Dagur - 21.04.1976, Blaðsíða 4

Dagur - 21.04.1976, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Við sumarkomu Stormasamur vetur og viðburðarík- ur, er á enda og langir sumardagar framundan. Fyrir miðjan vetur hóf- ust náttúruhamfarir í Þingeyjarþingi með eldgosi í Leirhnjúk og jarð- skjálftum þar í grennd, og allt til Öxarfjarðar, þar sem flestir yfirgáfu um tíma lieimili sín í kauptúninu Kópaskeri. En á meðan jörð skalf undir fótum Jjingeyinga fannst svo mikið af heitu vatni við jarðborun á Syðra-Lauga- landi í Eyjafirði, að hitaveita fyrir Akureyri var ákveðin, og stjórnvöld bæjarins fengu þar sitt stærsta verk- efni. Flestir íslenskir vísindamenn í jarðfræði og skyldum greinum skipt- ust í hópa og spáðu í hin heitu undir djúp og hvað gerast myndi í þunnri jarðskorpu umhverfis Kröflu, og hvort framkvæmdum þar skyldi fram haldið. Lítil stoð var í sundurleitum álitsgjörðum þeiiæa. Eitt stóð þó óhaggað eftir jarðskjálftana, en það var hið fymastóra stöðvarhús virkj- unarinnar. Það gaf stjómvöldum næga vísbendingu til að ákveða fram- hald framkvæmda. Kröfluvirkjun, sem á að leysa norðlendinga úr álögum orkusvelt- unnar, og heita vatnið á Syðra-Lauga landi, virðast ætla að marka tímamót í orkumálum þessa landshluta. Til viðbótar er svo unnið að samteng- ingu orkuvera landsins til öryggis og hagkvæmni. Þessi stóru verkefni éru heillandi viðfengsefni næstu fram- tíðar, og með þeim opnast margir nýir möguleikar. En þótt hér séu nefnd þörf við- fengsefni, er á fleira að líta. Óvirkj- aður jarðhiti og fallvötn beina hing- að athugunum á stórvirkjunum og orkufrekri stóriðju. Innan tíðar geta mál skipast á þann veg, að velja þurfi eða liafna stóriðju við Eyjafjörð. Akureyri er e. t. v. eini staðurinn á Norður- og Austurlandi, sem getur tekið á móti henni án þess að hverfa í þjónustu hennar og verða henni háðir. En liún er jafnframt sá staður- inn, sem öðmm betur hefur undir- byggt f jölþættan iðnað og iðju. Talið er t. d., að unnt sé að áttfalda út- flutningsverðmæti vara úr ull og skinnum frá verksmiðjum samvinnu- manna á Akureyri. Þróttmikill land- búnaður og fullvinnsla búvaranna er þó eftirsóknarverðari stóriðja en málmbræðsla ef valið stæði á milli þeirra greina. En á þessum vordögum er til fleiri átta að líta. Vonandi gefa menn sér tíma til að lifa með vorinu og vakn- andi lífi þess, hinu stutta en dýrlega ævintýri norðursins. GLEÐILEGT SUMAR. NÝTÍSKU ÞJÓNUSTUSTÖÐ, sem býður viðskiptavini velkomna. í SÖLUSKÁLA: Sólgleraugu, nýjasta tíska. Reykjarpípur, mikið úrval. Alls konar nýlenduvörur. Tropicana-safi. --- Ný epli, appelsínur, vínber, nýjar perar. f BENSÍNSKÁLA: Úrval af Esso bifreiðavörum og fjölbreytt úrval af fylgihlutum . til bifreiðarinnar. Stærsta og fullkonmasta þvottaplan bæjarins til afnota fyrir viðskiptavini. VERIÐ VELKOMIN í Veganesti, Glerárhverfi Sími 2 28 80 »i^yyyyyyyyyyyyyyyýyyyyyyyyyyyyyyyyyyy^<yyyyyyyyy Vinnuskóli i . ■«* ...*■» Akureyrarbæjar i- ‘ ' verður starfræktur í surnar frá júníbyrjun fram i ágúst fyrir unglinga sem fæddir eru árin 1961 og 1962.;.Til greina getur komið að unglingar fæddir árið 1963 verði teknir til starfa ef aðstæð- ur leyfa. ' • -t "-*•*- *' ' • '-•• . Umsóknum veitt móttaka í vinnumiðlunarskrif- stofu Akureyrar til 14. maí n.k. ★ ★ ★ VINNUSKÓLI AKUREYRARBÆJAR óskar eftir fólki til verkstjórnar frá júníbyrjun fram í ágúst. Einnig vantar fólk til almennra garðyrkjustarfa hjá Akureyrarbæ. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Garðræktar, Gróðrarstöðinni, þriðjúdaga og föstudaga milli kl. 10-12, sími 1-10-47. ★ ★ ★ GARÐLÖND BÆJARINS. Vinsamlegast endurnýið greiðslukvittunina fyrir 14. maí n.k.," ánnars verða garðarnir leigðir öðr- um. - Gfeiðslu veitt móttaka á skrifstofu Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Viðtalstími umsjónar- mánns garðanna er milli kl. 10—12 á þriðjud. og -föstud. í Gomlu Gróðrarstöðinni, s. 1-10-47. ★ ★ ★ SKÓLAGARÐAR AKUREYRARBÆJAR verða starfræktir í sutnar frá júníbyrjun fram í september fyrir börn, sem fædd eru 1964, 1965 og 1966. Umsóknum veitt móttaka í Vinnumiðlunarskrif- stofu Akureyrarbæjar til 14. maí n.k. lan Skíðalandsmót íslands var sett í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli þriðjudaginn 13. apríl 1976 kl. 14.30. Það var mótsstjórinn, Her mann Sigtryggsson, sem setti það með stuttri ræðu. Meiningin var að mótið yrðí sett við göngu brautina ofan Stórhæðar, en vegna óveðurs var það ékki hægt, og var allri keppni sem vera átti þann dag frestað. Á miðvikudag var komið gott veður og var þá keppt í 10 km göngu 17—19 ára og 15 km göngu 20 ára og eldri. Á fimmtudag reyndist ekki hægt að keppa vegna veðurs, og keppni frestað fram á föstudag- inn langa, en þá var ráðgert að hafa skíðaþing. Á föstudaginn var sæmilegt veður fyrri partinn og var þá farin fyrri ferð f stórsvigi karla en lokið keppni í stórsvigi kvenna. Þá var einnig keppt í boðgöngu við mjög erfiðár að- stæður. - . Á laugardag var nokkuð þung búið veður fyrri partinn, en seinna um daginn braust sólin fram úr skýjunum, keppendum og áhorfendum til óblandinnar ánægju. Keppt var 'þann dag í svigi karla og kvenna og farin seinni ferð í stórsvigi karla. Þá var einnig keppt í stökki. Á sunnudag var keppt í flokkasvigi og 30 km göngu, og var veður mjög gott_Skíðalands mótinu var síðan slitið með verð launaáfhendingu og hófi í Sjálf- stæðishúsinu um kvöldið. Óhætt er að fullyrða að" landsmótið Til sölu Yamaha vél- hjól, árg. ’75, ekið 4.500 km. Uppl. í Fjólugötu 10 í kvöld og á morgun f. h., sími 1-13-11. 10 ær til sölu. Uppl. í síma 1-12-42. Til sölu vel með farinn Royale kerruvagn. Sími 2-32-84. Hey til sölu. Hörður Garðarsson, Rifkelsstöðum. 18 kw Raflia rafmagns- miðstöðvarketill með neysluvatnskerfi, inn- byggtl Dæla og mælar með. Uppl. í síma 2-35-65 á vinnutíma og 2-34-59 á kvöldin. Til sölu útsæðiskartöfl- ur, gullauga, 1. flokkur. Ingólfur Lámsson, Gröf. tókst vel þrátt fyrir óhagstæð veðurskilyrði öðru hvoru, og naut nú sín hin glæsilega að- staða sem er til skíðaiðkana í Hlíðarfjalli. „Sá besti sigraði“. í 15 km göngu 20 ára og eldri var búist við harðri keppni milli þeirra Trausta Sveinssonar, Halldórs Matthíassonar og Magnúsar Eiríkssonar. Óneitan- lega földu margir Halldór sigur stranglegastan, og er göngu- mennirnir höfðu gengið hálfa vegalengdina hafði Halldór best an brautartíma en þeir Magnús og Trausti fylgdu fast á eftir. í seinni hluta brautarinnar náði Magnús góðum spretti og sigr- aði glæsilega og skaut þar með Olympíuförunum aftur fyrir sig. Að keppni lokinni hafði Halldór Matthíasson það að segja um keppnina, að sá besti hefði sigrað og þótti það vel mælt. Annars urðu úrslit, sem hér segir: Mín. 1. Magnús Eiríksson, Siglufirði " 53,54 2. Halldór Matthíasson, Akureyri 56,20 3. Trausti Sveinsson, Fljótum 57,31 4. Kristján R. Gunðmundsson, ísafirði . 58,23 5. Þröstur Jóhannsson, ísafirði ‘ 58,49 Magnús Eiríksson frá Siglufirði, ókrýndur konungur göngumanna. Blátt drengjahjól tapað- ist. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 2-23-28 eða 2-18-14. mnislegt Eigendur skrúðgarða! Tek að mér hverskonar vinnu við hirðingu og skipulagningu skrúð- garða. Hlíf Einarsdóttir, sími 2-25-73. opnar 22. apníl. — Veiðileyli seld í Sport- og ■hljóðfæraverslun Akureyrar. STANGVEIÐIFÉLAGIÐ STRAUMAR. 5 aijC Annars urðu úrslit þessi: Kvennaflokkur. 1. Steinunn Sæmundsd., Rvík 2. Aldís Arnardóttir, Akureyri. 3. Margrét Vilhelmsdóttir, Ak. 4. Anna Erlingsdóttir, Rvík. 10 km ganga 17—19 ára. Mín. 1. Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði 41,02 2. Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfirði 42,36 3. Jónas Gunnlaugsson, ísafirði 44,57 4. Björn Ásgrímsson, Siglufirði 47,00 5. Birgir Sigurjónasson, Reykjavík 52,05 Stórsvig kvenna. Á föstudaginn langa var keppt í stórsvigi kvenna, og einnig var farin fyrri ferð í karlaflokki, en sökum veðurs reyndist ekki hægt að ljúka þeirri keppni. Eins og við var búist sigraði Steinunn Sæmundsdóttir nokk- uð örugglega í stórsviginu, en Aldís Arnardóttir, kornung stúlka frá Akureyri, varð önnur. Annars urðu úrslit sem hér segir: 1. Steinunn Sæmundsdóttir, Reykjavík 130,01 2. Aldís Arnardóttir, Akureyri 133,61 3. Margrét Vilhelmsdóttir, Akureyri 135,35 4. Anna Erlingsdótiti’, Reykjavík 143,08 5. Anna Gunnlaugsdóttir, ísafirði 144,04 Boðganga. Boðganga var gengin í göngu brautinni vestan Stórhæðar við mjög erfiðar aðstæður. Sunnan strekkingur og skafrenningur var mestan tímann sem boð- gangan fór fram, og skyggni stundum svo lélegt í brautinni að göngumenn urðu að stoppa og bíða þar til rofaði til. Keppn- in var mjög hörð og tvísýn allt fram til síðasta manns. Á fjór- um fyrstu sveitunum munaði aðeins rúmlega einni mínútu og er það mjög óvenjulegt í slíkri keppni. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Sveit Ólafsfjarðar 114,14 (Sveitina skipuðu Jón Konráðsson, Haukur Sigurðsson og Björn Þór Ólafsson) 2. Sveit Siglufjarðar 114,57 3. Sveit Fljótamanna 115,20 4. Sveit ísafjarðar 115,27 5. Sveit Akureyrar 120,35 Stórsvig karla. !jEftir fyrri ferð í stórsvigi hafði Sigurður Jónsson frá ísa- firði bestan brautartíma, en fast á eftir honum komu þeir Tómas Leifsson og Karl Frímannsson frá Akureyri. Fyrri ferðin var farin í mjög slæmu veðri og var skyggni £ brautinni mjög vont. Keppendur kvörtuðu mjög yfir því að er þeir voru komnir í gegn um eitt hlið hafi varla sést í það næsta þegar veðrið var verst. Mörgum kunnum kapp- anum hlekktist á í fyrri ferð- Sigurður Jónsson frá ísafirði. inni, svo sem þeim Árna Óðins- syni og Hauki Jóhannssyni, Akureyri. í seinni ferðinni, sem farin var daginn eftir, sýndi ís- firðingurinn Sigurður Jónsson hvað í honum bjó og sigraði örugglega. Karlaflokkur. 1. Tómas Leifsson, Akureyri. 2. Karl Frímannsson, Akureyri. 3. Bjarni Sigurðsson, Húsavík. 4. Björn Víkingsson, Akureyri. Stökk. Úrslit í stórsviginu urðu sem hér segir: 1. Sigurður Jónsson, ísafirði 132,51 2. Tómas Leifsson, Akureyri 134,02 3. Karl Frímannsson, Akureyri 134,63 4. Björn Víkingsson, Akureyri 135,89 5. Bjarni Sigurðsson, Húsavík 136,51 Svig karla og kvenna. Keppt var í svigi kvenna á undan svigi karla og fyrir vikið urðu stúlkurnar að fara braut- irnar í golu og lítilsháttar snjó- komu, en karlmennirnir fengu sólskin og mjög gott veður. í kvennaflokki hafði Aldís Arn- ardóttir frá Akureyri bestan brautartíma eftir fyrri ferð en í þeirri seinni fékk hún lakari tíma og hafnaði í fjórða sæti. Um fyrsta sætið kepptu þær stöllur Steinunn Sæmundsdótt- ir frá Reykjavík og Margrét Baldvinsdóttir frá Akureyri, og fékk Margrét aðeins betri samari lagðan tíma. : Úrslit urðu sem hér segir: Stökkkeppnin fór að venju fram í stökkbrautinni við Ás- garð. Mikil vinna hafði verið lögð í að koma brekkunni í gott ástand, og þegar keppnin fór fram var veðrið hið ákjósanleg- asta, logn og sólskin. Að vanda voru áhorfendur fjölmargir á stökkkeppninni og skemmtu sér hið besta. Bjöm Þór Ólafsson frá Ólafs- firði var fyrirfram álitinn sigur- vegari í stökkinu, en hann hefur undanfarin ár verið konungur íslenskra skíðastökkvara. Björn sýndi gott öryggi -í stökkum sín- um og sigraði og þá einnig í Norrænni tvíkeppni. Björn stökk lengst 51 metra í braut- inni og er það með lengstu stökkum sem þar hafa mælst. Úrslit í stökkinu urðu þessi: Fl. karla 20 ára og eldri. Stig 1. Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði 243 2. Marteinn Kristjánsson, Siglufirði 214 3. Viðar Konráðsson, Ólafsfirði 193 4. Benóný Þorkelsson, Siglufirði 183 5. Ásgrímur Konráðsson, . Ólafsfirði 182 1. Margrét Baldvinsdóttir, Akureyri 88,80 2. Steinunn Sæmundsdóttir, Reykjavík 89,11 3. María Viggósdóttir, Reykjavík 91,01 4. Aldís Arnardóttir, Akureyri 91,10 f svigi karla var búist við mjög harðri keppni milli Sig- urðar Jónssonar frá ísafirði og Akureyringanna. Þegar kom að Sigurði í rásröðinni höfðu þeir Tómas, Karl og Árni þegar rað- að sér í efstu sætin og keyrt brautina mjög vel, þannig að ekki varð um annað að ræða fyrir Sigurð en að keyra braut- ina á fullu eins og sagt er ef hann ætlaði að ná í efsta sætið. Það gerði Sigurður svo sannar- lega, en varð það á neðarlega í brautihni að detta og hætti þar með keppni. Þótti mörgum það miður því hann datt úr hvorugu skíðinu og þurfti aðeins að standa á fætur og renna sér áfram, en það gerði hann ekki og tapaði þar með sviginu og þar með átti hann enga mögu- leika á sigri f Alpatvíkeppni. Haukur Jóhannsson datt í fyrri ferðinni en hélt samt áfram.og fékk ágætan tíma og síðan besta brautartímann í seinni ferðinni. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Tómas Leifsson, Akureyri 98,07 2. Karl Frímannsson, Akureyri 99,01 3. Árni Óðinsson, Akureyri 99,28 4. fíaukur Jóhannsson, Akureyri 100,53 5. Bjarni Sigurðsson, Húsavík 102,17 Alpatvíkeppni. Alpatvíkeppni er bestur sam- anlagður árangur í svigi og stór svigi og íslandsmeistarar í þeirri grein urðu Steinunn Sæmunds- dóttir f kvennaflokki og Tómas Leifsson í karlaflokki. Fl. karla 17—19 ára. Stig 1. Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfirði 204 2. Jóhann Sigurðsson, Ólafsfirði - 155 3. Hallgrímur Sverrisson, Siglufirði 118 í Norrænni tvíkeppni, sem er samanlagður árangur í göngu og stökki, urðu úrslit sem hér - segir: • - - . FI. karla 20 ára og eldri. Stig . 1. Björn Þóf Ólafsson, Ólafsfirði... 541,53 2. Örn Jónsson, Ólafsfirði 453,74 3. Sigurjón Erlendsson, Siglufirði 386,74 4. Sigurjón Geirsson, - ' * Siglufirði 354,06 5. Rögnvaldur Gottskálksson, Siglufirði ' 330,20 Fl. karla 17—19 ára. Stig 1. Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfirði 240 Ganga 30 km. Gott veður var til keppni er 30 km gangan var gengin, sól- skin og bjart. Keppni var hörð eins og vænta mátti og urðu úrslit sem hér segir: 1. Magnús Eiríksson, Siglufirði 92,10 2. Reynir Sveinsson, Fljótum 96,55 3. Halldór Matthíasson, Akureyri 98,06 4. Kristján R. Guriðmundsson, ísafirði 103,38 5. Þröstur Jóhannesson, ísafirði 104,37 15 km ganga 17—19 ára. 1. Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði 51,34 2. Björn Ásgrímsson, Siglufirði 52,36 3. Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfirði 53,13 4. Viðar Pétursson, Fljótum 53,39 5. Jónas Gunnlaugsson, ísafirði 54,50 Tómas Leiísson og Margrét Baldvinsdóttir frá Akureyri. Tvíkeppni í göngu 20 ára og eldri. Stig 1. Magnús Eiríksson, Siglufirði 536,37 2. Halldór Matthíasson, Akureyri 454,10 3. Reynir Sveinsson, Fljótum 433,17 4. Kristján R. Guðmundsson, Isafirði 386,72 5. Þröstur Jóhannesson, ísafirði 373,05 Tvíkeppni í göngu 17—19 ára. Stig 1. Haukur Sigurðsson, Ólafsfirði 519,35 2. Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfirði 474,69 3. Jónas Gunnlaugsson, ísafirði 421,45 4. Björn Ásgrímsson, Siglufirði 419,07 5. Viðar Pétursson, Fljótum 339,00 Flokkasvig. Sveitir Akureyringa í flokka- sviginu þóttu vera nokkuð sigur stranglegar, en þannig fór að stúlkurnar unnu en karlarnir urðu númer tvö. Karlaflokkur. 1. Sveit ísafjarðar 394,37 2. Sveit Akureyringa 404,09 3. Sveit Reykjavíkur 454,90 Kvennaflokkur,- 1. Sveit Akureyrar 285,68 Stigakeppnin. Ólafsfirðingar hlutu að þessu sinni flesta íslandsmeistara, en ef fyrsta manni í hverri grein er gefið 5 stig, öðrum 4, þriðja 3, fjórða 2 og fimmta 1 stig, lítur dæmið þannig út: 1. Akureyri 76 stig 2. Ólafsfjörður 63 stig 3. Siglufjörður 42 stig 4. ísafjörður 29 stig 5. Reykjavík 25 stig Þcir sem stundum gleymast. Ekki er víst að allir sem lögðu leið sína í Hlíðarfjall um pásk ana og nutu þess að fylgjast með því sem þar var að gerast hafi hugsað um hve mikil undir búningsvinna liggur að baki vel heppnu'ðu móti. í sjónvarpsvið-' tali sagði Hermann Sigtrýggs-' son mótsstjóri, að í kring um mótið væri sterkur tíu manna kjarni og síðan áttatíu til níutíu manns sem vinna meira og minna við framkvæmd þess. Margir af þeim sem þarna unnu skiluðu mörgum dagsverkum í sjálfboðavinnu og ef ekki nyti við þeirra manna sem vilja leggja á sig slíka vinnu, er óframkvæmanlegt að halda slíkt mót eða önnur hliðstæð. Blaðið óskar mótsstjórn svo og öllum öðrum sem þarna lögðu hönd á plóginn til ham- ingju með góðan árangur. Ljósmyndir teknar af ó. á. ' ó. á. F élagsmálanámskeið Að undanförnu hefur staðið yfir félagsmálanámskeið að Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, á vegum ungmennafél. Atla og Þorsteins Svörfuðar. Námsefnið var fengið frá Æskulýðsráði ríkisins og var lögð aðaláhersla á hina ýmsu þætti félagsmála, s. s. hópvinnu, framsögn, fundar stjórn og fundarreglur. Nám- skeiðið sóttu 17 manns, 7 konur og 10 karlar. Um framkvæmd námskeiðsins sá Ungmennasam band Eyjafjarðar. Leiðbeinend- ur voru Sigurður Geirdal fram- kvæmdastjóri UMFÍ og Þórodd ur Jóhannsson framkvæmda- stjóri UMSE. Gestur námskeiðs ins var Hafsteinn Þorvaldsson formaður UMFÍ. — Námskeið þetta þótti takast það vel, að ákveðið var að koma á öðru slíku á komandi hausti, ef leið- beinandi fæst. (Fréttatilkynning frá Umf. Atla og Þórsteini Svörfuði) GJAFIR OG AHEIT TIL HRÍSEYJARKIRKJU ÁRIÐ 1975 Krónur Sigrún Júlíusdóttir .... 1.000 Bill 1.546 Séra Kári Valsson 5.000 K. J. G 2.000 Gunnhildur Njálsdóttir . 1.000 A. Þ 1.000 Unnur Björnsdóttir .... 1.000 Sólveig Hallgrímsdóttir . 1.000 Jóhanna Sigurgeirsdóttir 1.000 S. S 2.000 Sigurgeir Jónsson 1.500 Valgerður Jónsdóttir . . . 700 Sigrún og Ögmundur .. 2.000 Hallfríður Gunnarsdóttir 1.000 Ó. H. og G. S 6.710 Lilja Sigurðardóttir .... 1.000 Samtals krónur 33.474 Esther Júlíusdóttir .... 1.000 Eygló Ingimarsdóttir .. . 2.000 Alúðar þakkir til gefenda. Anna Sveinsdóttir 1.000 Sóknarnefnd. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.