Dagur - 24.03.1976, Blaðsíða 4

Dagur - 24.03.1976, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Atvinnulýðræði Á Félagsráðsfundi Kaupfélags Ey- firðinga, sem nýlega var haldinn, var upplýst, að á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í vor, yrði atvimrulýðræði á dagskrá. Ennfrem- ur yrði það eitt af málurn næsta aðal- fundar KEA. Félagsráðsmenn fengu í hendur greinargerð um þetta mál frá Sambandinu og reifaði aðalfull- trúi kaupfélagsstjóra það á Félags- ráðsfundinum. Með orðinu atvinnulýðræði er átt við þátttöku starfsmanna í stjórn fyrirtækja, sem þeir starfa lijá og af þessu er nokkur reynsla fengin á hin- um Norðurlöndunum, meðal annars hjá samvinnumönnum. Lög um at- vinnulýðræði em þó ekki samræmd í þessum löndum og því ekki eins. Þó liefur lögum um lilutafélög verið breytt í það horf þar, að fulltrúum starfsmanna í fyrirtækjum þeirra gefst þess kostur að eiga sæti í stjórn- um fyrirtækjanna, eftir nánari regl- um. Lögin ná þó ekki til samvinnu- félaga, banka né tryggingahluta- félaga. Hér á landi er engin löggjöf til, sem kveður á um rétt starfsmanna til að sitja í stjórnum lilutafélaga eða samvinnufélaga, en um þessi atriði eru breytingar mögulegar, ef áhugi er á því að taka upp liið margnefnda atvinnulýðræði. Þangað til mætti hugsa sér kjörna fulltrúa starfs- manna sem álieyrnarfulltrúa á stjóm arfundum, með málfrelsi og tillögu- rétt. Virðist alveg ljóst, að með Jjví móti væri unnt að koma ýmsu góðu til leiðar. Fulltrúar starfsmanna gætu þá túlkað sjónarmið starfs- manna við ákvarðanatöku stjórnar, og jafnframt öðluðust Jjeir sjálfir meiri yfirsýn yfir rekstur og hag fyrir tækisins. Þá er Jjað talið atvinnulýð- ræði til gildis, að þáð auðveldar „upplýsingastreymi“ milli stjórnar og starfsfólks og er Jjess trúlega Jjörf á stómm vinnustöðum. Upplýsingaþjónusta milli starfs- fólks og stjórna fyrirtækja er oft ekki nægileg og á Jjað sérstaklega við í stórum fyrirtækjum. Blaðaútgáfa starfsmannafélaga eða fyrirtækjanna sjálfra, tíð fundahöld með umræðum um málefni fyrirtækisins, eða starf fræðslufulltrúa fyrirtækja og starfs- manna getur annað þessari upplýs- ingajjjónustu mjög verulega, enn- fremur umræðufundir forstjóra með hópi verkstjóra og trúnaðarmanna fyrirtækisins og er raunar alls þessa talin þörf Jjar sem starfsfólk er margt og hætta er á, að tortryggni eigi vaxtarskilyrði. Sjálfsagt er að kynna sér atvinnu- lýðræði í framkvæmd og draga af Jjví þá lærdóma, sem við gætu átt hér á landi. □ Ávarp menntamálaráðlierra Gó'ðir akureyringar. í dag er fagnað áfanga í sögu Iðnskólans á Akureyri. Ég sam- fagna og árna ykkur allra heilla með 70 árin og með nýju bygg- inguna. Hér hafa vaskir menn og vitrir lagt hönd að verki, þökk sé þeim öllum. Og starf- semi innan þessara veggja er þegar hafin af fullum krafti. Megi þeir, er hér starfa, kenn- aralið og nemendur, vel njóta og lengi, þeirrar aðstöðu, sem þeim er búin í byggingu þessari og þjóðin öll þeirra verka, sem grunnur er lagður áð í námi og starfi við Iðnskólann á Akur- eyri. Akureyri er oft nefnd skóla- bærinn. En skólarnir hérna þjóna ekki aðeins þessum bæ og nánasta umhverfi, heldur í ýmsum tilvikum Norðurlandi öllu og reyndar fleiri landshlut- um. Á það ekki síst við um Austurland. Mín fjölskylda er þar engin undantekning og dæmigerð að þessu leyti. Faðir minn og einn sonur okkar sóttu stóran hluta náms síns hingað í Akureyrarskólana. Iðnfræðslan þjónar þeim þætt inum, sem stundum er nefndur yngsti atvinnuvegur íslendinga. Auðvitað er þetta rangnefni, því iðja og iðnaður íslendinga er jafn gamall þjóðinni sjálfri. Hitt er svo alkunna, að fyrst á síðustu áratugum eflist íslensk- ur verksmiðjuiðinaður að því marki, að afrakstursins gætir verulega í útflutningi lands- manna og að íslenskar iðnaðar- vörur verði verulega áberandi á innlendum mörkuðum. Töluverð fjölbreytni er orðin í iðngreinum, og breytingin gífurleg á einni öld.- Fyrir hundrað árum var hvert ís- lenskt heimili því aðeins vel á vegi statt, að það ræki á eigin vegum dúkaframleiðslu, prjóna- og saumastófu, trésmíðaverk- stæði og smiðju. Og svo lítil var sérhæfing iðnaðarins á íslandi fram um síðustu aldamót, að þá gilti enn fullkomlega hið forn- kveðna, að löngum var ég lækn- ir minn, lögfræðingur, prestur o. s. frv. Borið saman við okkar tíma, 'er sérhæfingin orðin býsna mikil, enda eru viður- kenndar iðngreinar á íslandi nú yfir hálft hundrað talsins. Hér sem víðar er samanburð- ur erfiður. En kannski eru hvergi í íslensku þjóðlífi öllu stærri verkefni framundan en á sviði iðnaðar og iðnfræðslu. Þjóðinni fjölgar og þarfirnar vaxa. Dýrmæt hráefni frá land- búnaði og sjávarútvegi kalla á meiri úrvinnslu, og þar með öflun meiri verðmæta fyrir þjóð arbúið. Mikil og ódýr orka án mengunar býður fram marg- háttaða möguleika á iðnaðar- sviðinu. í annan stað: Samgöngur og samskipti þjóða í milli eru orð- in með þeim hætti, að heimur- inn allur er orðinn ein viðskipta heild og einangrun þjóðar, sem í þúsund ár bjó við ystu voga, er ekki lengur fyrir hendi. Þessum viðhorfum þarf að mæta með öflugum og vel grunduðum aðgerðum, m. a. og ekki síst á sviði iðnfræðslu og . ahnennrar fræðslu í landiriu. Breyttir hætth- gera það nú nauðsynlegt, strax á fyrstu miss erum hins unga borgara, að laða hann til skilnings á starfi hins fullorðna manns, starfi, sem nú er oftast úr tengslum við heimilið, gagnstætt því sem áður var, þegar hvert heimili var rekið sem atvinnufyrirtæki. í öllu skólastarfi skyldu liggja samhliða brautir að hinum margvíslegu starfsgrefnum, sem unnar eru við breytileg skil- VILHJALMS HJALMARSSONAR A SJOTIU ÁRA AFMÆLI IÐNSKÓLANS Á AKUREYRI yrði, í skrifstofustólunum, á akrijjum. við vélina í verksmiðj unni, ellegar úti á stormkviku hafsins, svo að dæmi séu nefnd. Margt er nú um það rætt, að við höfum orðið höndum seinni að hagræða skólamálum þjóðar- innar — og einkum á sviði verk Vilhjálniur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. menntunar — til hæfis við breytta þjóðfélagshætti. Þetta er rétt að vissu marki, en þó er þetta bæði og. Breytingar á vett vangi fræðslu og skólamála verða ekki með jafn skjótum hætti og t. d. að skipta á bílum. Þar er þróun tvímælalaust þénanlegra form breytinga. Og það er ekki lengur neinn alvarlegur skoðanamunur um meginstefnu: Á grunnskólastigi, alhliða þjálfun huga og handar, hvatning til sjálfstæðrar vinnu og kynning á atvinnuháttum og menningarstraumum. ' Á fram- haldsskólastigi, samhliða náms- brautir bóknáms og verknáms og gengt á milli og áfram, og ti-aust tengsl með' skólum og öðru athafnalífi í landinu. Há- skólar, efling rannsókna, nýjar greinar innan skynsamlegra marka og skipuleg samvinna við erlendar þjóðir. Helstu viðbrögð í iðnfræðslu og verknámi almennt ganga í rétta átt en ná of skammt. Því má ekki slaka á, heldur herða sóknina. Slíkt hið sama gildir raunar um marga aðra þætti opinberrar þjónustu. Fyrir því er samsöngur ýmissa þjóðfélags afla um minni „samneyslu" bæði lamandi og lokkandi. Hvíldu þig, hvíld er góð! En fyrst og fremst lamandi fyrir alla félagslega uppbyggingu meðal fámennrar þjóðar. Já, ég sit mig ekki úr færi að vara við honum, söngnum þeim: Latur maður, lítil hey. Opinberi geir- inn í útgjöldum íslendinga er þrátt fyrir allt síst stærri en gengur og gerist f „velferðar- þjóðfélögum“. Og þótt útgjöld til menntamála þyki há á þessu landi, þá erum við einnig þar aðeins í meðallagi, borið stunan við riálægar þjóðir. - Fólk á mínurri aldri hefur lif- að margan lukkulegan dag, margar sameiginlegar gleði- stundir, af því tilefni að lokið er nýjum áfanga nytsamra mannvirkja f almannaþágu. Hér er sömu sögu að segja nálega hvaðanæva af landinu. Eyfirðingar hafa löngum ver- ið framarlega í liði fram- kvæmdamanna samanber t. d. 70 ára afmæli Iðnskólans. Það gildir um einstaklinginn, félags- starfið og sveitarfélögin. Hér hefur svo sannarlega hönd stutt hendi. Öflug almannasamtök byggðarlagsins í heild, einstakl- ingar og sveitarfélög, hafa t. d. byggt upp iðnrekstur, sem er í fremstu röð iðnfyrirtækja á ís- landi. Akureyrarbær leggur þunga áherslu á þróun iðnaðar- fræðslunnar. Hér fer fram eftir- tektarvert samspil á þessu sviði — og hefur þegar skilað mikilvægum árangri. Á þessum misserum er mikið rætt og ritað um erfiðleika — í efnahagslífi, utanríkismálum t. d., og náttúruöflin hafa farið óblíðum höndum um sum okk- ar. Samt vona ég, trúi því reynd ar, að það sé í dag skoðun þorra íslendinga, að ekki eigi aðrar þjóðir betra ættland — þegar allt kemur til alls. Þessu bless- aða landi er haglega skipt í einingar, byggðarlög, af fljótum og fjallgörðum. Hvert hérað hefm' sín sérkenni. Og ekki öfunda ég, austfirðingurinn, borinn og barnfæddur í besta hluta landsins, afganginn af ís- lendingum, eins og Laxness segir, einhvers staðar. En síst er því að leyna, að það grípur mig sterkt hvert eitt sinn, sem ég fæ að líta undurfagran Eyja- fjörðinn, úr lofti og af jörðu. Og ég er sannfærður um það, að mikil eru fyrirheit þess fólks, sem þau héruð byggir, sem að þeim firði liggja, frjósöm og fagurgjörð. Hér eftir sem hingað til munu aúðævi hafs og moldar renna styrkum stoðum undir velmeg- un manna hér á norðurslóð. En hún mun einnig í vaxandi mæli studd öflugum iðnaði. Á 70 ára iðnskólahátíð í Reykjavík fyrir rúmu ári, lauk ég máli mínu með því að rifja upp táknræna mynd Davíðs Stefánssonar um mátt iðjunnar. Hér er voldugur maður að verki með vit og skapandi mátt. Stjörnur af stáhnu hrökkva í steðjanum glymur hátt. Málmgnýrinn mikla heyrir hver maður sem veginn fer. Höndin sem hamrinum lyftir er hörð og æðaber. Megi íslenskur iðnaður og undirstaða hans, iðnfræðslan, eflast og dafna og ætíð verða sá voldugi þáttur í þjóðarbú- skap og þjóðmenningu íslend- inga, sem honum ber. Góðir akureyringar. Þökk fyrir stúndina. Heill fylgi Iðn- skólanum á Akureyri. □ Unglingum á Akureyri gefst tækifæri til að kynnast fimm manna hljómsveit úr Reykjavík nú um næstu helgi, dagana 26. —28. marz. Hljómsveitin Lind flytur einungis tónlist við kristi lega texta og er að því leyti frá- brugðin flestum öðrum popp- hljómsveitum unglinga. Reyk- víkingarnir hafa samið suma textana og lögin sjálfir og vilja með tónlist sinni koma á fram- færi boðskap Jesú Krist. í fylgd með hljómsveitinni verður ung- ur Reykvíkingur, Friðrik Schram, og mun hann flytja þennan sama boðskap í stuttum ræðum á milli laga hljómsveitar innar. Akureyringum gefst kost ur á að hlýða á þá félaga í Dyn- heimum föstudagskvöld kl. 11, laugardag kl. 4 og 11 og sunnu- dag kl. 4. Akureyringar, komið og hlýð- ið á hinn gamla, alvarlega boð- skap fluttan á máli og með að- ferðum unglinga nútímans. VINDHÖGG DRAGNÚTAVE Þann 10. þ. m. birtist í þessu blaði greinarkorn með yfirskrift „Veiðar með dragnót og þorska- netum“ undirrituð af skipstjór- um nokkurra dragnótabáta á Dalvík og nærliggjandi ver- stöðvum. Ritstjórn ritsmíðarinnar virð- ist hafa verið í höndum Björns Elíassonar skipstjóra á m/b Fagranesi á Dalvík, og vil ég leyfa mér að líta svo á — þar til annað verður upplýst. Þar sem þessi skrif eiga öðr- um þræði að sýna fram á fánýti mótmælaundirskrifta gegn smá- fiskadrápi á Eyjafirði — með því að telja upp nokkra undir- skriftaaðila, sem ekki hafa sjó- sókn að atvinnu — og gera mót- mælin tortryggileg þess vegna — vil ég kvitta fyrir móttöku með nokkrum orðum. Ég hafði kynni að fiskigegnd í Eyjafirði áður en Björn Elías- son hóf sína sjómennsku, og ég hefi fylgst með breytingum á aflabrögðum á liðnum árum. Ég lít því svo á, að ég eins og aðrir — hafi haft fullan rétt til mót- mæla sl. haust — þegar drag- nótabátar rökuðu saman smá- fiski skammt norðan við Dal- vík, og runnu að úr öllum átt- um, til að missa ekki af björg- inni. Rányrkja er ekki einka- mál þeirra, sem hana stunda. B. E. virðist eigna mér og öðrum Dalvíkingum mótmæla- ályktun, sem birtist í Ríkis- útvarpi þ. 18. febr. sl. Það, eins og fleira í greininni, er ekki sannleikanum samkvæmt. Þegar hin svonefnda „svarta skýrsla“ Hafrannsóknarstofn- unarinnar birtist, varð það mjög almenn skoðun að nú væri algjör nauðsyn á stefnu- ; „--------EKKI EINS OG AÐRIR MENN.“ Tveir málglaðir framámenn Al- þýðuflokksins að sunnan efndu til almenns borgarafundar í Varðborg í gær. Þetta eru þekktir menn, — líka hér nyrðra — af skrifum sínum í blöðum, og tilþrifamiklum svipt ingum á sjónvarpsskermi. Var mér sem mörgum öðrum for- vitni á að sjá þá hér í ræðustóli. Fundur var þvf allvel sóttur. En því miður varð ég frá að hverfa, áður en honum lauk, en heyrði um lokin, hjá öðrum, síðan. Frá því er skemmst að segja, að þeir, Vilmundur og Sighvat- ur voru í S-inu sínu, orðhvatir vel og stórorðir sem vænta mátti í ásökunum sínum á aðra, og þá fyrst og fremst háttvirta ríkisstjórn og fylgjendur henn- ar. En þar sem þeir ’höfðu enga til andsvara, kom lítið nýtt fram, og málin skýrðust lítið, gamla platan sett á fóninn og látin ganga. Það var okkur víst flestum áður ljóst, að verðbólgan er voðaleg, efnahagsvandinn mik- ill, dómsmálin seintekin og skuldabagginn illbærilegur. En á hverju máli eru hliðar tvær, og þau verða ekki að gagni skýrð, svo að til lausnar leiði, nema báðar séu skoðaðar og metnar. Um það var varla að ræða þarna og árangur fundar- ins þvf f lágmarki, að mínu áliti. Vilmundur talaði um skuldir þjóðarinnar og sagði þær nú svo miklar, að hver íslendingur, sem í dag fæddist, fengi að gjöf 300 milljóna króna skuldabagga. Sighvatur var í upphafi ofur- lítið hógværari í máli og talaði um 300 þúsund króna skulda- baggann, án þess þó að vera að leiðrétta félaga sinn. Hvorum átti að trúa? M. a. sem Sighvatur bar á borð, var það, að íslendingar lifðu einvörðungu á því, sem úr sjónum fengist. Iiann er líklega einn þeirra fáu, sem aldrei hafa átt því láni að fagna að vera sumartíma í sveit! Og hann bragðar líklega ekki mjólk, smjör, egg eða kjöt! En fengist nokkur á fiskiskip okkar, á sjó- inn, ef þessar matvörur kæmu ekki á borð þeirra? Enn þyngir innflutningur þessara vara ekki skuldabaggann, þótt sumir nán- ir liðsmenn þeirra félaga harmi það, að svo er ekki. En mis- sagnir og svona málflutningur eru ekki sannfærandi. Sighvat- ur kvartaði líka yfir því, að mál flutningi þeirra og rökum væri syðra svarað með árásum og gagnásakana-pólitísku mold- viðri. En ásakanir hans þama, þar sem andstæðingar voru víðs fjarri, voru víst af öðrum toga, þótt hátt létu í eyrum! í sam- bandi við dómsmálin minntist hann á ofbeldi og glæpahringi í öðrum löndum og sagði, að til skamms tíma hefðu íslendingar getað tekið undir með Farísean- um og sagt: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn“ — o. s. frv. En minnir ekki málflutning- ur þessara félaga einmitt á Faríseana? Virðast þeir ekki sér lega dómharðir um aðra, en vissir um sína köllun, sína öruggu visku? Þekkja þeir bæn tollheimtumannsins — úr sömu dæmisögu: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur.“ Hver má án hennar lifa? Vissulega er margt öðruvísi en ætti að vera í þessum mál- um öllum hjá íslenskri þjóð og stjórn hennar stundum mjög umdeilanleg. En málfærsla þeirra félaga, Vilmundar Gylfa- sonar og Sighvats Björgvins- sonar, var ekki líkleg til að sannfæra hugsandi Akureyr- inga um það, að betra tæki við, þótt þeir og þeirra liðsmenn tækju að sér að leysa vandann. Og íslenskir bændur myndu ólíklega fagna slíkum skiptum. Að framsöguerindum loknum kvöddu 2—4 fundarmanna sér hljóðs, þökkuðu snjallan mál- flutning (ákveðinn, djarfan), fengu spurningum svarað, svona nokkurn veginn, m. a. að missögn hefði verið um 300 millj. kr. skuldabaggann og beðið afsökunar í því sambandi. En áhugi til umræðna varð ekki vakinn, og fundi þessum lauk án átaka og friðsamlega. Ávaxt- anna njótum við e. t. v. við næstu kosningar til Alþingis og úrslita þeirra. Einhvers staðar vei'ða þessir ræðumenn þá í framboði, og þá helst á „við- kunnanlegum stað“. „Brekknakoti" 21. mars ’76. Jónas Jónsson. breytingu í fiskveiðimálum. Það er því með ólíkindum, að sjómenn við Eyjafjörð skuli staðfesta með undirskrift, að þeir muni hvorki sýna þegn- skap eða ábyrgðartilfinningu í fiskverndunarmálum — en halda áfram fyrri iðju, ef þeir fái aðstöðu til — enda séu þeir búnir að gera þetta svo lengi, að þeir verði að fá heimild til að halda því áfram. í grein útgerðarmannsins stendur orðrétt: „Þá hafa þessir menn sakað okkur um að um smáfiskaveiðar sé að ræða. Hið sanna er, að hér eru ekki not- aðir smærri netariðar en 6“.“ (tilvitnun lýkur). Ekki verður þetta skilið á annan veg en þann, að því sé opinberlega neitað, að smáfiskadráp hafi átt sér stað. Er því óhjákvæmilegt að nefna hér tölur, sem tala sínu máli. Samkvæmt Fiskifélagsskýrslu landaði m/b Fagranes í októ- bermánuði sl. dragnótaafla, sem samanstóð m. a. af 10.795 kg af smáfiski og er um 48% af bol- fiskafla bátsins þann mánuð. Hlutfall smáfisks í dagsafla komst upp í tæp 60%. Samkvæmt sömu heimildum landar m/b Búi 14. og 16. okt. sl. dragnótaafla úr tveim sjó- ferðum samtals 3.930 kg af bol- fiski — þar af 2.514 kg af smá- fiski, eða 64%. Ekki er ólíklegt að afli ann- arra dragnótabáta, sem veiddu é þessum tíma — og á sama veiðisvæði — hafi verið eitt- hvað svipaður að stærðinni til. Hér er þó ekki veginn sú hluti smáseiðanna, sem fer dauður fyrir borð. Þessi rányrkja varð tilefni þeirra mótmæla, sem áður er getið. Við ríkjandi aðstæður tel ég mjög vafasamt, að hliðstæð- ur afli komist framvegis mót- mælalaust í pyngjur dragnóta- manna. Þá segir ennfremur í ritsmíð B. E. orðrétt: „Aftur á móti má geta þess og gott þykir, ef helm- ingur afla trillubátaeiganda fer yfir 50 cm og oft er mikill hluti aflans mjög smár, það er um 40 cm fiskur og smærri.“ (til- vitnun lýkur). Björn Elíasson veit ósköp vel að þetta eru ósannindi, þó hann virðist ekki ráða yfir öðru betra eða trú- legra til að verja illan málstað. Athafnasamasta trillan á Dalvík t/b Flóki (Hjálmar Randvers- son) hafði í ársafla 1975 25.900 kg. Þar af var smáfiskur 1.900 kg, eða 7%. Vilja dragnótamenn ekki birta svipað hlutfall úr eigin afla. Enn segir í skrifum B. E. um tilgang mótmæla gegn smáfiska drápi orðrétt: „Fullvíst er, að ekki er hér um fiskverndunar- sjónarmið að ræða, heldur aðr- ar hvatir sem erfitt er að skilja.“ (tilvitnun lýkur). Ef (Framhald á blaðsíðu 2) STORLEIKUR A FIMMTUD.KVÖLD Á fimmtudagskvöldið leiða meistaraflokkar KA og Fram saman hesta sína í Bikarkeppni HSf. Fer leikurinn fram í íþrótta- skemmunni og hefst kl. 19.30. Hér verður áreiðanlega um skemmtilega viðureign að ræða og eru áhugamenn hvattir til að fjölmenna og hvetja KA til sigurs. I. Sv. r r FH SIGRAÐI ÞOR I HANDKNATTLEIK DRAUMURINN BÚINN KA varð af 1. deildar sætinu í handknattleik þar sem liðið tap aði fyrir KR fyrir sunnan á laugardaginn með 20 mörkum gegn 14. í leikhléi var staðan 8—6 fyrir KR, en í síðari hálf- leik sýndi KR afbragðs leik. KA-menn höfðu farið fram á að þessum leik yrði frestað, þar sem fimm af leikmönnum liðs- ins voru mcð flensu, en sú mála leitan fékk ekki náð fyrir aug- um þeirra sunnanmanna og því fór sem fór. í svo harðri keppni sem þessari þolir ekkert lið slíka blóðtöku. Á sunnudaginn sigraði KA Breiðablik með 20 mörkum gegn 15, en þrátt fyrir þessi úrslit er sigur KA í deildinni aðeins fræðilegur möguleiki. I. Sv. HERMANNSMÓTIÐ UM NÆSTU HELGI Um næstu helgi fer fram í Hlíðarfjalli svokallað Hermanns mót. Mót þetta er hið síðasta af svokölluðum punkamótum sem fram fara á undan Skíðamóti ísland. Þeir sem best standa sig á punkamótunum fá fyrstu rás- númerin í viðkomandi greinum á íslandsmótinu. Á Hermannsmótinu keppa væntanlega allir bestu skíða- menn og konur landsins. Keppt verður í stórsvigi, svigi og göngu. ó. á. TÓMAS OG KATRÍN AK.MEISTARAR Um síðustu helgi átti að fara fram Akureyrarmót í svigi og stórsvigi. Vegna veðurs var ekki hægt að keppa á sunnu- dag, en stórsvig fór fram á laugardag. Tómas Leifsson sigraði örugg lega í karlaflokki og átti hann m. a. mestan brautartíma í báð- um fei'ðum. Annar varð Hauk- ur Jóhannsson og þriðji Ámi Óðinsson. Þarna voru Olympíu- fararnir í algjörum sérflokki eins og vænta mátti. í kvennaflokki sigraði Katrín Frímannsdóttir, önnur Margrét Baldvinsdóttir og þriðja Mar- grét Vilhelmsdóttir. ó. á. ANDRÉSAR-ÖND LEIKAR Helgina 3.—4. apríl verður hald- ið all nýstárlegt skíðamót í Hlíðarfjalli, svokallaðir Andrés- ar Ond leikar. Til keppni er boðið skíðafólki á aldrinum 7, 8, 9, 10, 11 og 12 ára hvaðanæfa af landinu og er von á stórum hópum m. a. frá Reykjavík. Keppt er í svigi og stórsvigi og hefst mótið á laugardag kl. 10.30 með keppni í stórsvigi fyir 10, 11 og 12 ára, og verður sú keppni við Stromp, en yngri flokkarnir spreyta sig við Hjalla braut. Á sunnudag hefst mótið kl. 10.30 með keppni í svigi við Stromp. Fyrirhugað er að þátttakend- ur utan af landi búi f Skíða- hótelinu og verða þar kvöld- vökur fyrir þá. íþróttamót með þessu nafni fara fram víðsvegar um heim í hinum ýmsu íþróttagreinum og eru nokkurskonar óopinber landsmót fyrir börn á þessum aldri og njóta mikilla vinsælda. ó. á. Föstudagskvöldið 12. mars fór fram á Akureyri leikur Þórs og FH í meistaraflokki karla og var hann liður f Bikarkeppni HSÍ, sem er útsláttarkeppni. Fyrirfram var búist við fjör- ugri viðureign þótt Þór ætti við sjálfa íslandsmeistarana að eiga, þar sem Þórsarar sigruðu KA nýlega með allmiklum yfir- burðum. FH hóf leikinn af nokkrum krafti og skoraði tvö fyrstu mörkin, en Þór jafnaði eftir stutta stund. Næstu mínúturnar hélst leikurinn í jafnvægi en þegar tíu mínútur voru liðnar af leiktímanum skoraði FH fjögur mörk í röð og jók jafnt og þétt forystuna fi'am að leik- SKALLBOLTI Nú undanfarin ár hefur ný íþróttagrein rutt sér til rúms í íþróttahúsinu við Laugargötu. Það er svokallaður skallbolti. Segja má að það sé nokkurs- konar blak fyrir knattspyrnu- menn. Hinir litlu íþróttasalir hússins henta mjög vel til þess- arar iðkunnar. Venjulegast eru fjórir í hvoru liði, en geta þó verið færri. Meðal þeirra sem iðka íþrótt- ina eru gamlir Þórsarar, lög- reg'lumenn, kennarar Gagn- fræðskólans o. fl. Nokkrir menn hafa algjÖrlega ánetjast þessari íþrótt og mæta helst til æfinga hjá öllum þeim aðilum sem hana æfa. Þar eru fremstir í flokki Jon Sigurgeirsson skóla- stjóri og Dúi Björnsson kirkju- vörður. ó. á. EFNILEGT SUNDFÓLK Nokkrir keppendur úr Sund- félaginu Oðni á Akureyri kepptu í Bikarkeppni Sundsam bandsins sem haldin var í Reykjavík nú fyrir skömmu. Mörg Akureyrarmet sáu þar dagsins ljós, eða samtals tíu. Þær sem metin settu voru Sól veig Sverrisdóttir, Þórey Tómas dótth', Ólöf Jónsdóttir og Anna Björnsdóttir. Er vonandi að þessi árangur stúlknanna verði sundíþróttinni hér á Akureyri lyftistöng, en hingað til höfum við Akureyringar átt fáa afreks menn í sundi. Hins vegar er mjög stór hópur Akureyringa sem iðkar sund næstum dag- lega, þótt ekki æfi margir íþrótt ina sem keppnisíþrótt. ó. á. ÞÓRSARAR RÁÐA ÞJÁLFARA Nú fyrir nokkrum dögum var endanlega gengið frá ráðningu þjálfara fyrir íþróttafélagið Þór næsta keppnistímabil. Þarna er um að ræða enskan þjálfara, Doglas Reynolds að nafni. Hann hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár og náð ágætum árangri með lið sín. Hann er ungur að árum og lék áður með ýmsum áhugamanna- liðum f Englandi, m. a. með áhugamannaliði Manchester United. Reynolds kom til Akureyrar fyrir skömmu og dvaldi hér í tvo daga. Honum leist vel á að- stæður. Er óskandi að hann nái góðum árangri með lið sitt í sumar. ó. á. hléi, en þá var staðan 12—19 fyrir FH. Þór skoraði tvö fyrstu mörk- in í síðari hálfleik en næstu fjórum mörkum skiptu liðin bróðurlega á milli sín. Eftir það tók FH af skarið og skoraði fjögur mörk í röð og þá var ekki spurt hvort liðið sigraði, heldur með hve miklum mun FH bæri hærri hlut. Áður en yfir lauk höfðu verið skoruð 60 mörk, FH 35 og Þór 25. Það er að sjálfsögðu fengur að fá jafn ágætt lið hingað norð- ur og FH. Þar er valinn maður í hverju rúmi, þótt Geir, Viðar og Þórarinn standi öðrum greinilega framar. Liðið tók oft á tíðum góða spretti og lék þá Þór oft ansi grátt; fyrir kom að boltinn gekk snöggt frá manni til manns og allt í einu gekk dæmið vel og snyrtilega upp, einn FH-ingur algjörlegá frír á línu og skoraði. Leikfléttur af þessu tagi er eitt af því sem gera handknattleik skemmti- lega íþrótt. Flest mörk FH skoruðu Viðar Símonarson og Þórarinn Ragn- arsson 7 hvor. Geir Hallsteins- son skoraði aðeins fjögur mörk, en hann skipulagði leik liðsins og var oft mikill glæsibragur yfir leik hans. Leikinn dæmdu Sigurður Hannesson og Gunnar Kjartans son ágætlega. I. Sv. KA STÓÐ SIC VEL j; GEGN FH ’ KA og FH léku aukaleik á laug- ardag 13/3 og var sá leikur bæði fjörugur og oft vel leikinn af báðum liðum, enda var þessi leikur ekki liður í neinni keppni og því ekki barist um stig eða áframhaldandi keppni. KA var yfir í leikhléi en í byrjun síðari hálfleiks skoraði FH 5 mörk í röð. Síðan skiptust liðin á að skora þangað til FH seig örugglega fram úr á síð- ustu 10 mínútunum og urðu lokatölur 27—24 FH í hag. KA og FH eiga það sameigin- legt að í hvoru liði eru þrír menn, sem er hinn harði kjarni; í KA þeir Þorleifur, Halldór og Hörður, en þeir skoruðu alls 17 af mörkum KA, og í FH þeir Viðar, Geir og Þórarinn, en þeir skoruðu alls 18 af mörkum FH. Leikur KA að þessu sinni var oft ágftur og dreifðu þeir spil- inu vel og voru oragir við ís- landsmeistarana. Með því að fylgja betur eftir í síðari hálf- leik hefðu KA-menn allt eins getað sigrað. I. Sv. KVENNALIÐ ÞÓRS TAPAÐI FYRIR VAL Kvennalið Þórs var í eldlínunni um helgina 13. og 14. mars og keppti þá við íslandsmeistara Vals í Bikarkeppni HSÍ. Þórsstúlkurnar sóttu ekki gull í greipar Vals. Strax í úpp- hafi tók Valur forystu og komst í 6—1 og í leikhléi var staðan 8—4. Áfram hélst munurinn og lokatölur leiksins urðu 14—8 fyrir Val. Mörg mörk Vals voru skoruð úr hraðupphlaupum en reynslu leysi setti mark sitt á leik Þórs. En vonandi stendur það til bóta á næstu árum því stúlkurnar eru ungar og eiga framtíðina fyrir sér. I. Sv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.