Dagur - 12.10.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 12.10.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ÁRG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 12. OKT. 1977 43. TÖLUBLAÐ Iðnkynningarári er lokið Iðnkynningarári lauk með mikilli iðnkynningu í höf- uðborginni í haust, þar sem 54 þús. manns komu, en áður hafði iðnaðurinn verið kynntur víða um land, og fyrst á Akureyri í fyrrahaust, sem mönnum er í fersku minni. Ekki leikur það á tveim tungum, að iðnkynning þessi hefur haft mikil áhrif í þá átt að kynna lands- mönnum íslenskan iðnað og reynslan þykir sýna það ótvírætt, að innanlandssala íslenskrar iðnvöru hefur aukist verulega. Eigi má torvelda sjúkraflutninga né slökkvistörf Vegna hitaveitufram- kvæmda á Akureyri eru göutr grafnar sundur og ekki alls staðar auðveld umferð. Blaðinu hefur ver. ið bent á, að lögregla og al- mannavarnir þurfi að hafa betri merkingar og sjá til þess, að leiðir sjúkrabíla og slökkviliðs séu sem greið- astar og breytingar til- kynntar jafnóðum, svo að ekki gerist alvarleg tíðindi vegna tafa í þessum þjón- ustugreinum. Sé nú mikil hætta á, að þær tafir geti orðið og með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Kemur blaðið þessum ábendingum til réttra aðila. Otflutningur iönvarnings Þá ber útflutningur ís- lenskra iðnvara því Ijóst vitni, að sú framleiðsla er í sókn. Hefur útflutningur iðnvarnings aukist um 42% á fyrra helmingi þessa árs. Samkvæmt frásögn Útflutn ingsmiðstöðvar iðnaðarins nam heildarverðmæti út- flutningsins 14,4 milljörð- um króna þessa sex mán- uði, og var um verulega magnaukningu að ræða, auk hærra vöruverðs. Mest varð aukningin á unnum prjónavörum. Samningamálin í atkvæðagreiðslu á þriðju- dagsnótt höfnuðu starfs- menn Reykjavíkur samn- ingum sáttanefnda með litlum atkvæðamun. Seint á mánudagskvöld ná'ðu samninganefndir Akureyr- arbæjar og starfsmanna samkomulagi. Fundur til að skýra samningana átti að hefjast kl. 5 síðdegis í gær, en ljúka þurfti við blaðið áður, svo fréttir af honum og væntanlegri at- kvæðagreiðslu verður að bíða betri tíma. Varnargarður og vegagerð Jarðhitinn í Bjarnarflagi hefur enn aukist verulega Úr Mývatnssveit — Ljósm- E. D. Mývatnssveit 8. október. Land- ris er á Kröflusvæðinu, eins og búið var að spá. En í Bjamar- flagi hefur yfirborðshiti enn aukist og hafa húsakynni Létt- steypunnar stundum verið nefnd í því sambandi sem dæmi. En þar mun vera um suðumark undir húsinu öllu eða mestöllu. Leirhverir hafa myndast við gufurafstöðina og þar sýður jörðin bókstaflega, og kraumar í smá vatnaaugum og leirhver- ir hafa einnig myndast. Á mesta gufusvæðinu við bor- holurnar hefur oft verið erfitt að fara um vegna gufu. Hefur verið lagt til að búa þar til tvær akreinar og er það í athugun hjá Vegagerðinni, og ég vona, að eitthvað verði fljótlega í því máli gert. Yfir standa framkvæmdir við veginn frá Reykjahlíð að Geit- Hljómflutn- ingstæki í leikhúsið Á bæjarráðsfundi 29. september var samþykkt, að tilmælum Leikfélags Akureyrar, að heim. ila kaup á hljómflutningstækj- um fyrir leikhúsið, eða Sam- komuhús bæjarins, en áætlaður kostnaður er 800—900 þúsund krónur. Er þetta meðal annars gert vegna mikils tónflutnings í því leikhúsverki_ sem verið er að æfa um þessar mundir og verður frumsýnt fyrir eða um næstu mánaðamót. Á næsta fundi samþykkti svo bæjarráð, samkvæmt erindi frá Leikfélagi Akureyrar um 4 milljón króna framlag til leik- starfseminnar, að bæjarsjóður veiti 2 millj. kr. aukafjárveit- ingu til leikhússins. eyjarströnd, sem er rúmir fimm kílómetrar. Hófust framkvæmd- ir snemma í síðustu viku. Veg- inn á að hækka mjög mikið og breikka. Mest af efninu er að- flutt. Þá eru einnig hafnar fram- kvæmdir við varnargarð við Kísiliðjuna, til vamar hugsan- legu hraunrennsli. Hann teng- ist þrónum norðan við Kísiliðj- una og liggur fyrst til austurs frá þeim og síðan til suðurs, austan við hús Kísiliðjunnar og Hrísey 10. október. Hér var að- eins föl í morgun og minnir það mann á árstímann, en annars er gott veður. Snæfellið landaði 65 tonnum á laugardaginn og er verið að vinna við þann fisk. Kaupfélag Eyfirðinga er að byggja hér um 400 fennetra salt- fiskverkunarhús og kemur það til með að bæta mjög aðstöðu fiskmóttöku og saltfiskverkun- ar. Búið er að ráða hingað hita- veitustjóra, Jakob Kristinsson. Verið er að vinna í hitaveit- unni, einkum við að laga og breyta heimæðum, sem margar voru orðnar stíflaðar. En jafn- framt er unnið að því að koma í veg fyrir útfellinguna, sem stíflunum veldur. Búið er að setja upp blöndunartæki, sem heita vatnið fer í gegn um og binda menn vonir við, að sú tilraun gefi góða raun. Kálfarnir á nautastöðinni hér i Hrísey stækka óðfluga og eru mjög fallegir, enda ganga þeir undir mæðrum sínum. En held- ur gekk það treglega að koma kálfi í þessar tuttugu kýr, sem hér eru og því eru kálfarnir aðeins níu talsins. Þó á sæðið að vera framúrskarandi og eng- inn efast um kyngæðin. Bera kálfarnir þess merki, að ný tengist svo þrónum að sunnan. Varnargarðurinn verður fjór- ir metrar að ofan og kemur í svipaða hæð og þróarveggimir. í athugun er að leggja í garð- inn leiðslur fyrir hugsanlega hraunkælingu, þar sem núver- andi dælubúnaður vegna efnis- töku í Mývatni yrði notaður ef til kæmi. Ákvörðun um þetta hefur ekki verið tekin. Við Kröfluvirkjun hefur mönnum fækkað mjög síðustu dagana, en haldið er áfram að blóðblöndun hefur átt sér stað, því þeir sverja sig í holdanauta- ættina. Mikið verpti af rjúpum á eynni í sumar og nú eru þær að verða hvítar og eru kær- lagfæringu á borholunum og er borinn að vinna við holu ellefu, þá síðustu. Ekki er enn komið í liós, hve mikilli orku þessar fjórar bor- holur geta gefið, en mér hefur skilist, að Kröfluvirkjun muni senn geta skilað 10 megavatta orku, þótt aðrir séu um þá hluti fróðari. Hauststörf í sveitinni ganga allvel og nú í dag voru menn að fara af stað í eftirleit á Suður- afrétt, suður í Ódáðahrauni. f sumar var allgóð silungsveiði í vatninu og var netafjöldi þó takmarkaður. Byggingafram- kvæmdir eru miklar. Kröflu- nefnd hefur funm íbúðarhús í smíðum í Reykjahlíðarþorpi og einstaklingar að auki. Eru þetta allt bústaðir starfsmanna og er verið að flytja í þau fyrstu, sem byrjað var á í vor eða sumar. Fólki fjölgar stöðugt og fer sennilega yfir 200 manns í Reýkjahlíðarhverfinu nú. Við Kísiliðjuna vinna 160—170 manns á sumrin, en færra á vetrum. Þá hefur Kröflunefnd sett upp fjórar bráðabirgðaíbúð- ir, búnar til úr vinnuskálum frá Kröflu. Hver eining er úr fimm skálum. Sveitarfélagið hefur í sumar látið byggja sundlaugarhús við Krossmúla, rétt ofan við þorpið. í húsi þessu sem er 310 ferm. og fokhelt, verður búningsaðstaða, böð og fleira. en útisundlaug verður væntanlega byggð á næsta ari. Þa er verið að byggja við félagsheimilið í Skjól- brekku. j j komnir gestir okkar á lóðun- um við húsin. Ein rjúpan smeygði sér raunar inn í kjall- arann hjá mér, þó ekki í fæðu- leit, heldur á flótta undan fálka, sem var í vígahug hér yfir. S. F, Verkfall er hafið Klukkan sjö á mánudagskvöld var staðfest, að slitnað hefði upp úr samningaviðræðum milli opinberra starfsmanna og ríkisins. Þá þegar hófst boðað verkfall klukkan 12 á miðnætti hið sama kvöld. Er |>að fyrsta verkfall opinberra starfsmanna hér á landi. Stundu fyrr höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar og launa- málanefnd undirritað kjarasamninga. Verkfallið leiðir til þess, að útsendingar útvarps fellur niður, að veður- fregnum frádregnum og sjónvarp verður ekki starf- rækt. Póst- og símaþjónusta fellur niður, nema þar sem um sjálfvirkan síma er að ræða, áætlunarflugferðir til og frá landinu verða engar og innanlandsflug kann að truflast. Vöruflutningar skipa stöðvast, skólastarf ým- ist fellur niður eða lamast, dagheimili og gæsluvellir verða lokaðir. Ýmis konar öryggisþjónusta verður ekki skert, svo sem löggæsla og rekstur sjúkrahúsa. Þá er þess að geta, að Bandalag háskólamanna hefur ekki verkfallsrétt og fara félagar þess j>ví ekki í verkfall. Á flótta, en ekki í fæðuleit

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.