Dagur - 29.09.1976, Side 5

Dagur - 29.09.1976, Side 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sínvar 1-11 66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Álver við Eyjafjörð? í síðustu fundargerð bæjarráðs Akur eyrarkaupstaðar er sagt frá því, að hérlendir fulltrúar um orkufrekan iðnað og Norsk Hydro liefðu gert grein fyrir áætlun um rannsóknir á veðurfari og fleiru vegna hugmynda um byggingu álvers við Eyjafjörð. Áður hefur það fram komið eftir athugun norskra manna, er leituðu heppilegs staðar fyrir álbræðslu utan Stór-Reykjavíkur, að hvarvetna myndi það fyrirtæki valda mikilli byggðaröskun. En mikilvægustu skilyrðin hér á landi eru þó raforka og góð höfn. Reyðarfjörður kom til álita í þessu sambandi og einnig nágrenni Húsavíkur, en í þriðja lagi Eyjafjörður og við hann mun nú staðnæmst, m. a. vegna þess, að byggðir Eyjafjarðar með Akureyri geta helst veitt byggðaröskun af til- komu álvers verulegt viðnám og við f jörðinn eru auk þess æskileg hafnar- skilyrði. Um raforkuna er það að segja, að hún er forsenda álbræðslu og yrðu stórvirkjanir til að koma. Ef það er ennfremur rétt, sem heyrst hefur, að teikning af álverk- smiðju við Eyjafjörð sé þegar tilbúin og að álverinu sé ætlaður staður á milli Krossaness og Gáseyrar, er sannarlega tírni til þess kominn í héraði, að málið sé reifað og rætt og þeirra upplýsinga krafist, sem fyrir ættu að liggja til þess að umræður og álitsgerðir rnegi byggja á sem traust- ustum heimildum. Búnaðarsamband Eyjaf jarðar mun væntanlega telja að sér komi málið við. Bæjarstjórn Akureyrar mun heldur ekki komast hjá því að rök- ræða málið og taka afstöðu til þess, né aðrar sveitarstjórnir héraðsins. Stórt álver við innanverðan Eyja- fjörð, í næsta nágrenni bæjarins, mun ekki láta sig án vitnisburðar á mörgum sviðum. Með byggingu þess og rekstri má hugsa sér 3—5 þúsund manna bæ eða samsvarandi aukn- ingu byggðar á Akureyri. Staðviðrin við fjörðinn mun færa mengun, ef einliver verður, yfir byggðir í sveit og bæ, en fjörugt athafnalíf og fjár- magnsstraumar til þessa héraðs munu einnig hingað beinast með byggingu álbræðslunnar. Það er kom inn tími til umræðna um málið og stefnumótunar, sem bæði verður að miðast við þjóðarhag og æskilega þróun byggðar og atvinnuhátta við Eyjafjörð. □ Geðflækja - ljóð eftir Brynjólf Ingvarsson. Myndir Aðalbjörg Jónsdóttir. Óvenjulegt að fá í hendur tvær nýjar bækur í aflíðandi ágúst- mánuði, rétt eins og jólamark- aður væri gleymdur. En ánægju legt. Brynjólfur hefur gefið út eina ljóðabók áður. Þessi er á öllum sviðum fremri hinni, sem vera ber. Brynjólfur er skáld gott og hefur hæfileika að segja djúpa hugsun í fáum orðum. Hann kann stuðlasetningu, en betur liggur þó fyrir honum að stuðla lítt, enda sér hann það sjálfur. Hann er geðlæknir þessi höfundur og það kemur fram í bókinni að hann skilur sálina og það er fyrsta boðorð slíkra og einnig skálda. Það, sem gleð- ur mann mest er hve næmt hjarta höfundar þess er á til- finningalíf barna og hversu ábyrgðartilfinning hans er rík gagnvart þeim: „Lítil börn horfa á okkur stórum augum í orðlausu trúnaðartrausti Tilhugsunin um að bregðast þeim getur fengið mann til að ganga af göflunum.“ Ásamt alvarlegri hugsun og ábyrgri samfélagsvitund er Brynjólfur húmoristi og notar glettni til að reifa hin alvar- legustu mál. Ég get ekki stillt mig að sýna dæmi: FÓSTURE YÐIN G. „Fæðing barns + aftaka = útburður Getnaður barns + aftaka = fóstureyðing Þá var fornöld Nú siðmenning Gerir gæfumuninn.“ Bókin er skreytt 9 litmynd- um. Teikningar Aðalbjargar eru afbragðs góðar og lofa miklu. Allur frágangur Skjaldborgar h.f., Akureyri er til fyrirmynd- ar. Bókin er sérlega vel unnin og prentun litmyndanna hefur tekist óvenju vel. Bókin er því kærkomin og á sú einkunn mín ekkert skylt við tileinkun hennar. Meðan liúsin sofa - Ijóð eftir Sigurjón Bragason. Teikningar Bolli Gústafsson. Útg. Stefán Eiríksson. Vinna Prentsmiðja Björns Jónssonar. Höfundur þessarar bókar lést sl. vetur, tæplega fertugur. Hann hafði lítt flíkað skáldskap, en skildi blöð þessi eftir sig. Hér er um góðan skáldskap að ræða, dapurlegan að vísu, og sá dapurleiki verður áleitnari við lesandann vegna þess hvernig á stendur. f formálsorðum er gerð grein fyrir ævi og yrking- um Sigurjóns og vitnað til hinna kunnu setninga Heiðreks Guðmundssonar: „En ef ég fer að yrkja ljóð þá er mér þungt í huga.“ Þó þessi sannindi standi fyrir sér og eigi hér tvímælalaust við, ber að minnast fleiri atriða úr kvæði Heiðreks, sem skýra á fyllri hátt kveikju ljóðs. Hann segir fyrr í kvæðinu: '.V.V.V.V.V.V. vwuuwuwwuuuwvvwuwwvwvww KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK skrifar ji um bækur ;■ "■ "■ "b ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Ef ljóma slær á borg og byggð og bliki á sæ og storð. Þá lýt ég höfði og hljóður verð því hugann brestur orð.“ Og að lokum segir hann: „Ég kveð þér Ijóð, unz hugur * hlær og hrunda borgin rís og sólin gegnum sortann brýzt, þú söngva minna dís.“ Ég get ekki stillt mig að vekja athygli á þessum niðurstöðum höfundar hinna tilvitnuð setn- inga. M. a. til að leita skýringa á dapurleik þessara ágætu ljóða Sigurjóns. Hann var ekkert sorgarbarn frá degi til dags, en angurstundir. söknuð og þrár eiga allir. Kannski leitaði angur hans fremur ljóðstafa en gleðin. Hann segir einmitt sjálfur: Ilmur daganna 1 - . ■ „ómar nóttanna anga út einsemd þinni. Á öðrum stað segir: „Við gengum' glöð / gegn svölum vetrarmorgni." Og hann ann og metur fegurð náttúru og mann- lífs í fríði og kýrrð. Þessi angur væru ljóð sanna því fremur næman skáldhug en þjáningu. Hitt er víst að ósköp þau, sem við höfum orðið að sjá á þessari tíð, þ. e. stríðsvélar og dauða- sprengjan,- mtm hafa lagst þyngra á þá, er voru börn, er henni var fyrst varpað á fólk, heldur en okkur, sem eldri vor- um. Heimshryggð hefur trúlega verið hálfur baggi þessa höf- undar."Hanii segir á einum stað: Þau dreymir um stóra höll hlj óðeinangraða með .gárði í kring, þar sem vaxa villtar nellikur sem þola géislavirkt ryk. Það er ægileg hugsun að við skulum máski verða að byggja garð, sem stenst geislavirkni hel sprengjunnar, utan um blómin okkar. Og þetta túlkar Sigurjón sem nærtækan möguleika. Já, það er dapurlegt að hann yrkir ekki meir. Faðir hans er skáld og afi hans og nafni, Sigurjón Friðjónsson, var skáld á undan samtíð-sinni í hugsun og form- sköpun. Þessum svipar þó nokkuð til afa síns. Tökum dæmi: (bls. 76). ÉG FAGNA MORGNINUM. Er fyrsti sólargeislinn sýnir sig andvarpar sál mín fegin, því að nóttinni er lokið. Ég fagna morgninum, sem frelsar mig frá andvöku næturinnar. Ég hef vakað í nótt og hlustað á hljóð hennar full af dul. Ég er því feginn að fyrsti sólargeislinn gægist inn til mín. Já, nótt þessa skálds er lokið. sólargeisli nýs himins hefur vakið hann til glaðari söngva. Og hann skildi eftir sig góða gjöf, angursöngva sína: „Von / vonleysi þess / er á enga / von.“ Myndir Bolla Gústafssonar eru hver annarri betri og falla þétt að anda Ijóðanna. Frá- gangur bókar er góður. Handknattleiksmót Kvennamót UMSE í handknatt- leik lauk um síðustu mánaða- mót. Fimm lið tóku þátt í mót- inu og stóð aðalbaráttan um sigurinn milli A-liðs Reynis og Umf. Skriðuhrepps. í leik þeirra urðu lokatölur 8—7 fyrir Reyni og fór félagið því með sigur af hólmi f mótinu. Heildarúrslit: Umf. Reynir, a-lið 8 stig Umf. Skriðuhrepps 6 — Umf. Svarfdæla 4 — Umf. Æskan 1 — Umf. Reynir, b-lið 1 — FRÁ KENNURM í GLERÁRSKÓLA „Fundur kennara í Glerárskóla haldinn 20. september 1976 fagnar nýlegri yfirlýsingu Tryggva Pálssonar um að lokið verði framkvæmdum við íþrótta hús skólans fyrir næstkomandi áramót, en kennarar hafa und- anfarið fylgst með því sem telja verður óeðlilegan seina- gang við framkvæmdirnar. Fundurinn leggur ríka áherslu á, að staðið verði við fyrrnefnda yfirlýsingu.11 □ Alþjóðlegur dans- flokkur til bæjarins Um síðustu helgi var væntan- legur hingað til lands alþjóð- legur dans- og söngflokkur sem á undanförnum árum hefur far- ið víða nm lönd. Flokkinn skip- ar fólk víðsvegar að úr heimin- um, sýnir þjóðdansa frá mörg- um löndum og í tilreyrandi þjóð búningum. Hingað til lands kemur dans- flokkurinn fyrir tilstuðlan Flug- leiða h.f., sem í samráði við skólayfirvöld á Akureyri, í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar firði hafa skipulagt sýningar fyrir ákveðna aldursflokka í skólum. Meðan dansflokkurinn dvelst á íslandi býr hann á Hótel Loft- leiðum. Þá mun flokkuinn fljúga með Flugfélagi íslands til Akureyrar og skoða sig um í nágrenni Reykjavíkur eftir því sem tími og veður leffir. Sunnudagsmorguninn 3. októ- ber heldur flokkurinn svo vest- ur um haf með Loftleiðum. (Frá Kynningardeild Flug- leiða h.f.) Knaftspyrnumól Knattspyrnumót UMSE lauk seinnipartinn í ágúst. Fimm félög tóku þátt í mótinu. Bar- áttan um efsta sætið var mjög jöfn og tvísýn. Umf. Skriðu- hrepps gerði jafntefli við Ár- roðann og komu þau úrslit nokkuð á óvart, því Árroða- liðið var í mun meiri æfingu. íf rr Út er komið 7. hefti tímaritsins LÍFGEISLAR, en það flytur ýmsar greinar, þar sem byggt er á rannsóknarniðurstöðum dr. Helga Pjeturss varðandi lífið í alheimi og sambönd þess. En athygli vísindamanna og ann- arra beinist nú í auknum mæli að öðrum stjörnum og að mögu leikum lífs annars staðar í geimi. Eftirfarandi kaflafyrirsagnir geta veitt nokkra hugmynd um helsta inntak þessa heftis: Tunglgígur. Lífmagnan og draumar. Raddir úr geimnum. Blindur í vöku — Sjáandi í draumi. Hugleiðingar um líf- sambönd. Draumur um sér- kennileg sjódýr. Gengið á vatni — draumur. Um miðilsfundi, þar sem sagt er frá lífinu á öðrum hnöttum. Ritið er gefið út af Félagi Nýalssinna, pósthólf 1159, Reykjavík. □ í úrslitaleik milli Reynis og Ár- roðans var mikil barátta á báða bóga. Réynir hafði forystu í fyrri hálfleik, en í seinni hálf- leik náði Árroðinn undirtökun- um og hafði mark yfir um tíma. Reynismenn voru ekki ánægðir með að lúta í lægra haldi og undir lokin tókst þeim að skora og ná jafntefli 3—3, sem nægði þeim til sigurs í mótinu. Heildarúrslit: Umf. Reynir 7 stig Umf. Árroðinn 6 — Umf. Skriðuhrepps 5 — Umf. Dagsbrún 2 — Umf. Svarfdæla 0 — FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI Á miðvikudaginn varð gang- brautarslys á Þórunnarstræti, við Hamarsstíg. Þar varð 16 ára piltur fyrir bifreið og lærbrotn- aði. Árekstur tveggja bifreiða varð á mótum Glerárgötu og Tryggvabrautar. Farþegi var fluttur í sjúkrahús en meiðslin ekki talin alvarleg. Á föstudaginn barst lögregl- unni kæra yfir því, að hundur beit sjö ára barn. Hundurinn gekk laus í bænum, sem er algerlega bannað. Barnið var flutt á spítala til skoðunar. Bílvelta varð hjá Kristnesi á sunnudag. Okumaður var einn í bifreiðinni og slapþ ómeiddur, en bifreiðin skemmdist mikið. Sæðingar standa nú yfir Hrjsey, 27. september. Barna- skólinn var settur í gær og snúa börnin sér nú af kappi að náminu. Skólastjói-i er Helgi Nielsen og með honum eru tveir fastráðnir kennarar og stundakennarar að auki. Ennþá er fiskaflinn daufur. Trillur eru með færi og hinir á netum. En þótt ekki aflist mikið er næg atvinna um þessar mundir því menn hamast við að pakka saltfiskinn og búa hann til útflutnings. Og svo er nú hátíð á búinu okkar, því loksins er verið að sæða kvígurnar. Það gerir Ár- mann dýralæknir á Dalvík. Væntanleg framvinda verður sú, að hér fæðist holdamiklir kálfar af erlendu faðerni þegar þeirra tími er kominn. S. F. SMÁTT & STÓRT Ilólar í Iljaltadal. (Framhald af blaðsíðu 8) VERK FRAMSÓKNAR- MANNA Þjóðin hefur án efa gert sér grein fyrir því, að farsæl lausn landlielgisniálsins var verk Framsóknarflokksins. Stað- reyndin ér sú, að framsóknar- menn í ríkisstjórn og utan stóðu ákveðnir gegn því á síðasta vetri, að samið yrði við breta með kjörum þeim, sem Sjálf- stæðisflokkurinn var reiðubú- inn að semja endanlega um. Þegar Geir Hallgrímsson kom frá London með samningsupp- kast uin 85 þús. tonna veiði til tveggja ára, munaði minnstu að stjórnarsamstarfið rofnaði, því framsóknarmenn féllust ekki á þá lausn. HVAÐ HEFÐI ANNARS ORÐIÐ? Það var alltaf meginstefna Fram sóknarflekksins, að ekki væri sómasanilcgt að semja við breta, nema þeir viðurkcnndu imi leið útfærslu okkar og samningarn- ir værH endanlegir, nema til kæmi leyfi íslendinga. Það var fyrst og fremst verk dómsmála- ráðherra og utanríkisráðherra, að ein veigamestu .atriði land- helgissamningsins við breta voru samþykkt. En lausn land- helgismálsins og forysta fram- sóknarmanna í henni, hefur þegar að fullu réttlætt þátttöku flokksins í ríkisstjórn með Sjálf stæðisflokknum, svo nauðsyn- leg reyndist hún í því máli. Hvað hefði annars orðið? MAÐURINN, SEM ÞURFTI AÐ SVERTA En svo undarlega lírá við, að um það leyti sem landhelgis- deilan var leyst fyrir stefnu- fasta forystu framsóknarmanna, hófst hin kunna rógsherferð á hendur Ólafi Jóliannessyni dómsmálaráðherra. Hann hefur borið höfuð og herðar yfir stjórnniálaforingja landsins á síðustu árum og liann er því sá þyrnir í augum bæði stjórnár- andstæðinganna og hluta sam- starfsflokksins í ríkisstjórn, vegna yfirburða sinna, að ekk- ert var til sparað að rægja hann og koma með því uin leið höggi á Framsóknarflokkinn allan. Fram til þessa hefur þessum árásum verið lialdið áfram f „gulu pressunni“, Alþýðublað- inu, Vísi og Dagblaðinu, og reynt að sverta fleiri þekkta framsóknarmeim. ARAS „GULU PRESSUNNAR“ Arásirnar á Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra hafa mis- tekist. I þeim viðskiptum liefur nafn hans stækkað bæði sem embættismanns og manns. Ljóst er, samkvæmt vinnu- brögðunum, að árásir þessar eru skipulagðar verulega og í trausti þess, að smám saman takist að grafa undan því almenna trausti, sem Ólafur Jóhannesson nýtur og hinir ýmsu flokksbræður hans, sem Seytjándi aðalfundur Æskulýðs félags kirkjunnar í Hólastifti verður haldinn á Hofsósi dag- ana 2. og 3. október n. k. Hefst fundurinn í barna- og unglinga- skólanum klukkan 3 á laugar- daginn. Um kvöldið verður almenn samkoma í Hofsós- kirkju klukkan 9. Þar flytur séra Kristján Valur Ingólfsson prestur á Raufarhöfn erindi um( æskulýðsstarf kirkjunnar á Norðurlandi. Stína Gísladóttir aðstoðaræskulýðsfulltrúi flytur hugvekju. Haukur Björnsson frá Bæ syngur einsöng við undirleik Ingimars Pálssonar kennara á Hólum. Séra Jón Einarsson í Saurbæ formaður starfsháttanefndar kirkjunnar flytur erindi. Staðarprestur, séra Sigurpáll Óskarsson, for- samskonar spjótum hefur verið beint að í seinni tíð, eftir að sýnt þótti, að liin fyrsta aðal- árás á formann Framsóknar- flokksins hafði runnið út í sandinn. En rógsherferðin á for- mann Framsóknarflokksins nú, er sýnilega betur undirbúin og skipulagðari en árásir á t. d. Jónas Jónsson og Hermann Jónasson. En hún mun einnig mistakast. KÆRA RANNSÓKNAR- LÖGREGLUMANNSINS Karl Chiitz, rannsóknarlögreglu maðurinn þýski, sem hér á landi vinnur að rannsókn glæpamála, stefndi Morgunblaðinu fyrir móðgandi skopmyndir og gerir kröfur til blaðsins um 700 þús- und króna miskabætur. En rannsóknarmaðurinn var í þess um skopmyndum sýndur í ein- kennisbúningi nasista, og þar með gefið í skyn, að hann hafi verið í þjónustu þeirra. Frá þessari kæru hefur verið sagt í blöðum, en ekki minnist maður þess, að hafa séð þess vott að hún hafi orðið blaða- mönnum sérstakt umhugsunar- efni. HVAÐ UNDRAST MENN? En það eitt, að erlendur og virt- ur embættismaður kærir ábýrgðarmenn íslensks dag- blaðs fyrir ærumeiðingar, ætti að verða íslenskum blaðamönn- um nokkurt atliugunarefni. Því miður er íslensk blaðamennska á því „plani“ uni þessar mundir, að ef einhverjir í þeirra stétt liafa orðið undrandi, er undr- unarefnið það eitt, að hinn erlendi embættismaður sé óþarf lega viðkvæmur og þannig munu margir blaðalesendur einnig líta á, sóðaskapnum van- ir. Sannleikurinn er hins vegar sá, án þess að leggja dóm á til- efni umræddrar kæru, að hér á landi tíðkast víða sú blaða- mcnnska, að ærumeiðandi og í rauninni mjög saknæm ummæli um einstaka menn, eru ekki tekin hátíðlegar en ljótur munn söfnuður orðljótra manna yfir- leitt. Kæra Karls Chutz er óbein ábending um þetta. Fréttaritari blaðsins á Húsavík sagði, að á austanverðu Tjör- nesi væru berin enn mjög góð, auk þess að vera mikil, því þau hefðu enn ekki frosið. □ Z7 Z7 mnníium ÆFINGAR SKIÐAMANNA ERU HAFNAR Akureyrskir skíðamenn sem á undanförnum árum hafa gert garðinn frægan hafa hafið sínar vetraræfingar. Æft er þrek og þol undir stjórn Þrastar Guð- jónssonar íþróttakennara og fara æfingarnar fram á íþrótta- vellinum. Margir af skíðamönnunum æfa einnig knattspyrnu og hafa því haldið sig í góðu formi í surr.ar. Þá hafa þeir einmg sést á hlaupum ofan við bæ af og til í sumar og hafa svo verið fasta- gestir í sundlauginni. Þeir Árni, Haukur og Tómas hyggja á æfingar og keppni á meginlandinu nú í vetur, en slíkar ferðir kosta þá offjár og styrkir segja lítið upp í kostn- aðinn. Þessir piltar hafa verið erlendis við æfingar og keppnir mörg undanfarin ár og hafa eytt í það geysilegum tíma og fjármunum, en þeir telja það sem fæst í staðinn sé fjármun- anna virði. Ekki hefur Skíðaráð Akur- eyrar gengið frá þjálfun skíða- manna í vetur en verið getur að austurríska stúlkan sem hér þjálfaði í fyrra með góðum árangri verði hér aftur. Starfs- menn skíðamiðstöðvarinnar hafa í sumar yfirfarið stólalyft- una í fjallinu, en slík klössun hefur ekki farið fram á henni síðan hún var sett upp. Þá hafa þeir einnig dyttað að öðrum lyftum, málað hús og hótel og fegrað umhverfið á annan hátt. HAUSTMÓT í HANDKNATTLEIK N. k. laugardag kl. 16 leika í íþróttaskemmunni KA og Þór í meistaraflokki í handknatt- leik. Er hér um að ræða haust- mót liðanna. Keppt verður um veglegan bikar sem gefinn er af Sporthúsinu og verður bikarinn afhentur sigurvegurum í leiks- lok. Verður hér eflaust um að ræða skemmtilega keppni, en svo er alltaf þegar þessir aðilar keppa. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna í skemmuna og hvetja menn sína. HANDKNATTLEIKSMENN ÆFA AF KRAFTI í viku í Handknattleiksmenn KA og Þórs æfa nú af fullum krafti undir stjórn hinna nýju þjálf- Tilnefning Bæjarráð samþykkir í samræmi við bókun frá 2. september sl. að eftirtaldir menn verði skip- aðir í nefnd til undirbúnings „Dagur iðnaðarins“, sem áform- að er að hafa í byrjun október n. k. Jón Arnþórsson eftir tilnefn- ingu Iðnaðardeildar SÍS, Jón Ingimarsson eftir tilnefningu Iðju, félags verksmiðjufólks, Aðalsteinn Jónsson eftir til- nefningu KEA, Haukur Árna- son eftir tilnefningu Meistara- félags byggingamanna á Norður landi, Gunnar Ragnars eftir til- nefningu Slippstöðvarinnar, Sig urður Hannesson og Stefán Reykjalín. Stefáni Reykjalín er falið að kalla nefndina saman. □ ara. Æft er þrisvar íþróttaskemmunni. Ekki verða umtalsverðar breytingar á skipan liðanna í vetur. Þeir menn sem hafa verið burðarásar liðanna undan farin ár verða það áfram og yngri menn fá einnig að spreyta sig með þeim eldri. Þjálfarar liðanna eru báðir margreyndir í faginu og hafa getið sér góðan orðstír sem handknattleiks- þjálfarar. Báðir eru kennara- menntaðir og munu kenna við skóla bæjarins samhliða þjálf- uninni. Fyrstu leikir KA og Þórs í annarri deild verða á Akureyri helgina 16. og 17. okt., en ekki er vitað með vissu um and- stæðingana. Ó. Á. fAtvinnai Vil ráffa stýrimann og matsvein á 150 tonna bát. Siglt með aflann. ÞORVALDUR BALDVINSSON, sími 6-14-17. ðlfundur Æskulýðsfélagsins á Hofsósi maður ÆSK og séra Bolli Gúst- avsson annast helgistund í vöku lok. Fundi verður fram haldið á sunnudag og lýkur eftir hádegi með messum í Hofsóskirkju, Fellskirkju og Barðskirkju í Fljótum. Æskulýðsfulltrúi þjóð kirkjunnar, séra Þorvarður Karl Helgason, flytur guðsþjón- ustu á Hofsósi. Ný opnii: AUGLÝSINGA- TEIKNI- OG SKILTAGERÐ Okkur vantar starfsfólk í saumadeild. Hálfs dags vinna kemur til greina. Skóverksmiðjan Iðunn sími 2-19-00. Við erum þrjú systkini, þriggja, sex og sjö ára, sem langar svo til að mamma komist í skól- ann tvö kvöld í viku. Er ekki einhver góð stúlka á aldrinum 15— 20 áia sem vill hjálpa okkur til að gleðja mömmu, ef svo er þá hringdu í síma 1-96-76 og spurðu eftir Margréti TEIKNIHONNUN Tökutn að okkur allar merkingar á hús og bíla. Hönnum hyerslags auglýsingar og firmamerki. Afgreiðslan opin 9—12. Kaupvangsstræti 4, 2. hæð, sími (96) 1-98-95. Kodak vasamyndavél tapaðist sl. laugardags- kvöld. Skilvís finnandi vinsam- leeast hringið í shna 2-32-39.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.