Dagur - 21.09.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 21.09.1977, Blaðsíða 7
SAMBAND (SLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA '-.v /• • ” r - •■>.. — . V Jðnaðardeild-Akyrep, _ VANTAR STARFSFOLK NÚ ÞEGAR. Einnig vantar röskan mann að vefnaði á kvöldvakt. Glerárgata 28 Pósthólf 606 ■ Sími (96)21900 KranamaSur óskast til starfa nú þegar. — Helst vanur. AÐALGEIR & VIÐAR HF. Furuvöllum 5, símar 21332 og 22333. Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn í Hlíðarbæ sunnu- dagskvöldið 25.' september kl. 8,30. STJÓRNIN. Starfsfólk vantar í mötuneyti Menntaskólans á Akureyri frá 1. október n. k. Upplýsingar í símum 22471 og 23386. Námskeið frá 3. okt. 1977 til 21. jan. 1978 I. Teiknun og málun fyrir böm og unglinga. 1. fl. 6 og 7 ára einu sinni í viku. Kennari: Anna Þóra Karlsdóttir. 2. fl. 8 og 9 ára tvisvar í viku. Kennari: Anna Þóra Karlsdóttir. 3. fl. 10 og 11 ára tvisvar í viku. Kennari: Helgi Vilberg. 4. fl. 12, 13 og 14 ára tvisvar í viku. Kennari: Helgi Vilberg. II. Teiknun og málun fyrir fullorðna. 1. fl. Byrjendanámskeið tvisvar í viku. Kennari: Helgi Vilberg. 2. fl. Framhaldsnámskeið tvisvar í viku. Kennari: Helgi Vilberg. III. Myndvefnaður fyrir börn og unglinga. Kennari: Anna Þóra Karlsdóttir. IV. Híbýlafræði fyrir fullorðna. Kennari Guðmundur Sigurðsson. V. Leikbrúðugerð fyrir unglinga og fullorðna. Kennari Guðný Stefánsdóttir. Innritun fer fram í skrifstofu skólans, Glerárgötu 34 4. hæð, daglega frá 21. sept. til 28. sept,. milli klukkan 16 og 19. Námskeiðsgjöld ber að greiða við innritun. SKÓLASTJÓRI. [keramiknámskekr Ibyrja mánudaginn 26. Iseptember kl. 2 e. h? IÞriðjudag kl. 2 e. h. og Ifimmtudag kl. 8 e. h; pær konur sem eru nið^ lurskrifaðar frá því í fyrra_ Iþurfa að endurpanta^ Pantanir teknar milli kl [4—6 e. h. í síma 21441^ [KeramikstofajL IDröfn Friðfinnsdóttir Loddný Friðriksdóttin Nýtt námsefni í samráði við menntamálaráðu- neytið hefur Umferðarráð hafið útgáfu á nýjum umferðarverk- efnum fyrir yngstu nemendur grunnskóla, þ. e. fyrir 7—9 ára nemendur. Hér er um að ræða fjögur verkefni af tólf, sem fyrirhuguð eru í þessum flokki. Samvinna var höfð við Ríkisútgáfu náms- bóka um dreifingu verkefnanna á kjörbókalista, sem þýðir að nemendur fá verkefnin ókeypis eins og flest annað fræðsluefni á grunnskólastiginu. Umferðarverkefni þessi henta mjög vel sem ítarefni með öðr- um námsgreinum, einkum sam- félagsfræði. í hverju umslagi eru verkefni handa 25 nemend- um og á hvert umslag er prent- uð orðshending til kennarans ásamt kennsluleiðbeiningum. Hvert verkefni fjallar um ákveð ið afmarkað svið og því fylgir orðsending til foreldra, en nauð synlegt er að fullorðnir sýni gott fordæmi í umferðinni og styðji á sem bestan hátt við um- ferðarfræðslu skólans. Þegar verkefnin eru unnin skapast gott tækifæri til um- ræðna um viðkomandi atriði sem gerir kennsluna líflegri. Við endurútgáfu verkefnanna eru breytingar auðveldar þar sem hér er um að ræða laus- blaðaform. Litið er á útgáfu verkefnanna sem tilraun og mun verða leitað eftir áliti kennara á þeim áður en haldið verður áfram frekari útgáfu þessa flokks umferðar- verkefna. „Á leið í skólann“, foreldrabréf 1977 Um leið og skólarnir hefja störf fer í hönd sá tími sem um- ferð barna vex mjög. Yngstu skólabörnin eiga í mestum erfið leikum, einkum þau sem byrja í fyrsta sinn. En tækifærið til að skapa góðar umferðarvenjur er um leið fyrir hendi. Þá er nauð- synlegt að nota vel fyrstu skóla- dagana til að finna öruggustu leiðina til og frá skóla með að- stoð foreldra og kennara. Með foreldrabréfinu fylgja nokkrar góðar ábendingar ásamt spurningalista, sem for- eldrar eru beðnir að svara eftir bestu getu og senda síðan svör- in innan viku til vfðkomandi kennara skólans. Kennarinn get ur síðan notað upplýsingar frá foreldrum til viðmiðunnar í um ferðarfræðslunni. Samtals hafa 5.300 eintök foreldrabréfsins verið send öllum grunnskólum landsins. (Frá Umferðarráði) AUGLÝSIÐ f DE6I Til sölu 3ja herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi í Hlíðarhverfi, á milli Smárahlíðar og Sunnuhlíðar. • Seljast tilbúnar undir tréverk með sameign frágenginni samkvæmt byggingaskilmálum. • Afhendast á árinu 1978. • Teikningar liggja frammi á skrifstofu okkar að Furuvöllum 5. • Beðið eftir hluta Húsnæðismálastjórnarláns. Upplýsingar í síma 21232 og 22333. r / / RAÐHUSAIBUÐIR Höfum til sölu íbúðir í raðhúsi að Heiðarlundi 2. Ibúðirnar seljast fokheldar með malbikuðum bílastæðum og jafnaðri lóð. Verða tilbúnar til afhendingar í nóvember 1977. Fast verð. Upplýsingar í símum 21332 og 22333. LGEin^VIDAHr Byggingaverktakar — Akureyri. Frá kirkjugarðinum Grund, Eyjafirði Ákveðið er að iagfæra garðinn og fylla upp, því er þeim aðstandendum sem eiga ómerkt leiði ættingja gert aðvart hér. Ennfremur eru þeir sem þekkja ómerkt leiði beðnir um upplýsingar. SÓKNARNEFNDIN. Þinggjöid Lögtök eru nú hafin til tryggingar ógreiddum þinggjöldum. Er skorað á alla þá, er ekki hafa greitt tilskilinn hluta þinggjalda að greiða þau nú þegar og komast þannig hjá kostnaði og óþægindum, sem af lögtaksaðgerðum leiðir. Sérstök athygli er vakin á að dráttarvextir af gjaldföllnum þinggjöldum eru nú 3% á mánuði. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI OG DALVÍK, SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU. Þessi bátur, ÞINGEY ÞH 102 er til sölu. Til af- hendingar nú þegar eða síðar eftir samkomu- lagi. Bátur í sérflokki. UPPL. í SÍMA 52157, KÓPASKERI. DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.