Dagur - 24.03.1976, Blaðsíða 1

Dagur - 24.03.1976, Blaðsíða 1
UX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 24. mars 1976 — 15. tölublað Samkvæmt upplýsingum Mjólk ursamlags KEA á Akureyri, var nokkuð af mjólk sent til Reykja víkur eftir verkfallið og allt að 7 þús. lítrar af rjóma á viku. En FÆREYÍNGAR FÁ 17000 TONN Samkomulag hefur tekist um línuveiðar færeyinga hér við land innan 200 mílna markanna, og kemur samkomulag þetta í stað þess, er út rann 13. nóvem- ber í haust. Má ársafli færeying anna vera 17.000 tonn og þar af 8.000 tonn þorskur. í fyrra sam- komulaginu var gert ráð fyrir 20 þús. tonna afla, en þar voru engin ákvæði um hluta þorsks- ins í aflanum. □ FRYSTA LOÐNU Hrísey, 22. mars. Veður er alveg dýrlegt. Snæfell er að landa hér 85 tonnum af fiski. Útgerð skips ins hefur gengið mjög vel og allir eru mjög ánægðir. Við höfum fryst 40 tonn af loðnu til beitu fyrir húsvíkinga og fáum þaðan 30 tonn til við- foótar í dag. Loðna þessi veiðist á Skjálfanda. Einn foátur er með net, Ey- fell, og það er aðeins vottur hjá honum núna. S. F. rjómaflutningar þessir fara nú minnkandi og smjörgerðin fær- ist í aukana hjá Mjólkursam- laginu. Akureyri hefur á síðari árum verið mesti smjörfram- leiðslustaðurinn og fengu ey- firskir bændur að heyra það fyrir nokkrum árum, að sú framleiðsla væri óþöi'f og ein- ungis til að auka á „smjörfjall- ið“ sem þá var tíska að tala um sem afglöp í framleiðslu. En nú er landið smjörlaust, sem nýleg verkföll eiga sinn þátt í, og rætt um innflutning á smjöri. Hvort sem smjör verð- ur flutt inn eða ekki, mun mjólkurmagnið nú fara vaxandi og þar með smjörframleiðslan, svo aðeins verður um tíma- bundinn vanda að ræða á smjör markaðinum. □ Á skólaskemmtun Bamaskóla Akureyrar um helgina tóku 150 nemendur þátt í hinum ýmsu skemmti. atriðum. Hér syngur barnakór undir stjórn Birgis Helgasonar. (Ljósm.: E. D.) Mikill afli og góð atvinna ■ -. ■■ *** ” *• J>1 £ Þorsteinn M. Jónsson. í viðtali við Ármann Þórðar- son, kaupfélagsstj óra í Ólafs- firði á mánudaginn, kom m. a. þetta fram: Hér var í vetur æfður þýdd- ur gamanleikur undir stjórn Kristins G. Jóhannessonar skólastjóra. Var leikurinn sýnd- ur þrisvar hér við ágæta aðsókn og ennfremur var hann sýndur á Akureyri og í Freyvangi og var aðsóknin minni. Með aðal- hlutverk fara: Jón Ólafsson, Elín Haraldsdóttir, Guðbjörn Arngrímsson og Hanna Marons- dóttir. Fimm stærri bátarnir hafa verið á veiðum og aflað vel. En þeir eru Anna, Árni, Guðmund- ur Ólafsson, Arnar og Múli og eru þeir 20—40 tonn. Minni dekkbátar og trillur hafa snúið sér að glásleppunni og er sú veiði hafin. Togararnir Ólafur bekkur og Sólberg hafa aflað sæmilega vel og síðan verkfalli lauk hefur atvinna verið góð í frystihúsum og öðrum fiskverkunarstöðvum hér í Ólafsfirði. Sigurbjörg var á loðnuvertíð en kom þá heim, var útbúin á togveiðar og hefur landað einu sinni um 80 tonn- um. Sólberg er að landað góð- um afla í dag. Má segja, að atvinna sé nú góð. Snjólaust er að kalla og veðrátta góð þótt óstillt sé. Samgöngur á landi hafa trufl- ast með allra minnsta móti í vetur. Við erum búnir að missa prestinn okkar suður, séra Úlfar Guðmundsson, sem nú er orðinn biskupsritari og við prestlausir. Sr. Stefán Snævarr á Dalvík þjónar kirkjunum hér í Ólafsfirði og Kvíabekk. □ Fjölsótf lisfavaka 09 ágæfur iínufiskur Athöfn Þengils ávöxt ber út því blómin springa. Ljóst er nú að landsfræg er listhneigð höfðhverfinga. Þessa vísu orti aldraður maður og las yfir fréttaritara Dags á Grenivík, Pétri Axelssyni, á mánudagsmorguninn. Frétta- ritarinn hafði auk þess eftirfar- andi að segja: Listavakan á Grenivík var ágætlega sótt. Komu þangað hátt á þriðja hundrað manns, auk sjötíu unglinga á sérstaka skemmtun, sem þeim var hald- in. Dagskráin var eins og áður var frá sagt, að öðru en því, að Guðrún Kristjánsdóttir söng- kona gat ekki mætt en Ki'istján Jóhannsson frá Akureyri fyllti skarðið hvað sönginn snerti og sungu þau Helga Alfreðsdóttir og hann einsöngva og tvísöngva. Þorsíeinn M. Jónsson látinn Þorsteinn M. Jónsson, fyrrum skólastjóri og bókaútgefandi á Akureyri, andaðist á Vífilsstaða spítala 17. mars sl. rúmlega níræður. Þorsteinn M. Jónsson var al- þingismaður Norð-Mýlinga frá 1916—1923, skólastjóri Gagn- fræðiskólans á Akureyri í tvo áratugi, einn mikilvirkasti bóka útgefandi landsins um árabil, bindindisfrömuður jafnan, sat um 12 ára skeið í bæjarstjórn Akureyrar og lengst af þeim tíma gegndi hann þar forseta- störfum, vitur maður og virtur. Dalvík, 23. mars. Björgvin kom inn á laugardag með 120 tonn fiskjar. Skipið hefur aflað ágæt lega undanfarið, og fór það út í gær. Afli netabátanna hefur verið nokkuð góður í þessum mánuði, oft um fjögur tonn í róðri og eru sumir bátarnir komnir á annað hundrað tonn. Byrjað er að leggja grásleppu netin. Lítið mun gengið af þeim góða fiski á grunnslóð og fá þeir hann helst sem leggja djúpt og gera það helst stærri bátarnir. Leikfélagið æfir Deliríum bubonis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri. er Jóhann Ogmundsson og æft af kappi, en frumsýningin mun ekki ákveðin énnþá. Atvinnan lafir í því að vera sæmileg. Fljótlega verður farið að hugsa til framkvæmda í byggingaiðnaðinum og lítur út fyrir, að talsvert verði byggt í ár. V. B. Eiður Baldvinsson fann þennan 80 sentimetra ál í tjörninni við Drottningavcginn og var hann þá óskemmclur, en skaddaður að því leyti, að hluta af liausnum vantaði. (Ljósm.: F. Vestm.) Góður rómur var gerður að þessari listavöku. Þeir, sem lásu upp úr verkum Hannesar Pét- urssonar voru: Gunnar Kristins son, Sigurður Þórisson, séra Bölli Gústafsson og Björn Ingólfsson. Mjög góður afli hefur verið á línu undanfarið, 7—11,5 tonn í róðri í síðustu fjórum sjóferð- um. Svo er grásleppuveiðin að hefjast. Bændur eru að fá eitt og eitt fyrirmálslamb, en enginn far- aldur ei' af þessu tagi hér í sveit. □ Nægar góðar I karföflur eru fil Kartöflur eru á þrotum á Suð- vestui'landi og hefur Grænmetis verslun landbúnaðarins gripið til skömmtunar á þeim. Upp- skeran var lítil á Suður- og Suðvesturlandi síðasta haust, en betri á Norðurlandi og á Akureyri endast kartöflur frá haustinu nokkra mánuði ennþá, þvf ekki er ráðgert að ílytja þær á Reykjavíkurmarkað. Hollendingar, sem Grænmet- isverslunin hafði samið við um allmikil kartöflukaup, hafa sett 52ja kr. útflutningstoll á hvert kíló og falla þau viðskipti því niður, nema áður komin 250 tonn. En von er á 2500 tonnum af pólskum kartöflum. □ Akureyrardeild KEA Aðalfundur deildarinnar er n.k. mánudagskvöld á Hótel KEA og hefst kl. 8.30 e. h. Sjá aug- lýsingu í síðasta blaði. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.