FRÁ LÖGREGLUNNI
Um síðustu helgi voru nokkur
innbrot framin á Akureyri, sam
kvæmt umsögn lögreglunnar.
Aðfaranótt sunnudags var
brotist inn í Shellbúðina við
Hjalteyrargötu, stolið fimmtán
þúsund krónum og vörum og
hurð var þar brotin. Ennfremur
var brotin rúða á verkstæðinu
Varma og í dísilverkstæði
Kristjáns Jóhannssonar. En
þessir staðir allir eru á litlu
svæði og skammt á milli.
í Kaupvangsstræti var brot-
ist inn á skrifstofur Sjálfstæðis
flokksins og ritstjórnarskrif-
stofu íslendings og skrifstofu
Bókvals. Hurðir voru brotnar,
tveim útvarpstækjum stolið,
tómum peningaskáp o. fl.
ingur okkar við Bandaríkin
og aðild okkar að Atlants-
hafsbandalaginu tekin til end
urskoðunar, með tilliti til
uppsagnar. Enda verður þá
að telja að brostinn sé grund
völlur fyrir aðild okkar að
bandalaginu.“ Q
Tala veiðiferða var frá 14—21
og afli á veiðidag frá 7.502 kg
upp í 12.556 kg. Meðalverð afl-
ans var 37,27 krónur kílóið.
Framleiðsla til útflutnings
var sem hér segir: 144.456 kass-
ar freðfiskur, 77 smálestir
skreið og 757 smálestir salt-
fiskur. Ein söluferð var farin til
útlanda.
Landað var á Akureyri 13.316
tonnum.
Vinnulaun hjá Ú. A. síðasta
ár voru 470,5 millj. ki'óna, þar
af til sjómanna 223,6 millj. kr.
Útgerðarfélag Akureyringa er
ein styrkasta stoð atviiinulífsins
á Akureyri, vel rekið og öflugt
fyrirtæki. Q
Friðrik Jónsson oddviti á Kópa-
skeri sagði meðal annars í við-
tali við blaðið í gær:
Jarðskjálftar voru hér í gær-
morgun, um klukkan hálf tíu og
eru þeir síðustu hér, sem nokk-
uð kveður að, en jai'ðskjálfta
varð þó vart í nótt, inni á Arnar
stöðum, um. kl. 4 og svo hálf-
um þriðja tíma síðar.
Vatn er nú komið í öll hús á
staðnum, í aðal lagnir, en í ljós
hefur komið, að í sumum hús-
um er innanhúskerfið ekki í
lagi. Þá hafa skólplagnir bilað.
amundan
Fólk er lítið farið að flytjast
heim. Á Kópaskeri eru nú inn-
an við 50 manns en voru um
130 fyrir jarðskjálftana. Flest af
burtfluttu fólki er í Reykjavík
og líklega tefur það heimkomu
þess, að jarðskjálftarnir tóku
sig upp á ný, þótt þeir síðustu
hafi engum skemmdum valdið.
Mikið vatnsmagn rennur til
sjávar úr skurðum þeim, sem
Skóga-kíllinn er tengdur. Opn-
uð var framrás til sjávar. Þar
rennur svipað vatnsmagn og er
í Brunná. Q
Játning á morði
Þrír menn um þrítugt hafa
verið úrskurðaðir í allt að 45
daga gæsluvarðhald vegna
hvarfs Geirfinns Einarssonar í
Keflavík, sem hvarf 19. nóvem-
ber 1974 og hefur ekki til hans
spurst síðan.
Upplýsingar, sem leiddu til
handtöku mannanna þriggja,
komu fram við yfirheyrslur yfir
piltum um tvítugt, sem nú hafa
játað að hafa átt þátt í dauða
Guðmundar Einarssonar, sem
hvarf í Hafna(rfirði í janúar
1974. Piltarnir eru fjórir og
hafa þi'ír játað að hafa átt í
átökum við Guðmund, sem
leiddu til dauða hans og sá
fjórði játaði að hafa flut-t líkið
út á víðavang og átt þátt í að
urða það, en það hefur ekki
fundist, enda snjór yfir öllu nú.
Eggert Bjarnason rannsóknar
SPJARARÆR f ÚLFS-
STAÐAHALSI
Nokkrir hafa um það spurt að
gefnu tilefni, hvað spjararær sé.
En þetta orð kemur fyrir í þætti
Eysteins Jónssonar í síðustu
bókinni í bókarflokknum Aldn-
ir liafa orðið. Þar segir svo:
„Föðuramma mín var Ólöf Ein-
irsdóttir frá Hellisfirði. Mun
hún hafa verið röskleikakona
og gengu af henni ýmsar sögur,
meðal annars fyrir liressilega
gamansemi. Einhverju sinni
þegar hún hafði margt áð
stússa, á hún að hafa sagt: Ég
vildi ég væri spjararær í Úlfs-
staðahálsi.“ í íslenskri orðabók
Árna Böðvarssonar segir:
Spjararær, ær sem saumað: er
fyrir svo áð hún lembgist ekki.
NÚ ERU ÞAÐ KONURNAR
Líklega hefur gömlu konuna
ekki grunað, þegar liún mælti
þessi fleygu orð, að þau yrðu
rifjuð upp mörgum áratugum
síðar, og að þá yrðu það ekki
ærnar lieldur konurnar í land-
inu, kannski meirihluti ís-
lenskra kvenna á barneignar-
aldri, sem í raun væru spjarar-
ær, ýmist pillu-konur eða
lykkju-konur, til að verjast
þungun. Enn síður mun hún
hafa hugleitt, að konur, t. d.
rauðsokltur, berðust fyrir lög-
gjöf um auðveldar fóstureyð-
Loðnuveiðin
Sextán skip fengu afla í fyrri-
nótt, samtals 5 þúsund lestir og
hafa farið með aflann til Eski-
fjarðar og Reyðarfjarðar. Um
60 skip eru farin til loðnuveið-
anna og hafa fengið samtals
26.500 lestir.
o
lögreglumaður, sem ásamt Sig-
urbirni Eggertssyni og Erni
Höskuldssyni, hefur unnið að
rannsókn þessa máls, lýsti því
yfir í gæi', að orsökin til morðs-
ins lægi ebki ljóst fyrir. Q
Blaðabingó
Þórs
Nú um helgina fer Knattspyrnu
deild Þórs af stað að nýju með
blaðabingó í svipuðu formi og
í haust. Verða spjöldin seld víðs
vegar um bæinn og kosta 2
spjöld kr. 200 og 6 spjölld kr.
500. Vinningur er vöruúttekt
hjá Gunnari Ásgeirssyni að upp
hæð kr. 150.000. Þrír geta hlotið
bingó í einu og skiptist þá vinn-
ingurinn milli þeirra. Ef fleiri
fá bingó verður dregið úr rétt-
um bingóum. Upplýsingablað
fylgir hverju spjaldi en útdregn
ar tölur birtast í Sjónvarpsdag-
skránni ög blöðum bæjarins.
Síðasta bingó seldist upp og
fengu færri en vildu.
(Fréttatilkynning)
Frá Kiwanisklúhhm Kaldbaki
Svo sem undanfarin ár mun
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur
halda bingó til fjáröflunar, að
þessu sinni 1. febrúar næstkom-
andi, í Sjálfstæðishúsinu.
Öllum ágóða af skemmtun-
inni verður varið til kaupa á
heyrnarmælingatækjum og
hljóðeinangruðum klefa, sem
notaður verður til heyrnar-
prófunar.
Með kaupum á þessum tækj-
um er ráðist í stórt og aðkall-
andi fyrirtæki.
Spilað verður um eins og
tveggja manna ferðir innan-
lands og utan, einnig munu
Halli og Laddi skemmta bingó-
gestum.
Klúbbfélagar vænta þess að
bæjarbúar leggi málefni þessu
lið með því að freista gæfunnar
í glæsilegu ferðabingói.
(Fr éttatilkynning)
i 4
ingar þegar ekki dygði pilla
eða lykkja, til að koma í veg
fyrir að nýtt líf kviknaði.
V. • ' . ;
ÍSLENDINGAR SAFNA
VERÐLAUNUM
Segja má, að íslendingar safni
um þessar mundir verðlaunum
á erlendri grund og er þáð
ánægjulegt. Ólafur Jóhann Sig-
urðsson lilaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs, Atli
Heimir Sveinsson hlaut tón-
skáldaverðlaun Norðurlanda-
ráðs og þess má þá einnig geta,
að Hafliði Ilallgrímsson frá
Akureyri hlaut fyrstu verðlaun
í G. B. Viotti-samkeppni á
Italíu. Var hér um tónskálda-
keppni að ræða, og voru verð-
launin vegleg peningaupphæð.
FRÉTTARITARI OG
RITSTJÓRI
Blaðinu liefur verið bent á þá
missögn í sambandi við blaða-
mannafund Kröflunefndar við
Kröfluvirkjun í haust, að sagt
var, að blaðamanni Dags hefði
ekki verið þangáð boðið. Þar
átti að standa, að ritstjóra Dags
hefði ekki verið þangað boðið,
en hins vegar fréttaritara blaðs-
ins á Húsavík. Þetta leiðréttist
hér með þótt seint sé. Vonandi
eiga eftir að birtast margar og
ánægjulegar fregnir frá Kröflu-
nefnd um Kröfluvirkjun, þótt
margt virðist í óvissu um raf-
orkuöflun á þeim stað um þess-
ar mundir.
VÖLDU VERRI KOSTINN
Breska stjórnin valdi þann kost
að troða illsakir við íslendinga
með því áð senda freigátur til
að vernda veiðiþjófnað breskra
togara í fiskveiðilögsögu íslend-
inga. Þetta er mjög ósvífið þeg-
ar á það er litið, að breskir fiski
fræðingar hafa viðurkennt of-
veiði þorsks á íslandsmiðum og
þar með þau augljósu sannindi,
að íslendingar geta ekki leyft
erlendum þjóðum veiðar innan
íslenskrar fiskveiðilögsögu
nema takmarka sinn eigin afla.
FURÐULAG STEFNA
Með þessum yfirgangi breta og
valdbeitingu, eru þeir að ganga
gegn eigin stefnu í fiskveiði-
málum, leggja líf manna í
hættu og kosta miklu til að ná
nokkru fiskmagni áður en haf-
réttarráðstefnan ákveður 200
rnílna mörkin. Sjálfir krefjast
bretar fullra yfirráða land-
grunns síns alls og einnig utan
200 mílnanna. Þeir styðja ákveð
ið 200 mílna stefnmia á alþjóða-
vettvangi, en vilja nota tímann
til veiða á íslandsmiðum í
skjóli hörkulegrar valdbeiting-
ar eða nauðungarsamnings, þar
til alþjóðalögin taka gildi.
KÖLLUÐU IIERSKIPIN
ÚT FYRIR
Eftir grófa valdbeitingu þeirra
á íslandsmiðum og ásiglingar á
íslensk varðskip innan fiskveiði
lögsögunnar, ákvað íslenska
ríkisstjórnin að hóta stjórnmála
slitum við breta innan viku, ef
lierskipin liefðu þá ekki verið
kvödd út úr landhelginni. Bret-
ar brugðust við á þann hátt, áð
þeir ákváðu að kaila herskip sín
út fyrir 200 mílurnar og óskuðu
jafnframt viðræðna við íslenska
forsætisráðherrann um lausn
landhelgisdeilunnar. íslenska
(Framhald á blaðsíðu 2)