Dagur - 20.04.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 20.04.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 20. aprfl 1977 ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA F. v.: Hjörtur Gíslason, Viðar Eðvaldsson, Bemharð Haraldsson, Haraldur Ólafsson, Kristján Falsson. (Ljósm. E. D.). Lyftingamenn í landsliðið Akureyrskir lyftingamenn hafa sýnt það og sannað, að þeir eru komnir langt í sinni íþrótt. Nýlega voru þrír þeirra valdir í landslið íslands í lyft- ingum til að keppa á norður- landamótinu sem haldið verð- ur í Reykjavík um næstu helgi. Þar leiða saman hesta sína allar norðurlandaþjóðirn- ar, hver með sína bestu menn í hverjum flokki. Þeir akur- eyringar sem valdið hafa verið eru Hjörtur Gíslason, Har- aldur Ólafsson og Viðar Eð- varðsson. Þá var Kristján M. Falsson valinn varamaður fyrir sinn þyngdarflokk. Þess- ir íþróttamenn hafa með þrot- lausum æfingum og eljusemi náð þeim árangri að skipa landslið þjóðar sinnar, og er það sennilega það sem flesta íþróttamenn dreymir fyrst og fremst um. Meðal annarra frækna kappa í landsliðinu er Hreinn Halldórsson, nýbak- aður evrópumeistari í kúlu- varpi innanhúss, þannig að sjá má að það eru engir aukvisar sem skipa landsliðið. Blaðið óskar piltunum góðs gengis á norðurlandamótinu og óskar þeim um leið til hamingju með glæsilegan árangur. Brunmót Nk. laugardag verður haldið á Akureyri opið mót í bruni, en ekki hefur verið haldið opin- bert mót í þeirri grein um langan tíma. Búist er við keppendum allsstaðar að af landinu. Reiknað er með að brautin verði tilbúinn á sum- ardaginn fyrsta, þannig að væntanlegir keppendur geta æft sig í henni þá og á föstu- dag, ef veður leyfir. Ætlað er að allir sem fara í brautina verði með öryggishjálm, og mun ekki veita af, því meðal- hraði í slíkri braut er yfir 100 km á klukkustund. Áhorfend- ur eru hvattir til að fjölmenna í Hlíðarfjalli á laugardaginn og sjá okkar bestu skíðamenn í brunkeppni. „Morðsaga" „Morðsaga“, kvikmynd Reynis Oddssonar, verður frumsýnd á Akureyri nk. fimmtudag, sum- ardaginn fyrsta. Kvikmyndin hefur verið sýnd við mjög mikla aðsókn sunnanlands að undan- förnu. Alls hafa rúmlega 35 þús. manns séð myndina. Á Akureyri verður myndin sýnd í Nýja bíói. Tvær sýningar verða á dag, kl. 9 og 11. Myndin hefur hlotið mjög góðar viðtökur almennings og gagnrýnenda. Gissur Sigurðs- son skrifar í Dagblaðið: „Mynd- in er áþreifanlega áminning til okkar um hvaða spilling, and- leg og líkamleg er að þróast hér undir velmegunargrímunni. — Svokallaður virðulegur auðug- ur kaupsýslumaður, virtur vegna auðæfa sinna, reynist hins vegar ótrúlega rotinn. Kúg- ar konu sína, heldur reglulega fram hjá henni og leggur svo ást á uppeldisdóttur sína.“ Höfundur og stjórnandi myndarinnar er Reynir Odds- son, en helstu leikendur eru Steindór Hjörleifsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Þóra Sigþórs- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Guðrún Stephensen, Sigrún Björnsdóttir, Þóra Borg, Pétur Einarsson og Elfa Gísladóttir. — Þóra Sigþórsdóttir. Þúsund tunnur til Sovét Nú er verið að flytja út eitt þúsund tunnur af málningar- vörum frá Efnagerðinni Sjöfn til Sovétríkjanna og læt- ur nærri, að útflutningsverðmætið sé 100 milljónir króna. Samið var um sölu á 450 tonn- um af háglans-lakki og verður búið að afgreiða það í maílok í vor og er von á viðbótarsamn- ingi síðar á árinu. Áður hefur Sjöfn flutt út lakkvörur til sömu aðila, en ekki í svona stórum Efnaverksmiðjan Sjöfn, sem SÍS og KEA eiga til helminga, -var stofnuð 1932. Reksturinn hefur löngum gengið vel og sala hefur aukist mjög á mörg- um síðustu árunum. Verk- smiðjustjóri er Aðalsteinn Jónsson. Verksmiðjan flutti mikið af starfsemi sinni í Glerárgötu árið 1972. Framleiðslan er einkum tvíþætt hin síðari árin, annars vegar málningarvörur og svo hreinlætisvörur og hafa máln- ingarvörumar vinninginn.. En framleiðsluverðmæti verksmiðj unnar á síðasta ári nam 575 milljónum króna, en magnið var 2300 tonn. Starfsfólkið er um 50, sumir í hálfs dags starfi. Á rannsóknarstofu vinna fjórir og er þar stöðugt unnið við eftir- lit og nýjar vörur kannaðar. Hreinlætisvörumar eru margar og kunnar, og af nýjum greinum má nefna Alfa Beta til hreingerninga í mjólkuriðn- aði og öðrum matvælaiðnaði, og ennfremur framleiðir verksmiðj Lítill tunnustafli af málningu. an nú þrjár tegundir af lími fyrir byggingariðnaðinn, Rex 33, Rex 44 og Rex 55. Sala hef- ur aukist mjög á Vex-hreinlæt- isvörunum. Málningarvörurnar frá Sjöfn hafa náð vinsældum og vex sala á þeim ár frá ári, svo sem Poly- tex-plastmálningunni, Rex olíu- málningunni og Met-vélalökk- unum. □ (Ljósm. E. D.). • Að vinna hjá sjálfum sér. Hver maður, sem sjálfum sér vinnur og er sinn hús- bóndi, reynir að haga störf- um sínum þann veg, að hvert dagsverk hans skili sem mest um órangri, og einnig, að vinnan sé eins auðveld og framast er kostur. Líklega kemur mismunur á hæfileik- um manna í þessa ótt, hvergi betur og greinilegar fram en við búskapinn, enda krefst búskapurinn fjölhæfrar þekk ingar, vitsmuna og dugnaðar. Auk þess verður hver bóndi að vinna með hag framtíðar- , innar fyrir augum og hann heimtir ekki daglaun sín að kveldi. • Að vinna hjá öðrum. Oft virðist þessu á annan veg farið í ýmsum öðrum starfsgreinum. Þar kemur einnig fram sú sterka til- hneiging að hrúga fólki utan á starfsgreinar, ón þess af- köst aukist, og er þetta sér- staklega áberandi hjá sum- um opinberum fyrirtækjum. Allir heilbrigðir menn og konur, sem selja vinnu sína, vilja skila sómasamlegu dagsverði, sjólf sín vegna. Þeir vilja ekki selja svikna vöru. En viða vill það við brenna, að verkstjóm er þann veg farið, að vinnan verður likari dútli cn vinnu. • Fréttabréf. Fréttabréf, gefið út af starfs- mannaráði Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, flytur ýmis konar fróðleik og enn- fremur gamanmál. Þar segir meðal annars frá því, að á síðastliðnu ári hafi 620 manns starfað við sjúkrahúsið, en margir þó aðeins skamman tíma og aðrir aðeins hluta úr starfi. En að jafnaði var starfsfólk um 250 manns. Til gamans má geta þess, segir í fréttabréfinu, að árið 1956 störfuðu um 70 manns við sjúkrahúsið. • Áætlunin stenst ekki. í viðtali við Torfa Guðlaugs- son, framkv.stj. Fjórðungs- sjúkrahússins, kemur fram, að árið 1971 hafi stjórnvöld ákveðið, að stækkun sjúkra- hússins færi fram á átta ór- um og henni væri lokið 1980, og ætti þá að rúma 240 —250 sjúkrarúm. Með hverju ári sem nú líður, fjarlægj- umst við þessa áætlun, segir Torfi, og með núverandi byggingarhraða stefniun við á 20—25 ára byggingartíma, sem átti að verða 8 ár. Fram kvæmdastjórinn spáir þvi þó, að eftir tvö eða þrjú ár verði verulegur hluti kjarna- hússins kominn í gagnið, t.d. skurðdeild með tilheyrandi aðstöðu. • Sín ögn af hvoru. Og enn segir í Fréttabréf- inu: Lækningarannsóknir hafa tekið svo miklum fram- förum, að nú fínnst varla nokkur fullfrískur maður. — Ennfremur: Við aðallyftu starfsfólks FSA hangir til- kynning, sem hljóðar svo: Starfsfólk FSA svo og aðrir eru beðnir að trimma ó milli hæða, en brúka ekki lyftuna að nauðsynjalausu. Vinsam- lega takið þetta til athugun- ar og stuðlið að betri heilsu sjálfra ykkar. Sjáumst í stigaganginum. • Staka að vestan. Eftir að Dagur varð offset- prentaður, sendi öldruð kona úr Skagafirði honum eftirfarandi stöku, sem hér með er þökkuð: Ljóminn um þig leikur, Dagur, landinn fréttaþyrstur bíður. Mikið ertu fatafagur og fágaður á allar síður. Vorkoman tókst mjög vel Lionsklúbbur Dalvíkur efndi til menningarfyrirbæris þar á staðnum um síðustu helgi, er nefnd var Vorkoman á Dalvík. Mjög stór og yfirgripsmikil hús- gagnasýning var í skólanum og íþróttahúsinu. Sýndu þar mörg fyrirtæki, en Augsýn á Akur- eyri átti þar stærstan hlut. En húsgögnin voru bæði innlend og erlend. Ennfremur voru mál- verkasýningar. Sýndu þar Al- freð Flóki, Einar Helgason og Guðmundur Ármann Sigurjóns- son. Vorkoman á Dalvík stóð á laugardag til sunnudags. — Á laugardaginn las Inga Birna Jónsdóttir úr eigin verkum og Pétur B. Lúthersson, húsgagna- arkitekt flutti erindi. Á sunnu- daginn las Kristján frá Djúpa- læk úr verkum sínum. Kristín Guðmundsdóttir híbýlafræðing- ur flutti erindi um eldhúsixm- réttingar og Gísli Jónsson flutti erindi. Aðsókn var alveg ágæt og þótti þessi menningarvið- leitni takast framúrskarandi vel í alla staði. V. B. Flugbjörgunarsveit Akureyrar Miklar endurbætur og upp- bygging fara fram á Galtalæk, þar sem Flugbjörgunarsveitin hefur aðsetur. Sveitin hefur far- ið þess á leit við bæjarráð, að Akureyrarbær veiti félaginu sjálfsskuldarábyrgð til trygg- ingar láni að upphæð einnrar og hálfrar milljóna króna hjá Byggðasjóði, en jafnframt falli niður bæjarábyrgð, sem sam- þykkt var á sl. ári. Bæjarráð hefur lagt til, að orðið sé við þessari beiðni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.