Dagur - 24.03.1976, Blaðsíða 8

Dagur - 24.03.1976, Blaðsíða 8
ÐAGUB Akureyri, miðvikudaginn 24. mars 1976 FERIVUNGAR' GJAFiR I /sli >. GULLSMIBIR '- ■ V í MIKLU \JÍ Je II SIGTRYGGUR- ÚRVALI JJ & PÉJUR X y AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Hinn ágæti vetur hefur haft mjög hvetjandi áhrif á félagslíf í Suður-Þingeyjarsýslu og menningarlíf. Ovenju mikil gróska er í leiklistinni. Pétur Gautur er sýndur á tlúsavík undir leikstjórn Sigurðar Hall- marssonar, ávallt fyrir fullu húsi. Ungmennafélagið Efling í Reykjadal sýnir Kertalog eftir Jckul Jakobsson og undir leik- stjórn Ingunnar Jensdóttur. Hef ur þetta leikverk hlotið miklá eftirtekt og lof leikhúsgesta. Þykir túlkun ungra og óreyndra leikara á hlutverkum sínum frá bær. Ungmennafélagið Gaman og alvara í Kinn æfir Mann og konu undir leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar og verður frum- sýningin í byrjun apríl. Lista- vaka Þengils á Grenivík er að verða árlegur viðburður og vekur eftirtekt. Héraðssamband S.-Þing. og Kvenfélagasamband sýslunnar undirbúa „sumargleði þingey- inga“, sem hefjast mun síðasta vetrardag og ljúka á sunnudag- inn þar á eftir. Verður hún aug- lýst síðar. Þrjú félagsmálanámskeið hafa staðið yfir, hjá íþróttafélaginu Góður af!i Grímsey, 22. mars. Bátarnir eru að fara á sjó í sæmilegu veðri. Grásleppuveiðin er hafin og hefur einn vitjað um í -fyrsta skiptið. Af rauðmaganum er nóg en hann er lítið nýttur. Það vænsta hefur þó oftast verið saltað og síðan reykt á Akur- eyri, hvernig sem það verður núna. Verð grásleppuhrogn- anna er hátt, eða 37 þús. krónur tunnan. í síðustu viku fékkst ný loðna á Húsavík og fékkst á hana ágætur afli á meðan hún entist. Það er aðeins einn bátur, Bjarg- ey, sem rær með línu. □ Stcingrímur Hermannsson, alþingismaður. Eilífi í Mývatnssveit, ungmenna félaginu Mývetningi og ung- mennafélaginu Einingunni í Bárðardal. Hafa þá alls verið haldin níu félagsmálanámskeið í héraðinu og þótt lyftistöng fyrir þau félög, sem að þeim hafa staðið. Kennari á öllum námskeiðunum var Arnaldur Bjarnason. íþróttir hafa verið stundaðar af kappi. Snjóleysið hefur þó hrjáð skíðamenn og mót hafa nánast engin verið. Bridgemóti HSÞ lauk nýlega og héraðsmót í blaki fór fram um helgina. Bikarglíma íslands fór fram á Húsavík, sem áður er frá sagt, og sigruðu þingeyingar í báðum flokkum. Á „sumargleðinni" fer fram innanhússmót í frjálsum íþróttum og héraðssundmót. Yfir stendur kosning íþrótta- manns ársins 1975 á vegum HSÞ. Spurningakeppni sveitar- stjórna stendur yfir og lýkur síðasta vetrardag. Fnjóskdælir unnu Grýtubakkahrepp, ljós- vetningar unnu bárðdælinga, reykdælingar unnu húsvíkinga og á laugardaginn keppa sveitar stjórnir Tjörness og Reykja- hrepps á Tjörnesi, en mývetn- ingar og aðaldælingar keppa 2. apríl í Skjólbrekku. Ársrit HSÞ er í prentun og kemur út í endaðan apríl. Síð- an verður ársþing HSÞ haldið 1. og 2. maí í Skjólbrekku. □ Fr á lögreglunni Aðfaranótt 18. mars var að næturlagi farið inn í SUpp- stöðvarhúsið og þar brotist inn í skrifstofu og 'lítils háttar af peningum stolið. Svo virðist, sem maður þessi hafi áður atað sig út í olíu og voru ljós verks- ummerki þess. Óskar lögreglan þess, ef einhver hefur orðið mannaferðar var snemma að morgni 18. mars við Slippstöð- ina, að gera aðvart. Sást raunar til manns þessa þá um morgun- inn, en meiri vitneskju er óskað. Það umferðaróhapp varð norðan við Hólshús í Hrafna- gilshreppi á mánudaginn, að bíll valt út af vegi og slösuðust tvær konur. Handleggsbrotnaði önnur en hin meiddíst minna, en alls voru í bíl þessum fjórar konur. Á mánudagskvöld varð sjö ára drengur á reiðhjóli fyrir bifréið á mótum Gránufélags- götu og Norðurgötu. Lærbrotn- aði drengurinn. Á sunnudagskvöldið, kl. 23.00, var ekið á bil við Flugstöðvar- húsið, R 36824. Bíll sá er Ford, dökkgrænn að lit með svartan topp. Ekið var á vinstra aftur- bretti bílsins, sem var kyrr- stæður og biður lögreglan um upplýsingar um þennan atburð. Skemmdir bílsins voru veru- legar. (Samkv. viðtali við yfirlög- regluþjón) SMJÖRIÐ Á ÞROTUM Smjörbirgðir landsins eru nú þrotnar. Fyrrum var talað um smjölfjall og fátt talið óæski- legra en að eiga verulegar birgð ir þessarar góðu vöru í landinu. Nú mun fara að ltveða við ann- an tón. Ársneysla landsmanna var talin um 1600 tonn en fór í 2000 tonn árið 1974 og eflaust hafa fregnir um smjörþurrð aukið söluna undanfarið, þrátt fyrir minni niðurgreiðslur en áður. Þá er þess að geta, að í verkfallinu urðu bændur að eyðileggja mikið mjólkurmagn og truflaði það auðvitað fram- lciðsluna verulega, auk þess sem mjólkurframleiðslan hefur verulega dregist saman. NÝTT FLUGFÉLAG STOFNAÐ Starfsmenn Air Viking, en það flugfélag varð gjaldþrota, liafa nú stofnað nýtt flugfélag, sem heitir Flugfélagið Víkingur, og er ætlunin að lialda þeirri bar- áttu áfram, sem Guðni Þórðar- son í Sunnu hóf með stofnun Air Viking á sínum tíma. Stofn- fundurinn var haldinn 12. mars og framhaldsstofnfundur verð- ur haldinn bráðlega. Almenn- ingi verður gefinn kostur á að gerast stofnfélagar. Formáður er Arngrímur Jóhannsson. ENN ERU TEKIN LÁN Islendingar eru enn búnir að taka erlent lán, en lántökur eru orðnar svo margar og uppliæð- irnar svo háar, að fólk skilur livorki upp né niður, er e. t. v. farið að trúa því, að það sé enda laust hægt að lifa á erlendum lánum. Að þessu sinni er láns- uppliæðin 2,3 milljarðar króna. FLAUTUTÖNLE Manúela Wiessler flautuleikari og Halldór Haraldsson píanó- leikari leika á opinberum tón- leikum í Boi'garbíói laugardag- inn 27. marz. Tónleikar þessir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar og Menntaskólans á Akureyri og hefjast kl. 17.00. Flutt verður fjölbreytt efnis- skrá, m. a. verk eftir Schubert, Frank Martin, Debussy og Poulenc. Manúela Wiessler hlaut ásamt Snorra Birgissyni píanóleikara fyrstu verðlaun í tónlistarsam- keppni í Finnlandi á þessum vetri, og voru þau fyrst lista- manna frá íslandi til að hljóta slík verðlaun. Halldór Haraldsson er lands- þek'ktur fyrir fjölda tónleika og píanóleik í útvarpi og sjónvarpi. Von er á þýzkri hljómsveit frá Miinohen, sem mun leika í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. apríl. Með því að hafa slíka fjölbreytni í tónleikavali og að láta ekki of langan tíma líða milli tónleika, þá vonast stjórn Tónlistarfélagsins til að tónleika aðsókn fari vaxandi samhliða auknum tónlistaráhuga. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókabúðinni Huld, f Tónlistar- skólanum, og við innganginn. Skólafólki er veittur 50% af- sláttur samkvæmt venju. (Ur fréttatilkynningu) Á sunnudaginn efnir Framsókn- arfélag Akureyrar til fundar um þróun nýs iðnaðar við Eyja- fjörð og flytur Steingrímur Hermannsson alþingismaður framsöguerindi um það efni. Þá ræðir Bjarni Einarsson bæjar- stjóri um áhrif iðnþróunái' á byggð við Eyjafjöi'ð og Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn ræðir um náttúruvernd á Norð- urlandi. Þetta mikla fundarefni ætti að vekja áhuga fólks til góðrar fundarsóknar og þátttöku í fyrirspurnum og almennum um ræðum. Fundurinn hefst klukk- an 14.00. Sjá auglýsingu á öðr- um stað. □ Er þetta kallað jöfnunarlán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnuni, en ekki venjulegt yfirdráttarlán, og á að vega upp á móti sam- drætti í útflutningi landsmanna. Lítið heyrist urn það, enda gamaldags ráð, að draga úr inn- flutningi á erfiðum tímum! ÁLLINN ER LANGT AÐ KOMINN Állinn er ein af furðuskepnum meðal fiska og við hann ýmsar þjóðsögur kenndar, jafnvel hér á landi. Sjaldgæfur er liann hér á Norðurlandi og fréttnæmt tal- ið er liann veiðist, a. m. k. við Eyjafjörð. Annað hvort minkur eða selur hefur náð að híta framan af 80 sentimetra álnum, sem fannst við Drottningarveg- inn á dögunum. Hið furðulega ævintýri álsins hefst í Sargassohafinu, í 4000 km fjarlægð frá Evrópuströnd- um. Um þrem árum síðar hafa straumar borið álinn á land- grunnin í sunnanverðri álfunni og lengra þó. Torfurnar geta verið mjög stórar og þá er hann veiddur í gildrur og net. Heild- arveiði áls í Evrópu er talin inn 18 þús. tonn á ári. ÁLAVEIÐAR Fyrir nokkrum árum kom frá Reykjavík áhugamaður einn um álaveiðar og eftir ábending- um kunnugra manna lagði hann álagildrur sínar í síki eitt eða lænu við austanverða Eyja- fjarðará og var sá, sem þetta ritar honum til aðstoðar. En enginn kom állinn í gildrur þessar að þvf sinni, var þó ála- veiðimaður þessi vanur og veiddi það ár mest af þeim 15— 20 tonnum, sem þá veiddust árlega hér á landi. Síðan bárust af því fregnir, að svarfdælingur einn hefði lagt álagildru í tjörn eina í sinni heimasveit. Árang- urinn varð þó annar en ætlað var, því áll kom enginn í gildru þessa, lieldur minkar. Halldór Haraldsson og Manúela Wiessler. Samkomuvika Dagana 23. til og með 28. mars heldur Hjálpræðisherinn sam- komuviku sína hér á Akureyii. Það verður flokksforingjar Hjálpræðishersins í Reykjavík, kapteinn Daníel Oskarsson og kona hans Anna, sem stjórna og tala á þessum samkomum. Eins og mörgum er kunnugt þá er kapteinn Daníel sonur deildarstjórahjónanna brigader Oskars Jónssonar og frú Ingi- bjargai' Jónsdóttur. Kapteins- frúin Anna er norsk. Við vonum að margir vilji leggja leið sína á Herinn þessa daga, til að hlusta á boðskap hjónanna, sem þau flytja í tali og tónum. Sjá nánar í auglýsingu í Bæ og byggð. —stad

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.