Dagur - 07.09.1977, Page 5

Dagur - 07.09.1977, Page 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Uafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Sumarið eftir bjartsýni Stundum eru menn lengi að átta sig á einföldum staðreyndum. Það var nú loks í sumar, að Akureyringar höfðu áttað sig á því, að þeir hafa eignast unaðsreit, sem er útivistar- svæðið í Kjamaskógi, rétt við bæjar- vegginn. Þangað hefur í sumar bæj- arfólkið streymt um hverja helgi, ungir og gamlir, sér til hvíldar og hressingar, í stað lengri ökuferða á grýttum og holóttum þjóðvegum. — Bömin vom hins vegar fljót að átta sig á nýjum viðhorfum, þegar farið var að grafa upp götur bæjar- ins, vegna jarðvegsskipta, malbikun- ar og lagningu hitaveitu. Þau flykkj- ast að djúpum skurðunum, sand- og moldarhaugum og una þar löngum stundum. Kennarar, sálar-, félags- og uppeldisfræðingar, auk foreldranna, geta marga lærdóma dregið af ásókn bamanna á vinnustaði moldarverks- manna og hvemig þau nýta aðstöð- una, þótt hún höfði ekki til hrein- lætis. Uppalendur hafa enn nægan tíma til athugana á atferli bamanna, því bömln eiga margar menningar- vikur framundan í ræsum og skurð- um bæjarins, þótt Norræn menn- ingarvika hinna eldri, sé um garð gengin fyrir löngu. Norðlendingar fagna óvenjulega mikilli fiskgengd á gmnnmiðin í ár. Smábátaeigendur hafa lent í afla- hrotum, tvíhlaðið báta sína upp við landsteina af vænum þorski, eins og þegar best lét á löngu liðnum ámm og togaraaflinn hefur gefið 250 þús- und króna hásetahlut á mánuði. Það er ekki einungis um aukinn afla að ræða, heldur betri fisk, vænan hrygn- ingarfisk í vor, sem fyllti firði og flóa í stað þess að halda á þekktar hrygn- ingarstöðvar við Suðvesturlandið. — Hér hefur mikil breyting á orðið og rannsóknarefni fiskifræðinga, auk þess sem friðun fyrir veiðum útlend- inga á norðurslóðum hlaut að koma fram. Þá er það ekki síður ánægju- legt, að óvenjulega mikið magn síld- ar er að alast upp, t. d. í Eyjafirði, blandað fullvaxinni síld, svo sem ljóst hefur orðið í fyrirdrætti við fjörðinn. Lofar þetta góðu og minnir jafnframt á það, hversu helstu nytja- fiskar okkar eru staðbundnir á land- gmnninu og líta ber á þá sem hjörð í haga, sem jöfnum höndum ber að varðveita og nýta, í stað hinna gömlu veiðisjónarmiða, sem vom algild fram til síðustu áratuga. Á þessum síðsumarsdögum fagna Norðlendingar einnig góðri upp- skem á ræktuðu landi, túnum og kartöfluökmm og hugur fólks virð- ist á þessu ári beinast í vaxandi mæli að búskap í sveitum. Margar stoðir renna því undir þá bjartsýni, sem þetta sumar .hefur á ýmsan hátt eflt með ungum og öldnum. Á Þórshöfn er næg vinna en íbúðaskortur háir vextinum Þegar blaðið hafði samband við fréttaritara sinn, Óla Hall- dórsson á Gunnarsstöðum í Þistilfirði fyrir helgina, ræddi hann um landbúnað, sjávarútveg, framkvæmdir í sveit og við sjó, og þáttaskil, að bæði er spurt eftir bújörðum og íbúðum austur þar. Hann segir nú frá: Á vegum einstaklinga eru sex íbúðarhús í smíðum á Þórshöfn og í haust verður byrjað á smíði þriggja íbúða á vegum hrepps- ins. Þá er fyrirhugað að hefja í haust framkvæmdir við dval- arheimili aldraðra á vegum þriggja hreppa, Þórshafnar- hrepps, Sauðaneshrepps og Svalbarðshrepps. íþróttavöllur var nær full- gerður í sumar og batnar við það íþróttaðastaðan til mikilla muna. Þetta er stór og góður völlur, gerður eftir nýjustu kröfum og á að vera fullkominn keppnisvöllur. Og byrjað er á viðbyggingu við grunnskólann á Þórshöfn og verður grunnur- inn stevptur í haust. Götur Þórshafnar eru búnar undir malbikun og hefur verið unnið verulega að jarðvegsskipt- um í sumar, vegna milbikunar næsta sumar. Yfir standa samn- ingar við Olíumöl hf. og vonandi verður olíumöl flutt á staðinn í haust og hún lögð út á næsta sumri. Nú er að taka til starfa steypustöð á Þórshöfn og fyrsta steypan frá henni var notuð í dýralæknisbústað. Afli hjá færabátum hefur ver- ið betri en undanfarin ár, en stærri bátunum hefur gengið heldur verr. Er þvf um kennt, að þeir hafi ekki fengið þau net_ sem skipstjórar óskuðu að nota við veiðarnar. Nú eru stærri bátar komnir með snurvoð og reyta mjög sæmilega og er fisk- urinn góður. Á þessu ári eru komin á land 2500 tonn á móti 1590 tonnum allt árið í fyrra. Þar af hefur togarinn fengið 1500—1600 Óli Halldórsson á Gunnarsstöðum. tonn, en bátamir eru með um 1000 tonn og er það eins mikill afli og þeir fengu allt árið í fyrra. Framkv.stjóraskipti urðu við hraðfrystistöðina. Helgi Jónat- ansson, sem þar hefur verið framkvæmdastjóri, flytur vest- ur á Patreksfjörð, en við starfi hans tekur Axel Axelsson, sem verið hefur skrifstofustjóri hjá Þormóði ramma á Siglufirði. Dýralæknirinn, sem hér hef- ur verið, Rögnvaldur Ingólfsson, flutti vestur í Búðardal, en við tekur Ragnar Ragnarsson. Hér- aðslæknaskipti eru svo tíð, að þau eru ekki fréttnæm, en sennilega verðum við læknis- lausir um mánaðarskeið og þá þjónar hjá okkur Vopnafjarðar- læknir á meðan. Snyrting húsa og umhverfis hefur verið á dagskrá á Þórs- höfn í sumar. Kaupfélagshúsin hafa öll verið máluð, svo dæmi sé tekið og mörg önnur hús, svo nú er munur á orðinn. Mjög mikið er spurt eftir íbúðum á Þórshöfn. Þar vantar húsnæði en ekki atvinnu. Heyskap er að mestu lokið, en þó ekki alveg og til dæmis veit ég um tvo bændur, sem enn eiga verulegt hey úti, en þeir eru að heyja á eyðibýlum. Þótt þeir eigi e .t. v. nægilegt hey, vilja þeir nýta þennan mögu- leika, enda veit enginn um það, hvenær mestra iheyja verður þörf. Heyin eru nú mikil að vöxt- um og sæmileg að gæðum, svo útlitið er sæmilegt að þessu leyti. Féð hefur komið heim undir tún nú í kuldanum. Enginn veit ennþá um vænleika þess, en menn vona hið besta. Þó er því ekki að leyna, að oft er féð ekki sérstaklega vænt eftir mikil grassumur, hvernig sem það verður nú. En hagi er mjög vel grænn ennþá. Byggingaframkvæmdir hafa verið allmiklar hér í sveitinni í sumar. Á einum bæ var byggð votheyshlaða, á tveim bæjum eru fjárhús komin undir þak og á þriðja fjárhúsinu sá ég fyrstu sperrurnar reistar í gær, og enn má nefna það, að á fjórða bænum er verið að steypa upp fjárhús. Ræktunarframkv. mættu ef til vill vera meiri, en við erum, svo smáir, að við höfum ekki haft ráð á því að eiga sjálfir jarðýtu og það er undir hælinn lagt hvemig okkur gengur á sumrin, að fá slík tæki leigð, en á þeim tíma hafa jarðýtum- ar jafnan mest verkefni, svo sem við vegagerð og önnur stærri verk, auk þess, sem þeim fylgja sjaldnast þau tæki, sem til jarðvinnslunnar þarf. Til tíðinda má teljast hér um slóðir, að spurst er fyrir um jarðir til búsetu og virðist fólk bæði hafa áhuga á kúabúskap og sauðfjárbúskap. En hins veg- ar veit maður ekki hve mikil alvara er þarna á bak við. Það þarf mikið til, þegar hafinn er búskapur á eyðijörðum, þar sem íbúðarhús og önnur hús þarf að bvggja upp að meira eða minna leyti. En það hefur þó gerst, að spurt hefur verið um bújarðir til ábúðar og sýnir það áhuga á sveitabúskapnurri. Brimbrjóturinn á Þórshöfn var í sumar lengdur um 40 metra og á næsta ári verður dælt úr höfninni. Stækkun hafnarinnar og dýpkuix er að- kallandi verkefni vegna sjávar- útvegsins. Verslun K.S. bvggð á Ketilási Togarinn er að koma Spretta var heldur seint á ferð- inni í sumar. Stirð heyskapartíð var í júlímánuði og hey munu þá eitthvað hafa hrakist á sum- um stöðum. En upp úr mánaða- mótunum skipti um og síðan var samfelldur þurrkur til höf- uðdags. Þá hirtu menn hey sín og heyskap er að verða lokið. Það er aðeins á stöku stað, sem enn má sjá hey, sem eftir er að koma undir þak. Hey eru meiri að vöxtum, en áður hefur verið. Slátrun mun hefjast um miðj- an september. Það er ljóst, að sauðfé fjölgar í Skagafirði, en þó eru engar stökkbreytingar í því efni. Á Sauðárkróki hefur verið óhemjumikil vinna, enda standa miklar framkvæmdir yfir og má þar nefna gatnaframkvæmdir. unnið er eftir sérstakri gatna- gerðaráætlun sem bæjarstjórn setti sér fyrir nokkrum árum. Nú er verið að skipta um jarð- veg í götum og er þar ákveðnu verki lokið og þá tekur malbik- unin við. Verða nú malbikaðir tæpir tveir kílómetrar í götum. Eyrarvegur verður malbikaður og ennfremur verður malbikað Guttormur Óskarsson, fréttaritari Dags í Skagafirði. við höfnina. En við höfnina var steypt mikið gólf á hafnargarð- inn og verður nú malbikað við 'hliðina á því. Og stefnt er að því að „koma frystihúsunum á malbik“, eins og verkfræðingur orðaði það í gær. Byggingarvinna hefur verið mjög mikil. Bæði er byggt mik- ið af einbýlishúsum og fjölbýl- ishús er í smíðum, leiguíbúða- húsnæði sveitarfélagsins. Þá er þess að geta, að heimavist gagn- fræðaskólans verður tekin í notkun nú í haust, fullsmíðuð. Kaupfélag Skagfirðinga er að byggja verslunarhús á Ketilási. Kaupfélag Skagfirðinga tók við Samvinnufélagi Fljótamanna sem hafði verslun á Haganes- vík. Verslunin verður flutt að Ketilási. Veginum hefur þegar verið Ibreytt og liggur hann framhjá Haganesvík, en ekki þar í gegn, svo sem áður var. Afli hjá heimabátum hefur verið góður og togararnir hafa aflað vel á þessu ári, betri en áður. Útgerðarfélagið seldi einn togara sinn, Hegranesið, en er búið að kaupa 450 smálesta tog- ara í Frakklandi, nýlegan og er hann væntanlegur hingað eftir nokkra daga. Fyrir eru Drang- ey og Skapti. I Skagafjarðarsýslu eru í ár 29 íbúðarhús í smíðum, 21 fjós- bygging, 15 mjólkurhús og 19 haughús. Þá eru 17 fjárhús í smíðum, 16 áburðarkjallarar og 14 þurrheyshlöður. Ennfremur 4 votheyshlöður og 6 véla- geymslur. Af öllu þessu má sjá, að það er almennur framkvæmdahug- ur í bændum og búaliði enda heyrist enginn uppgjafartónn þegar sveitafólkið er tekið tali. Áhugi á mörgum sinnum fleiri byggingum er fyrir hendi og þörfin kallar víða að. Hins- vegar er lánsfé af skornum skammti og eigið fé bændanna takmarkað. En allt miðar þó í rétta átt, hvort sem allir sætta sig við hraða þróunarinnar. (Samkvæmt símtali við G. Ó., Sauðárkróki). 4 • DAGUR Brú á Mjóadalsá Stórutungu 2. september. Nú hefur kólnað í veðri eftir gott og gjöfult sumar. Spretta varð góð, þótt seint gréri og hey hirt ust eftir hendinni og eru þau mikil að vöxtum. Allmikið af heyinu var vélbundið og er það drýgra upp á hlöðuplássið. Á þrem bæjum eru í sumar byggð- ar heyhlöður, á Amdísarstöðum, Þóróflur Jónsson, Stórutungu. Lundarbrekku og Stórutungu, og var hey sett í tvær þeirra. Á Sandhaugum stendur yfir fjós- bygging. Samkvæmt áætlun er nú ver- ið að byggja brú á Mjóadalsá, skammt neðan við Mýri, en sú er á Sprengisandsleið og mest- ur farartálmi. Brúin verður stál- bitabrú á fjórum stöplum með timburgólfi og verður lokið við hana í haust. Yfirsmiður er Gísli Gíslason, brúarsmiður. Mjóa- dalsá er dragá og rennur eftir Mjóadal. Bændur vilja ekki spá miklu um vænleika dilka, en telja lík- ur á, að þeir verði í meðallagi vænir. Það stjrttist til gangn- anna. Grös eru enn í blóma að heita má. Hinn 27. ágúst var almenn samkoma haldin í samkomuhús- inu og gekkst ungmennafélagið Eining fvrir henni, en samkoma þessi gekk undir nafninu upp- skeruhátíð. Var þar minnst góðrar uppskeru sumarsins með gleðskap og söng. Á vegum sama félagsins starfar umgengn- isdómnefnd. Eru veitt verðlaun fyrir besta umgengni á heimili og eru þau farandgripur. Verð- launin hlaut að þessu sinni Bjarnastaðaheimilið. Þ. J. Mikið borðað af sykrinum Lækningavörur fyrir 1000 milljónir Brátt náum við 50 kílóa árs- neyslu af sykri eða gerum það e. t. v. á þessu ári. En síðastliðið ár var neyslan til jafnaðar nær 49 kíló. Þótt sykurinn sé góð fæðutegund að vissu marki, þykir læknum sem hér sé um ofneyslu að ræða og hana mjög skaðlega heilsu manna. Áður þjáði ófeiti mannfólkið hér á landi, en nú offita, og með henni hinir mörgu fylgikvillar, sem of mikið sykurát á meðal ann- ars drjúgan þátt í. Munu fáar eða engar þjóðir neyta eins mik- ils sykurs og íslendingar. Um sykurneysluna birta Hag- tíðindi tölur um sykurátið, en einnig segja þau, að kaffineysl- an hafi staðið í stað milli ár- anna 1975 og 1976. íslendingar nota að meðaltali 9 kíló af kaffi á ári. Kaffineyslan er því all- mikil, en þess ber að geta að teneyslan er mun minni hér á landi en meðal flestra annarra nálægra þjóða. Og enn kemur það fram í fréttum Hagtíðinda, að áfengis- neyslan var 2,86 lítrar að meðal- tali á mann á síðasta árí og til viðbótar 13,4 lítrar af bjór. — Þessi áfengisneysla er ekki mik- il, miðað við nágrannalöndin, en hér á landi eru þó nokkur þúsund áfengissjúklingar. Bjór- drykkja er hinsvegar hverfandi, enda e'kki leyfð framleiðsla né sala á sterkum bjór eða sterku öli hér á landi. Á síðasta ári voru flutt inn um 320 tonn af vörum til lækn- inga fyrir rétt innan við 1000 milljónir króna. Veigamesti hlutinn var að sjálfsogðu lyf alls konar, en þau námu rúmlega 284 tonnum, að verðmæti rúmlega 874,5 milljón- um króna. Lyf voru flutt inn frá 20 löndum, en mest þó frá Dan- mörku, Vestur-Þýskalandi, Bret- landi, Svíþjóð, Sviss og Noregi. Lyf voru flutt inn í litlu magni frá ýmsum fjarlægum löndum, svo sem Japan, Suður- Kóreu, Panama, Bermúdaeyj- um og ísrael. Kjördæmisþing Framsóknar manna var á Húnavöllum Laugardaginn 3. september var haldið Kjördæmisþing Fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi vestra. Var þangið haldið á Húnavöllum og sóttu 75 fulltrúar það úr öllum byggð- arlögum kjördæmisins. Ólafur Jóhannesson ráðherra og formaður Framsóknarflokks- ins hélt á þinginu erindi um stjórnmálaviðhorfin, en að því loknu urðu miklar umræður. I máli manna kom fram mikill áhugi á framgangi flokksmál- efna í þeim átökum sem fram undan eru. Kjördæmisþingið samþykkti að efna til skoðanakönnunar í kjördæminu til undirbúnings framboði fyrir Framsóknar- flokkinn í næstu alþingiskosn- ingum. Að sögn Guttorms Óskarsson- ar samþykkti kjördæmisþingið með lófataki að óska þess að Ólafur Jóhannesson skipaði áfram fyrsta sætið á framboðs- lista flokksins. En Ólafur Jó- hannesson afþakkaði að taka sætið án skoðanakönnunar, ef efnt yrði til hennar um önnur sæti listans. „Mér er ekki vand- ara um en öðrum að taka þátt í skoðanakönnuninni,“ sagði Ólafur. Guttormur Óskarsson á Sauð- árkróki var endurkjörinn for- maður kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norður- lands^jördæmi vestra. KA feti frá 1. deild Á laugardag léku í Sandgerði KA og Reynir í 16. umferð 2. deildar í knattspyrnu. Að sögn Þormóðs Einarssoriar var leikið við mjög erfiðar aðstæð- ur. Mikið rok var í Sandgerði, um það bil 7 vindstig og stóð rokið þvert á völlinn. — Við þessar aðstæður, sagði Þor- móður, að erfitt væri að leika knattspyrnu, en þó taldi hann heimamenn hafa hagnast á að- Norðurlandsmót í frjálsum Norðurlandsmót í frjálsum íþróttum var haldið á Sauðár- króki um síðustu helgi. Sex fé- lög og héraðssairibönd tóku þótt í mótinu, og var Ung- mennasamband Skagfirðinga framkvæmdaraðili. Nokkuð góður árangur náðist í nokkr- um greinum, og voru sett héraðsmet. í stigakeppni fé- laga sigraði KA frá Akureyri í karlaflokki, en UMSE í kvennaflokki. I samanlögðu sigraði KA með 136 stig og í öðru sæti var UMSE með 116,5 stig. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: 100 m hlaup kvenna. Sigr. Kjartansd. KA 12,4 Oddný Ámadóttir UNÞ 12,7 Hólmfr. Erlingsd. UMSE 12,9 100 m hlaup karla. Hjörtur Gíslason KA 11,2 Aðalst. Bernh.son UMSE 11,3 Jóh. Ottósson UMSS 11,5 Kúluvarp karla. Páll Dagbjarts. UMSS 12,87 Björn Ottósson UMSS 12,64 Þóroddur Jóh.s. UMSE 12,28 Langstökk kvenna. Sigr. Kjartansd. KA 4,85 Ragna Erlingsd. HSÞ 4,75 Oddný Ámad. UNÞ 4,75 Hástökk karla. Þórður Njálsson USAH 1,84 Hjörtur Einarsson HSÞ 1,74 Stefán Magnúss. UMSE 1,59 Gunnar Gíslason KA 1,59 400 m. hlaup karla. Aðalst. Bemh.s. UMSE 53,1 Steind. Helgason KA 54,5 Ingib. Guðm.s. USAH 56,0 Langstökk karla. Aðalst. Bernh.son IJMSE 6,00 Gísli Pálsson UMSE 5,84 Hjörtur Gíslason KA 5,65 1500 m. hlaup kvenna. Sigurbj. Karls.d. UMSE 5.46,2 Vilb. Björgv.d. UMSE 5.52,1 Þór. Sig.d. KAA 5.53,5 1500 m lilaup karla. Þór. Magnúss. UMSS 4.25.5 Jónas Clausen KA 4.27,5 Steind. Tryggvas. KA 4.27,7 Spjótkast karla. Baldv. Stefánsson KA 52,87 Jóh. Ásl.son UMSE 50,00 Ingib. Guðm. USAH 48,00 Kúluvarp kvenna. Guðný Halld.d. UNÞ 9,05 Þórdís Friðbj.d. UMSS 8,83 Ragna Erl.d. HSÞ 8,42 4x100 m boðhlaup kvenna. 1. sveit UMSE 54.4. 4x100 m boðhlaup karla. 1. sveit KA 48,1. 200 m. hlaup kvenna. Sigr. Kjartansd. KA 26,1 Hólmfr. Erl.d. UMSE 26,8 Oddný Árnad. UNÞ 26,8 200 m hlaup karla. Hiörtur Gíslason KA 23,4 Aðalst. Berrih.son UMSE 23,5 Gísli Pálsson UMSE 24,1 800 m hlaup karla. Þór. Magn.son UMSS 2.02,6 Steind. Tr.son KA 2.03,08 Jónas Clausen KA 2.08,8 800 m hlaup kvenna. Sigr. Kjartansd. KA 2.37,0 Sigurbj. Karlsd. UMSE 2.38,0 Ragna Erl.d. HSÞ 2.42,0 Þrístökk karla. Aðalst. Bernh.s. UMSE 12,59 Gísli Pálsson UMSE 11,97 Karl Lúðvík.sson USAH 11,70 Stangarstökk. Auðunn Bened.son UNÞ 3,20 Benedikt Bragason HSÞ 3,20 Karl Lúðvíksson USAH 3,00 Spiótkast kvenna. Vald. Hallgr.d. KA 29,80 Þómnn Sig.d. KA 25,37 Elva Jóhannesd. UMSE 23,34 Kringlukast karla. Páll Dagbjarts. UNSS 35,90 Birgir Friðr.son UMSS 35.88 Þór. Jóh.son UMSE 31,00 3000 m- hlaup karla. Jónas Clausen KA 9.54,7 Steind. Tryggvas. KA 9.59,9 Jón Illugason HSÞ 10.02,2 Hástökk kvenna. Sigurb. Karlsd. UMSE 1,40 Guðrún Hösk.d. UMSE 1,35 Hulda Agnarsd. USAH 1,35 1000 m boðhlaup karla. 1. A sveit KA 2.10.5. Það virðist nú aðeins vera formsatriði fyrir Reynir Ár- skógsströnd, að ljúka leikjum sínum í 2. deild, en liðið er nú þegar dæmt til að leika í 3. deild næsta ár. Á laugardag- inn léku þeir við nýliðana í deildinni, Þrótt frá Neskaup- stað. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur. Þróttarar skoruðu fyrsta markið og þannig var staðan í hálfleik. í seinni hálfleik fóru síðan mörkin að koma og lauk leikn- um með sigri Þróttar, þremur mörkum gegn tveimur. Bæði mörk Reynis skoraði Björgvin Gunnlaugsson. Bæði liðin áttu nokkur ónotuð tækifæri, en sigur Þróttar var verðskuld- aður, þar er þeir vom betri aðili leiksins. Næstu leikir Næstu leikir í deildinni verða í kvöld, miðvikudag, en þá leika í Sandgerði Reynir og Haukar, og á laugardag leika síðan KA og Reynir, Árskógs- strönd, á Akureyri, Ármann og Reynir, Sangerði, Þróttur Neskaupstað og Þróttur, Reykjavík, Haukar og Selfoss stæðunum, þar er þeir væm rokinu vanir. KA tók snemma forustu í leiknum með góðu marki Gunnars Blöndals, en hann skallaði í markið eftir góða fyrirgjöf frá Sigurbirni. Þannig var staðan í hálfleik, eitt mark gegn engu fyrir KA. Þessi staða hélst þar til um það bil fjórar mínútur vom eftir af leiknum, en þá gerði Óskar Ingimundarson annað mark KA, en hann var þá rétt kominn inná völlinn eftir að leikmannaskipþi höfðu farjð fram. Tveir af fastamönnum KA léku ekki með í þessum leik, þeir Jóhann Jakobsson, sem var meiddur, og í hans stað lék Ólafur Haraldsson, og Guðbergur Ellertsson var ekki í markinu í dag, en þar var Ævar Jakobsson og stóð sig mjög vel. Bæði liðin áttu nokkuð af tækifærum í þess- um leik, sem þeim tókst ekki að nýta, en hvað Þormóður þá norðanmenn hafa átt nokkuð meira í leiknum. Lið Reynis er skipað ungum og frískum leik- mönnum, sem eflaust eiga eftir að standa sig Vel í fram- tíðinni. Golf Síðustu helgi var tvenns kon- ar golfkeppni á Golfvellinum á Akureyri. Annars vegar var keppt um Nafnlausa bikarinn, og hins vegar var drengjamót GA. Keppnin um Nafnlausa bikarinn er forgjafakeppni, þannig að þrír fjórðu úr for- gjöf gilda, en drengjakeppnin er full forgjafakeppni. Leikn- ar voru 18 holur í báðum keppnum. Úrslit urðu þessi. Nafnlausi bikarinn. 1. Einar Guðnason 74 högg. 2. Frímann Gunnl.son 75 högg 3. Ingim. Árnason 77 högg. Drengjakeppnin. 1. Jón Þór Gunnarss. 64 högg. 2. Björn Kristinsson 72 högg. 3. Baldur Sveinb.son 75 högg. Enn tapar Reynir Önnur úrslit Önnur úrslit sextándu umferð- ar urðu þau, að Þróttur, Reykjavík, vann stórsigur á Völsungum, sjö mörk gegn einu. Selfoss og ÍBÍ gerðu jafn- tefli eitt mark gegn einu, og Haukar unnu Ármpnn með einu marki gegn engu. Þrótt- arar eru ennþá efstir í deild- inni einu stigi á undan KA, og því næst koma Haukar tveim- ur stigum á eftir KA. Það er því ekki útséð ennþá hvaða lið það verða sem leika í 1. deild á næsta ári, en það verða örugglega tvö af þessum þrem liðum, sem upp voru talin. DAGUR•5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.