Dagur - 08.09.1976, Blaðsíða 1
Síðdegis á miðvikudag í síðustu
viku var kært til lögreglunnar
é Akureyri út af fölskum ávís-
unum, sem komnar voru í um-
ferð. Rannsókn var þegar hafin
og beindist grunur að ungum
manni, sem selt hafði ávísanir í
verslunum í bænum og keypt
nokkuð af vörum. Maður þessi
leigði sér flugvél og var á leið
3'uður, en lögreglan lét flug-
manninn snúa við, lenda á Akur
eyrarflugvelli og handtók mann
inn, sem síðan er í vörslu lög-
reglunnar og hefur játað á sig
verknaðinn. Vörurnar hafa
komið í leitirnar, sem hann
sveik út í verslunum. Sami
maður hefur játað innbrot,
ásamt öðrum, í Reykjavík
skömmu áður og var með
stimpla og nokkur stolin ávís-
anahefti fyrirtækis í Reykjavík
og hafði gefið út nokkrar ávís-
anir áður en hann fór norður.
Ávísanirnar, sem maðurinn gaf
út hér á Akureyri, voru yfir
100 þúsund krónur.
(Samkvæmt viðtali við Gísla
Olafsson yfirlögregluþjón) □
Blaðið náði sem allra snöggvast
tali af Hirti Eiríkssyni fram-
kvæmdastjóra Iðnaðardeildar
SÍS í gærmorgun og spurði
hann um örfá atriði í sambandi
við framleiðslu Iðnaðardeildar
í sem fæstum orðum gat hann
þess, að útflutningsframleiðsla
iðnvara til Sovétríkjanna yrði á
þessu ári 7—800 millj. kr. Þetta
eru hvers konar prjónavörur,
værðarvoðir og svo fimm þús-
und mokkakápur. Þessar vörur
eru að mestu framleiddar í verk
smiðjunum á Akureyri en
Sambandsverksmiðjurnar á Gleráreyrum á Akureyri.
(Ljósm.: E. D.)
sfð ek
framleifia
einnig á minni framleiðslustöð-
um Iðnaðardeildar á öðrum
stöðum á landinu.
í sambandi við mokkakáp-
urnar má segja, að þær eru
orðnar mjög eftirsóttar. Þær
dýrustu kosta í smásölu um 130
þúsund krónur hér heima og
eru þær skreyttar með kraga úr
þvottabjarnarskinnum, sem eru
ákaflega dýr, eða álíka og allt
annað efni kápunnar. Án þess-
ara dýru skinna kosta kápurnar
um helmingi minna. Framleiðsla
mokkakápanna er í nýlega
keyptu húsnæði, þar sem áður
var trésmíðaverkstæði Einis.
Heita má, að unnið sé í verk-
smiðjunum dag og nótt og hefst
þó engan veginn undan eftir-
spurninni og er öll framleiðsla
þessa árs og fram á það næsta
fyrirfram seld frá vérksmiðjum
samvinnumanna.
Um 800 manns vinna hjá
Iðnaðardeild SÍS og þar af nær
700 á Akureyri. Q
Unnið við hifaveituna á Sigiufirði
Orka frá Kröflu og Sigöldu
verður hliðsfæð í verði
Með gleiðletruðum fyrirsögnum sögðu sunnanblöð frá því í byrjun
þessa mánaðar og höfðu fréttina frá Fjórðungsþingi Norðlendinga
á Siglufirði, að raforkuverð frá Kröflu yrði 200% dýrara en orku-
verð á svæði Landsvirkjunar. Mönnum hnykkti við, en þegar betur
var að gáð, var fregnin á misskilningi byggð.
Framkvæmdastofnun ríkisins leiðrétti hina óskammfeilnu og frá-
leitu fregn með þeirri yfirlýsingu, að með því að reikna áætlað
rafórkuverð frá Kröflu og Sigöldu á sama hátt, yrði raforkuverð
virkjananna svipað. Q
Byrjað er að bora níundu hol-
una í Skútudal við Siglufjörð
og er borinn Narfi þar að verki.
En áttunda holan, sem nýboruð
er, reyndist ónýt. Heita vatnið
er nú um 22 lítrar á sekúndu,
sjálfrennandi, en búist er við
mun meira vatni við dælingu.
í vetur voru um 100 hús tengd
hitaveitu Siglufjarðar. í sumar
er stöðugt unnið að dreifikerf-
inu í bænum. Skútudalur er
fimm kílómetra frá Siglufjarðar
kaupstað og borstaður er svo
hár, að vatnið rennur til notk-
unarstaðar án dælingar.
Atvinna hefur verið mjög
mikil á Siglufirði allt þetta ár
og oft vantað fólk til starfa,
bæði í frystihúsin, Siglósíld og
til starfa við hitaveituna. Nokk-
uð er um íbúðabyggingar og
skammt síðan fhnmtán lóðum
undir íbúðarhús var úthlutað
og verður bygging hafin á níu
þeirra í haust að minnsta kosti.
Hér á Siglufirði hafa orðið
alger tímamót í atvinnulífinu.
Sér þess hvarvetna glögg merki,
og nú fjölgar íbúum kaupstaðar
ins, gagnstætt því sem áður var.
Húsnæðisskortur er hér til-
finnanlegur og kemur í veg
fyrir innflutning fólks, sem
hingað vill koma.
Finna forna
Það var í okt. 1965, sem vopn
fundust í djúpu gili í Grísa-
tungufjöllum. Fianandinn var
Davíð Gu»narsson, starfsmaður
við mjólkursamlasið á Húsa-
vík, er kaan var á rjúpnaveið-
um. Vopain, sem þá fundust
voru þrír atgeirar og sköft. Og
eftir raaasókn voru vopn þessi
talin síðaa um 1500 eða snemma
á sexáadu öld.
Mikil og gömul fönn var í
þessu aili @g talið líklegt, að
vopnin vawru þá nýlega komin
undan fönainni. Hinnig var tal-
ið hugsanlegt, að fleira kynni
að leynast þarna. Nú, eftir hlýtt
sumar í þessum landshluta og
eftir snjóléttan vetur var talið
líklegk, að fönnin í gilinu hefði
minnkað svo, að ástæða væri
til að svipast þar um.
Við fórum svo tuttugu saman
úr Rotaryklúbbi Húsavíkur í
könnunarleiðangur á fyrrgreind
ar slóðir. 1 mikilli grjóturð, upp
af fönninni fundum við tæjur
eða smápjötlur í gráum og
rauðum lit og tréflísar, sem
gsetu verið úr sköftum vopna.
Fundur þessi gefur til kynna,
að fleira kunni að leynast í skrið
unni, en hún er geysilega mikil
og mikið verk að rannsaka
hana. Fönnin mun ekki hafa
minnkað í gilinu en e. t. v. hef-
ur hún eitthvað breytt sér.
Fróðir menn hafa tjáð mér,
að annálar segi frá eyfirðingum
á leið úr Kelduhverfi, hafi ekki
komið fram. Séu þetta leifar frá
þeirri för, hafa ferðamennirnir
villst af leið, en Grísatungufjöll
eru suður af Tjörnesi.
Um fyrri fundinn ritaði Krist-
ján Eldjárn, þá þjóðminjavörð-
ur, og var honum gert aðvart
um þennan fund nú. Þ. J.
Martin Haselböck orgelleikari.
Næstkomandi sunnudagskvöld
heldur Austurríkismaðurinn
Martin Haselböck orgeltónleika
í Akureyrarkirkju. — Martin
Haselböck er aðeins 22 ára
gamall og hefur nýlega lokið
prófi úr orgeleinleikaradeild
tónlistarfeáskólans í Vínarborg.
Hann hefur haldið tónleika víðs
(Samkvæmt viðtali við Boga
Sigurbjörnsson skattaendur-
skoðanda).
Þrjár bílvellur
í samtali við lögregluvarðstof-
una á Akureyri kom fram að
bíll hafði oltið út af vegi hjá
afleggjaranum við Kristnes á
föstudaginn. í bílnum voru tveir
farþegar og viðbeinsbrotnaði
annar þeirra.
Þá sagði Reymar Þorleifsson
lögregluþjónn á Dalvík blaðinu,
að aðfaranótt sunnudags hefði
bíll oltið norðan við Migindi í
Ólafsfjarðarmúla. Endastakkst
bíllinn og valt niður 8—10
metra háan vegarkant. Enginn
slasaðist en bíllinn varð gjör-
ónýtur. Þrennt var í bílnum.
Þá valt annar bíll sunnan við
Ásgarð, skammt frá Dalvík, og
varð þar ekki slys á fólki, en
bíllinn skemmdist nokkuð. Báð-
ir bílamir voru frá Ólafsfirði.
Að öðru leyti hefur umferð
gengið án mikilla slysa. Q
í Ak.kirkju
vegar í Evrópu og hvarvetna
hlotið frábæra dóma. Að þessu
sinni er hann á leið í tónleika-
ferð til Bandaríkjanna. Á efnis-
skránni eru verk eftir Muffat,
Bach, Messiaen og Reger. Bins
og áður sagði eru tónleikarnir
n. k. sunnudag og faefjast þeir
kl. 21.80.
P.O.B. 75 ÁRA
Hinn 1 . september var Prent-
verk Odds Björnssonar á Akur-
eyri 75 ára. Hana stofnaði Odd-
ur Björnsson prentmeistari og
hóf hann, ásamt margskonar
prentvinnu, merka bókaútgáfu.
Sigurður O. Björnsson, sonur
hans, tók við af honum og síðan
hans sonur, Geir S. Björnsson,
núverandi prentsmiðjustjóri. Er
POB fullkomnasta prentsmiðja
utan höfuðborgarinnar, sem auk
venjulegrar prentvinnu hefur
einnig mikla bókaútgáfu og
bókband. Prentun ýmsra blaða
hefur prentsmiðjan annast, og
hefur Dagur verið prentaður
þar frá byrjun eða allt frá árinu
1918.
Nú er prentsmiðjan að reisa
aýtt prentsmiðjuhús sem er
við Tryggvabraut og verður
starfsemin væntanlega flutt
þangað á þessu ári. Q