Dagur - 26.05.1977, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LX. ARG. AKUREYRI, FIMMTUDAGUR 26. MAl 1977
23. TÖLUBLAÐ
m \\m\ nda'iö® pap?"
H ■■■■
Tilbúið flugslys
Á laugardaginn var flug-
slys sviðsett á Norðaustur-
landi á vegum Almanna-
varnarnefndar. 'Átti flug-
vél með 32 mönnum frá
Jan Mayen að verða fyrir
bilun og nauðlenda á ó-
þekktum stað á íslandi og
var síðast haft samband við
hana á Raufarhöfn.
Slysavarnadeildir, flug-
björgunarsveitir, hjálpar-
sveitir skáta og lögreglan
komu nú á vettvang.
Vélin fannst við Þverá í
Dalsmynni og þar voru þá
sviðsettir slasaðir menn,
sem komast þurftu undir
hendur lækna og hjúkrunar
manna og síðan í sjúkrahús.
Talið er, að yfir 500
manns hafi tekið þátt í
þessari æfingu, og talið, að
margt hafi í ljós komið, sem
betur mætti fara ef raun-
verulegt slys af þessu tagi
bæri að. Mun þessi æfing
þvf hafa verið lærdómsrík
og engin veit hvort eða
hvenær slík fyrirhöfn kann
að geta borgað sig, jafnvel
margfaldlega.
í
■
pý'jm
Vegir góöir
Samkvæmt upplýsingum
Vegagerðarinnar eru flest-
ir vegir sæmilegir og lítið
grafnir. Klaki er þó víða
nokkur í þeim, en þó er
von til þess, vegna mikilla
þurrka undanfarið, að þeir
grafist ekki mikið héðanaf.
En víða eru vegir harðir.
Vaðlaheiði er ekki leyfð
yfir tveggja tonna farar-
tækjum, m. a. vegna bil-
aðra ræsa. Fljótsheiði hefur
verið mokuð, en vegurinn
er ennþá lokaður.
í Kinn og á Tjörnesi
standa yfir viðgerðir á veg-
um vegna vatnaskemmda.
Skemmdir af vatnavöxt-
um, sem mestir urðu á
mánudaginn, þegar hitinn
fór yfir 20 gráður, urðu
hvergi miklar hér í næsta
nágrenni, en þó komu víða
smáskörð í vegi.
Vegurinn á milli Mý-
vatnssveitar og Grímsstaða
er ófær vegna vatnavaxta
og sama er að segja um
veginn lengra austur á
Fjöllunum.
m
n
Hreyfing í
samningunum
Lauslegar fregnir herma,
að örlítil hreyfing sé á
samningamálunum. Vinnu-
veitendur lýstu því yfir á
þriðjudaginn, að þeir væru
reiðubúnir að samþykkja
hugmyndir sáttanefndar
um að jafngildi 2,5% kaup-
taxtahækkunar fari til af-
greiðslu á sérkröfum ein-
stakra landssambanda, og
þykir þetta spor í sáttaátt.
Loftmynd af Akureyri,
geta, að unnið er fullum krafti
við hina stóru vöruskemmu
Eimskips á hafnarbakkanum. —
Um aðrar hafnarframkvæmdir
er það að segja, að þær takmark-
ast mjög af fjárskorti, en þó
verður unnið . nokkuð að hafn-
argerð við Slippstöðina í sumar
einkum í sambandi við endur-
bætur dráttarbrautarinnar.
Skólamálin eru stöðugt í
brennidepli. Nýtt og mjög full-
komið íþróttahús við Glerár-
skóla var tekið í notkun fyrr á
þessu ári og ríkir almenn
ánægja með það, sérstaklega í
þeim bæjarhluta. Verið er að
ljúka við austurálmu Oddeyrar-
skólans. Upp við Lundarskóla
verður í haust tekin í notkun
önnur kennsluálma þar. Og fyr-
ir liggur að hefja byggingu
svæðisíþróttahússins, og strax
í byrjun næsta mánaðar verður
hafin jarðvegsvinna á bygging-
arstað. Það verk var boðið
út og bárust tvö tilboð, sem
eftir er að semja endanlega um,
en þau voru bæði frá fyrirtækj-
Framkvæmdaár á Akureyri
Helgi M. Bergs, bæjarstjóri gefur
blaðinu yfirlit um stærstu málin
Þegar blaðið hitti bæjarstjórann
á Akureyri, Helga M. Bergs, að
máli á miðvikudaginn og leitaði
hjá honum frétta af nokkrum
stærstu viðfangsefnum bæjar-
ins á þessum vordögum, sagði
hann efnislega á þessa leið:
Hagstæð veðrátta í vetur hef-
ur gert okkur kleift að vinna
við gatna- og holræsagerð í Gler
árhverfi og að því verkefni er
unnið. Þar eru einnig Vatns-
veita og Rafveita að störfum,
og í Glerárhverfi færist nú mest
af íbúðabyggingum bæjarins,
bæði nú og á næstu árum. Er
þessu verki mjög langt komið
og fara þá vinnuflokkar bæjar-
ins að skipta um jarðveg og
lagnir í hinum ýmsu götum
bæjarins, svo sem Helgamagra-
stræti og styttri götum þar i
grennd og víðar í bænum.
Mér sýnist, að byggingafélög-
in hafi nú þriggja ára verkefni
framundan í Glerárhverfi, þar
sem fjölbýlishús rísa á úthlut-
uðum lóðum. Ennfremur verða
byggð einbýlishús og þó meira
á næsta ári. Glerárhverfi er nú
þegar orðið stór bæjarhluti, en
mun vaxa ört á næstu árum.
Lundarhverfið verður senn
fullbyggt þótt verið sé þar að
fara á stað með tvær stórar
blokkir, 30 íbúðir hvor, en þar
verður um það bil fullbyggt á
næsta ári, ásamt nokkrum ein-
býlishúsalóðum, sem eftir er að
byggja á. Eftir er þó ein stór lóð
í þessu hverfi, sem verkamanna-
bústaðastjórnin hefur tryggt sér
undir fjölbýlishús. Síðan verða
allar nýbyggingar norðan Gler-
ár.
Stærsta verkefni bæjarins er
þó hitaveitan og jarðvegsskipti
í götum, vatns- og holræsalagn-
ir þar sem þörf er á, miðast við
hitaveituframkvæmdirnar. —
Jarðvegsskiptin verða að ganga
á undan og eru þessi verkefni
því nátengd. En um leið og
hitaveitan er komin í jörðina,
er lagning varanlegs slitlags
auðvitað óhjákvæmileg fram-
kvæmd.
Helgi M. Bergs, bæjarstjóri.
Bærinn hefur nú tekið all-
stórt lán til Rafveitunnar og til
hitaveitunnar er búið að taka
um 200 milljóna króna lán er-
lendis og við höfum sótt um stór
lán til viðbótar. Þá er Vatns-
veitan með miklar framkvæmd-
ir, sem hafnar verða í sumar
með byggingu fjögur þúsund
Á iðnkynningunni á Sauðár-
króki voru menn og fyrirtæki
heiðraðir, svo sem hér segir:
Landssamband iðnaðarmanna
•heiðlraði Hróbjart Jónasson,
Guðjón Sigurðsson, Óskar Stef-
ánsson, Þórð P. Sighvats, Guð-
mund Sigurðsson og Fjólmund
Karlsson.
Félag íslenskra iðnrekenda
heiðraði fyrirtæki, sem starfað
tonna geymis í landi Rangár-
valla. Vatnsgeymir þessi er tal-
inn nauðsynlegur til trygging-
ar öruggu neysluvatni í bæn-
um, því vatnsþörfin er orðin
mjög mikil og nú er vatnið ekki
rennandi eins og áður var, held-
ur þarf að dæla því hluta leiðar-
innar frá Hörgáreyrum á Þela-
mörk.
í sambandi við hitaveituna er
vatns enn leitað, svo sem kunn-
ugt er. Enn er ekki ljóst hver
árangur verður af þeirri síðustu
borholu Jötuns, sem nú er unn-
ið að. En ákveðið er að bora í
sumar tvær holur með öðrum
bor, aðra á Grísará, vestan
Eyjafjarðarár, og hina sennilega
við Brúnalaug, austan ár.
Um nýju vöruhöfnina er það
að segja, að viðlegukanturinn
er að verða tilbúinn og verður
þetta mannvirki tekið í notkun
innan skamms. Og þá er þess að
um hér á staðnum. Grunninn
á að verða hægt að steypa fyrir
haustið eða veturinn og e. t. v.
loka kjallaranum. En unnið
verður fyrir 50 milljónir króna
í ár. Fyrirhugað er að koma
upp sérkennslu við Lundar-
skóla og Glerárskóla í nýjum
húsakynnum, og margt fleira er
á döfinni í skólamálunum
næstu árin.
Við höfum vonir um, að bygg-
ingar við Fjórðungssjúkrahús-
ið komist eitthvað áleiðis á
þessu ári. Bærinn á hluta að
því, en Innkaupastofnun ríkis-
ins sér um framkvæmdirnar. —
Fjárskortur hefur tafið fram-
kvæmdir meira en okkur líkar.
Nýlegur fundur með ráðherrum
og þingmönnum gefur tilefni til
meiri bjartsýni í þessum efnum
en áður, segir bæjarstjóri að
lokum, — og þakkar blaðið upp-
lýsingarnar.
urinn endist okkur fram að há-
tíð, þar sem yfirvinnubannið
tefur fiskvinnsluna. Eyrún er á
netum og aflar lítið.
Tveir bátar stunduðu grá-
sleppuveiðar á Flatey, en þeir
eru komnir heim og söltuðu
sam.t í nær 90 tunnur af hrogn-
um. Á trillubátum er einnig
stunduð grásleppuveiði hér við
eyna og hefur aflast nokkuð
sæmilega. Svo eru sportmenn-
irnir komnir á stúfana með lóru
og þeir hafa aflað svona sæmi-
lega. Loðna er notuð til beitu.
Heilsufar er gott, en viðkoma
lítil hjá mannfólkinu, hvernig
sem á því stendur. Skóla er lok-
ið og börnin frjáls. S. F.
Handavinnusýning
aldraðra
Vistfólk Dvalarheimilisins Hlíð
(Elliheimili Akureyrar) heldur
handavinnusýningu 30. maí
] (annan hvítasunnudag) kl. 14.
Heiðruð á Sauðárkróki
Unaðslegir dagar
Hrísey 25. maí. Hér er unaðslegt
veður og hefur verið svo í
marga undanfarna daga, hver
dagurinn öðrum betri, allur
snjór horfinn, jörðin að grænka,
mikið um fugla sem farnir eru
að verpa, og Finnur kominn að
skoða rjúpuna.
Og svo er nægur fiskur, því
Snæfellið kom með 160 tonn í
fyrradag og landaði þar af 60—
70 tonnum á Dalvík. En afgang-
hafa í 25 ár eða lengur: Sauðár-
króksbakarí, sem starfað hefur
í 50 ár, Trésmiðjan Björk, Tré-
smiðjan Ingólfur og Trésmiðja
KS. Samband útflutningsiðn-
aðarins heiðraði Loðskinn hf.,
Landssamband iðnverkafólks
heiðraði Kristínu Sigurjónsdótt-
ur, Margretu Kristinsdóttur,
Sigríði Árnadóttur og Jón Jón-
asson.