Dagur - 08.09.1976, Blaðsíða 4

Dagur - 08.09.1976, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síinar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Aö veiða og friða Góð voru þau tíðindi, sem fiskifræð- ingar færðu þjóðinni í sumar um framúrskarandi vel heppnað klak náttúrunnar hjá þorsk- og ýsustofni á landgrunninu. En þessir árgangar verða nytjafiskar eftir fimm ár. Þá virðist loðnustofninn vera sterkur og sumarveiðarnar fyrir Norður- landi og út af Vestfjörðum gefa nú þegar góðar tekjur í þjóðarbúið. En um fiskveiðarnar á þessu ári er það að segja, að fyrstu sjö mánuð- ina var búið að veiða 300.000 tonn af fiski, og áætlað, að þar af sé þorsk- ur yfir 70%. En samkvæmt „svörtu skýrslunni“ lögðu fiskifræðingar okkar áherslu á, að mjög væri var- hugavert að veiða meira af þorski en 230 þúsund tonn á ári, ef þorskstofn- inn ætti að ná viðhlítandi vexti á næstu árum. Málin stóðu því þannig, að búið var að veiða árskvótann í júlí lok. En sjósóknin heldur áfram, að vísu með þeirri áhugaverðu breyt- ingu, að leitað hefur verið veiða fisk- tegunda er áður voru vart eða ekki nefndar í tölu nytjafiska. Til við- bótar eru svo fiskveiðar erlendra þjóða, samkvæmt samkomulagi. □ Yfirgripsmikil fjársvikamál Umboðsdómarinn í ávísunarmálinu alkunna, Hrafn Bragason borgar- dómari í Reykjavík, hélt fyrir síð- ustu helgi sinn fyrsta blaðamanna- fund í þessu umfangsmikla fjársvika- máli. Þar kom fram, að fjármagn ávísananna, sem um er fjallað nemur tveim milljörðum króna og nær yfir árin 1974 og 1975 hjá 26 aðilum, sem eru félög og einstaklingar. Af könnun, sem þegar liggur fyrir, er ljóst, að 5 aðilar hafa hver um sig gefið út ávísanir fyrir 100—557 milljónir króna á tímabilinu. Aðal- bankarnir í máli þessu eru: Lands- bankinn, Búnaðarbankinn, Alþýðu- bankinn, Ú tvegsbankinn, Verslunar- bankinn, Iðnaðarbankinn og Spari- sjóðurinn Pundið. Þá sagði urnboðs- dómarinn, að bankarnir hefðu enn ekki lokað fyrir alla þessa reikninga, og ennfremur sagði liann: „Hitt vil ég segja, að nöfn þessara reiknings- hafa og þeirra, er starfa í skjóli þeirra, ættu ekki að sæta neinum tíð- indum í bankakerfinu.“ Eru þessi ummæli liarður vitnisburður um eftirlit Seðlabankans með banka- starfseminni í landinu og einnig gefa þau auga leið um það, að hin stór- fellda fjársvikastarfsemi hlýtur að hafa lengi verið á vitorði margra bankastarfsmanna. □ KAHL GRANT PÍANÓLEIKARI1HEIMSÓKN KVEÐJUORÐ Þann 6. sept. sl. var til moldar borinn í Akureyrarkirkju sæmdarmaðurinn Karl Grant, fyrrverandi verkstjóri á Ullar- verksmiðjunni Gefjun, Akur- eyri. Karl var fæddur að Veiga- stöðum í S.-Þing. árið 1905. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Halldórsdóttir, Veiga stöðum og Einar Grant beykir. Þau eignuðust þrjá syni og var Karl elstur þeirra. Miðsonur þeirra, Halldór, lést ungur, en yrígsti sonurinn, Einar, býr að Litla-Hvammi á Svalbarðs- strönd. Þegar Karl var fimm ára varð fjölskyldan -fyrir þeirri miklu sorg að missa heimilisföðurinn. Kristjana varð því ein með syni sína tvo. Kristjana var mikil mannkostakona og ól syni sína upp í guðsótta og góðum siðum. Hugur Karls stóð til mennta, og það var Kristjönu þung raun að geta ekki stutt hann til náms. Karl byrjaði snemma að vinna fyrir sér, fyrst við sjávar- síðuna, en 1932 hóf hann störf við Ullarverksmiðjuna Gefjun og vann þar fyrst sem vefari en var verkstjóri síðustu tíu árin, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Karl var grandvar til orðs og æðis, vann fyrirtæki sínu af samviskusemi og trúmennsku. Snyrtimennskan var honum í blóð borin. Það var til þess tekið hvað hann hafði fallega rithönd og oft var leitað til hans, ef vanda þurfti sérstaklega til skriftar. Karl var gæfumaður í einka- lífi sínu. 11. ágúst 1934 kvænt- ist hann Ellen Christiansen, danskri konu. sem hann kynnt- ist þegar hann var á ferðalagi Laugardaginn 28. ágúst var stofnuð deild úr „Foreldrasam- tökum barna með sérþarfir“, Akureyrardeild. Deildin mun starfa í nánu samráði við aðal- samtökin, sem hafa aðsetur í Reykjavík. Helga Finnsdóttir, formaður aðalsamtakanna, sat stofnfund deildarinnar. Ástæða þótíi til, vegna þess fjölda þroskaheftra barna, sem eru á Akureyri, að hér væri sérstök deild innan samtakanna, en reynsla foreldra þessarra barna hefur orðið til þess, að þeir hafa bundist samtökum til að berjast fyrir málefnum barna sinna, sem eiga samkvæmt landslögum að njóta sömu rétt- inda og önnur börn, en í reynd hafa að verulegu leyti orðið útundan. Aðaltilgangur samtakanna er í Danmörku. Þau Karl og Ellen voru mjög samrýmd, enda hjónaband þeirra eftir því far- sælt. Þeim hjónum varð fimm dug- mikilla barna auðið. Þau eru: Erna, búsett í Bankok, Kristján, býr á Akureyri, Bryndís, bú- sett í Ohio, USA, Ásgeir, bú- settur í Kaupmannahöfn og Einar, býr á Akureyri. Ég og kona mín vottum frú Ellen og aðstandendum Karls Grant innilega samúð. Hvað er það, sem hinumegin clylst? Hver vill svara því, uns gátan skilst? Því mnn hann, er þetta líf oss gaf og þýddi oss þess fyrsta rúnastaf. Þessum orðum séra Matthíasar skaut upp í huga mér, þegar ég frétti sviplegt fráfall Jóns Orvars Geirssonar. Þau rök er hníga til þess, að ungur maður í blóma lífs síns skuli skyndi- lega hverfa yfir landamæli lífs og dauða, eru okkur dulin og virðast jafnvel grimm á stund- um. Eftir er aðeins, að beygja sig fyrir þessari köldu stað- reynd og sækja styrk í minn- ingu um góðan dreng. Jón Orvar Geirsson var fædd ur í Reykjavík 2. febrúar 1947, sonur hjónanna Sólveigar Jóns- duttur og Geirs G. Jónssonar stórkaupmanns. Hann lauk stúdentsprófi frá Kennaraskóla íslands 1968 og kandidatsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands vorið 1975. Hann kom til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1. júní 1975, en gegndi auk þess störfum við Kristnes- hæli um tíma. Jón Örvar hafði nýlega fengið vitneskju um, að hann skyldi taka við störfum héraðslæknis á Fáskrúðsfirði með haustinu, er hann andaðist af völdum umferðarslyss á Spáni þann 12. ágúst sl. Kynni okkar Jóns Örvars urðu ekki löng, en þau voru góð. Hann kom til starfa beint frá prófborði ungur og óreynd- ur, en það kom fljótt í ljós, að þar sem Jón Örvar var fór góð- því, að aðstaða til líkamlegrar og andlegrar þjálfunar verði stóraukin þessum börnum til handa því að nú er ljóst að með þjálfun, sem hefst nógu snemma, er hægt að hjálpa börn unum mjög mikið. Staðreynd er að þau þurfa að fá daglega þjálfun kunnáttu- fólks en flest barnanna fá ekki aðra þjálfun en þá, er aðstand- endur þeirra eru að reyna af mjög takmarkaðri þekkingu og oft með ömurlegum afleiðing- um fyrir börnin. Fundurinn kaus eftirtalda félaga í stjórn deildarinnar: Guðríði Bergvinsdóttur, Baldur Ragnarsson, Jón E. Aspar, Sig- urð Kristinsson, Sigþór Bjarna- son. „Foreldrasamtök barna með sérþarfir“, Akureyrardeild, Einn af bestu píanóleikurum Bandaríkjanna Arthur Tollef- son, leikur á fyrstu tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar á nýju starfsári, og fara þeir fram í Borgarbíói mánudaginn 13. september kl. 19.00. Arthur er fæddur árið 1942, og hóf píanónám fimm ára gamall Tollefson hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyir píanó- leik, og á unglingsárunum var hann sá yngsti, sem hlotið hafði „Kimber“-verðlaunin, en þau eru ein mesta viðurkeenning, sem ungum tónlistai'manni get- ur hlotist þar um slóðir. Doktors prófi lauk Tollefson frá Stan- ford háskólanum 1968, en var Ur drengur. Hann var hlýr í viðmóti, samvizkusamur, vinnu drjúgur og glöggur. Gætinn maður var hann, sem vissi tak- mörk þekkingar sinnar og reynslu og óragur við að spyrja sér eldri menn ráða. Því var gott og notalegt að vera á vakt með Jóni Örvari. Honum gat maður treyst, og fljótur var hann að ávinna sér traust sjúklinga sinna. Þegar Jón Örvar lagði upp héðan til Spánar var ljóst, að dvöl hans f þessu sólríka héraði yrði brátt á enda. Slíkt hefði verið eðlilegur gangur lífsins, en engan grunaði, að þetta sum- ar yrði hans hinzta. Við söknum þess nú, að vita ekki af honum við skyldustörf annars staðar á landinu. Sárastur er samt sökn- uður ástvina. Þeim sendum við kollegar Jóns Örvars á Akur- eyri innilegar samúðarkveðjur. Magnús Stefánsson. útnefndur prófessor við háskól- ann í Maryland—Baltimore 1970. Árið 1975 kom Tollefson fram sem einleikari með Atlanta sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Robert Shaw, og fór hann með sömu aðilum á tónleikaför um Bandaríkin ári (Framhald af blaðsíðu 1) tekur til starfa og hafi hún frá upphafi með rekstur hennar að gera. Fyrirvari um aðild að Norðurlandsvirltjun. Fjórðungsþing Norðlendinga áskilur sér þann fyrirvara um aðild að Norðurlandsvirkjun f. h. sveitarfélaga á Norður landi, að tryggt verði af hálfu stjórnvalda, að fyrirtækinu verði gert kleift að selja raf- magn í heildsölu í landshlutan- um á sama verði og Lands- virkjun. Efling iðnaðar á Norðurlandi. Fjórðungsþing Norðlendinga tekur undir þá skoðun fulltrúa síðar. Tollefson er nú á tón- leikaferðalagi til Evrópu, óg vegna skammrar viðkomu á íslandi getur hann aðeins leikið á þessum einu tónleikum. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Beethoveril Reger, De- bussy og Virgil Thöinson. Aðgöngumiðasgla fer fram í Bókabúðinni Huld og við inn- ganginn. □ 60 þúsuíid tonn Að kveldi 2. sept. var loðnu- aflinn orðinn nær 60 þús. tonn. Þessi 60 þús. tonna afli svarar til helmings af vetrarveiddu loðnunni hvað útflutningsverð- mæti snertir, svo miklu betri fiskur er loðna sú, sem nú er veidd. 15—20 skip hafa verið á veiðum í seinni tíð en voru áður mun fleiri. Á Siglufirði var búið að landa 35 þús. tonn- um um mánaðarhótin’. Q í nefnd um Norðurlandsvirkjun, að stórefla þurfi iðnað á Norður landi í kjölfar aukins framboðs á raforku í fjórðungnum. Minn- ir þingið á, að þegar ráðist var í byggingu Búrfellsvirkjunar, gengust stjórnvöld jafnhliða fyrir uppbyggingu orkufrekrar stóriðju til að styrkja raforku- markaðinn og halda niðri raf- orkuverði. Sanigönguáætlun Norðurlands. Fjórðungsþingið leggur til, að nýútkomin Samgönguáætlun Norðurlands, sem í reynd er út- tekt á ríkjandi ástandi og hug- myndir um úrbætur, verði unnin áfram og gerð að raun- verulegri áætlun með tímasetn- ingu og ákvörðunum um fjár- magn. Við endurskoðun vegalaga verði réttur sveitarfélaga, sýslu nefnda og landshlutasamtaka viðurkenndur í lögum, sem um- sagnaðaðila um ráðstöfun vega- fjár og röð framkvæmda. Biskup til Hóla. Fjórðungsþing Norðlendinga leggur á það áherslu að frum- varp það er lagt var fram á síðasta Alþingi um skiptingu landsins í tvö biskupsdæmi nái fram að ganga hið fyrsta og verði biskupssetur í Hóla- biskupsdæmi í samræmi við það sem í frumvarpinu er lagt til. Landhelgissamningurinn við breta. Fj órðungsþingið leggur á það ríka áherslu, að landhelgissamn ingurinn við breta verði ekki framlengdur eða gerður samn- ingur við Efnahagsbandalagið, sem feli í sér veiðiréttindi út- lendinga í íslenskri landhelgi. Jafnframt leggur þingið áherslu á, að íslendingar einir nytji fiskstofnana við landið, sem undirstöðu að áframhald- andi góðum lífskjörum þjóðar- innar. Verðtryggingu stofnlána landbúnaðarins mótmælt. Fjórðungsþingið mótmælir þeirri ráðstöfun stjórnvalda, að verðtryggja stofnlán til land- búnaðarins. í þess stað bendir þingið á þá leið, að leggja beri sérstakt verðjöfnunargjald til að verðtryggja sjóði Stofnlána- JON ORVAR GEIRSSON læknir Fæddur 2. febr. 1947. Dáinn 12. ágúst 1976. Kveðja frá Helgu Þórðardóttur og börnum. I vökudraumum meðal hárra lialla ein hugsjón, vinur, jók þér kjark og mátt. A vakinn lífsþrótt vorið tólt að kalla, og viðfangsefnin mörgu risu hátt. Þú eðliskostum bestu reyndist búinn, að bjarga sjúkum, veita hjálp og lið. Þér léttu störfin ljúfmennskan og trúin, er lyftu þér á hærra þroska svið. Að námi þínu loknu í læknisfræðum, þér lífsbraut fögur, háleit blasti við. Þú starfið hófst með orkuglóð í æðum, en óvænt hvarfstu brott á æðra svið. f myrkri sorgar ei er unnt að skilja þau örlög, sem oss virðast stundum hörð. Ó, lífsins Guð, vér lútum þínum vilja og lyftum til þín bæn og þakkargjörð. • Vér þökkuin ást og Ijúft er oss að láta í Ijós: þú sýndir göfugt liugarþel. Þú Iiafðir unnið hjörtun. sem þig gráta. Þú, horfni vinur, mynd þín geymist vel. J. S. Foreldrasamtök Hjörtur Eiríksson. JÚN ÖRVAR GEIRSSON, læknir. - Minningarorð. Arthur Tollefson. 5 NorSurlandsmól í frjálsum íþróHum á Akureyri i'Mt. _NorðurIandsmót í frjálsum íþróttnm var haldið á Akureyri um síðustu helgi. Keppendur voru á annað hundrað alls stað- ar að. af Norðurlandi. Veður á laugardag var mjög götU sleikjahdi sólskin og hiti. Á sunnudag rigndi lítið eitt en stytti upp þegar leið á daginn. Mót þétta gekk mjög vel, hver greinin rak aðra og var það þéim er að því stóðu til sóma. Þingeyingar voru sigur- sælir á mótinu,_enda höfðu þeir -nývarið setu sína í fyrstu deild frjálsíþrótta. Mót þetta er jafn- framt einstaklingskeppni svo og keppni milli félaga og sam- banda. Besta afrek mótsins var 100 metra hlaup Sigríðar Kjart- ansdóttur, KA, en hún hljóp á 12,2 sek. og jafnaði um leið ís- landsmet Ingunnar Einarsdótt- ur. Þá ber að geta afreks Þor- steins Þórissonar,. UMSS, * en hann setti Islandsmet sveina í hástökki, stökk-1,'87 ní. deildar landbúnaðarins. Sé ekki hægt að útvega fjármágri méð öðrum kjörum, enda gangi það gjald beint inn í-vei’ðlagsgrund- völlinn og sé það hlutverk Stofn lánadeildar landbúnaðarins og Framkvæmdasjóðs að gera það. Iðnaðarkönnun á Norðurlandi. Fj órðungsþing N ör ðlendinga: fagnar yfirstandandi köririun á iðnaði á Norðurlaridi, sem ték- ur til almenns frariiléiðsluiðn-- aðar og aukins framboðs ájorku í fjórðungnum7 Þingið leggur þunga áherslu á, að á gfuridvélli: þessarar könnunar_ verði gerð raunhæf áætlun um frámtíðár- þróun iðnaðar-á Norðurlandi'og í því sambandi-fari fraifr sér- stök athugun á auðlindum, sem- hugsanlega mætti nýta til- iðn- aðarframleiðslu. Þingið felur' iðnþróunarnefnd að gangast fyrir ráðstefnu um iðnaðarmál á Norður-lándi og iðnkyriningu fyrirtækja í fjórðurignúm. Nið- urstöður ráðstefnunnar verði lagðar fyrir næsta fjófðungs- þing. ' -4ÉI Aðalsteinn Bernharðsson. UMSE var stigahæstur einstakl inga í mótinu, hlaut 39,71 stig. Hann náði góðum árangri í mörgum greinum, m. a. hljóp hann 400 metra á 50,4 sek. Annars urðu úrslit í einstök- um greinum þessi: K VENN AGREIN AR. 100 nietra hlaup. sek. Sigríður Kjartansd., KA 12,2 (Jafnt íslandsmeti) Hólmfr. Erlingsd., UMSE 12,5 Ragna Erlingsdóttir, HSÞ 12,7 Langstökk. m Ragna Erlingsdóttir, HSÞ 5,13 Hólmfr. Erlingsd., UMSE 4,99 Laufey Skúladóttir, HSÞ 4,80 1500 metra hlaup. mín. Sigurbjörg Karlsd., UMSE 5.20,9 (Héraðsmet) Sigríður Karlsd., HSÞ 5.31,0 (Héraðsmet) Vilborg Björgv.d., UMSE 5.35,1 Ásta Ásmundsdóttir, KA 4.41,0 (Akureyrarmet) Ásta setti glæsilegt Akur- eyrarmet, en hún er aðeins 12 ára gömul. Kúluvarp. m Sigurl. Hreiðarsd., UMSE 10,92 Sólveig Þráinsd., HSÞ 9,78 Margrét Sigurðard. UMSE 9,64 4x100 metra boðlilaup. sek. Sveit HSÞ 52,0 Sveit UMSE 52,9 A sveit KA 55,5 100 nietra grindalilaup. sek. • Ragna Erlingsdóttir, HSÞ 17,0 Sigfíður Kjartansd., KA 17,3 Hólmfr. Erlingsd., UMSE 17,9 " ' -rwV. 200 metra hlaup. sek. Sigríður Kjartansd., KA 26,5 Guðrún Höskuldsd., UMSE 27,4 . Laufeý Skúladóttir, HSÞ 27,5 Kringlukast. m "SÓlveig Þráinsdóttir, HSÞ 29,90 - Sigurl. Hreiðarsd., UMSE 28,59 Kristjána Skúlad., HSÞ 27,06 * ' 800 riietra hlaup. mín. Sigurbj. Karlsd., UMSE 2.31,0 Sigríður Kjartansd., KA 2.31,0 Sigríður Kai'lsd., HSÞ 2.34,0 SÍÐASTI LEIKUR ÞÓRS í ANNARRI DEILD Þór og Selfyssingar mættust á Akureyrarvelli sl. föstudags- kvöld og var það síðasti leikur, beggja aðila í annarri deild í ár, en fyrirfram var vitað að Þór þyrfti að leika gegn Þrótti, Reykjavík um sæti f fyrstu deild á næsta sumri. Fyrsta mark leiksins kom á 10. mín. fyri'i hálfleiks. Árni Gunnarsson sendi góðan bolta fyrir markið og Sigurður Lárus son skallaði örugglega í markið og kom Þór á blað. Fyrri hálf- leikur var nokkuð þófkenndur og fátt um fína drætti ef markið og aðdragandi þess eru frátekin. Selfyssingar áttu þó nokkur tækifæri sem þeim tókst ekki að nýta. Sama þófið hélst í seinni hálf leik en á 15. mín. jöfnuðu Sel- fyssingar eftir hai'ða sókn. Það var „Mullerinn" í liði þeirra sem það gerði. Eftir að hafa skorað fæi’ðist nú fjör í Selfyss- inga og sóttu þeir nú nokkuð um stund og áttu góða mögu- leika á að skora en það heppn- aðist ekki. Voru nú áhangendur Þórs farnir að vona a'ð inná yrði skipt „marka-Birni“ þeirra en hann hefur skorað þrjú mörk fyrir félag sitt þær stuttu stund ir sem hann hefur verið inná. Þjálfari Þórs skipti heldur inná alls óreyndum leikmanni og lét þá Björn Víkingsson og Oskar Gunnarsson sitja áfram á vara- mannabekk, þrátt fyrir að sókn liðsins var í molum. Á 41. mín. varði einn varnarmanna Sel- fossliðsins mark sitt með hend- inni og dæmdi dómarinn um- svifalaust vítaspyrnu. Magnús Jónatansson skoraði úr henni af öryggi, og þannig lauk leikn- um með sigri Þórs, tvö mörk gegn einu. Þórsarar gulltryggðu sér nú annað sætið í deildinni og eins og fyrr segir leika þeir við Þrótt um sæti í fyrstu deild að ári. Verður sá leikur háður í Hafnar firði n. k. laugardag. Úrslit í II. deild ÍBV 16 13 2 1 62-13 28 Þór 16 11 4 1 41-15 26 Völsungur 16 7 4 5 25-16 18 Ármann 16 7 4 5 26-18 18 KA 16 5 4 7 29-35 14 Haukar 16 5 3 8 26-32 13 Selfoss 16 4 3 9 26-50 11 ÍBÍ 16 3 5 8 18-32 11 Reynir 16 2 1 13 11-47 5 Sigríður Kjartansdóttir. Aðalsteinn Bcrnliardsson. Hóstökk. m Gréta Ólafsdóttir, UNÞ 1,45 Jóhanna Ásmundsd., HSÞ 1,40 Svandís Þóroddsd., KA 1,40 (Jafnt Akureyrarmeti) Sigi'íður Karlsd., HSÞ 1,40 Spjótkast. m Gréta Ólafsdóttir, UNÞ 30,44 Sólveig Þráinsd., HSÞ 29,79 Margrét Sigurðard., UMSE 29,24 KARLAGREINAR. 100 rnetra hlaup. sek. Aðalst. Bernharðss., UMSE 11,2 Jakob Sigurólason, HSÞ 11,3 Jón Benónýsson, HSÞ 11,3 Langstökk. m Jón Benónýsson, HSÞ 6,44 Aðalst. Bernharðss., UMSE 6,34 Gísli Pálsson, UMSE 6,19 1500 mctra hlaup. mín. Þórarinn Magnúss., UMSS 4.15,8 Jónas Clausen, KA 4.20,2 Jón Illugason, HSÞ 4.22,9 Hástökk. m Þorsteinn Þói'sson, UMSS 1,87 (íslaixdsmet sveina) Þórður Njálsson, USAH 1,87 Jón Benónýsson, HSÞ 1,80 Kúluvarp. m Ari Arason, USAH 13,00 Þóroddur Jóh.son, UMSE 12,92 Matthías Ásgeirss., UMSE 11,05 400 metra hlaup. sek. Aðalst. Bernharðss., UMSE 50,4 Arnór Erlingsson, HSÞ 54,7 Steingr. Sigfússon, UNÞ 55,9 4x100 metra hlaup. sek. Sveit UMSE 46,4 Sveit HSÞ 46,5 Sveit KA 47,6 Spjótkast. m Sigfús Haraldsson, HSÞ 55,56 Baldvin Stefánsson, KA 52,25 Ingólfur Guðm.son, USAH 47,10 Kriglukast. m Jóhann Sigurðsson, HSÞ 38,38 Þór Valtýsson, HSÞ 36,80 Ari Arason, USAH 35,01 110 metra grindahlaup. sek. Aðalst. Bei'nharðss., UMSE 16,6 Jón Benónýsson, HSÞ 16,8 Kristján Þráinsson, HSÞ 17,2 800 metra hlaup. mín, Jónas Clausen, KA 2.06.9 Steinþór Helgason, KA 2.06,9 Jakob Sigurólason, HSÞ 2.06,9 1000 metra boðhlaup. mín. Sveit HSÞ 2.08,3 Sveit UMSE 2.08,5 Sveit KA 2.13,4 200 metra lilaup. sek, Aðalst. Bernharðss., UMSE 22,7 Jakob Sigurólason, HSÞ 23,1 Hjörtur Gíslason, KA 23.9 Stangarstökk. m Auðunn Benediktss., UNÞ 3,00 Jón Benónýsson, HSÞ 2,90 Gunnar Árnason, UNÞ 2,90 , Þrístökk. m Bjai'ni Guðm.son, USAH 13,63 Aðalst. Bernh.son, UMSE 13,46 Kristján Þráinsson, HSÞ 13,23 3000 metra hlaup. mín. Jón Illugason, HSÞ 9.44,0 Steindór Tryggvason, KA 9.45,4 Bjarni Halldórsson, UNÞ 9.45,6 Stigahæstu karlmenn. Aðalst. Bernh.son, UMSE 39,75 Jón Benónýsson, HSÞ 29,25 Jakob Sigurólason, IiSÞ 19,75 Stigalxæstu kvenmenn. Sigríður Kjartansd., KA 23,00 Ragna Erlingsd., HSÞ 19,50 Laufey Skúladóttir, HSÞ 19,00 Stigaliæstu félög. HSÞ (85,50 kvennagr. og 119,33 karlagr.) 203,83 UMSE (85,00 kvennagr. og 86,00 karlagr.) 171,00 KA (31,00 kvennagr. og 50,33 karlagr.) 81,33 Ó. Á. Sigurvegarar þingcyinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.