Dagur - 15.06.1977, Qupperneq 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar: Ritstjóm 11106, Augl. og afgreiðsla 11167
Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf.
Máttur
sam-
takanna
Sú gæfa hefur fylgt Kaupfélagi Ey-
firðinga frá fyrstu tíð, að samvinnu-
hugsjónin og almennur skilningur á
þýðingu samvinnustarfs til heilla
fyrir nærliggjandi byggðir, hefur
verið heil og sterk. Eyfirskir bændur
og akureyringar virðast skilja það
betur en aðrir landsmenn, hvers
virði samvinnustarfið er og því hef-
ur samvinnufélag þeirra, KEA, orð-
ið hið stærsta á landinu. Hin ómet-
anlega samstaða samvinnumanna við
Eyjafjörð, hvar í flokki sem þeir
standa, kom vel fram á síðasta aðal-
fundi, þar sem árásum á samvinnu-
samtökin og bændur landsins var
svarað með einarðlegri ályktun, sem
samþykkt var samróma og fer hér á
eftir:
„Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga andmælir kröftuglega þeim
óheiðarlega áróðri, sem haldið er
uppi gegn íslenskri samvinnuhreyf-
ingu af ákveðnum öflum í landinu.
Jafnframt fordæmir hann þá ófræg-
ingarherferð á hendur landbúnað-
inum, sem rekinn hefur verið af
sömu eða skyldum aðilum á undan-
fömum missemm og náð hefur há-
marki með þeirri fáránlegu fullyrð-
ingu, að efnahag þjóðarinnar væri
best borgið ef landbúnaður væri
lagður niður.
Það er skoðun fundarins, að í þess-
um og þvílíkum áróðri birtist ákveð-
in viðleitni vissra afla á höfuðborgar-
svæðinu til að vinna gegn þeirri
landsbyggðarstefnu, sem rekin hef-
ur verið á valdatíma núverandi og
fyrrverandi ríkisstjóm.
Fundurinn lýsir fyllsta stuðningi
við áframhald öflugrar landsbyggða-
stefnu á fslandi.
Öflugur, framsækinn landbúnað-
ur er óhjákvæmileg forsenda fyrir
búsetu og þar með athafna- og menn-
ingarlífi í flestum meginhéruðum
landsins. Án hans verður engin raun-
veraleg landsbyggðastefna rekin.
Til þess að varðveita þann árang-
ur, sem landsbyggðastefnan þegar
hefur borið og tryggja framhald
hennar, er nauðsynlegt að þeir sem
hana styðja, standi saman henni til
fulltingis og verja fyrir þeim þjóðfé-
lagsöflum, sem vilja hana feiga.
í þessu skyni hvetur fundurinn
eindregið til meiri og betri sam-
stöðu samvinnuhreyfingarinnar og
verkalýðshreyfingarinnar, bænda-
samtakanna og annarra fjöldasam-
taka, sem vilja tryggja búsetu í öllum
byggðum landsins."
i
(Ljósm. E. D.)
Nokkrir fulltrúar á leið til aðalfundar KEA á Akureyri,
- Aðalfundi KEA er lokið
Framhald af 1. síðu.
milljónir vegna nýju mjólkur-
stöðvarinnar og 112 milljónir
króna til útibúsins við Hrísa-
lund, sem tók til starfa á árinu.
Þá var allmikið fjárfest í flutn-
ingatækjum og fiskvinnslustöðv-
unum á Dalvík og í Hrísey. —
Heildarfjármunamyndun fé-
lagsins á árinu nam 170—180
milljónum króna. Þannig var
samvinnustarfið við Eyjafjörð
hagstætt á árinu.
Fram kom, að ekki náðist
fullt grundvallarverð fyrir
mjólk, en hins vegar mun verð-
jöfnunarsjóður bæta það að
nokkru með 28 aurum á lítra.
Fyrir ,sauðfjárafiirðir 1975/76
greiddi félagið hins vegar um-
fram grundvallarverð og einnig
fyrir nautgripakjöt. Félagið tók
á móti 22,1 milljón litra af
mjólk og 55.400 fjár. Ennfrem-
ur tók félagið á móti fiski á
Akureyri, Dalvík, Hrísey og
Grímsey og víðar, svo sem gert
hefur verið á undanfömum ár-
um.
Á aðalfundi Kaupfélags Ey-
firðinga urðu mjög miklar og
almennar umræður, bæði um
skýrslur stjómarformanns og
kaupfélagsstjóra. Sérmál fund-
arins var fræðslu- og félagsmál
samvinnuhreyfingarinnar. —
Framsögumenn voru Hjörtur E.
Þórarinsson, Rögnvaldur Skíði
Friðbjarnarson og Gunnlaugur
P. Kristinsson. Samþykkti fund-
urinn ýtarlega ályktun um
þetta mál, sem meðal annars
verður send til aðalfundar
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga, sem haldinn verður 14.
og 15. júní í Reykjavík, og tek-
ur Sambandið það mál sérstak-
lega fyrir.
Gefin var skýrsla um Menn-
ingarsjóð KEA og kom þar fram
að nýlega var úthlutað 14 styrkj-
um að upphæð rúmlega 2
hillj. kr. Þá styrki hlutu: Mið-
garðakirkja í Grímsey, Rækt-
unarfélag Norðurlands, Samtök
um náttúruvernd á Norðurlandi,
Leikfélagið Vaka, Grenivík,
Skíðafélag Dalvíkur, Þelamerk-
urskóli, Náttúrulækningafélag-
ið á Akureyri, Hið íslenska bók-
menntafélag, Hvíldarheimilið
að Syðra-Laugalandi, kirkju-
bygging í Glerárhverfi, I. B. A.,
Helga Hilmarsdóttir Kristján
Jóhannsson og Saga Jónsdóttir.
Vegna erindis Kaupfélags Ól-
afsfjarðar um sameiningu við
KEA, samþykkti aðalfundurinn
ályktun, sem opnar leiðina af
hálfu Kaupfélags Eyfirðinga
fyrir sameiningu félaganna.
Samþykkt var að nema úr
lögum félagsins það ákvæði, að
fastir starfsmenn hefðu ekki
rétt til setu í stjóm félagsins.
Þá var samþykkt að stjórnin
gærti heimilað tveim mönnur
úr hópi starfsmanna að sitja
stjórnarfundi sem áheyrnarfull-
trúar með málfrelsi og tillögu-
rétti. Gert er ráð fyrir, að ann-
ar sé frá Akureyri, en hinn úr
hópi starfsmanna utan Akur-
eyrar.
Hringur Jóhannesson opnaði
málverkasýningu í boði Mennta-
skólans á Akureyri laugardag-
inn 11. júní næstkomandi. Sýn-
ingin er í kjallara Möðru-
valla og verður opin til 19. júní.
Á undanförnum árum hafa á
vegum Menntaskólans á Akur-
eyri verið haldnar myndlistar-
sýningar á Möðruvöllum og hafa
þar sýnt meðal annarra: Þor-
valdur Skúlason, Örlygur Sig-
urðsson og Sveinn Björnsson.
Stefnt er að því að sýningar
verði árlega í tengslum við
skólaslit Menntaskólans.
Hringur Jóhannesson listmál-
ari er þingeyingur, frá Haga í
Aðaldal, og hefur vakið athygli
sem listamaður hérlendis og er.
Eggert Ólafsson, bóndi í Laxár-
dal, sagði eftirfarandi einn
fyrsta dag júnímánaðar, þá á
leið heim til sín úr höfuðborg-
inni:
Tvíburabróðir minn í Reykja-
vík, sem er húsgagnasmiður,
Kjartan að nafni, sagði mér frá
því nú í gær, að hann hefði ekki
fyrir löngu farið á sjó með vini
sínum frá Hliði á Álftanesi. En
þeir voru með sjóveiðistangir og
voru að fiska.
Þegar þeir voru að koma að
landi og áttu eftir um 200 metra
leið upp í vörina, sá Kjartan
stúlku eina í fjörunni, framan
við gömul hús, sem þar standa.
Sýndist þetta fremur ung stúlka,
ljósklædd að ofanverðu en í
dekkra pilsi. Kjartan undraðist
þetta nokkuð og horfði góða
stund á stúlkuna, þar sem hún
gekk eftir fjörukambinum. Hún
gekk svo frá sjónum svo hús bar
á milli en hann sá hana á ný,
fór þá að segja vini sínum frá
og leit af stúlkunni, en þegar
hann leit upp til landsins á ný,
var hún horfin.
Ekki var gesta von á þessum
stað, enda spurðist ekki af nein-
um, sem þama hafði verið á
ferð. En nokkrum mánuðum
síðar, er þeir félagar voru aftur
á sjó og voru að koma að landi,
bar svipaða sýn fyrir Kjartan á
ný og þekkti hann þar sömu
konuna.
Þetta kom bróður mínum
Aðalfundur KEA lýsti stuðn-
ingi við launajöfnunarstefnu Al-
þýðusambands íslands og and-
mælti kröftuglega þeim óheið-
arlega áróðri sem haldið er
uppi gegn íslenskri samvinnu-
lendis á undanförnum árum. —
Hann nam við Handíða- og
myndlistaskólann í Reykjavík á
árunum 1949—1952, lauk þaðan
teiknikennaraprófi og hefur
síðan kennt við myndlistarskóla
í Reykjavík. Fyrstu einkasýn-
ingu sína hélt hann í Reykjavík
árið 1962 og hefur síðan árlega
sýnt verk sín, bæði á íslandi og
víða erlendis. Síðasta sýning
hans var að Kjarvalsstöðum í
Reykjavík snemma á þessu ári
og hlaut hún afbragðsgóða
dóma. Hringur hefur áður sýnt
á Akureyri,
Sýning Hrings var opnuð
11. júní kllukkan 16.00 og verð-
ur opin daglega klukkan 16.00—
22.00. (Fréttatilkynning).
mjög á óvart, því hann hefur
aldrei séð neitt óvenjulegt frem-
ur en ég. Ræddi hann um sýn
þessa við mann einn, sem lengi
hefur starfað í sálarrannsóknar-
félaginu, sem sagði eitthvað á
þá leið, að maður einn á hans
vegum hefði þarna átt að dvelja,
en neitaði, eftir fyrstu nóttina,
að vera einn þar lengur. H..nn
sagði ennfremur, að einn og
einn framliðinn hefði svo
sterk sambönd, að venjulegir
menn, lausir við dulræna hæfi-
leika, sæju þá skýrt og greini-
lega.
Ekki hafa heyrst af því sagnir
er skýra þetta fyrirbæri í vör-
inni á Álftanesinu.
• Spákvisturinn.
íslendingar eru sagðir dulrænni
en flestir aðrir og kom það með-
al annars í hugann þegar kona
ein frá Bandaríkjunum var ný-
lega fengin hingað til lands til
þess að ráðleggja vísindamönn-
um um jarðfræðilegar aðstæð-
ur á Kröflusvæðinu. Konan heit
ir Farelli og hefur verið ýmsum
fyrirtækjum til ráðuneytis í
olíu- og málmleit, ennfremur
við leit að vatni og fornminjum.
Hún kom á vegum Guðmundar
Einarssonar verkfræðings en
ekki Orkustofnunar. Sagt er að
hún hafi svartan, lítinn kassa
meðferðis, en ekki önnur tæki.
Gamlar sagnir og sögur geta
um spákvisti, sem menn höfðu
hreyfingu og landbúnanðinum.
Ályktanir um þessi mál verða
birtar sérstaklega.
Stjórn KEA skipa: Hjörtur E.
Þórarinsson, formaður. Sigurð-
ur Óli Brynjólfsson, Kristinn
Sigmundsson, sem nú var end-
urkjörinn til þriggja ára, Jón
Hjálmarsson og Gísli Konráðs-
son. Varamenn eru: Sigurður
Jósefsson og Jóhannes Sig-
valdason. Endurskoðendur eru:
Ragnar Steinbergsson, sem nú
var endurkosinn til tveggja
ára og Hilmar Daníelsson.
Kaupfélag Eyfirðinga bauð
fulltrúum aðalfundarins til
söngskemmtunar í Samkomu-
húsinu að kveldi beggja fund-
ardagana. — Fyrra kvöldið
skemmti Geysir, undir stjórn
Sigurðar Demetz Franzsonar,
og síðara kvöldið skemmti Karla
kór Akureyrar, en þar er söng-
stjóri Guðmundur Þorsteins-
son. Ennfremur neyttu fundar-
gestir matar og kaffis báða
fundardagana á Hótel KEA í
boði félagsins.
til að leita að vatni með, einkum
eða eingöngu erlendis og með
furðulega góðum árangri. Spá-
kvistur var viðarteinungur. —
Með hann gengu menn um leit-
arsvæðið, héldu með sérstökum
hætti á spákvistinum og fylgd-
ust með viðbrögðum hans þar
sem vatn var undir. En þessa
leit gat ekki hver sem var gert,
heldur aðeins þeir, sem ein-
hverjum dulrænum hæfileikum
voru gæddir.
Hingað á skrifstofur blaðsins
kom maður að nafni Jóhann
Baldvinsson vélstjóri frá Skaga-
strönd, nú á Blönduósi, og
sagði eftirfarandi:
Sumrin 1936 og 1937 vann ég
i síldarverksmiðjunni á Dag-
verðareyri. Þar vantaði vatn og
var mikið rætt um hversu úr
mætti bæta. Ég hafði í Noregi
fylgst með notkun spákvists
sem þar var notaður með ágæt-
um árangri og langaði til að
prófa þetta hér.
Fór ég í garð Kristjáns bónda
Sigurðssonar á Dagverðareyri
og valdi mér viðarteinung til
leitarinnar. Fór ég svo að ganga
um svæðið, þar sem helst var
vatns von. Og viti menn: Mér
fannst teinungurinn á einum
stað segja til um vatn. En það
gerist á þann veg, að teinung^
urinn, eða spákvisturinn, lyftij
sér í hendi manns þar sem vatn
er undir. Ég merkti staðinn. Þar
var grafið og þar kom upp vatn,
sem bjargaði málinu, sagðii Jó-
hann að lokum.
Hringur sýnir á Akureyri
Stúlkan í fjörunni.
4•DAGUR
Lönd í eigu bæjarins
A kureyrarkaupstaður er mikill landeigandi, bæði innan
ilL og þó einkum utan skipulags síns. Spanna lönd bæjar-
ins allt frá Hrafnagilshreppi að sunnan, að Ytra-Krossanesi
að norðan. Til fjallsins á bærinn mikil lönd, að ógleymdum
Glerárdal. Á landssvæði bæjarins eru nokkrar bújarðir, sem
hefur þó farið fækkandi og landnytjar jarðanna látnar þjóna
öðram tilgangi en við hefðbundinn búskap. Þessa breytingu
skýra margvísleg umsvif bæjarfélagsins sjálfs, sem stöðugt
eykst að byggð og umfangi. En einnig hlýtur bæjarfélagið
að mæta óskum hinna mörgu bæjarbúa, sem sækja það jafn-
an fast að eiga hesthús og kindakofa, ennfremur kartöflu-
garða.
Bændablóðið, sem rennur í æð-
um flestra akureyringa, segir til
sín á margan hátt. Þeir áttu í
vetur 2700 fjár eða rúmlega
það á fóðrum og 728 hross. Bú-
fjáreigendur eru mjög margir
og því er búskapurinn víðast
smár í sniðum, einkum hvað
sauðfjárræktina snertir. En til
er að stöku maður eigi tugi
hrossa, eða allt að fimmtíu. —
Þessi búpeningur allur þarf
mikið heyfóður á vetrum og
mikla sumarhaga.
Byggingar, bæði hesthús og
fjárhús, hafa orðið að víkja um
set út úr bænum, eftir því sem
hann stækkar og hefur af því
skapast nokkur togstreita milli
búfjáreigenda og bæjaryfir-
valda. Það er stefna bæjaryfir-
valda ,sem í þessu efni hefur
stundum verið fremur skamm-
sýn og einnig þröngsýn, að bú-
skapur og þéttbýli gæti ekki
farið saman og því hafa búfjár-
eigendur stundum verið á
nokkrum hrakhólum með sína
starfsemi.
Það ætti að vera hverri borg
og fjölmennum kaupstað keppi-
kefli að hafa í byggð sinni, eink-
um þar sem fjölmenni er mest,
bæði hesthús og fjárhús, sem
ekki væri vanefnum merkt í
smíði og umgegngni. En það
virðist enn nokkuð löng leið til
hugarfarsbreytingar í þessu
efni. Hins vegar virðist engin
hugarfarsbreyting í þá veru, að
áhugi slævist á tómstundabú-
skap. Mun það mega teljast
mjög heilbrigt og má í því sam-
bandi minna á orð læknis þess
sem sagði, að því fleiri fjárhús
og hesthús, þess færri sjúkling-
ar á geðdeild.
Bæjarstjóm kýs nú nýja
jarðeignanefnd, sem fær það
hlutverk að deila jarðeignum
milli einstaklinga og félaga,
ræktuðu og óræktuðu landi,
sem til ráðstöfunar er á vegum
bæjarins.
Þegar víðáttumiklu haglendi
sleppir og svo ræktarlöndum,
sem ýmist eru erfðafestulönd
eða leigð til eins árs í senn, má
til dæmis nefna (Kjarnaskóg,
Ráöstefna
um iðnþróun
Norðanlands
Ráðstefna á vegum Fjórðungs-
sambands Norðlendinga um iðn-
þróun á Norðurlandi verður
haldin á Húsavík 24. og 25. júní.
Að ráðstefnunni standa einnig
íslensk iðnkynning og iðnaðar-
ráðuneytið.
Fjölmörg erindi verða flutt á
ráðstefnu þessari, bæði um iðn-
þróun í þessum landshluta,
stöðu iðnþróunarinnar, nýiðnað
og orkubúskapinn. Matvæla-
kynning verður í Fiskiðjusam-
lagi, kjötvinnslu- og mjólkur-
samlaginu á Húsavík, og kaup-
staðurinn verður sýndur undir
leiðsögn heimamanna.
100 hektara land, sem bærinn
á. Þar hófst skógræktin fyrir
mörgum árum og uppeldi trjá-
plantna á vegum skógræktarfé-
laga, en landið er nú í eigu bæj-
arins og er að verða hið ákjós-
anlegasta útivistarsvæði fyrir
bæjarbúa. en Skógræktarfélag
Akureyrar starfrækir uppeldis-
stöðina. Umsjónarmaður með
þessu þýðingarmikla og fagra
landi er Hallgrímur Indriðason.
Til starfseminnar á þessu svæði
eru 4,5 millj. króna ætlaðar úr
bæjarsjóði þetta árið.
Ræktuðu túnin, þar sem bæj-
arbúar heyja handa hrossum
sínum og kindum í tómstund-
um, eru sem fyrr segir, ýmist
erfðafestulönd eða látin í lausri
leigu frá ári til árs. En í vax-
andi mæli fá búfjárfélög landið
og ráðstafa því til félaga sinna.
Um túnastærð á Akureyri er
ekki vitað með vissu, en víst
er, að hún er mikil og víða má
sjá einkar fögur, vel hirt og
gróskumikil tún í bæjarland-
Eftirspurn er vaxandi og gæti
eflaust komið til- athugunar fyr-
ir bæinn eða búfjárfélögin að
rækta stór lönd ef fást, og deila
þeim svo niður til þeirra mörgu,
sem vantar tún til að heyja
handa búfé sínu.
Lystigarðurinn, einn sá fyrsti
á norðurhveli, er að hluta í um-
sjá dr. Harðar Kristinssonar,
þ. e. grasgarðurinn, sem í raun-
inni má vera stolt akureyringa
og eftirlæti grasafræðinga og
unnenda gróðursins, en að hluta
er garðurinn í umsjá Hólmfríðar
Sigurðardóttur, eða eldri hluti
hans, fagur og fjölskrúðugur,
svo sem hann lengi hefur verið.
Til lystigarðsins eru ætlaðar 3,4
milljónir króna.
Til hirðingar á hinum ýmsu
opnu svæðum í bænum og gerð
nýrra, sem yndi getur aukið
bæjarbúum eru ætlaðar 17
milljónir króna í ár. Er sá þátt-
ur garðyrkjumála undir stjórn
Hannesar Kristmundssonar og
svo kartöflugarðar og skólagarð-
ar bæjarins, en allt þetta er
innan hins skipulagða svæði
bæjarins. Til skólagarðanna er
varið 3 millj. króna.
Vinnuskóli Akureyrarbæjar
er undir stjórn Ingólfs Ár-
mannssonar og Hrefnu Hjálm-
arsdóttur og er fyrir unglinga
bæjarins. Til Vinnuskólans eru
áætlaðar 6 milljónir króna.
Hér er stiklað á stóru. Hver
blettur lands hefur sína þýð-
ingu í umhverfinu, til beinna
og óbeinna nota og skilja menn
það æ betur, hvers virði landið
er, gróðurmold og landrými.
Páll Reynir Kristjánsson
Fæddur 3. marz 1954 Dáinn 7. ág.1976
Þótt á göngu minni í gegn um
lífið hafi hregg oft bulið á
glugga minn, hefir mér sjaldan
eða aldrei þótt mótlætið jafn
þungbært og þá er mér barst
sú harmafregn, að Palli minn
væri dáinn, indæll piltur í blóma
lífsins — og sem virtist eiga
allt lífið framundan, hafði lokið
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri og hafði stund
að nám í 2 vetur við Háskóla
íslands, þegar kallið mikla kom.
Og víst spyr ég út í tómið: Hví
var hann kallaður svo ungur í
burtu yfir móðuna miklu? Þá
móðu er aðskilur ástvini svo að
oft sýnist öll lífshamingja hafa
hrunið i rúst og auðnir einar
glotta við — og orðvana hugur
um tilgang lífs og dauða spyr í
þögnina — en sem leiftur í
myrkri koma í hugann orðin:
„Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir“ — og einnig: „Trúin
flytur fjöll" — Þessir fiðluóm-
ar og máttur bænarinnar er hið
eina er getur veitt þrek og
styrk, þá er sigð dauðans slær
banahögg við dyr okkar.
Páll Reynir var siglfirðingur,
sonur hjónanna Lilju Jóelsdótt-
ur og Kristjáns Rögnvaldssonar
skipstjóra — og þá er kallið
kom var Páll skipverji hjá föð-
ur sínum, en þann 7. ágúst 1976
féll Páll útbyrðis — og öll leit
reyndist árangurslaus.
Sem ungur drengur var Páll
heitinn sumargestur minn, þá
er ég bjó að Hlíðarfelli í Eyja-
firði, og þessi siglfirski sumar-
gestur minn varð mér svo hjart-
fólginn, að ég unni honum sem
syni mínum. Dagfarsprýði hans
og hjartahlýja voru svo einstök
og skilningur hans á því sem
gera og annast þurfti virtist
eiga sér engin takmörk — og
hið hlýja viðmót var ávallt hið
sama hvernig sem á stóð. Hann
var sannkallaður sólargeisli, er
ég saknaði sárt þá er hann hvart
á braut með farfuglunum er
haustaði að.
Eftir að ég flutti til Akureyr-
ar og Páll hóf nám í Mennta-
skólanum, lagði hann oft leið
sína heim til mín — og þar var
sömu hjartahlýju að finna og
áður, þá er hann ungur dreng-
ur undi hjá mér heima á Hlíðar-
felli. Hann var ávallt eins og
sonur sem kom í heimsókn, sem
gladdi mig og hressti, því lang-
ar mig, elsku Palli minn, að
þakka þér með þessum fátæk-
legu línum alla sóleirgeislana,
sem þú veittir mér.
Þann 3. apríl fór fram f Siglu-
fjarðarkirkju mjög fjölmenn
minningarathöfn um Pál heit-
inn, en því miður gat ég eigi
verið þar viðstödd sökum las-
leika, en minn hugur var allur
þar — og hvað er minn sökn-
uður á við harm foreldra hans,
hinna góðu hjóna, Lilju og Krist
jáns og annarra ástvina hans.
Ég bið þeim öllum blessunar
Guðs. Og eitt vitum við öll að
gullin-minning um góðan dreng
er auður sem yljar og aldrei
verður frá okkur tekinn.
Valgerður Sigurvinsdóttir.
Hlekkurinn sem vantar
Mig langar í upphafi að rifja
upp þau verkefni á sviði félags-
starfa sem ég hef komist í snert-
ingu við á Akureyri á undan-
förnum áratugum og bregða
upp mynd af þeim verkefnum
sem kvenfélögin á staðnum
hafa unnið að. Fyrst ber að
nefna að laust fyrir 1950 var
ekkert barnaheimili starfrækt á
Akureyri. Kvenfélagið Hlíf
hafði algjöra forgöngu þar um.
Var félaginu gefin lóð og var
byggt heimili fyrir 50 börn, en
seinna urðu þau 100. Tók heim-
ilið til starfa 1950 sem sumar-
dagheimili, sem síðan var rekið
af félaginu fyrir eigin reikning
að mestum hluta í 22 ár er fé-
lagið afhenti Akureyrarbæ
stofnunina. Starfsvettvangur
Hlífar nú er barnadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri,
er þegar búið að afhenda deild-
inni mörg nauðsynleg tæki sem
áður voru ekki til en brýn þörf
var fyrir. Þá má nefna að kven-
félagið Framtíðin vann ötullega
að söfnun til sjúkrahússins á
sínum tíma. Er Ijóst var að það
mál var komið á það stig að
sýnt var að áfram yrði haldið,
sneru Framtíðarkonur sér að
öðru verkefni, dvalarheimili
fyrir aldraða. Áttu þær stóran
þátt í að það heimili er nú risið
fyrir nokkru og vinna enn að
hagsmunum þess af fullum
krafti. Kvenfélagið Baldursbrá
vinnur að ýmsum velferðarmál-
um. Mun hæst bera Vistheim-
ilið Sólborg á Akureyri, sem
það félag hefir jafnan stutt
með öðrum þáttum heilbrigðis-
og líknarmála. Af framansögðu
má sjá að þær eru ómældar upp-
hæðirnar sem þessi félagasam-
tök öll hafa lagt fram til heil-
brigðismála. Á þessum árum
voru starfandi hér 2 nuddmenn,
kona og karlmaður, konan er
látin fyrir allmörgum árum, en
maðurinn fyrir um það bil 2 ár-
um, má þá segja að bærinn og
nágrenni væru svo til komin á
vonarvöl hvað endurhæfingu
snerti. Sjálfsbjörg réð til sín
sjúkraþjálfara, en það gefur
auga leið að einn maður annar
ekki þeim mikla fjölda sem á
slíkri meðferð þarf að halda,
auk þess sem maður þessi hefir
kennt við M. A.
Kveikjan að því að þessi fé-
lagsskapur, sem ég er í forsvari
fyrir, NSFA, og kominn er fram
á sjónarsviðið á Akureyri, er sú,
að eftir nokkurra vikna legu á
sjúkrahúsi Akureyrar við hinn
besta aðbúnað og afturbata kom
að sjálfsögðu að því að ég út-
skrifaðist þaðan, en það erfið-
asta var að koma heim, þó það
hljómi vafalaust ekki sannfær-
andi, er það sannleikur. Þarna
vantar tengilið milli sjúkrahúss
og heimilis á meðan fólk er að
ná meiri þrótti til að geta tekið
við sínu starfi á ný, ég er ekk-
ert einsdæmi, ég veit þessa
mörg dæmi. Leið mín lá svo til
Hveragerðis, þar dvaldi ég í 5
vikur og náði þeim bata sem
hefir dugað mér síðan og er ég
stálhraust.
Er ég dvaldi á hælinu hvatti
Árni Ásbjarnarson mig til
að endurvekja deild N. L. F. í.
á Akureyri, sem hafði starfað
þar en var þá í öldudal, með
það markmið að koma á fót svip-
uðu hæli og í Hveragerði. Það
er tímabært að gera slíkt þar
sem endurhæfing og þjónusta
við fólk með atvinnusjúkdóma
hefir nánast engin verið eins og
fram kom hér á undan. í fyrra-
sumar var sett á stofn þjálf-
unarstöð er nefnist Heilsurækt-
in. Er hún rekin af áhugafólki
án aðstoðar opinberra aðila. —
Var það hið mesta þarfa fyrir-
tæki svo fátækt sem heilt bæj-
arfélag var af slíkri þjónustu.
Þá hafa hjónin Ásta og Úlfur
Ragnarsson unnið mikið og gott
starf með yogaleikfimi sem þau
hafa starfað að síðan þau fluttu
til Akureyrar. Einnig ber að
nefna hið vinsæla sumarheim-
ili sem Ásta, Úlfur og Jón Sig-
urgeirsson starfræktu að Lauga-
landi síðastliðið sumar og von-
andi verður framhald á. Þar er
farið inn á þá braut heilsu-
gæslu er áður hefir verið van-
rækt að mestu, hina andlegu
uppbyggingu mannsins.
Eitt dæmi um þá endurhæf-
ingarfátækt sem við eigum við
að búa er, að í 2 tilfellum hef
ég tekið at5 mér heimili, með
mínu eigin, þar sem hjónin
þurftu nauðsynlega á endurhæf-
ingu að halda. Lá þar að baki
vinnuþreyta og endurþjálfun
eftir sjúkrahúsvist. Að sjálf-
sögðu þurftu þau að fara til
Suðurlands, þó þar munu allar
stofnanir vera yfirfullar sem til
þessarar þjónustu eru ætlaðar.
Mikill kostnaður er samfara því
fyrir fólk af landsbyggðinni að
sækja slíka þjónustu um langan
veg, mun það koma við pyngju
ellilífeyrisþega og láglþuna-
fólks. Ef dæmið er sett upp í
dag mundi það líta þannig út í
grófum dráttum. Flugfar Akur-
eyri — Reykjavík — Akureyri
kr. 9.620, hótelkostnaður 1 nótt
ef viðkomandi hefur ekki að-
stæður til gistingar hjá vensla-
fólki 2.420—3.640 kr. fyrir nótt-
ina, bílakostnaður, máltíðir í
borginni, ef um Hveragerði er
að ræða, ferð þangað og til
baka, útkoman úr dæminu gæti
orðið kr. 20.000. Þetta sem hér
hefir verið sagt er leikmanns-
hjal, en framkqmið af þeirri
staðreynd sem blasir við hjá
okkur í dag og eigin reynslu.
Rauðakrossdeild Akureyrar
hefir nýverið opnað gestaheim-
ili sem mun bæta úr brýnustu
þörf þeirra sem utanbæjar eru
og koma úr meðferð af sjúkra-
húsi eða bíða vistar á sjúkra-
húsi. Af framantöldu er sýnt,
að þarna vantar hlekk í keðj-
una og hann veigamikinn á með-
an við gerum of lítið af því
hvert og eitt að varðveita og
viðhalda heilsu okkar. Náttúru-
lækningafélag Akureyrar hefir
um nokkurt skeið unnið að fjár-
öflun og undirbúningi að bygg-
ingu hressingarhælis, er unnið
í sama anda og þau félög sem að
framan er getið. Hefir félagið
átt að mæta velvild og skilningi
almennnigs. Þótt dráttur á byrj-
un hafi orðið lokkuð langur, lít
ég björtum augum fram á við.
Ég vil ekki trúa því að samferða-
félagið hafi tekið svo miklum
breytingum síðan 1950 að þetta
verkefni félagsins verði ekki
leyst. Ég lít svo á, að þessi stofn-
un, sem byggingarleyfi er feng-
ið fyrir, sé fullkomlega tímabær
í nágrenni stærsta byggða-
kjarna utan höfuðborgar.
Með tilkomu nýbyggingaf
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri gæti slík stofnun dregið
verulega úr kostnaði við eftir-
meðferð og uppbyggingu þeirra
sem þaðan útskrifast.
Ritað í febrúar.
Laufey Tryggvadóttir
DAGUR•5