Dagur - 05.01.1977, Page 8

Dagur - 05.01.1977, Page 8
ATBL: Blaðið kostar kr. 50 í lausasölu Daguk Akureyri, miðvikudaginn 5. janúar 1977 RAKVÉLA- BLÖÐIN g . GULLSMIÐIR MARGEFTIR- ífM \ SIGTRYGGUR SPURÐU 1 & PETUR KOMIN - * AKUREYRI : ! Fuglarnir voru taldir Að venju fór fuglatalning fram á Akureyri_ eins og á ýmsum stöðum á landinu, milli jóla og áramóta, eða 26. desember. Fuglateljarar hér voru: Árni Björn Árnason, Davíð Haralds- son, Þorsteinn Þorsteinsson, Gunnlaugur Pétursson, Frið- þjófur Gunnlaugsson og Jón Sigurjónsson. Athugunarsvæðið er allur Akureyrarbær og ströndin frá flugvelli að Skjald- arvík. Þennan dag var tveggja gráðu hiti um morguninn og Mokafli togaranna Þrír Akureyrartogararnir, K'ald bakur, Harðbakur og Svalbak- ur, komu með fullfermi til Ak- ureyrar að kveldi sunnudagsins 2. janúar. Svalbakur fór með sinn afla til Húsavíkur en hinir lönduðu á Akureyri. Sama dag landaði Sólbakur fullfermi á Þingeyri. Sléttbakur er á veið- um. Þessi mikli afli fékkst við ísröndina á Vestfjarðamiðum. Þegar blaðið hafði samband við skrifstofustjóra Utgerðar- félags Akureyringa í gær, lá ekki aflamagn togaranna fyrir, nema Sólbaks, sem landaði 148 tonnum. En giska má á, að afli þeirra fjögurra togara, er til hafnar komu 2. janúar hafi ver- ið yfir 1000 tonn, og að verð- mæti 70 milljónir króna eða meira, ef nefna má ágiskunar- tölu í því sambandi. □ BRETAR BEITA HÁUM SEKTUM Sem kunnugt er, færðu lönd Efnahagsbandalagsins út fisk- veiðilögsögu sína nú um ára- mótin í 200 sjómílur, þótt þau hafi ekki enn komið sér saman um innbyrðis nýtingu innan hinnar nýju landhelgi. Bretar hafa tilkynnt um sektarákvæði vegna hugsan- legra landhelgisbrota, og eru það 50 þúsund sterlingspund. Freigátur og Nimrodþotur verja 'landhelgi þeirra. □ þriggja stiga frost þegar á dag- inn leið og þá komið norðan hríðarveður. Snjór var mjög lítill, Pollurinn íslaus og fjörur ófrosnar. Niðurstaða fuglatalningar- innar var sú, að alls fundust 26 fuglategundir. Mest fór fyrir svartbökum, sem töldust 868, sem er ótrúleg mergð og ber vitni þess, að akureyringar eru örlátir á úrgangsefni, sem með- al annars er fæða þessara fugla. Snjótittlingarnir voru næstir að tölu þennan dag og reyndust 650. Þá sáust 470 æðarfuglar og 460 stokkendur. Bjartmáfar voru 136 og hrafnar 108. Tala annarra fugla var sem hér segir: Auðnutittlingar . . , , ... 12 Gráþrestir . .. . 3 Gulendur .... 32 Hávellur ....' 9 Hvítmáfar .... 85 Hettumáfar .... 45 Haftyrðlar .... 31 Músarindill .... 1 Rjúpur .... 2 Rauðhöfðaönd .... ... . 1 Ritur .... 9 Silfurmáfar .... 52 Stormmáfar ... . 2 Sendlingar ... . 6 Smyrill .... 1 Skógarþrestir .... . ... 47 Starar . . . . 5 Toppendur .... 3 Langvíur . ... 2 Teistur ... . 2 Eins og á yfirlitinu má sjá, var lítið um þresti í bænum að þessu sinni. En aldrei hafa fleiri þrestir verið á Akureyri en síðasta haust. Skiptu þeir þúsundum, en sumir álíta, að þeir hafi skipt tugum þúsunda. Þeir komu flestir í haust, því fremur lítið var af þeim í bæn- um í sumar, dvöldu svo þrjár vikur, átu nokkur tonn af reyni berjum í görðum bæjarbúa og hurfu svo, næstum eins og hendi væri veifað. Af sjaldgæfum fuglum, sem séðst hafa í bænum á liínu ári voru tveir amerískir andar- steggir, sem héldu til nálægt flugvelli um þriggja vikna skeið en hurfu þá til Mývatns. Þá sást sandtittlingur í garði við húsið Ásabyggð 1 og grákráka inn við Gróðrarstöð. Þá er þess enn að geta, að margir haftyrðlar fundust hér og hvar á Akureyri um hátíð- arnar, og bóndinn í Torfufelli kom með einn, er þangað hafði flækst. Haftyrðillinn er lítill og skemmtilegur, hánorrænn út- hafsfugl, sem verpir í björgum norðlægra landa. Aðeins nokkr- ir verpa í Grímsey . en ekki á öðrum stöðum hér á landi, svo vitað sé. Haftyrðillinn flýgur stundum í hópum frá sjó, allt upp að jöklum og ferst þar, því hann verður ófleygur þegar hann villist frá sjó. □ SMÁTT & STÓRT ÞÁTTURINN HELDUR ÁFRAM Þessi þáttur, „Smátt og stórt“, hefur orðið langlífari hér í blað inu en upphaflega var ætlað og nú hefur hann enn göngu sína, eins og aðrir þættir blaðsins. Drepið hefur verið á margt, fátt rætt mikið, en því fleiru varpað fram til athugunar. Margt er frá lesendum komið, beint og óbeint og er þátturinn þakklátur fyrir ábendingar um dagsins mál, og hin ólíklegustu efni af öðrum toga. AÐ VELJA OG HAFNA Vegna þrengsla í blaðinu að undanförnu, hefur oft verið úr vöndu að ráða. Að sjálfsögðu hefur fólki utan Akureyrar oft þótt sinn hlutur heldur smár í blaðinu. Akureyringar hafa og undan því kvartað, að þeirra mál væru fyrir borð borin. I því efni er vart hægt að gera öllum til hæfis fyrr en blaðið hefur verið stækkað. Hitt má benda á, að blaðið, ekki aðeins þessi þáttur, er þakklátt fyrir ábendingar og einnig frétta- sendingar, í fremur stuttu máli, bæði úr sveit og bæ. MIKIÐ FÍKNIEFNAMÁL SYÐRA Samkvæmt upplýsingum Ragn- ars Guðmundssonar við fíkni- efnadómstólinn í Reykjavík, varð á síðasta ári uppvíst um smygl á 25 kílóum af hassi og verulegu magni af öðrum fíkni- efnum. Lögreglunni tókst að Nff! fríó heldur fónleika á Akureyri Nýtt píanótríó heldur sína fyrstu tónleika hér á landi í janúarmánuði, en tríóið er þannig skipað: Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, Haf- liði Hallgrímsson sellóleikari og Philip Jenkins píanóleikari. Tríóið hefur þegar fengið boð um að leika á tónlistarhátíðinni í Bergen á næsta vori, eftir að hafa leikið í London í febrúar og á fslandi í janúar. Fyrstu tónleikarnir á íslandi verða á vegum Tónlistarskóla og Tónlistarfélags Sauðárkróks þriðjudaginn 4. janúar í Safna- húsinu, og hefjast þeir kl. 21. Föstudaginn 7. jan. leika þau í bíóinu á Dalvík, en Tónlistar- félag Dalvíkur gengst fyrir þeim tónleikum og hefjast þeir einnig kl. 21. Laugardaginn 8. jan. leika þau á vegum Tón- listarfélags Akureyrar í Borgar bíói og hefjast tónleikarnir kl. 17. Laugardaginn 15. jan. leikur tríóið á vegum Tónlistarfélags Reykjavíkur í Austurbæjar- bíói. Á efnisskránni er píanótríó eftir Haydn, Tchaikovsky og Ives. □ Jarðborinn Jötunn, sem á síð- asta ári var notaður til borunar á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, Mikiff fiskur Á síðasta ári tók frystihúsið í Hrísey á móti 2893 lestum til vinnslu og er þetta veruleg aukning frá árinu 1975, en þá var landað í Hrísey 1912 lestum af fiski. Skuttogarinn Snæfell landaði mestum hluta aflans á síðasta ári, eða 2421 lest. □ með góðum árangri, er nú á leið inni þangað og á nú að leita með honum að meiru heitu vatni, en nú í landi Ytra-Lauga lands, skammt fyrir norðan fyrstu borholuna af þrem, sem á Syðra-Laugalandi voru gerð- ar. Hefur höggbor þegar hafið borun, en síðan tekur Jötunn við og verður þess freistað að auka það magn af heitu vatni, sem þegar er fengið. Vatnið verður leitt í stálpíp- um til Akureyrar, 12,5 kíló- metra leið og er talið, að leiðsla þessi kosti um 70 milljónir króna. □ leggja hald á 2,5 kíló af hassi og 200 grömm af amfetamíni. Ennfremur á fimintu milljón króna 1 peningum, mest erlend- um gjaldeyri, sem var hluti hagnaðar af sölu fíkniefnanna. Átjárt menn hafa setið í gæslu- varðhaldi sökum rannsóknar þessa máls og af þeim var að- eins einn í haldi fram yfir jól. En lengst sat sami maður inni í 81 dag. Yfir eitt hundrað manns komu við sögu þessa máls á einn eða annan hátt, annað hvort sem innflytjendur, sölumenn eða neytendur. Umhugsuharvert er það, að ekki virðist fíkniefnasala eða neysla hafa borist til Norður- lands, svo lögregluyfirvöldum sé um það fullkunnugt. LÁN TIL GRUNDARTANGA 7.3 MILLJARÐAR Norræni fjárfestingarbankinn hefur ákveðið að veita fslenska járnblendifélaginu lán til verk- smiðjubyggingar á Grundar- tanga, að upphæð 7.3 milljarða ísl. króna. Verður lánið veitt í þrem hlutum, jafnóðum og byggingum miðar áfram. Áætl- að er, að fyrsti hluti verksmiðj- unnar geti tekið til starfa um áramótin 1978—1979. REYNT AÐ SEMJA UM SÖLU LOÐNU TIL JAPANS Innan skamms fara til Japan fulltrúar frá Sölumiðstöðinni og Sambandinu, til að kynna sér markað fyrir hraðfrysta loðnu, sem veidd verður á vetrarver- tíðinni. í fyrra voru fimm þús- und tonn af hraðfrystri loðnu seld til Japan, en tvö næstu ár þar áður var loðnuútflutn- ingurinn þangað um seytján þúsund tonn. Verkfall hér á landi á besta frystingartíma loðnunnar torvelduðu mjög þessi viðskipti í fyrra. ÞRJÚ HUNDRUÐ NÝJAR BÆKUR Láta mun nærri, að 300 bækur hafi vcrið gefnar út á þessu ári, auk kennslubóka, bæklinga og annarra rita. Þar af eru 25 ís- lenskar skáldsögur, 45 þýddar skáldsögur, 40 ævisögur og þjóð legur fróðleikur og 50 ljóöa- bækur. Þá eru bækur um ýmis- konar efni 60 talsins og 80 barna- og unglingabækur og eru þar þýddu barnabækurnar í miklum meirihluta. Frá vinstri: Philip Hallgrímsson. Jenkins, Guðný Guðmundsdóttir og Hafliði Grenivík, 21. desember. í síð- ustu viku var ær með tvo dilka sína handsömuð norðan við Látur á Látraströnd og flutt sjóleiðis til Grenivíkur. f sömu ferð voru tvær geitur sóttar á svipaðar slóðir. Var fénaður þessi vel á síg kominn. Þá var nýlega farin vélsleða- ferð í Fjörður, í kindaleit, en ekkert fannst. Sú villa slæddist í síðustu frétt frá Grenivík, að búið væri að lóga 3500 minkum, en átti að vera 5200. P. A.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.