Dagur - 04.02.1976, Síða 1
- * •* -
áKð m v
LIX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 4. febrúar 1976 — 5. tölubl.
wm
&odák
tvda^ifevat
FILMUhúsið akureyri
W]
Verkföl!
17. febrúar?
Alþýðusamband íslands og
verkalýðsfélögin innan þess,
sem nú hafa lausa samninga,
búa sig undir allsherjar verk-
fall 17. febrúar, hafi samningar
ekki tekist fyrir þann tíma.
Samningaviðræður virðast
ekki hafa borið verulegan
árangur til þessa. En þess er
að vænta, að samningamálin
verði nú tekin föstum tökum
fram til 17. febrúar. □
Dagur
kemur næst út miðvikudaginn
11. febrúar.
Eru þeir afl undirbúa
stjórnarslitin?
Rógsherferð sú, sem beint er
um þessar mundir að dómsmála
ráðherra, Ólafi Jóhannessyni,
hefur vakið mikla spennu um
land allt. Nokkur dagblöð í
Reykjavík hafa sameinast um
herferð þessa, og svo langt var
gengið, að færa rógsmálin inn
í sali Alþingis á mánudaginn.
Var verulegum hluta þess þing-
fundar sjónvarpað, og má um
hann segja, að þar snerist vöm
í sókn á eftirminnilegan hátt.
Menn velta því fyrir sér,
hvernig það megi vera, að blöð
sjálfstæðismanna skuli beina
hnífum sínum í bak eins ráð-
herrans á meðan Framsóknar-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur
fara sameiginlega með stjórn
landsins. Og menn hljóta að
Stríð fremur en
Kópavogssamninga
Gunnarsstöðum, 2. febrúar. Á
laugardagskvöldið blótuðum við
þorra á Þórshöfn og’öllum líður
vel. Hlákubloti var hér á laugar
daginn. Snjór er lítill, þótt all-
miklir skaflar séu við hús, og
vegir eru greiðfærir, svo sem
til Raufarhafnar og Bakka-
fjarðar.
Afli er enginn, að kalla. Tal-
aði ég við sjómann, sem er með
40 tonna bát. Hann hefur verið
með net síðan 9. janúar og hef-
ur aðeins aflað 5 tonn af fiski.
Menn hafa mikinn hug á grá-
sleppuútgerð þetta árið og búa
sig undir hana.
Fyrra sunnudag fundust hér
jarðskjálftakippip en ekki síðan.
Sprunga kom í nýbyggða hlöðu
og fjárhús í Hagalandi. Um
aðrar skemmdir er mér ókunn-
ugt.
Fyrir hálfum mánuði fannst
lamb niður við sjó, á milli bæja,
sem úti hefur gengið í vetur og
var það hrútur, nokkuð vel á
sig kominn. Það getur lengi
leynst lamb undir steini, þótt
ekki sé það grátt.
Menn ræða hér í sveit um
Búa sig undir
grásleppuveiðar
Grímsey, 2. febrúar. Veðrið er
alveg ljómandi og hefur svo
verið síðustu daga. Aðeins einn
bátur rær hér eins og er, og er
það Bjargey og aflar sæmilega
vel þegar á sjó gefur, en óstillt
veðurfar hefur mjög hamlað
sjósókninni það sem af er árinu.
Við vorum að skemmta okkur
á þorrablóti um helgina. Þar
skemmtu menn sér hið besta.
Kvenfélagið hér í eynni hefur
haldið dansleiki og spilakvöld,
sem flestir taka þátt í, á meðan
hlé er á sjósókninni.
Menn eru að undirbúa sig á
grásleppuveiðarnar. Matgir
freista gæfunnar í því efni,
enda lítur út fyrir hækkandi
verði á grásleppuhrognum þetta
árið. S. S.
landsmálin og mikið síðustu
daga, m. a. um landhelgismálin
og virðast menn ekki samninga-
fúsir, þeir sem ég hef talað við.
Þeim finnst lítið til skiptanna
og þótt menn séu í eðli sínu
friðsamir, vilja þeir frekar stríð
en Kópavogssamninga. Ó. H.
velta þeirri spurningu fyrir sér,
hvort sjálfstæðismenn séu að
undirbúa stjórnarslit, með þess
um ógeðslega hætti. Stjórnmála
slit geta verið eðlileg ef djúp-
tækur ágreiningur verður milli
stjórnarflokka. En rógburður,
þótt skipulagður sé, gegn þeim
stjórnmálaforingja, sem þjóðin
ber mest traust til um þessar
mundir, mun mistakast herfi-
lega.
Um þessi mál er nánar rætt
í forystugrein blaðsins í dag.
Gunnar Thoroddsen hefur
gefið út opinbera yfirlýsingu og
segir í niðurlagi hennar:
„Ég vil taka það fram, að ég
hef skömm á skrifum blaðsins
(Vísis) undanfarna daga um
dómsmálaráðherrann.“
Landhelgisviðræðumar.
Síðdegis í gær ætlaði Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra
að gefa Sameinuðu þingi
skýrslu um viðræður sínar við
Wilson forsætisráðherra breta á
dögunum og hefur blaðið ekki
tækifæri til að bíða frétta a£
þeim þingfundi. Q
Ekkert fiskimagn til
að semja um við breta
Ólafur Jóhannesson,
dómsmál ar áðher ra.
í útvarpsþættinum „Bein lína“
á sunnudaginn svaraði Olafur
Jóhannesson dómsmálaráðherra
spurningu fréttamanns á þessa
leið:
Mín persónulega skoðun er
sú, að það sé enginn eða nær
enginn grundvöllur fyrir sám-
komulagi við breta. Framsókn-
Jóhannes Óli Sæmundsson heiSraður
Fimmtudaginn 29. janúar af-
henti formaður Akureyrardeild
ar Rauða krossins, Halldór Hall
dórsson læknir, Jóhannesi Óla
Sæmundssyni heiðursmerki R.í.
úr silfri vegna frábærra starfa
fyrir vangefna.
Rauði kross Islands heiðraði
Hjálmar Vilhjálmsson ráðu-
neytisstjóra, Árna Björnsson,
Árna Gunnarsson og Guðrúnu
Brandsdóttur á sama hátt í
Reykjavík 19. desember sl.
Jóhannes Óli Sæmundsson
var fyrsti formaður Styrktar-
félags vangefinna á Akureyri,
sem gekkst fyrir byggingu Vist-
heimilisins Sólborgar. Sagt er,
að þetta heimili vangefinna
hefði ekki risið ef Jóhannesar
hefði ekki notið við, og víst er,
að hann var driffjöður félagsins
og framkvæmdanna öðrum
fremur.
Jóhannes Óli Sæmundsson er
af Árskógsströnd ættaður, varð
snemma barnakennai'i og skóla-
stjóri, og námsstjóri á Austur-
landi um margra ára skeið.
Síðari árin hefur hann stundað
fornbóksölu og einnig annast
útgáfu bóka og rita.
Ðlaðið árnar honum 'heilla
með þá viðurkenningu, sem
Rauði krossinn hefur veitt
hbnum. Q
BÍLAINNFLUTN-
INGURINN 1975
Bílainnflutningur árið 1975
drógst mjög saman, enda orðin
mikil bílaeign í landinu. Alls
voru fluttir inn 3.494 bílar á
móti 10.633 árið 1974.
Mest var flutt inn af Ford
Cortina, 226 bifreiðar, þá Mazda
929, 144 bifreiðar. Landrover er
í þriðja sæti og voru 117 fluttir
inn af þeirri tegund og 109 af
Ford Excort. Q
arflokkurinn hefur ekki tekið
formlega ákvörðun í þessu efni,
en ég geri ráð fyrir því að
stefna hans fari ekki langt frá
skoðun minni. Ástæður mínar
fyrir þessari skoðun eru þær,
að bretar hafa fengið umsam-
inn, réttmætan umþóftunar-
tíma. Þeir hafa komið þannig
fram síðan samningurinn rann
út, með hernaðarárás og öðrum
hætti, að ekki er ástæða til þess
að sýna þeim sérstaka linkind.
Og í þriðja lagi er ekkert fisk-
magn í raun og veru afgangs
til að semja um. i
Þessi ummæli dómsmálaráð-
herra vöktu mikla athygli og
voru fyrstu fréttir breska út-
varpsins á mánudagsmorgun-
inn og einnig forsíðuefni blaða
þar í landi og víðar. |i
Samkvæmt framangreindum
ummælum dómsmálaráðherra,
sem jafnframt er formaður,
Framsóknarflokksins, þykja nú
ekki lengur miklar horfur á, að
samið verði við breta að þessu
sinni um fiskveiðar í íslenskri
landhelgi. Q
Hafði sjóræningjafána
Týr klippti á mánúdaginn báða
togvíra bresks togara, er eng-
um fyrirmælum hlýddi og hafði
auk þess uppi sjóræningjafána
í ögrunarskyni.
Löndunarbið á VopnafirSi
F. Vestm. tók þessa Ijósmynd af athöfninni.
Vopnafirði, 2. febrúar. Snjólétt
hefur verið í allan vetur og svo
er enn. Vegir eru því greiðfærir
og löngum fært um Sandvíkur-
heiði til Bakkafjarðar.
I vetur hefur verið of lítil
atvinna í kauptúninu, en nú eru
komin 9500 tonn af loðnu til
síldarbræðslunnar og þrær
fullar. Góð atvinna verður á
meðan loðnubræðslan fer fram.
Og svo er Brettingur á veiðum
og landar sínum fiski hér. Eitt
fiskiskip gefur að vísu ekki
alveg stöðuga atvinnu, ef ekki
berst afli á land úr öðrum skip-
um eða bátum til uppfyllingar.
Fólk blátar að venju þorra og
öðru hverju er eitthvað til til-
breytingar. Til marks um það
tóku áhugamenn í menningar-
málum sig til og boðuðu til
kvöldvöku, sem var einstaklega
vel sótt og hin besta samkoma
með heimafengnu skemmtiefni.
Verður vonandi framliald á
þessu hjá þeim, þvi þetta er vel
þegið og auðvitað vel hægt ef
vilji er fyrir hendi og einhverjir
vilja leggja það á sig að undir-
búa skemmtikvöld af þessu
tagi. Þ. Þ.