Dagur - 20.04.1977, Side 1

Dagur - 20.04.1977, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ÁRG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977 17. TÖLUBLAÐ Goði er ferskur, þróttmikill og vel þjálfaður Karlakórinn Goði hefur víða sungið um þessar mundir, og á Akureyri um síðustu helgi. Kórinn skipa bændur úr fjórum hrepp- um í S.-Þing. Manni getur dottið það tvennt í hug, eftir að hafa hlustað á Goða, hvort þessir þing- eysku bændur hafi verið leystir úr álögum eða tími kraftaverkanna sé enn ekki liðinn, og í báðum tilvikum verður hlutur stjórnand- ans, Roberts Bezdeks, stór. En kór þessi er freskur, þróttmikill og vel þjálf- aður. Ekki er ofsagt að segja, að hann komi manni skemmtilega á óvart, jafn- framt því sem hann lyftir söngmennt þingeyinga svo um munar. Hafi kórinn kærar þakkir. n AfbragÖ annarra kvenna Leikfélag Akureyrar, sem í gær minntist sextugsaf- mælis síns á Hótel KEA, sýndi á föstudaginn í leik- húsinu sjónleikinn Afbragð annarra kvenna í tilefni af- mælis síns. Leikstjóri er Kristín Olsoni frá finnska Wasaleikhúsinu. Þetta er fimmta verkefni LA á leik- árinu. í lok sýningarinnar af- henti Helgi M. Bergs bæjar stjóri, LA peningagjöf frá Akureyrarbæ 600 þúsund krónur sem þakklætis og viðurkenningarvott. For- maður félagsins, Jón Krist- insson, þakkaði. □ Þeir hittu bónda á förnum vegi Norðlenskur bóndi var fyrir nokkrum árum á leið milli bæja og var fótgang- andi. Á eftir honum kom bíll frá Rvík. í honum voru 2 lögreglumenn í einkennis- búningum sínum, gull- bryddum. Námu þeir stað- ar og spurðu hvert bóndi ætlaði, en buðu honum síð- an far, því þeir gátu átt samleið. Hinir einkennis- klæddu spurðu bónda á leiðinni, hvort mikið væri að því gert þar um slóðir, að menn keyrðu bíla sína ölvaðir. Já, svaraði bóndi, það er nú þannig hér, að það fær enginn ökupróf nema hann hafi sýnt það, að hann geti ekið blindfullur. Lögreglu- mennirnir fréttu af því síð- ar, að bóndinn var jafn- framt hreppstjóri sveitar- innar og lætur ýmislegt fljóta, þingéyingur. Björgúlfur bíður heimferðar í Slippstöðinni. (Ljósm. E. D.). Nýrtogari til Dalvíkur Rafn Hjaltalín ráðinn gjaldkeri Frú Guðrún Þorleifsdóttir gaf skipinu nafn á Akureyri. Þegar til Dalvíkur kom, söng Karlakór Dalvíkur undir stjórn Gests Hjörleifssonar á bryggj- unni. Gunnar Ragnars afhenti skipið framkvæmdastjóra Ut- gerðarfélags Dalvíkinga, Björg- vini Jónssyni og fluttu báðir ávarp við það tækifæri. Enn- fremur flutti Valdimar Braga- son, bæjarstjóri, ávarp. Síðan var viðstöddum boðið að skoða skipið og á eftir til veitinga í Víkurröst. Þar sagði Hilmar Daníelsson sögu Útgerð- arfélags Dalvíkinga og Þing- mennirnir Jón G. Sólnes og Stefán Jónsson kvöddu sér hljóðs. Bæjarráð hefur lagt til, að Rafn Hjaltalín verði ráðinn bæjar- gjaldkeri. Auk hans sóttu um starfið: Hjörtur Tryggvason, fyrrv. bæjargjaldkeri á Húsa- vík, Kristján A. Jóhannesson, bankagjaldkeri, Reykjavík, og Skúli Jónsson, viðskiptafræð- ingur, Kópavogi, sá síðasttaldi með sérstökum skilyrðum. Heitir Björgúlfur, er 430 tonn og fór strax á veiðar Rafn Hjaltalín, sem er kenn- ari, hefur starfað á bæjarskrif- stofunni síðustu 17 ár í sumar- leyfum sínum og var áður fast- ur starfsmaður þar. □ Tryggvi Jónsson forstj. og Guðrún Þor/eifsdóttir, er gaf skipinu nafn. (Ljósm. E. D.). Laugardaginn 16. apríl afhenti Slippstöðin hf. skuttogara til Útgerðarfélags Dalvíkingú hf. Hlaut skipið nafnið Björgúlfur EA 312, og er það 430 lestir að stærð. Skipið reyndist vel í reynsluferð og var ganghraði 13,2 sjómílur. Togarinn fór sam- dægurs í sína fyrstu veiðiferð. Mesta lengd skipsins er 49,87 m og breidd 9,50 m og var skrokkurinn smíðaður hjá Flekkefjord SIipp & Maskin- fabrik í Noregi, skv. sérstökum samningi þess fyrirtækis og Slippstöðvarinnar. Að öðru leyti er skipið smíðað í Shpp- stöðinni. Rúmmál lesta er 438 rúmmetrar og er þar rúm fyrir 4000 90 lítra fiskkassa. Aðalvél skipsins er af gerðinni Wichmann, 2100 hestöfl og er hún tengd skipti- skrúfubúnaði. Hjálparvélar eru tvær MWM 12 strokka fjórgeng- isvélar. Vindukerfi er af gerð- inni Bruselle, togvindur eru splittvindur, sjóeimari af Atlas gerð og ísvél frá Finsam FIP, sem afkastar 10 tonnum af ís á sólarhring. Skipið er búið öll- um nýjustu siglinga- og fiski- leitartækjum. Skipstjóri er Sig- urður Haraldsson og fyrsti vél- stjóri Sveinn Ríkharðsson. Geysir Hinir árlegu samsöngvar karla- kórsins Geysis hér á Akureyri verða í Borgarbíói dagana 28., 29. og 30. apríl, ennfremur 1. maí. Munu samsöngvamir á fimmtudag og föstudag hefjast klukkan 7 e. h. en á laugardag- inn klukkan 5 e. h. Á sunnudag- inn hefst söngurinn klukkan 3. Að venju er söngskráin fjöl- breytt að efni, bæði íslensk og erlend lög. Kvennakór aðstoðar í þremur lögunum, en alls eru 13 lög á söngskránni. Sex ein- söngvarar koma fram með kórn um, þau Helga Alfreðsdótttr, Guðrún Kristjánsdóttir, Aðal- steinn Jónsson, Freyr Ófeigs- son og Óli Ólafsson. Söngstjóri er Sigurður Demetz Fransson og undirleikari Thomas Jack- man. Forsala aðgöngumiða að sam- söngvumun verður í Bókvali. Mikil svell Gunnarsstöðum í Þistilfirði 18. apríl. Mikið snjóaði hér í morg- un og er kúludráttur á veginum, segja ökumenn. Snjórinn var nægur fyrir. Hláka kom á laug- ardagsmorguninn fyrir páska og tók þá nokkuð, en hún stóð stutt og síðan má segja, að hafi verið vonskuveður. Hér er mik- ill svellgaddur þegar frá sjó dregur. Góð atvinna er á Þórshöfn, bæði við afla togarans og bát- anna, sem hafa fengið allgóðan afla í netin. Grásleppuveiðin er hafin en lítið gefur á sjó og sjó- menn tala um mikinn sjókulda og hafi hann aukið mikið síð- ustu vikurnar. Nú spá menn engu um veð- ur og er skaði að því. Áður sögðu menn veðurspár sínar langt fram í tímann, fleiri menn, og það var svo athugað hver snjallastur væri. Suma dreymdi en aðrir tóku mark á öðrum hlutum í sambandi við veðurspár sínar. Spámennirnir eru ýmist gegnir til ferða sinna eða hættir að spá. Ó. H. Vortónleikar Tímabil vortónleika Tónlistar- skólans á Akureyri er nú að hefjast. Að þessu sinni verða alls haldnir sjö tónleikar, og fara þeir fyrstu fram í Borgar- bíói næstkomandi laugardag kl. 15, þ. e. 23. apríl. Þá flytja 9 söngnemendur Sigurðar Demetz lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Nemendurnir sem koma fram eru: Aðalsteinn Bergdal, Bjarni Jónasson, Guðrún Kristjáns- dóttir, Gunnfríður Hreiðars- dóttir, Helga Alfreðsdóttir, Kristinn Jónsson, Magnhildur Gísladóttir, Óli Ólafsson og Sig- urður Sigfússon. Píanóleik annast tveir af kennurum skólans, þau Anna Málfríður Sigurðardóttir og Thomas Jackman. Aðgangur að tónleikunum er ókepis, en tekið verður við framlögum til Minn- ingarsjóðs Þorgerðar Eiríks- dóttur. (Fréttatilkynning).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.