Dagur - 12.10.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 12.10.1977, Blaðsíða 5
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgrciðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prcntverk Odds Björnssonar hf. Djarft teflt Verðbólgan, sem stjómmálamenn og aðrir telja mesta bölvald efnahags- málanna, verður væntanlega við- fangsefni Alþingis, sem nú er að hefja störf. Mun frumvarp til nýrra fjárlaga bera svipmót hennar ef að vanda lætur. Núverandi ríkisstjóm hefur ekki, fremur en fyrri ríkis- stjómum, tekist það markmið sitt að halda henni innan ramma verðlags- þróunar viðskiptalandanna, svo sem heitið var. Sparifjáreigendur hafa setið uppi með rýmandi kaupmátt innstæðna sinna, en flestir skuldarar hagnast að sama skapi. Þessi eigna- tilfærsla í þjóðfélaginu er óbeinn þjófnaður og skiptir þúsundum mill- jóna á ári hverju. Og verðbólgan hefur einnig kallað svo fast á erlent lánsfé, beint og óbeint, að erlendar lántökur krefjast nú sjöundu eða jafnvel sjöttu hverrar krónu, sem þjóðin aflar í erlendum gjaldeyri. Bjartsýnir menn halda því fram, að erlendu skuldimar þurfi ekki að vera áhyggjuefni vegna aukinnar framleiðslugetu og útflutnings, en aldrei er á það minnst, hversu fara mun ef við þurfum að lifa fiskileysis- ár eða verðhmn. Má í þessu efni segja, að djarft hafi verið teflt, ef ekki beinlínis óskynsamlega og sú spuming verður æ áleitnari, hve lengi við getum lifað um efni fram með aðstoð erlendra lánastofnana, og hve lengi við getum vanvirt gjald- miðil okkar og þar með gmndvöll heilbrigðra viðskipta. Þær efnahags- aðgerðir, sem fælu í sér vemlega stefnubreytingu, myndu víða koma hart niður, en þó mun harðar síðar, svo sem verðtrygging skulda og inn- eigna, svo eitt dæmi sé nefnt til að spoma við eyðslu, skuldasöfnun og braski. Líklegt er þó, að stjómvöld velji aðrar leiðir á kosningaári. Sórust í fóstbræðralag Formælendur hinna þriggja aðal at- vinnuvega þjóðarinnar, landbúnað- ar, sjávarútvegs og iðnaðar, svo sem þeir Gunnar Guðbjartsson, Kristján Ragnarsson .og Davíð Sch. Thor- steinsson, hafa við hvert tækifæri haldið því fram, ákveðið og sannfær- andi, hver um sig, að sín stétt bæri skarðan hlut frá borði í skiptingu „þjóðarkökunnar“. Nýlega mættu þessir menn allir í útvarpssal, og þegar þeir fóm að bera saman bækur sínar, kom í ljós, að hagsmurtir stétt- anna em svo nátengdir, að vandamál þeirra verða ekki leyst nema sam- eiginlega. Viðurkenndu þeir það allir, frammi fyrir þjóðinni, og þeir sómst í fóstbræðralag að heita mátti. Þetta mætti vera nokkur ábending í íslenskri stéttarbaráttu, sem nú er að verða svo hörð og einsýn að leitt getur til ófamaðar. íslensk bókmenntasaga Bókagerðin Askur í Reykjavík hefur nýlega sent frá sér athygl- isverða bók eftir Erlend Jóns- son kennara. Þetta er íslensk bókmenntasaga 1550—1950Í — skreytt tíu heilsíðumyndum af listaverkum Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara, fleiri lista- verkamyndum sýnishornum af rithöndum og bókaprenti o. fl. Kaflaheiti, spássíufyrirsagnir, skýringartextar og nafnaskrár gera bókina mjög aðgengilega til fróðleiksleitar. Bókin er vandlega út gefin, beinlínis bið- ur að lesa sig, þegar henni er flett. Námsbók undir sama nafni hefur komið út fjórum sinnum eftir Erlend Jónsson frá 1960 og er þessi bók talin fimmta útgáfa hennar, sem er þó naumast rétt, því bókin er að verulegu leyti endursamin, aukin og breytt, þó að aðalat- riðin séu hin sömu, enda fyrst og fremst ætluð skólum. En með áorðnum breytingum og skreyt- ingum er bókin engu síður alþýðubók, jöfnum höndum skemmtileg og fróðleg. Sómir hún sér því mjög vel við hlið fyrri bóka þessa útgefanda, sem eru Aldahvörf Þórleifs Bjarna- sonar og Hin fomu tún Páls Líndals, báðar ágætis ritverk. Þyrftu bækur Asks að vera til á hverju einasta íslensku heim- ili. íslensk bókmenntasaga er gefin út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka og ber því fertuga fyrirtæki glöggt vitni um vand- virkni og smekkvísi. Jóhannes Óli Sæmundsson. Minningarsjóður í Grímsey Hjónin Steinunn Sigurbjarnar- dóttir og Guðmundur Jónsson í Grímsey hafa stofnað sjóð í minningu Bjarna Reykjalíns Jó- hannessonar, drengsins, sem þar lést nýlega af slysförum, og Eirík bróður hans. Markmið sjóðsins er sundlaugarbygging í eynni og gjafir til hans eru því vel þegnar. Þá gaf barna- kennari staðarins kirkjunni 20 þúsund krónur til minningar um Bjarna Reykjalín og til- kynnti það við skólasetninguna. Kartöflur voru seint settar niður í vor í Grímsey, en þær fengu frið til að spretta allan septembermánuð, því nætur- frost komu þar ekk fyrr en nú fyrir fáum dögum. er því allgóð. Uppskeran Sigurður Demetz Franzson Tónlistarstund í skólanum Tonlist^/I Á sjó hefur lítið verið farið undanfarið, en menn hafa unn- ið við fiskmat og pökkun. Tals- vert magn af saltfiski er ný- farið úr eynni. Kirkjulóð Sóknarnefnd Lögmannshlíðar- sóknar fer fram á það við bæj- aryfirvöld, að fá sem allra fyrst úthlutað lóð undir kirkju og safnaðarheimili á ásnum norð- an Harðangurs og ofan við skrúðgarð Kvenfélagsins Bald- ursbrár. Kæri lesandi. Ritstjóri Dags hefur ráðið mig til þess að fjalla um tónlistarflutning á Akureyri. Sem starfandi kennari Við Tónlistarskólann, er það mér gleðiefni að byrja starfið með nokkrum orðum um fyrstu „Tónlistarstund“ skólans. Fimmtudaginn 6. okt. var sal- ur Tónlistarskólans orðinn þétt- setinn kl. 8.30. Skólpstjórinn, Jón Hlöðver Áskelsson, skýrði efnisskrá kvöldsins með fáum vel völdum orðum. Fyrst heyrðum við Trio eftir Quantz fyrir tvær flautur og píanó. Flytjendur voru Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanó, Barbara Harrington og Helga Hilmarsdóttir, flautu. Þetta var vel flutt, fallegt verk frá hinum góðu, gömlu dögum, þegar róm- antíkin var skrifuð með stórum staf. Barbara Harrington er ný- komin frá Englandi og kennir við Tónlistarskólanh 22 nem- endum á flautu og 12 nemend- um á flautu. Helga G. Hilmarsdóttir stund- ar um þessar mundir tónlistar- nám í Hannover, með aðalgrein orgel og leggur jafnframt mikla rækt við flautunám. Hún var önnur af tveimur sem hlutu námsstyrk úr Minningarsjóði Þorgerðar Eiríksdóttur á síðast- liðnu vori. Við óskum Helgu alls velfarnaðar og biðjum Guð að gæta hennar í fjarlægu landi. J. S. Bach hefði ábyggilega verið ánægður með flutninginn á sónótu sinni í h-moll. En auð- vitað: Æfa, æfa, æfa — vinna, vinna, — þá kemur allt með og án kalda vatnsins. Ef hætt er að tala um „há- púnkt“ á þessari „tónlistar- stund“, þá var það samleikur Barböru Harrington á flautu og Katharina Rohwer á gítar. Þess- ir ágætu kennarar spiluðu mjög skemmtilega syrpu af þjóðlög- um frá ýmsum löndum, og kunnu áheyrendur greinilega vel að meta leik þeirra. Katharina Rohwer kemur frá Þýskalandi og hefur strax 38 nemendur, sem er enginn smá- hópur. Skólastjórn tókst loks- ins (Guði sé lof . . .) að útvega kennara í þessari mjög svo eftir- spurðu kennslu. Akureyri er músíkalskur bær. 420 nemendur (11% fleiri en í fyrra) sanna, svo ekki veður um villt, þessa staðhæfingu Það er mín hjartans ósk, að þessar „Tónlistarstundir" skól- ans verði vel sóttar og einnig væntanlegir 7—8 tónleikar Tón- listarfélagsins. Svo kveð ég, S. D. F. Svar ungra framsóknarmanna Hægt væri að draga úr út- gjöldum til menntamála (sem nema 13.461 millj. kr. eða 15,1% ríkisútgjalda) með tvennum hætti: Annars vegar með því að taka upp skólagjöld, þannig að nemendur þyrftu að greiða fyrir það að fá að stunda nám við hina ýmsu skóla. Þar með yrði það aðeins á valdi þeirra, sem væru af efnafólki komnir, að stunda skólanám. Við Fram- sóknarmenn getum aldrei sætt okkur við slíkt. Hins vegar væri hægt að draga úr fjár- veitingmn til uppbyggingar skólakerfisins. Það hefði aftur á móti í för með sér stöðnun á menntasviðinu. Afleiðing þessa yrði sú, að við íslendingar yrð- um eftirbátar annarra þjóða á þessu sviði, en það hefði aftur í för með sér afturkipp í sókn okkar til aukinnar hagsældar og velmegunar. Þekking og verkkunnátta landsmanna er það, sem einkum sker úr um það, hvort viðkomandi land telst þróað eða vanþróað. Það þýðir lítið að ráða yfir fjár- magni, ef ekki er til staðar þekk ing eða kunnátta til þess að nýta það sem bezt. í stuttu máli: Niðurskurður á útgjöld- umtil menntamála þýddi í raun afturför á flestum sviðum. Við Framsóknarmenn getum þar af leiðandi ekki tekið undir kröf- ur um það, að dregið verði úr útgjöldum á þessu sviði. Svipuð sjónarmið eiga við um útgjöld til heilbrigðis- og tryggingarmála (sem nema 29.562 millj. kr. eða 33,2% rík- isútgjalda). Hægt væri að skera niður útgjöld til þessara mála- flokka, annað hvort með því að taka upp sérstök gjöld fyrir læknisþjónustu eða sjúkrahús- vist eða þá með því að draga úr framlögum til uppbyggingar heilbrigðiskerfisins. Yrði fyrri leiðin farin þýddi það í raun og veru að öll heilbrigðisþjónusta, a. m. k. sú, sem dýrari er og í dag þykir sjálfsögð án endur- gjalds, yrði forrréttindi þeirra efnaðri í þjóðfélaginu. Það get- um við Framsóknarmenn aldrei sætt okkur við. Síðari leiðin hefði aftur á móti í'för með sér stöðnun á heilbrigðissviðinu og þar með afturför á þessu sviði í samanburði við aðrar þjóðir, sem allar keppast við það að gera heilbrigðisþjónustu sína sem fullkomnasta. Við Fram- sóknarmenn erum þar af leið- andi andvígir niðurskurði á út- gjöldum á sviði heilbrigðis- og tryggingamála. Því heyrist oft fleygt, að mik- ið bruðl eigi sér stað í almanna- tryggingakerfinu. Bent hefur verið á einstök dæmi þessu til staðfestingar, en engin almenn gagnrýni á bótakerfið hefur þó heyrst. Það eina, sem margir hafa kvartað yfir, er, að bæt- umar séu of lágar. Er það virki lega til í dæminu, að menn vilji dæma þá úr leik, sem orðið hafa fyrir því áfalli að slasast eða veikjast alvarlega? Við skul um hafa það í huga, að þetta getur komið fyrir okkur öll, og það jafnvel strax á morgun. Við Framsóknarmenn viljum frem- ur hækka bætur almannatrygg- inga en lækka þær. Hitt er svo annað mál, eins og vikið verð- ur að hér á eftir að ef til vill er þörf á að herða eftirlit með því, að almannatryggingakerfið sé ekki misnotað. Þegar ungir Sjálfstæðismenn stefna að því að skera niður ríkisútgjöld hafa þeir hugsan- lega í huga útgjöld til samgöngu mála og orkumála (sem nema samtals 11.605 millj. kr. eða 13,7% ríkisútgjalda). Góðar samgöngur, hvort sem er á landi, legi eða í lofti, eru í fyrsta lagi forsenda þess, að hægt sé að auka þjóðarframleiðslu og í öðru lagi rjúfa þær félagslega einangrun einstakra byggðar- laga og landshluta. Þetta eru ekki ný sannindi, heldur má rekja þau til Rómverja hinna fornu, er lögðu mikla áherzlu á það að bæta samgöngukerfi sitt með árangri, sem ekki þarf að tíunda hér. Sömu sjónarmið eiga við um útgjöld til orku- mála, enda dregur varla nokk- ur það í efa, að framfarir á því sviði séu forsenda fyrir áfram- haldandi ptvinnuuppbyggingu og almennri velmegun í land- inu. Við Framsóknarmenn vilj- um fremur auka framlög ríkis- ins til samgöngu- og orkumála en draga þau saman. Utgjöld til félagsmála ann- arra en þeirra, sem þegar hafa verið nefnd, standa þá ein eft- ir af heildarútgjöldum ríkisins (en þau nema 3.948 millj. kr. eða 4,4% ríkisútgjalda). Lang- stærsti hluti útgjalda á þessu sviði rennur til húsnæðismála, aðallega Húsnæðismálastofnun- ar ríkisins. Á flestum stöðum á landinu er kvartað yfir of litlu húsnæði, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði, og flestir kalla á hærri framlög til bygg- ingar nýs húsnæðis eða kaupa á eldra húsnæði. Við Framsókn armenn teljum það spor í öfuga átt að skera niður framlög til atvinnu- og íbúðarhúsnæðis, enda liggur í augum uppi til hvers slíkt myndi leiða. Eins og sést á framangreindu yfirliti, þá hefði verulegur nið- urskurður á ríkisútgjöldum fyrst og fremst í för með sér: Annars vegar stöðnun eða Eiríkur Tómasson. Síðari hluti hreina afturför á mikilvægum sviðum þjóðlífsins, eins og í at- vinnulífinu, heilbrigðisþjónust- unni eða skólakerfinu. Hins vegar aukið misrétti í þjóðfé- laginu á milli þeirra, sem efn- aðir eru, og hinna, sem minna bera úr býtum. Þetta er, þegar öllu er á botninn hvolft, inn- takið í stefnu ungra Sjálfstæð- ismanna. Við Framsóknarmenn lýsum okkur enn einu sinni andvíga þessari stefnu. Þess má geta, að skattbyrði hér á landi er mun minni en í nágrannalöndum okkar, t. d. á hinum Norðurlöndunum. Á yf- irstandandi ári er talið, að við íslendingar greiðum u. þ. b. 35% af þjóðarframleiðslu okk- ar í beina eða óbeina skatta til ríkis og sveitarfélaga. Samsvar andi tölur fyrir hin Norðurlönd in eru (tölurnar miðast við ár- ið 1974: Danmörk 46%, Noreg- ur 46%, Svíþjóð 43% og Finn- land 36%. Nú kynni einhver að spyrja: Hver er stefna ykkar Framsókn armanna? Eruð þið sáttir við ríkiskerfið, eins og það er í dag? Viljið þið engu breyta? Að sjálfsögðu viljum við gera breytingar á „kerfinu“. En við erum þeirrar skoðunar, eins og rakið hefur verið hér að fram- an, að það sé skref aftur á bak að draga úr félagslegri sam- hjálp og/eða opinberum fram- kvæmdum. f stað þess teljum við, að nýta beri skatta þjóð- félagsþegnanna mun betur en nú er gert og jafnframt viljum við gera stjórnkerfið lýðræðis- legra og opnara en það er í dag. Stórt spor í rétta átt er að okkar dómi, að meira vald verði fært í hendur fólkinu sjálfu, með öðrum orðum, að valdinu verði dreift. Það þarf að fá ein- stökum sveitarfélögum og ekki síður landshlutasamtökum þeirra verkefni, sem nú eru í höndum ríkisins. Svo að dæmi séu nefnd, þá ætti bygging og rekstur skóla og sjúkrahúsa í viðkomandi byggðarlögum eða landshlutum að vera alfarið í höndum heimamanna. Sömu- leiðis gerð og viðhald vega, hafna og flugvalla. Þá þarf að stórefla eftirlit hinna kjörnu fulltrúa fólksins, þ. e. Alþingis og sveitarstjórna, með stjórnsýslunni, embættis- mannakerfinu. Þingnefndir ættu að hafa betri aðstöðu en nú er til þess að kynna sér ein- stök mál eða málaflokka ofan í kjölinn. Fjölga þarf ráðum og nefndum, sem kjörnar eru af þinginu til þess að hafa eftir- lit með stjórnsýslunni. Sam- hliða þarf að gera slík ráð og nefndir mun virkari en nú tíðk- ast, t. d. ætti að gera þá kröfu til þeirra, að þær skiluðu þing- inu árlegri skýrslu um störf sín. Ráðherrar þyrftu [ ríkari mæli að geta leitað aðstoðar sér fróðra manna við stjórn ein- stakra ráðuneyta. f því sam- bandi ætti að taka það til gaum- gæfilegrar athugunar, hvort ekki væri tímabært að breyta stöðu svonefndra aðstoðar- manna ráðherra þannig, að þeir yrðu í raun hliðsettir ráðu- neytisstjórum. Þá teljum við það löngu orð- ið tímabært, að svonefndur um- boðsmaður Alþingis taki til starfa. All algengt er, að fólk þurfi að leita réttar síns í skipt- um við hið opinbera. Það getur aftur á móti reynzt erfitt. Mögu- leiki er að vísu á því að skjóta málinu til æðri stjórnvaldshafa, en engin trygging er fyrir því, að slíkt málskot beri árangur. Eins er mögulegt að skjóta mál- inu til dómstóla, en málsmeð- ferð fyrir þeim er því miður kostnaðarsöm og langvinn. Það er þess vegna nauðsynlegt. að fólk geti snúið sér til óháðs aðila, eins og umboðsmanns Al- þingis, til þess að ná lagalegum rétti sínum. Ekki er nóg að setja á stofn embætti umboðsmanns, heldur þarf samhliða að setja almenn- ar reglur um starfsháttu innan stjórnsýslunnar. f því sambandi kemur margt til greina, en hér skulu aðeins nefnd örfá dæmi: Brýnt er að gefa almenningi kost á því að fá upplýsingar um einstök stjómsýslumálefni. Þetta á ekki sízt við um þá, sem málið snertir. Þeir þurfa einnig að fá tækifæri til þess að tjá sig, áður en mál þeirra er leitt ti lykta, og athugandi er, hvort ekki eigi að skylda stjórnvaldshafa til þess að rök- styðja vissar ákvarðanir sínar. Loks þarf að tryggja það, að stjórnvaldshafar taki ekki ákvörðun f máli, sem varðar þá sjálfa persónulega, nána vanda- menn þeirra eða sérstaka hugs- muni þeirra. Að okkar dómi er það eitt brýnasta verkefni stjórnmála- og embættismanna að kynna al- menningi betur en nú tíðkast það, sem er að gerast í stjórn- sýslunni á hverjum tíma. Jafn- framt þarf að gera hvern þjóð- félagsþegn sér meðvitandi um þau réttindi, sem hann hefur í þjóðfélaginu og þær skyldur, sem á honum hvíla. Við Framsóknarmenn erum þeirrar skoðunar að herða beri aðhald að rekstri einstakra rík- isstofnana og fyrirtækja og auka hagræðingu á ýmsum svið um. Gera þarf úttekt á rekstri einstaka stofnana og fyrirtækja og birta niðurstöðurnar opin- berlega. Það hefur staðið ýmiss konar hagræðingu fyrir þrifum, að ekki hefur verið hægt að segja opinberum starfsmönnum upp störfum. Til þess að ráða bót á þessu teljum við að af- nema beri æviráðningu opin- berra starfsmanna, en bæta í þess stað laun þeirra. Veita ber þeim forstöðumönnum, sem standa sérstaklega vel að rekstri stofnana sinna eða fyrir- tækja viðurkenningu í einu eða öðru formi. Athugandi er, hvort ríkið hafi gengið of langt í því efni að veita þjóðfélagsþegnunum þjón ustu á afmörkuðum sviðum, þjónustu sem ef til vill þekkist hvergi annars staðar að ríkið veiti. Sé sú raunin, ber að sjálf- sögðu að taka það til gaumgæfi- legrar skoðunar, hvort sú þjón- usta skuli veitt framvegis án endurgjalds. Þá þarf að ganga ríkt eftir því, að menn misnoti ekki bætur almannatrygginga eða aðra styrki af almannafé. Loks er það brýnt, að gerðar séu áætlanir til langs tíma um útgjöld ríkisins á hinum ýmsu sviðum. Með slíkum langtíma- áætlunum er hægt að koma á markvissari og skipulegri vinnu brögðum, bæði að því er tekur til tekjuöflunar ríkisins, svo og ríkisútgjalda. Það þykir t. d. góð regla, að fyrir liggi allar teikningar að byggingu áður en ráðizt er í það að reisa hana. Á sama hátt hlýtur það að vera kostur, að menn geri sér grein fyrir því, hverju þeir stefna að, áður en byrjað er að veita fé til ákveðinna verkefna. KA völlurinn tilbúinn Nú í haust var lokið við nýja malarvöll KA við Lundar- skólann. Vígsla vallarins mun hins vegar bíða til næsta vors. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar, sem er í vallarnefnd, ásamt Hermanni Sigtryggs- syni og Gunnari Jóhannssyni, var slitlag sett á völlinn nú í sumar, en vera má að það þurfi að setja það lítið eitt þykkra. Þá sagði Stefán að byrjað væri á grasvellinum norðan malarvallarins og bjóst hann við, að hann yrði a. m. k. tvö ár í byggingu. Stefán sagði að ekkert væri ólíklegt, að KA yrði að leika sína fyrstu leiki á malarvellinum í fyrstu deild næsta vor. Gert er ráð fyrir að vígja völlinn að vori og þá á afmælisári KA. Þá Þór með óbreytt liö í vetur í stuttu spjalli við Árna Sverr- isson þjálfara hjá m.fl. Þórs í handknattleik sagði hann að litlar breytingar yrðu á Þórs- liðinu frá undanförnum árum. Þorbjörn Jensson hefði að vísu skilið eftir stórt skarð sem væri vandfyllt, en yngri leikmenn leystu þá eldri af hólmi smám saman. Þá sagði hann óvíst hvort Árni Gunn- arsson yrði með í vetur, en hann hefur verið einn besti maður liðsins undanfarin ár. Árni kvaðst ekki búast við, að Þórsarar gerðu neina stóra hluti í deildirtni í vetur, en sagði að stefnt yrði að því að félagið héldi reisn sinni, en búast mætti við því að nokk- urn tíma tæki að þjálfa upp og samhæfa nýja og unga leikmenn. Árni er enginn ný- græðingur í þjálfaramálum hér á Akureyri. Hann þjálfaði m.a. lið ÍBA fyrir nokkrum árum, og þá hefur hann einnig þjálfað marga flokka hjá Þór. Þá er hann ein nokkar besti og reyndasti dómari. sagði Stefán, að Knattspyrnu- deild KA hefði samið við skóla meistara Menntaskólans, Tryggva Gíslason, um leigu á Menntaskólavellinum þrjú næstu ár. Var samningur þar að lútandi undirritaður í gær- kveldi. KA menn hafa þegar hafist handa með að standsetja völlinn og er búið að skipta um grasrót á honum að hluta. KA þarf að sjá um og hirða völlinn og skila honum í góðu ástandi að þremur árum lokn- um. Stefán sagði að þetta mundi hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir félagið, en þar eð knattspyrnuliðið léki í fyrstu' deild, yrði mikið að leggja í sölurnar fyrir það. Ef grasvöllurinn verður kom- inn í gott lag snemma í vor, er möguleiki á að leikið verði á honum í deildinni þá, þ. e. a. s. ef grasvöllurinn við Gler- árgötu verður ekki orðinn keppnishæfur. Sex Islandsmet hjá lyftingamönnum Sl. laugardag var haldið í Reykjavík úrtökumót fyrir Norðurlandameistaramót ungl- inga í tvíþraut sem haldið verður í Svíþjóð nú í haust. Á mótinu voru sett sex ís- landsmet og voru þau öll sett af akureyrskum lyftingar- mönnum. Maður mótsins var Freyr Aðalsteinsson en hann Best að fullyrða ekkert segir Matthías Ásgeirsson þjálfari hjá KA. Matthías vildi ekki gefa nein loforð um vel- gegni KA í vetur í handbolt- anum, en sagðist persónulega vera ánægður með þann efni- við, sem hann hefði úr að moða. Hann segir fjóra nýja leikmenn vera komna í liðið, en þeir eru Jón Árni sem áður lék með Fram, Rögnvaldur sem einnig lék með Fram, Sig- urður Ágústsson úr ÍR og Jón Hauksson úr Haukum. Hann segir alla þessa menn flutta til Akureyrar, svo að miklu megi búast við af þeim í framtíð- inni. Þá sagði Matthías, að Ár- mann Sverrisson, sem verður við nám i Reykjavík í vetur muni æfa með Fram og leika með KA ef hann kæmist í liðið. Hann sagði, að Hörður Hilmarsson skildi eftir skarð í liðinu en með öllum þessum góðu mönnum ætti að verða auðvelt að fylla það. Hann sagði, að deildin yrði mjög jöfn í vetur, og eflaust hart barist um hvert stig. Hann vildi engu spá um úrslit henn- ar, en sagðist vera vongóður um velgengni síns liðs. setti íslandsmet í snörun, jafn- hendingu og samanlögðu í millivigt. Hann snaraði 107,5 kg, jafnhattaði 130,5 og lyfti samanlögðu 235 kg. Jakob Bjarnason sigraði í 100 kg flokki og setti íslandsmet í jafnhendingu 140 kg og j sam- anlögðu 245 kg. Hjörtur Gísla- son setti íslandsmet í jafn- hendingu í 90 kg flokki lyfti 157 kg. Þá sigraði Haraldur Ólafsson í dvergvigt, og Viðar Eðvardsson í fjaðurvigt og settu þeir báðir Akureyrarmet í lyftum sínum. Þá var Sigmar Knútsson annar í millivigt. Á Norðurlandamóti unglinga verða sendir 10 keppendur, þar af sex frá Akureyri, þrír frá Reykjavík og einn frá Vestmannaeyjum. — Árangur Akureyringanna er glæsilegur og fylgja þeim árnaðaróskir með afrekin. UMKVÖRTUN. Þegar bæjarbúar verða fyrir meiri eða minniháttar meiðsl- um liggur að öðru jöfnu bein- ast við að leita á slysavarðstofu sjúkrahússins. Það er þó mála sannast að margir, sem þangað hafa leitað eru fjarskalega óánægðir með þá þjónustu, sem þar er látin í té. Hér er ekki átt við sjálfar læknisaðgerðirnar heldur aðstöðu og umgengni við þá sem þangað leita. Nú vita allir að sjúkrahúsið býr við mjög þröngan kost hvað húsnæði varðar. Af þeim sökum er hægt að skilja þá ráð- stöfun að flytja biðstofu slysa- varðstofunnar á stigaskörina fyrir framan handlæknisdeild- ina; menn verða einfaldlega að gera sér það að góðu um sinn. En hitt er öllu alvarlegra þeg- ar þeir sem leita til slysavarð- stofunnar eru látnir bíða tím- unum saman á þessum stað án þess að nokkur geri sér rellu út af því. það má auðvitað til sanns vegar færa að starfslið deildarinnar hafi ýmsu öðru að sinna og eigi oft erfitt með að veita þeim liðsinni sem leita á slysavarðstofuna. Þeim mun meiri ástæða er til þess að fólki á biðskörinni sé a. m. k. gerð grein fyrir því strax að það geti vænst þess að þurfa að bíða svo og svo lengi vegna anna inn á deildinni. En þessari sjálfsögðu þjónustu er ekki til að dreifa. Fólk kemur og sest, lítur gjarn- an inn á gang og spyr hvers sé að vænta en engin svör fást; bara bíða. Þess eru mö.rg dæmi að beðið hefur verið klukku- tímum saman og að lokum fær fólk það á tilfinninguna að það sé lagt að jöfnu við húsgögnin á biðskörinni. Því er engu sinnt og biðin er þess hlutskipti. Hér þarf úr að bæta, þó ekki væri annað að fólkið á biðskör- inni sé látið vita á klukkutíma fresti að því sé ekki með öllu gleymt. Ingólfur Sverrisson. Umferðarljósin Umferðanefnd hefur lagt til, að sem fyrst verði komið upp umferðarljósum fyrir gangandi vegfarendur á Þingvallastræti, austan Hrísalundar, ennfremur, að samskonar ljós verði sett upp á Hörgárbraut á hæðinni við Skúta. Þá leggur nefndin til, að sérstakri lýsingu verði DAGUR komið upp við gangbraut yfir Glerárgötu, norðan við Ráðhús bæjarins og við gangbraut við Þórunnarstræti við Hamars- stíg. Ennfremur leggur nefndin til, að lögreglusamþykkt bæjar- ins verði breytt þannig, að leyfður verði 50 km hámarks- hraði bifreiða í stað 45 km nú. DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.