Dagur - 29.09.1976, Side 1
Viðskiptabraut við
Gagnfræðaskólann
Gagnfræðaskólinn á Akureyri
var settur í Akureyrarkirkju
20. september. í skólanum verða
um 740 nemendur í vetur. Nem-
endur eru í 7.—9. bekk grunn-
skólans og svo 4. bekk og fram-
haldsdeildum 5. bekkjar. Ur 9.
bekk ljúka nemendur grunn-
skólaprófi, sem nú kemur í stað
inn fyrir landspróf miðskóla,
Sá þyngsti 29,4
í sláturhúsi Kaupfélags Þing-
eyinga á Húsavík verður í haust
lógað um 46 þúsund fjár. Tekið
er á móti tvö þúsund fjár á dag.
Slátrun hófst 13. septem'ber og
lýkur 15. október. Sláturhús-
stjóri er Baldvin Baldursson.
Það sem af er sláturtíð eru
dilkar úr lágsveitum um 14,5 kg
til jafnaðar en úr Bárðardal og
Mývatnssveit 16—17 kg. Þyngsti
dilkurinn, sem lagður hefur
verið inn til þessa var frá Ulfs-
bæ og vigtaði 29,4 kg.
sem nú fellur niður í þeirri
mynd er verið hefur. Að vori
ljúka nemendur 4. bekkjarprófi,
sem mun verða hið síðasta gagn
fræðapróf sem tekið verður um
sinn, þar sem nýskipan fram-
haldsskólakerfisins er á döfinni
og verður tekið upp að ári
liðnu. f fimmta bekk eru svo-
kallaðar fram’haldsdeildir í
þremur námsbrautum, við-
skipta- og verslunarbraut, upp-
eldisbraut og hjúkrunarbraut.
í samþykktum, sem gerðar
hafa verið af bæjaryfirvöldum,
kemur fram, að verslunarbraut
in er upphaf að viðskiptabraut,
sem verður þriggja til fjögurra
ára nám og á að geta lokið með
stúdentsprófi.
Með þessu er kominn sá visir
að verslunarskóla, s«m akur-
eyringar hafa beðið um á mörg-
um síðustu árum. Onnur ný-
mæh í Gagnfræðaskólanum er
mjög aukið valgreinafrelsi,
einkum í þriðja bekk.
Kennarar eru 47. Skólastjóri
er sem fyrr Sverrir Pálsson. □
ÁSiugi er fyrir öðru
stóru ylræktarveri?
Fregnir herma, að hollendingar hafi boðið aðstoð sína við að koma
upp 3,5 hektara ylræktarveri á Norðurlandi, á sama hátt og ráð-
gert er á Suðurlandi og oft hefur verið getið í fréttum. Bæjarráð
mun eitthvað hafa fjaUað um málið á síðasta fundi sínum og sam-
þykkt, að fela forseta bæjarstjórnar, bæjarverkfræðingi og for-
manni hitaveitunefndar að afla frekari upplýsinga um málið. □
Tankvæðingunni er lokið
Nú er lokið tankvæðingu á
mjólkursamlagssvæði Kaup-
félags Eyfirðinga. Um síðustu
mánaðamót var þessu takmarki
náð með mjólkurflutningum á
tankbílum úr Svarfaðardal, frá
Árskógsströnd, Arnarneshreppi
og Fnjóskadal.
Mjólkurflutningabílarnir eru
sjö talsins og ganga flutningar
vel. Daglega berast um 67—68
þúsund kg mjólkur til Mjólkur
samlags KEA og er þó mjólkin
farin að minnka, en lágmarki
nær hún eftir áramót, ef að
vanda lætur. Mjólkurfram-
leiðslan er heldur meiri á þessu
svæði í ár en á síðasta ári, en
þá var innvegið mjólkurmagn
21.7 millj. kg. □
Kona, sem heima á við Strand-
götuna kvartaði undan því við
blaðið, að hún og nágrannar
hennar hefðu ónæði af spreng-
inum við höfnina og spurði
hverju þetta sætti.
Blaðið hafði samband við
Stefán Reykjalín,. sem um þess-
ar mundir gegnir störfum hafn-
arstjóra, og spurði hann um
hafnaríramkvæmdirnar. Hann
sagði meðal annars:
Já, sprengingarnar eru í
grunni væntanlegs Eimskipa-
félagshúss á hafnarbakkanum.
Vegna breytinga á húsinu er
grunninum breytt og spreng-
ingarnar eru vegna þeirra fram
kvæmda.
Haínarframkvæmdirnar eru
á tveim stöðum og ganga eftir
áætlun, bæði við vöruhöfnina
og slippinn.
Við dráttarbrautina er verið
að ramma niður stálþil og verð-
ur unnið að því verkefni og við
Stórutjarnarskóli í Ljósavatnsskarði. (Ljósm.: E. D.)
Slórusljarnarskóli setlur sl.
Stórutjarnarskóli í Ljósavatns-
skarði tók til starfa árið 1971
og hefur síðan verið fram hald-
ið við byggingar. Hann var
settur á mánudaginn. Á annað
hundrað nemendur sækja þang-
að nám. Flestir eru í heimavist
en yngstu nemendurnir eru þó
fluttir heiman og heim. Skóla-
stjóri er Viktor Guðlaugsson.
Aðalbyggingar skólans eru
tvær og tengiálma á milli
þeirra. Nýr fimleikasalur er nú
tilbúinn til notkunar og sund-
laug var tekin í notkun á síð-
asta ári. Allt húsnæði er vist-
legt og ýmsu þykir þar mjög
vel fyrir komið. Skólastarfið
hefur til þessa þótt takast vel.
Fjórir hreppar eiga aðild að
skóla þessum. Ljósavatnshrepp-
ur og Hálshreppur nota skólann
bæði fyrir börn og unglinga en
Grýtubakkahreppur og Bárð-
dælahreppur senda þangað
unglingana. Öll mannvirki eru
Um liitaveitufram-
kvæmdir á Akureyri
Fyrir liggja nú teikningar hjá
Hitaveitunefnd bæjarins um
helstu æðar og dreifingakerfi
væntanlegrar hitaveitu á Akur-
eyri. Nákvæmari athuganir
fara nú fram á því, í hvaða röð
hagkvæmast verður að vinna
að lagningu kerfisins í bænum.
Helst 'hefur verið staðnæmst
við þá hugmynd, að koma hita-
veitunni sem fyrst og víðtækast
í íbúðahverfi bæjarins, og virð-
llgliIIIIII!IEiai981SSIIBS8IIEIIilIIi
Daguk
kemur næst út miðvikudaginn
6. október.
ist unnt, ef fjármagn verður
fyrir hendi, að ná þeim áfanga
að mestu á tveimur árum.
Sérfræðingar Orkustofnunar
hafa sent frá sér álitsgerð, sem
felur það í sér, að þessar tvær
nýtanlegu borhollur á Syðra-
Laugalandi geti með dælingu
gefið um 150 lítra af 96 gráðu
heitu vatni á sekúndu, sem ætti
að duga bænum að mestu, ef
miðað er við þann hluta, sem
nú er olíukyntur. Hins vegar er
áætlað að bora eftir meira
vatni, bæði á fyrrgreindum
stað og e. t. v. víðar.
Áætlað er að kostnaður við
hitaveituframkvæmdir til næstu
áramóta verði orðinn á þriðja
hundrað milljónir, og þar er
borkostnaður innifalinn. □
vöruhöfnina á meðan tíð leyfir.
Nú er verið að steypa kantinn
ofan á stálþil vöruhafnarinnar.
Báðum þessum framkvæmdum
stjórnar Tryggvi Gunnarsson
skipasmiður. Unnið er sam-
kvæmt því, sem fjárveitingar
hrökkva til.
Næsta haust er reiknað með
að hús Eimskipafélagsins verði
tilbúið. Það verður 3200 fer-
metrar. Er unnið við grunninn
í haust, einingar smíðaðað í
vetur og húsið sett upp næsta
sumar. En reiknað er með því,
að hafnarmannvirkin verði til-
búin með næsta vori. En við-
legukanturinn er 140 metra
Blaðið þakkar upplýsingarn-
ar.
Hafnarstjórn Akureyrar
skipa: Stefán Reykjalín for-
maður, Jón G. Sólnes, Vilhelm
Þorsteinsson, Jón E. Aspar og
Tryggvi Helgason. Búið er að
auglýsa starf hafnarstjóra. □
mánudag
hituð með laugarvatni. Útsýni
er mjög fagurt.
Formaður skólanefndar Stóru
tjarnarskóla er Valtýr Kristjáns
son í Nesi. Q
Á 5ÖÖ fjár íárst
við Stafnsréit
Sá sorglegi atburður gerðist við
Stafnsrétt í Svartárdal í fyrstu
göngum, að á fimmta hundrað
fjár fórst í Svartá við réttina.
og mun tjónið vera á fimmtu
milljón króna. Um 10 þúsund
fjár voru í nátthaga, en girðing
hans bilaði og féð streymdi út.
Er það var rekið til baka, rann
það fram af holbakka og út í
ána, hvað á annað ofan og kafn-
aði. 426 skrokkar, bæði dilkar
og fullorðið fé, var dregið upp
úr ánni á eftir og dysjað. □
Góður afli
á Grenivík 1
Þrír þilfarsbátar hafa róið með
línu frá Grenivík og aflað vel.
Sá aflahæsti er kominn yfir 100
tonn í þessum mánuði. Trillu-
bátar eru byrjaðir á línu.
Sauðfjárslátrun hófst 20.
september. Féð virðist heldur
vænna en í fyrra. Þótt veður
væru góð í göngum, voru þær
erfiðar því fé var bágrækt og
ófúst að renna til byggða. Er
því hætt við, að eitthvað hafi
orðið eftir. P. A.
Knattspyrnudeild Þórs mun um
næstu helgi fara af stað með
eitt af sínum vinsælu blaða-
bingóum og mega bæjarbúar
búast við að Þórsarar banki upp
á hjá þeim og bjóði bingóspjöld
til sölu. Spjöldin verða á sama
gamla verðinu og vinningur
verður vöruúttekt fyrir 150
þúsund krónur. Útdregnar tölur
munu birtast í blöðum bæjarins
og Sjónvarpsdagskránni. □