Dagur - 16.03.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 16.03.1977, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Fyrsta skóla- íþróttahúsið á Akureyri Síðdegis á laugardaginn var formlega tekið í notkun nýtt og mjög full- komið íþróttahús við Glerárskóla á Akureyri og er það fyrsta skóla- íþróttahúsið, sem byggt er á Akur- eyri í sjö áratugi, eða frá því að íþróttahús Menntaskólans reis af grunni litlu eftir aldamótin. Með nokkrum sanni má segja, að með íþróttiðkunum hafi margur mað- urinn risið úr öskustónni til mikls þroska, og í trúnni á það, að góð íþróttaaðstaða og íþróttaiðkanir skili flestum eða öllum nokkuð áleiðis til að verða betri menn, eru íþróttahús byggð og önnur aðstaða til líkams- ræktar. Sérstök ástæða er til að staldra við af þessu tilefni og hugleiða þróun staðarins, Glerárhverfis, sem fyrir fáum áratugum bjó íbúum sínum fá- tækt, stopula vinnu, erfið skilyrði til að afla sér fæðis og klæðis og þess umkomuleysis, að það var litið niður á þá. Þá var skólinn í Sandgerðis- bót, síðan á Ásnum, en nú er ekki aðeins nýr skóli risinn í hverfinu, heldur einnig hið nýja íþróttahús og íþróttavellir eru við hlið þessara bygginga. Um Glerárhverfi má segja, að það hafi risið úr öskustónni á skömmum tíma, svo þar er nú þrjú þúsund manna byggð og mestur vaxtarbrodd- ur Akureyrarkaupstaðar. Þar eru nú myndarlegar íbúðabyggingar í stað litlu kotbæjanna, ört batnandi vega- kerfi og verslanir. Og frá náttúr- unnar hendi er landslagið svo fagurt og fjölbreytt, að það býður upp á dásamlega fjölbreytta byggð, ef gæf- an verður skipulagsyfirvöldum hlið- holl. Ungir og aldnir bæjarbúar geta notið margs konar aðstöðu í tóm- stundum, sem til líkmsræktar heyrir. Sundlaugin er góð, íþróttavöllurinn sérstæður og mjög vinsæll og Hlíðar- fjall er mjög eftirsóttur staður skíða- íþróttamanna. I íþróttahúsinu, sem er orðin gömul bygging og í íþrótta- skemmunni er daglega æft allan vet- urinn og á þessu ári verður hafist handa um byggingu svæðisíþrótta- húss, sem alllengi hefur verið á teikniborðinu og enn lengur á vör- um áhugamanna og bæjarfulltrúa. £nn má nefna þá aðstöðu, sem hin einstöku íþróttafélög hafa búið sér og sínum félögum. Dagur óskar Glerárskóla til ham- ingju með fyrsta skólaíþróttahúsið á Akureyri, á þeim endurreisnartíma skólabyggingarmála, sem nú stendur yfir. □ Hestar og reiðmenn á Akureyri Fleiri en 200 akureyringar eiga hest, einn eða fleiri. Sé reiknað með, að til jafnaðar eigi hestamenn tvo til reið- ar, er hestaeignin yfir 400 hross, en þess utan er ungviði á öllum aldri, sem menn ýmist eiga í bænum eða koma fyrir utan kaupstaðarins. Hestaeigendur nota hesta sína eingöngu til reiðar, hafa þá sér til skemmtunar og er hestamennskan umtalsvert sport og veitir mörgum ómetanlegar ánægju- stundir. Blaðamaður hitti að máli for- mann Hestamannafél. Léttis á Akureyri, Árna Magnússon, og ræddi við hann um hesta og hestamenn um stund. — Sagði hann þá meðal annars: Hestamannafélagið Léttir hér í bæ var stofnað 5. nóvember 1928 og hefur starfað lengst af síðan. í því eru rétt um 200 manns og eru nær allir félags- menn hestaeigendur og munu um eða yfir 400 hestar vera í bænum nú. Hestamönnum hef- ur fjölgað verulega, einkum tvö síðustu árin og hestum hefur einnig fjölgað. Meðal félaga fjölgar konum ört allra síðustu árin, en jafnan hafa þær verið nokkrar. Hestamenn hafa oft verið á hálfgerðum hrakhólum með hesta sína. En 1960 keypti fé- lagið Kaupangsbakka og fékk þar með mikið haglendi til sumarbeitar og bjargaði það málum verulega. Bæjaryfirvöld hafa sýnt okkur mikinn skiln- ing, og eins og er höfum við fengið lönd Hrappsstaða og Kífs- ár fyrir okkar starfsemi, en báðar þessar jarðir eru fyrir allmörgum árum komnar í eyði, Þessum jörðum fylgir mikið beitiland. Starf Hestamannafélagsin.1- Léttis á tveimur síðustu árum snerist um framtíðaraðstöðu hestamanna, bæði í okkar fé- lagi og Funa í Eyjafirði, og þvi var ráðist á að koma upp móts- svæði á Melgerðismelum, þar sem fjórðungsmót var haldið á síðastliðnu sumri. Að öllum mótsstöðum ólöstuðum, er þessi einhver albesti mótsstaður landsins. Var staðurinn byggð- ur upp að mestu á einu ári. — Staður þessi er í landi Melgerð- is og mestur hluti allrar vinnu var lagður fram sem sjálfboða- vinna hestamanna. En okkur vantar tilfinnanlega aðstöðu hér í bæjarlandinu og nú höfum við fengið land í Lög- mannshlíð og þar er búið að út- hluta okkur aðstöðu til að byggja bæði félagsheimili og hesthús einstaklinga og sam- eiginlegt hesthús. Ekki er enn gengið frá deiliskipulagi. Þama ætlum við að hefja framkvæmdir í sumar við nýjan skeiðvöll, sem hugsaður er sem völlur fyrir félagið. Fóðuröflun vegna hrossanna hefur ekki verið neitt vandamál til þessa. Fjölmargir hestamenn eiða eða hafa túnbletti og heyja þar sjálfir og ennfremur eru allstór lönd í ræktun nú á nokkrum stöðum í bæjarland- inu. Ekki hefur í nokkur ár verið tamningastöð hjá félaginu,. en margir hestamenn taka að sér tamningu fyrir aðra og bjarga málum á þann veg, auk þess sem flestir hestamenn hafa yndi af því að temja sína hesta sjálfir, einkum þeir, sem vanir eru. En við höldum í vor nám- skeið fyrir hestamenn og verð- ur þar kennd gerðistamning. — Það tamningagerði er tilbúið, var sett upp til bráðabirgða, rétt ofan við bæinn. Kennari verður Reynir , Aðalsteinsson en ekki er enn ákveðið hvenær námskeið þetta verður haldið. Fulltaminn og vel gerður reiðhestur kostar nú tæplega minna en 250—300 þúsund krón- ur, en þess ber að geta, að gæð- ingar h'afa æt:ð verið dýrir og er það eðlilegt. En verð á trypp. um og ótömdum hestum er svo breytilegt, að naumast er hægt að nefna ákveðið verð. Marga fýsir að vita hvað það kostar að eiga reiðhest. Svör við því geta verið æði misjöfn. En ef fóður er allt keypt við gangverði, kostar það líklega um 20 þúsund krón- ur. Auk þess kostar svo hirð- ingin eitthvað og hagaganga á sumrin, ennfremur skeifur og reiðtygi. En ef menn afla fóð- ursins sjálfir gildir allt öðru Góðhestar auka reisn eigenda sinna. Þessa mynd af stóði, nýkomnu af fjalli, tók E. D. í Vatnsdal. Hér stendur Arni Magnússon hjá reiðhesti sínum, fra. (Ljósmynd: Fr. Frímannsson). Margir góðir reiðhestar eru í eigu bæjarbúa og hirðing þeirra er orðin mun betri en áður var. Þó verð ég að láta það álit mitt í ljósi, að gæðing- arnir séu of lítið hlutfall af hrossaeigninni. Þó eru hér víða mjög góð hrossakyn, en margir kaupa ótamin tryppi í von um gæðingsefni, sem svo vilja oft bregðast, og ekki eru allir hestaeigendur mjög miklir hestamenn. Sú list kemur með reynslunni að umgangast, temja og njóta hesta. Á því sviði eru fáir smiðir í fyrsta sinn, þótt sumum sé eins og í blóð borin hestamennskan. Undanfarin ár höfum við hjá Létti fengið ágæta kynbóta- hesta, svo sem Sörla frá Sauð- árkróki, Neista frá Skollagróf, Náttfara frá Litladalsgerði, að ógleymdum gamla Svip. Allt voru þetta og eru úrvalshestar og út af þeim er margt góðra hrossa komið, og enn fleiri eru þó ótamin en nokkuð mörg að komast eða komin á tamninga- aldurinn, og hygg ég að þar komi fram margir góðhestar, — jafnvel gæðingar innan skamms tíma. Innan hestamannafélaga eru nú starfandi íþróttanefndir, sem vinna að framgangi hestaíþrótta, og Landssamband hestamanna kaus í haust eina slíka inefnd. Sambandið hefur sótt um inn- göngu í íþróttasamband ís- lands, en það hefur ekki verið samþykkt, einkum vegna pen- ingaverðlaunanna, sem hesta- mannafélögin syðra veita. En hér höfum við hætt við pen- ingaverðlaunin en veitt í þess stað bikara og minjapeninga, og það tókum við upp fyrir mörg- um árum, sagði Árni Magnús- son að lokum. Sjálfur á hann jafnan nokkra gæðinga við stall- inn og er mikill áhugamaður um allt það, er að hestum og hestamennsku lýtur. Þakkar blaðið honum viðtalið. íslenskir hestar sem {ylgdu landnemunum fyrir ellefu öld- um hafa lifað í landinu ' síðan, án blöndunar annarra hrossa- kynja, en kynbætur hefur nátt- úran sjálf annast að mestu; — fram að allra síðustu tímium. Hið veikasta hefur horfið úr stofninum í hörðum árum og þótt náttúra landsins sé misk- unnarlaus í þessu efni, er úr- valið jafn ótvírætt og það er einhæft. Á síðari tímum hefur breyting á orðið í meðferð hrossa og öflug kynbótastarf- semi er í höndum hrossarækt- arfélaga, e. t. v. einnig einhæf að því leyti, að allar kynbætur miðast við reiðhestana. Víst er, að hér á landi hefur hinn einangraði hestastofn öðl- ast sín séreinkenni, sem á allra síðustu tímum hafa fært heim- inum sönnur á ótrúlegu þreki þessa smávaxna hestakyns, og er þar skemmst að minnast ferðalög um þver Bandaríkin á síðasta sumri og hvernig ís- lensku hestarnir stóðu sig í þeirri miklu þolraun. Þá er hinn fjölbreytti gangur, nánast einstakt fyrirbrigði í veröldinni meðal hrossakynja. Þá er þess að geta, að hér á landi hafa hross lifað á útigangi um aldir. Þau eru einkar fóður- létt og hraust. Gæðingar hafa alla tíð verið eftirsóttir og mjög aukið reisn mannsins í blíðu og stríðu, auk þess að hafa verið dráttardýr (Framhald af bls. 8). fyrstur með á markaðinn, og einnig C-blöndu. Vill Bústólpi nota þetta tækifæri og þakka ráðunautum bænda og fóður- fræðingum fyrir gott samstarf. Fljótlega eftir stofnun félags- ins var farið að ræða um hús- byggingu. 3. ágúst 1972 var svo félaginu veitt lóð sú, sem þetta hús er nú risið á. Má því segja, að eftir 5 ára byggingarsögu sé þessum áfanga náð. Húsið er að flatarmáli 700 fer- metrar og 4200 rúmmetrar. í því eru geymar fyrir 600 tonn af lausu fóðri og 400 fermetrar fyrir sekkjað fóður og aðstaða til blöndunar og sekkjunar. Alls tekur húsið 1.500 tonn af fóðri. Verður fóðrinu blásið úr skipi beint inn í húsið, þar sem snig- ill tekur við og flytur fóðrið i geymana. Einnig verða notaðir sniglar við hleðslu á fóðurbíla og áburðardýr, sem þjóðin gat ekki án verið í þessu landi. Telja má það bæði- kost og löst, að hvergi á landinu er ræktun svo langt komin, að menn geti gengið að því vísu, að ófætt folald verði gæðingur, þótt vandað sé til beggja ætta. Hitt er þá einnig oft gleðileg staðreynd, að nánast hvar sem er geta gæðingsefnin leynst og eykur þetta eftirvæntingu og áhuga hestamanna, þótt slíkt þyki ekki til fyrirmyndar, þar sem kynbótastörfin hafa um langan aldur farið fram undir mjög ströngu eftirliti meðal er- lendra eigenda hinna ýmsu hestakynja. Reiðhestum fjölgar ört hér á landi, einkum í þéttbýli. Á síð- ustu árum hafa unglingar feng- ið mjög aukinn áhuga á hest- um og það er orðin útbreiddari skoðun en áður var, að um- gengni við hesta og reið- mennska sé hið hollasta tóm- stundagaman. Þess verður að vísu víða vart, að ungt fólk vantar þolinmæði til að hirða hesta og umgangast þá eins og vini og félaga. En ótrúlega margir virðast þó njóta þessa félagsskapar í ríkum mæli og hún er þeim sálubót. Menn hafa á tímum skipu- lagningar, tækni og vísinda reynt að sníða tamningu hesta ákveðinn stakk, og er svonefnd gerðistamning dæmi um það og á hún eflaust fullan rétt á sér að ákveðnu marki, og jafnvel meira en það. En hestarnir eru eins mismunandi að allri skap- gerð og mennimir, og oft reyn- ist eigendum erfitt að öðlast trúnað þeirra í umgengni. Tor- tryggnin og hræðslan hjá manni og hesti er oftast mesta hindrunin í þeim ánægjulegu samskiptum, sem keppt er að. Oft reynir á geðró og umburð- arlyndi knapans, ekki síður en í umgengni við vandmeðfarin börn, og fyrir kemur, að hestar eru, vegna skapgalla og tauga- bilunar, hættulegar skepnur í umgengni. í þeirra hópi eru til óþokkar, ekki síður en meðal manna og skapast í báðum til- vikum vandamál, er leysa þarf sérstaklega, en allt heyrir það til undantekninganna. Að síðustu er sú von fram borin, að eigendur hesta megi njóta með þeim sem flestra yndisstunda. Og á það má minna, að það er oft ekki mesti sigur og yndi hestamanna að eiga bestu gæðingana á mót- um og tyllidögum, eða ferð- mikla hesta á kappreiðum, held- ur að ná sem best fram þeim eðliskostum, sem hverjum og einum hesti eru gefnir. □ og í sékkjunar- og blöndunar- vélar. Húsið teiknaði Birgir Ágústsson verkfræðingur. Yfir- verktaki var Sveinn Jónsson bóndi og húsasmíðameistari, Ytra-Kálfsskinni, og verkstjóri Jósavin Gunnarsson. Múrara- meistari Sigurður Hannesson. Raflagnir teiknaði Raftákn hf. og Raforka sá um raflagnir. Þegar þessum áfanga er náð í uppbyggingu Bústólpa, þökk- um við hinum fjölmörgu við- skiptavinum á Norðurlandi fyr- ir samvinnuna og stuðning und- anfarin ár. Þá er það von okkar að með aukinni hagræðingu, svo sem lausu fóðri til bænda o. fl., muni starfsemi Bústólpa enn aukast og hægt verði að fara inn á fleiri svið í rekstrarvörum bænda til hagsbóta fyrir þá í erfiðri baráttu þeirra undan- farið. - Bústólpi reisti fyrsta_ Hreinn varð Evrópumeistari í kúluvarpi Hreinn Halldórsson, eða strandamaðurinn sterki eins og hann er stundum nefndur, fór enga fýluferð til Spánar um síðustu helgi. Hann lét heldur ekki mótmæli bask- anna hafa áhrif á getu sína í kasthringnum, og kastaði lengst allra, 20,59 m og varð Evrópumeistari, en Gunnar Huseby varð það tvisvar í kúluvarpi og Torfi Bryngeirs- Um síðustu helgi var hald- ið Akureyrannót í svigi, allt frá 7 ára flokki og upp úr. — Veður var heldur leiðinlegt til keppni á laugardag og var henni þá frestað til sunnudags- ins, en þá var glampandi sól í Hlíðarfjalli og fjöldi fólks á skíðum að vanda. Neðán frá Akureyri sýndist hins vegar veðrið á sunnudag ekki gott því þokubakki virtist liggja yfir fjallinu. Hins vegar þegar upp var komið, kom í ljós, að þokan lá fyrir neðan hótelið, og var steikjandi sólskin í skíðalandinu, eins og áður segir. Miklum snjó hefur bætt í fjallið undanfarið, og hefur troðarinn vart undan að troða brautir fyrir hið áhugasama skíðafólk, en samt sem áður urðu göngumenn útundan á sunnudaginn, því fyrir þá hafði ekki verið troðin braut eins og t. d. helgina áður. — Stafaði þetta eitthvað af smá- bilun f troðaranum, og um næstu helgi verður eflaust troðið fyrir þá sem á göngu- skíðum eru, en sá hópur stækkar óðum. Úrslit í Akur- eyrarmótinu urðu þessi: 7 ára og yngri: sek. Jón H. Harðarson 41,6 Jón Harðarson 46,9 Kristín Hilmarsdóttir 47,0 8 ára drengir: Sek. Aðalsteinn Ámason 37,9 Hilmir Valsson 37,9 Gunnar Reynisson 41,6 8 ára stúlkur: sek. Gréta Björnsdóttir 41,8 Arna varsdóttir 43,4 Anna Dóra Markúsdóttir 43,6 9 ára drengir: sek. Ólafur Hilmarsson 62,8 Guðmundur Sigurjónss. 64,7 Smári Kristinsson 69,1 9 ára stúlkur: sek. 1. Katrín Pétursdóttir 81,8 Sport-blaðið Annað hefti af Sport-blaðinu er nú komið út, og eftir að hafa lesið tvö fyrstu lofar framhaldið góðu. Blaðið er áferðarfallegt, prentað á vand- aðan pappír og myndir margar og fallegar. Forsíðumynd er af Björgvin Björgvinssyni, en hann hefur verið kjörinn íþróttamaður mánaðarins hjá blaðinu. Þá er getið um Egil rakara, Kolbein Pálsson, Guð- mund Sigurðsson, Karolínu Guðmundsdóttur, Björgvin Scram, og einkaviðtal er við George Best og greinar um vmsa heimsfræga íþrótta- menn. son einu sinni f langstökki, en það var fyrir 25 árum síðan. Hreinn hefur æft sig mjög vel fyrir þessa keppni en sagði sjálfur áður en hann fór utan, að sennilega hefði enginn kast- ari, sem hann mætti á Spáni, æft við jafn erfiðar aðstæður og hann. Annar í keppninni varð Evrópumeistarinn frá í fyrra, sem af flestum var tal- inn sigurstranglegastur, en 10 ára drengir: sek. Björn Júlíusson 65,8 Jón Björnsson 66,5 Andri Teitsson 68,0 Þorvaldur Örlygsson 68,0 10 ára stúlkur: sek. Signe Viðarsdóttir 65,7 Berghildur Þóroddsdóttir 78,8 Anna M. Malmquist 85,7 11—12 ára drengir: sek. Erling Ingvason 61,6 Jón V. Ólafsson 63,2 Stefán Bjarnhéðinsson 63,4 11—12 árastúlkur: sek. Hrefna Magnúsdóttir 69,0 Lena Hallgrímsdóttir 70,0 Tngibjörg Harðardóttir 71,2 13—14 ára drengir: sek. Ólafur Harðarson KA 121,30 Jón R. Pétursson, Þór 124,28 Stefán Stefánsson, Þór 124,40 13—15 ára stúlkur: sek. Guðrún Leifsdóttir KA 107,60 Jónína Jóhannsd. KA 111,16 Nanna Leifsdóttir KA 114,40 15—16 ára drengir: sek. Finnbogi Baldvins. KA 118,36 Þórður Svanbergs. KA 118,59 Kvennaflokkur: sek. Margrét Baldvinsd. KA 130,24 Sigurl. Vilhelmsd. KA 131,98 Aldis Arnardóttir Þór 132,14 Karlaflokkur: sek. Tómas Leifsson KA 110,27 Sigurður Gestsson Þór 113,63 Björn Víkingsson Þór 113,72 KR-heppnin Sl. sunnudag léku KA og KR í 2. deildinni í handbolta og fór leikurinn fram í Laugar- dalshöllinni. — Bæðu liðin mættu mjög ákveðin til leiks, því sigur í leiknum létti til muna leiðina í 1. deild. KA menn gerðu fyrsta markið og höfðu ávallt yfirhöndina í fyrri hálfleik, og þegar flaut- að var til hálfsleiks, hafði KA tveggja marka forskot. í byrj- un seinni hálfleiks bættu KA menn einu marki við og höfðu yfirleitt þriggja marka forskot þar til 7 mín. voru eftir af leiknum, þá kom mjög slæmur lokakafli og KR-ingar byrjuðu að saxa á forskotið, og þegar 15. sek. voru eftir af leiktím- anum var staðan jöfn: 19—19 og Ka menn með boltann. — Feilsending orsakaði það, að KR-ingar ná boltanum, bruna upp og skora nokkrum sek- úndum fyrir leikslok, og hann er breskur, og kastaði 20,46 m, og þriðji var fyrrver- andi heimsmeistari og kastaði hann 20,17 m. Reynolds mættur Þjálfari 1. deildar liðs Þórs, Reynolds, er mættur til leiks og var fyrsta æfing hans með Þórsurunum sl. mánudags- kvöld. Mun hann síðan vera hér út keppnistímabilið. Blað- ið býður Reynolds velkominn og óskar honum alls hins besta með lið sitt. LeiÖrétting Þau leiðu mistök urðu í síð- asta blaði, að þjálfari UMF Dagsbrúnar í knattspyrnu var rangnefndur, en hann heitir Sveinmar Gunnþórsson, — en ekki Sigmar eins og stóð í blaðinu. Eru Sveinmar og fé- lagar beðnir velvirðingar á þessu. Ársþing ÍBA 32. ársþing ÍBA hófst í Golf- skálanum, Jaðri, miðvikudag- inn 9. mars sl. Formaður, ísak Guðmann, setti þingið og skip- aði Gísla Braga Hjartarson þingforseta og Hjörleif Hall- gríms þingritara. Þá flutti for- maður skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfstímabil og var hún allýtarleg. Þá komu fram skýrslur hinna ýmsu sérráða svo og reikningar. Ymsar til- lögur lágu fyrir þinginu og voru þær bornar upp og þeim síðan vísað til nefnda. Fjár- hagsáætlun næsta árs var síð- an rædd. Þá var þingi frestað til seinni þingdags, sem verð- ur fimmtudaginn 24. mars á sama stað og tíma. í algleymingi hrepptu þar með bæði stigin í leiknum. Að sögn þjálfara KA var leikur þeirra mjög góður, svo og leikurinn í heild, ef frá eru taldar síðustu mín- útur hans. Þá áttu KA menn nokkur skot í stengur og þver- slá, en það var ekki nægjan- legt því á milli þeirra þarf boltinn að komast. Þór átti að leika tvo leiki í Reykjavík um síðustu helgi, en komst ekki suður á laugardag og fékk leikjum sínum frestað. Að lokum skulum við rifja upp stöðuna í deildinni. KR—KA 20—19. Árm. 10 8 2 0 246—167 18 KA 12 8 2 2 274—217 18 KR 10 7 1 2 229—192 15 Þór 11 5 2 4 225—206 12 Stjarn. 12 4 2 6 229—240 10 Fylkir 10 4 1 5 188—172 9 Leiknir 11 2 2 7 201—239 6 ÍBK 13 0 0 13 217—387 0 Akureyrarmót í svigi KA tapar naumleg fyrir KR 4•DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.