Dagur - 05.01.1977, Side 1

Dagur - 05.01.1977, Side 1
LX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 5. janúar 1977 — 1. tölublað Lánssamningur vegna Á mánudaginn var í Norræna húsinu í Reykjavík undirritað- ur lánssamningur vegna járn- blendiverksmiðju þeirrar, sem rísa mun á Grundartanga. Það er Norræni fjárfestingarbank- inn, sem lánar íslendingum 7.3 milljarða ísl. króna í þessu skyni eða 200 milljónir norskar krónur. Lán þetta verður greitt út í þrennu lagi: í júní á þessu ári, í desember 1978 og í júní 1980. Endurgreiðsla á að fara fram á árunum 1981—1994. Samningana undirritaði fyrir hönd Járnblendifélagsins dr. Gunnar Sigurðsson formaður þess félags, að viðstöddum iðn- aðarráðherra og seðlabanka- stjóra. En fyrir hönd Norræna fjárfestingarbankans þeir Her- mad Skánland bankastjóri Noregsbanka og Bent Lind- ström bankastjóri Norræna fjár festingarbankans. Járnblendiverksmiðjan á að taka til starfa um áramótin 1978—-1979, með öðrum bræðslu ofni af tveim, en hinn bræðslu- ofninn verði tekinn í notkun hálfu öðru ári síðar. íslending- ar eiga 55%. verksmiðjunnar en Elkem Spigerverket 45%. íslendingar eiga að gera höfn, sem 20 þúsund tonna skip geta notað vegna flutninga. Um 150 manns munu vinna við verk- smiðjureksturinn. Framleiðslan er kísiljárn, notað f ýmiskonar stálvinnslu, og framleiðslumagn á ári 50 þúsund tonn. Landsvirkjun á að leggja til raforkuna. Að því er fram kom í sjónvarpsviðtali við norska samningsaðila, mun raforku- verðið, sem þó hefur ekki verið staðfest af Alþingi, vera 50% lægra en unnt er að fá í Noregi. Gert er ráð fyrir endurskoð- unarmögúleikum á raforku- verðinu. Verksmiðjan þarf 60 megavött. Ríkisstjórnin hefur heimilað Landsvirkjun að hefj- ast handa á þessu ári um 140 megavatta virkjun við Hraun- eyjarfoss. Q Bálköstur á Bárufellsklöppum í Glcrárhverfi. (Ljósm.: E. D.) Rólegt var um jól og áramót Samkvæmt umsögn yfirlög- regluþjónsins á Akureyri, Gísla Olafssonar, var fremur rólegt í bænum um jól og áramót, og að okkar áliti voru áramótin ágæt, sagði hann. Dansleikir voru í samkomuhúsum bæjar- ins, Alþýðuhúsinu, Sjálfstæðis- húsinu og í Gagnfræðaskólan- um, en án vandræða. Aðeins þrír gistu fangahúsið og er það minna en oft gerist um venju- legar helgar. Margt fólk var á dansleikjum þessum og mikil umferð fram undir morgun, en ekki bar neitt út af í þeirri um- ferð. Brennur voru þrjár á gamlárs kvöld, ein upp hjá Stíflu, önnur á Bárufellsklöppum og sú þriðja nálægt Klettaborgum. Mjög mikil umferð var á meðan logaði í brennunum, en slysa- laus. Skoteldur hafði verið settur í loftventil í húsi eeinu við Hamragerði og urðu af því nokkrar skemmdir af reyk og sóti. Á mánudagsmorgun varð dauðaslys á Þingvallastræti við mót Dalsgerðis, er maður varð þar fyrir jeppabifreið í hálku og hvassviðri. Maðurinn, sem lést, var Steinberg Ingólfsson iðnkennari í Dalsgerði 3, 48 ára. Sabína og fleiri verkefni L.A. Leikfélag Akureyrar hefur að undanförnu haft leikritið „Sabína“, eftir Hafliða Magnús- son, til sýningar við ágætar undirtektir og er því ætlunin að halda sýningum á því áfram um sinn. Þetta er söngvaleikur og sér Ingimar Eydal um út- setningu og undirleik en Saga Jónsdóttir annast leikstjórnina. í leikritinu eru fjörugir og kraftmiklir söngvar og hafa sumir útvarpshlustendur ef- laust heyrt þá fljóta eftir öldum ljósvakans. Leikendur eru 11 og með aðalhlutverk fara Þórir Steingrímsson, Heimir Ingi- marsson, Gestur E. Jónasson, Aðalsteinn Bergdal og Ása Jó- hannesdóttir, en alls starfa um 17 manns við sýninguna. Fyrsta sýning á „Sabínu“ eftir áramót- in verður núna á föstudags- kvöldið kl. 20.30 og svo aftur á sama tíma á sunnudagskvöldið. Næsta verkefni félagsins verður „Oskubuska“ eftir Evgení Schwarz, í leikstjórn og þýðingu Eyvindar Erlendsson- ar, en þetta er barnaleikrit fyrir fólk á öllum aldri. Þar næsta verkefni félagsins verður „Sölumaður deyr“ eftir Arthur Miller og verður Herdís Þorvaldsdóttir leikstjóri. Leikfélagið hefur séð sér fært að gefa áhorfendum 20— 25% afslátt af áskriftarkortum og hópferðum og hefur fólk fært sér það í nyt í ríkara mæli nú er áður. Slökkvilið Akureyrar var 101 sinni kallað út á síðastliðnu ári. Mest tjón varð í bruna í Heklu 26. mars, Sólbaki 8. september og Hrísgerði í Fnjóskadal 26. ágúst. Slökkvilið Akureyrar sér einnig um sjúkraflutninga Rauða kross deildarinnar á staðnum. Útköll þar voru 988 talsins, þar af 225 utanbæjar. Allar eru þessar tölur hærri en árið 1975. Slökkviliðsstjóri er Tómas B. Böðvarsson. Q Frá vinstri: Þórir Steingrímsson, Ileimir Ingimar ,on og Gcstur E. Einarsson. (Ljósmyndastofa Póls) Er það fimmta banaslysið hér á landi frá áramótum. Umferðarráð, skólar og lög- regla settu af stað umferðar- getraun fyrir skólabörn fyrir jólin. Hér á Akureyri tóku á 1700 hundrað nemendur þátt í henni. Rétt fyrir jólin var dreg- ið úr í'éttum úrlausnum og 40 verðlaun veitt og voru verð- launin bækur, ritföng o. þ. h. Lögreglan afhenti verðlaunin á aðfangadag. Mun getraunin hafa örvað mjög umtal á heimil um, svo sem til var ætlast. □ Loðna fundin við Kolbeinsey Gísli Árni fann í fyrrinótt loðnu norðaustan við Kolbeinsey. Á svipuðum slóðum fannst loðna um miðjan janúar á síðasta ári, en þó nokkru sunnar. Eyjólfur Friðgeirsson leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni sagði, að kannað yrði hvort þetta væri sjálf hrygningargangan eða eitt- hvað annað. ' Eldborg var einnig í loðnuleit á þessum miðum og til loðnu- veiða eru einnig farin: Börkur, Sæbjörg og Hilmir. Q STUDNINGUR VIÐ FRÆÐSLUSKRIFST. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti samhljóða eftirfarandi ólyktun skólanefndar Akur- eyrar: Skólanefnd Akureyrar fagnar stofnun fræðsluskrifstofu í Norðurlandsumdæmi eystra, en vekur jafnframt' athygli stjórn- valda á því, að til þess að hún geti gegnt hlutverki sínu og veitt þá þjónustu í umdæminu, sem til er ætlast, má ekki drag- ast lengur að hið háa Alþingi, veiti fé til reksturs hennar eins og grunnskólalög mæla fyrir um. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.