Dagur - 16.03.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGINN 16. MARS 1977 12. TÖLUBLAÐ
Veöskuldir eins
manns 51,7
milljónir króna
I Lögbirtingablaðinu og
víðar hefur verið sagt frá
veðskuldum manns eins
syðra, við Utvegsbankann,
að upphæð 51,7 milljónir
króna. Var af þessu tilefni
auglýst nauðungaruppboð
á níu fasteignum mannsins.
Ef rétt er munað sór einn
meiriháttar bankastjóri í
útvarpi og sárt við lagði, að
viðskiptabankarnir stund-
uðu ekki veðlán. Eitthvað
hefur þvf bankastjórinn
hrasað á vegi sannleikans
eða bankinn hrökklast út
af vegi yfirlýstrar reglu.
fél-
Skemmtiferðir
Framsóknar-
fólks til útlanda
Kjördæmisstjórn fram-
sóknarmanna í þessu kjör-
dæmi hefur ákveðið að
efna til kynningar- og
skemmtiferða, bæði til Nor-
egs og Grikklands í júní í
sumar. Verða þær hvor um
sig hálfsmánaðar ferðir.
Væntanlega verður Jóna
Hansen fararstjóri í Nor-
egsferðinni. Nákvæm ferða-
áætlun mun bráðlega til-
búin og verður þá frá henni
sagt, en fólk getur á meðan
hugleitt þessar fyrirætlan-
ir, ef því hentar. □
ma
Smyslov kemur
og teflir
Á laugardaginn mun Valeri
Smyslov, fyrrv. heimsmeist-
ari f skák, heimsækja Akur-
eyri og tefla fjöltefli við
heimamenn.
Teflt verður í Félags-
borg, starfsmannasal Sam-
bandsverksmiðjanna og
hefst keppnin klukkan 13.
Þeir, sem taka vilja þátt í
skákinni, eu minntir á að
taka með sér töfl og mæta
stundvíslega. □
Mikil loönuveiöi
á vertíÖinni
Loðnuaflinn á þessari ver-
tíð er orðinn um 500 þús-
und tonn og slær öll fyrri
met. Útflutningsverðmæti
aflans er þá komið á tíunda
milljarð ísl. króna.
Þá er þess að geta þótl
minna sé rætt, að í mörg-
um verstöðvum er þorsk
aflinn, það sem af er ver-
tíðinni, miklu meiri en á
sama tíma fyrra, jafnvel
mörgum sinnum meiri, svo
sem suðvestanlands. Allar
sjávarvörur eru nú f allháu
verði erlendis. □
m
■■'bf
’-W
<
*>
Aðveitustöðin á RangárvöIIum við Akureyri er mikið mannvirki. — Þar hefur Byggðalínan verið
tengd, þar eru hinar stóru dísilvélar Laxárvirkjunar og þar verður fyrir lok þessarar viku lokið
tengingu raflínunnar frá Kröflu. (Ljósm. E. D.)
Nýtt íþróttahús risið
í Glerárhverfi
Síðdegis á laugardaginn var nýtt
skóla-íþróttahús formlega tekið
í notkun við Glerárskóla á Ak-
ureyri og fór þar fram hátíðleg
athöfn. Til máls tóku við það
tækifæri: Tryggvi Pálsson,
fyrir hönd Smára, sem byggði
húsið, Haukur Haraldsson, sem
þarna mætti fyrir hönd húsa-
meistara Akureyrar, Ágústs
Berg. Sigurður Óli Brynjólfs-
son, formaður fræðslunefndar
Akureyrar tók einnig til máls
svo og Helgi M. Bergs bæjar-
stjóri, og loks skólastjórinn við
Glerárhverfisskóla, Vilberg Al-
exandersson. Húslykillinn gekk
frá manni til manns við atöfn
þess að hefðbundnum sið, en
hefur að síðustu væntanlega
lent í höndum húsvarðar, Sam-
úels Jóhannssonar.
Drengir og telpur úr skólum
bæjarins sýndu fimleika undir
stjórn Þrastar Guðjónssonar
íþróttakennara, og æfingaleik-
ur í blaki fór fram.
Eftir athöfn þessa var gest-
um boðið til kaffidrykkju í
Glerárskóla.
Nýja íþróttahúsið í Glerár-
hverfi er 7300 rúmmetrar. —
Skiptist það í tvo hluta, íþrótta-
sal sem er 630 fermetrar og
búningsherbergi sem eru 457
fermetrar. íþróttasalurinn, sem
er 18x33 m er hár undir loft og
má skipta honum í tvennt með
tjaldvegg, og gólfið er sérstakt
íþróttahúsgólf, smíðað úr efni
sem kallað er Spoknoleloor, og
eru í því festingar fyrir ýmis
íþróttatæki.
Búningsherbergi eru fjögur,
snyrtingar, áhaldageymslur,
kennaraherbergi, húsvarðarher-
bergi o. fl. Á stafni hússins eiga
að koma listskreytingar eftir
Snorra Svein Friðriksson.
Verktaki hússins var Smári
hf. eins og áður var sagt, en
hönnuðir voru margir. □
Rauðmagi til Japans
Á Húsavík hefur það heyrst,
eins og víðar, að undanfarið
hafi þar mjög stór þorskur bor-
ist á land. Af því tilefni ræddi
blaðið við Tryggva Finnsson,
forstj. Fiskiðjusamlagsins á
Húsavík og sagði hann þá meðal
annars eftirfarandi:
Já, það er rétt, að á línuna
veiddist mjög vænn fiskur í
febrúarmánuði, vænni en við
Grímseyingar
Grímsey 15. mars. Við höfum
aldrei fengið eins stóran og
góðan fisk. Til dæmis um þetta
er það, að í gær fékk einn bát-
urinn yfir tvö tonn og yfir 1500
kg af aflanum var stór þorskur.
Bátarnir róa með línu. Friðun-
in er hér líklega að segja til
sín, enda hlýtur það að sjást,
þegar erlendi togaraflotinn er
farinn af miðunum.
Við héldu/.n upp á 20 ára af-
mæli kvenfélagsins 24. febrúar
og var þá ljómandi skemmtun.
Þá voru sýndir leikþættir og
fleira sér til gamans gert.
En það er ekki nýtt, þótt
eigum að venjast á þeim árs-
tíma. Nú í mars hafa gæftir
verið minni, eenda langt sóttur
aflinn. Svo byrjuðu netaveiðar
og varð nokkur árangur hjá
einum bát um tíma, en annars
hefur árangur ekki orðið mikill.
Héðan frá Húsavík eru nú
gerðir út sjö eða átta dekkbátar
og þeir eru frá 12 og upp í 500
tonn, en svo eru einir sex minni
og sá guli
leikið sé í Grímsey. Líklega hef
ég verið sex ára þegar Skugga-
Sveinn var leikinn hér, enda
voru þá margir áhugamenn í
leiklistinni hér í eynni og Stein-
dór Sigurðsson lék Skugga-
Svein. En þá var fleira fólk hér
í Grímsey en nú er. S. S.
DAGTJR
kemur næst út á miðvikudaginn
23. mars. Auglýsendur skili
handritum fyrir kl. 7 c. h. á
mánudag. □
dekkbátar, sem einnig stunda
sjóinn ofurlítið og byrjað er að
róa á trillubátum. Auk þess eru
svo sjö bátar í rækjunni og
togarinn Júlíus Hafstein, sem
virðist kominn í gott lag og er
núna á veiðum.
Menn veiða nokkuð af rauð-
maga og við erum farnir að
senda hann suður, ennfremur
ætlum við að frysta tíu tonn
af rauðmaga á Japansmarkað,
til reynslu. Skeð getur að þar
sé að finnast markaður fyrir
þennan fisk. Síðasta ár sendum
við prufu og virðist hún hafa
líkað vel, fryst í öskjum.
Leiklistaráhugi norðlendinga er
ótrúlega mikill og hefur verið
sagt frá því áður. En þó var þess
ekki getið, að starfandi eru í
Dynheimum, á vegum Æsku-
lýðsráðs Akureyrar, leiklistar-
klúbbar, bæði nú í vetur og
áður. Kennarar nú eru Saga
Jónsdóttir og Þórir Steingríms-
son. Nemendur eru 14—17 ára
og um páskana í fyrra sýndu
" Kraf la„
Hríseyingar æfa sjónleikinn
Orrustuna á Hálogalandi og
hafa gert um skeið, undir leik-
stjórn Aðalsteins Bergdals leik-
ara á Akureyri. Verður frum-
sýningin í samkomuhúsi eyjar-
innar á laugardaginn.
Leikendur eru eftirtaldir:
Sigurður Finnbogason, Ásgeir
Halldórsson, Sæmundur Guð-
mundsson, Vilhelm Bjömsson,
Snorri Grímsson, Ingveldur
Gunnarsdóttir, Vera Sigurðar-
dóttir, Þórdís Alfreðsdóttir, Sól-
veig Jóhannsdóttir og Ebba Sig-
urhjartardóttir.
Áhugamenn um leiklist í
Hrísey stofnuðu nýlega leik-
klúbb og heitir hann Krafla.
Stuðningur
vib Alþýðu-
leikhúsið
Alþýðuleikhúsið kom í heim-
sókn til Lundar 6. desember sl.
og sýndi leikritið Krummagull
við mjög góðar undirtektir. —
Hefur það vakið athygli hér í
Svíþjóð, að íslenskur leikhópur
treystir sér til að kynna á þenn-
an hátt íslenska mennnigu, án
þess að njóta nokkurra opin-
berra styrkja, en opinberir
styrkir til hliðstæðra leikhúsa
hafa nýlega verið hækkaðir
mikið í Svíþjóð.
Bæði í þakklætisskyni fyrir
heimsóknina til þess að styðja
hið gagnmerka framtak Alþýðu-
leikhússins samþykkti aðal-
fundur íslendingafélagsins í
Lundi 20. febrúar sl. að kaupa
tvö styrktarkort Alþýðuleik-
hússins. Einnig býðst félagið til
að greiða götu leikhússins eftir
bestu getu, ef það á nýjan leik
vill ferðast um Norðurlönd og
kynna þannig íslenska leiklist.
(Frétt frá ísl.fél. í Lundi)
Kirkjuvikan
í kvöld, miðvikudag, verður
föstumessa kirkjuvikunnar á
Akureyri. Séra Vigfús Þór
Árnason predikar. Annað kvöld
flytur Guðríður Eiríksdóttir
ræðu, ennfremur Jón Björns-
son, félagsmálastjóri.
Á föstudaginn flytur Valdi-
mar Björnsson, fyrrum fjár-
málaráðherra í Minnesotafylki
ræðu.
Biskupinn yfir fslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, flytur
guðsþjónustu á sunnudaginn,
síðasta dag kirkjuvikunnar á
Akureyri. □
þeir Höfum við gengið til góðs,
og fjallaði um vandamál ungl-
inga og þótta takast mjög vel.
Nú'er eldri flokkurinn að æfa
Sköllóttu söngkonuna eftir In-
esco og er ó-leikur. Leikstjóri
er Þórir. En yngri nemendur
æfa, undir stjóm Sögu, þætti,
sem verða sýndir á Andrésar
Andar-mótinu í Hlíðarfjalli um
næstu helgi. □
Leiklist í Dynheimum