Dagur - 16.03.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 16.03.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, Miðvikudaginn 16. mars 1977 VATNSHOSUR - PAKKNINGAEFNI (KORKUR OG SKINN) Aðstoðum þroskahefta Kynningarfundur í M.A. Á laugardaginn var haldinn fundur í húsakynnum Mennta- skólans á Akureyri á vegum ný- stofnaðs landssambands, er Þroskahjálp nefnist. Var hann vel sóttur af áhugafólki. Jó- hannes Óli Sæmundsson var fundarstjóri og kynnti ræðu- menn í fundarbyrjun, Helgu Finnsdóttur og Hólmfríði Guð- mundsdóttur, sem til Akureyrar voru komnar á þennan fræðslu- og kynningarfund. Helga Finnsdóttir kynnti í upphafi ræðu sinnar, landssam- tökin Þroskahjálp, sem stofnuð Helga Finnsdóttir. voru 1. október 1976, í þeim til- gangi að samræma og styrkja baráttuna í þágu þroskaheftra og til a ðvera málsvari þeirra á opinberum vettvangi. Síðan rakti hún nánar tilgang samtak- anna og þörfina fyrir þá aðstoð við þennan hóp þjóðfélagsþegn- anna, sem eru svo ógæfusamir að vera vanþroska að einhverju leyti, andlega eða líkamlega. — Hún rakti einnig hina opinberu afstöðu, hversu mál stæðu nú í landinu og hvar væri helst úr- bóta þörf. Hún taldi samfélags- lega aðstoð við þroskaheft fólk Hólmfríður Guðmundsdóttir. hér á landi, langt á eftir því sem í nálægum löndum og Bandaríkjunum tíðkaðist. Þegar það er í huga haft, að um tvö af hundraði fæddra barna eru þroskaheft, er ljóst hve stór hópur af þessum þjóð- félagsþegnum þarf á aðstoð að halda, og einnig hve langt er í land að viðunandi geti talist. Mörg óleyst verkefni blasa því við áhugafólki, jafnt sem sveitastjórnum og ríkisvaldi. Hólmfríður Guðmundsdóttir ræddi um kennslu þroskaheftra, erfiðleika starfsins, en einnig möguleika og skyldur, og að- stöðu til að koma þroskaheftum til hjálpar. Þetta fólk þarf meiri hjálp en aðrir, en ræðumaður benti á, að aðrir þyrftu á góðri kennslu og uppeldi að halda, þótt þeir væru fljótari að til- einka sér hana. Hólmfríður ræddi um aðstöð- una hér á Akureyri til hjálpar þroskaheftum, og aðstöðu hinna ýmsu hópa innan þess ramma, sem þroskaheftir eru kallaðir, og var ræðan hin fróðlegasta sem hin fyrri á þessum fundi. Þegar um mál þroskaheftra er að ræða, ber að viðurkenna, að á allra síðustu árum hefur mikið áunnist í bættri aðstöðu fyrir þá hópa fólks, sem einu nafni eru nefndir þroskaheftir, og einnig í kunnáttu innlends fólks við kennslu og uppeldi, og margt fólk er nú erlendis við nám og störf á þessu sviði. □ Bústólpi reisti fyrsta húsið á hafnarsvæðinu Á laugardaginn buðu forráða- menn Bústólpa til fundar með fréttamönnum og fleiri, í tilefni af nýbyggðu húsi og tækjum þeim, sem fyrirtækið hefur kom ið upp. En húsnæðið, sem er nýtt, er fyrsta húsið, sem byggt er og tekið í notkun á nýja Þökkum Vinarhöndin er styrktarsjóður við Vistheimilið Sólborg. Sjóð- urinn aflar sér tekna með gjöf- um og áheitum. Stærst þeirra gjafa, sem sjóðnum hafa borist var kr. 250 þús. frá Kvenfélag- inu Baldursbrá, fámennu félagi en fórnfúsu. Þá hafa sjóðnum tvívegis bor- ist stórar peningaupphæðir frá Menningarsjóði KEA, og ein- staklingar hafa styrkt hann rausnarlega. Styrkveiting úr sjóðnum hófst fyrir tveimur árum, styrk- ur árið 1975 nam kr. 136.391 og 1976 300 þús., eða alls bæði árin 436.391 krónur. Búast má við, að reikningar sjóðsins verði isendir folöðum bæjarins eftir aðalfund Styrkt- arfélags vangefinna á Norður- landi síðar á þessum vetri. Fyrir tæpu ári voru pöntuð minningarspjöld á vegum sjóðs- hafnarsvæðinu. — Eftirfarandi fréttatilkynning frá Bústólpa fer hér á eftir: Fyrirtækið Bústólpi hf. var stofnað haustið 1968 af nokkr- um bændum í og við Eyjafjörð. Aðaltilgangur félagsins er og velvild ins. Um sl. áramót nam sala þeirra rúmlega 50 þús. krónum. Eina auglýsingin á þeim var sú vinsemd Dags að birta mynd af spjaldinu ásamt umsögn. Velunnurum Sólborgar er bent á, að þessi spjöld, sem eru táknræn fyrir Sólborg, fást keypt á eftirtöldum stöðum: Versl. Asbyrgi, Bókvali, Huld, Jóh. Óla Sæmundssyni, Sólborg og hjá Júdít Jónbjörnsdóttur. Tilmæli hafa borist um, að fá spjöldin afgreidd með símtali og yrðu þau þá árituð og póstlögð frá sölustað, en greiðsla gerð síðar, eftir samkomulagi. Þessi þjónusta verður veitt hjá Bóka- búðinni Huld og Júdít Jón- björnsdóttur, sími 23865. Með þökk allra velunnara Vinarhandar, Helga Gunnarsdóttir, form. kvennadeildar SVN, Júdít Jónbjömsdóttir. hefur verið innflutningur og sala á kjamfóðri. Var strax í upp- hafi náð samningum við Korn- og Foderstof Companiet í Dan- mörku í gegnum umboð þeirra á íslandi, Guðbjörn Guðjónsson í Reykjavík. K. F. K. er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Danmörku og hafa öll viðskipti við það og umboðsmenn þess á íslandi verið eins góð og frek- ast er á kosið. Sérstakar þakkir viljum við færa Bent Clausen, eins af forstjórum K. F. K., fyrir áhuga hans á starfsemi Bú- stólpa og einstaka lipurð í við- skiptum okkar. Fljótlega fór Bústólpi að brydda upp á ýms- um nýjungum í samsetningu á fóðurblöndun í samráði við ráðunauta og fóðurfræðinga. — Má þar til nefna fitubætta blöndu, sem að Bústólpi kom (Framhald á bls. 4). Margt Rifkelsstöðum 14. mars. Hér í Öngulsstaðahreppi starfaði fyr- ir nokkrum árum leikfélag með miklum blóma, en hvernig sem á þvf stendur, hefur verið hljótt um það á síðustu árum. Nú hef- ur Ungmennafélagið Árroðinn brotið ísinn og sýnir sjónleik- inn, Margt býr í þokunni, sem er þýddur leikur og Aðalsteinn Bergdal leikstýrir. Sýningar • Stórþorskurinn Víða berast fréttir af góð- um afla fyrir Norðurlandi og sérstaklega vænum þorski sem og stórþorski og menn spyrja hver annan: Hvaðan kemur þessi þorskur? Er þorskurinn að breyta um hrygningarstöðvar, eða er þetta árangur af því, að er- lendi fiskveiðiflotinn er að mestu horfinn af miðunum? Þessar spumingar brenna á vörum sjómanna, en skýr- ing fiskifræðinga á þessum óvenjulega stóra þorski við Norðurland, sem undanfarið hefur veiðst, hefur ekki kom- ið fram. bæjarins fari fram, og hefur þar sennilega stuðning bæj- arbúa að stómm meirihluta, vaknar sú spuming, hver út- gefandinn eigi að vera. Vill útgáfufyrirtæki í bænum taka að sér útgáfu bókar, eða bókanna, e. t. v. með aðstoð bæjarsjóðs eða án? Hálf þriðja milljón króna til verks eins og söguritunar Akur- eyrar, er fyrst og fremst viljayfirlýsing, fyrsta sporið. Nú er þess að vænta, að skipulega verði að unnið, ef ekki á svo að fara í annað sinn, að þetta vandsama verkefni koðni niður í hönd- um ráðamanna. • Söguritun Akureyrar Bæjarsjóður hefur lagt fram nokkra fjárhæð til að hefja söguritun Akureyrar. Ef rétt er munað, var það mál á dagskrá fyrir nokkrum ár- um, en lítið hefur um það heyrst síðan, þótt eitthvað kunni að hafa verið að henni unnið. Til er bók frá 1948, eftir Klemens Jónsson, Saga Akureyrar, og nær hún yfir tímabilið frá 1787 og fram til 1905. Þar er stiklað á stóru í 215 blaðsíðna bók, sem er fróðleg og glögg svo langt sem hún nær. • Skipulag og vinna Væntanlega verður nú rök- rætt um, hversu að sögu- ritun Akureyrar skuli stað- ið, og sú niðurstaða fengin, að unnt sé að hefja þetta starf og vinna það skipulega og fá það út gefið. Sögurit- unin hlýtur að verða margra manna verk, ef vel á til að vanda, og eflaust í mörgum bindum. Yrðu þá einhverj- um ákveðnum aðilum falið að sjá um ritun hinna ein- stöku þátta, svo sem atvinnu- vegina, einn eða fleiri saman, félags- og menningarmál, heilbrigðismál, íþróttir, byggðamál o. s. frv. • Viljayfirlýsing En þar sem bæjarstjóm Akureyrar hefur með sam- þykkt sinni 8 mars sl. lýst vilja sínum til að söguritun • Könnun á drykkju nemenda Könnun hefur verið á því gerð hve margir af hverju hundraði menntaskólanema drekka áfengi og neyti eitur- lyfja og stóð Landssamband menntaskólanema fyrir könnuninni. Náði könnunin til 1800 menntaskólanema í Menntaskólanum á Akureyri, Kópavogi, Reykjavík, Laug- arvatni og í Fjölbrautarskól- unum í Breiðholti og Flens- borg. Fram kom, að 77 af hundr- aði menntaskólanema neyta áfengis í einhverjum mæli, þar af tólf af hundraði oftar en vikulega. Það kom einnig fram, að nemendur á höfuð- borgarsvæðinu fá sér oftar í staupinu en í skólum utan þessa svæðis, en ekki munar það mjög miklu. • Forvitnir um drykk og fíkniefni Fram kom, að fíkniefna- neysla var ineðal 6,3 af hundraði, en upp í 16 af hundraði hafði prófað fíkni- efnin, þar sem mest var. — Einnig kom fram, að mjög auðvelt er fyrir unglinga að kaupa sér áfengi, en mjög lítil drykkja væri innan veggja skólanna. Þá kom fram, að nemendur byrja oft- ast að drekka vegna áhrifa frá kunningjum. Samkvæmt könnuninni er fíkniefna- neysla hverfandi í skólum utan höfuðborgarsvæðisins. býr í þokunni eru þegar orðnar nokkrar og leiknum vel tekið, því áhorf- endur hafa verið sammála um, að leikurinn sé skemmtilegur og Aðalleikendur eru: Gerður Garðarsdóttir, Katrín Ragnars- dóttir, Ása Jóhannesdóttir, Hulda Jónsdóttir, Kristinn Bjömsson, Kristín Theodórs- dóttir, Vilberg Jónsson og Jó- hannes Sigurgeirsson. Á morgun fer leikflokkurinn austur í Reykjadal og hefur tvær sýningar á Breiðumýri. — Einnig hefur komið til tals að sýna í Tjamarborg í Ólafsfirði. Ungmennafélagið á þakkir skild ar fyrir framtakið. Snjór er lítill en storka ligg- ur yfir landinu og mun vera hauglaust eða hagalítið fyrir bú- fé. J. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.