Dagur - 12.10.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 12.10.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 12. okt. 1977. Fáar kýr við Öxarfjörð Kópaskeri 8. okt. Sauðfjárslátr- un stendur yfir og gengur vel. Hún hófst 16. sept. og lýkur 18. okt. Lógað verður ríflega 32 þús. kindum. Féð reynist sæmi- lega, en þó aðeins lakara en í fyrra, en þá var meðalvigtin mikil eða hátt í 16 kg. Nú í haust voru teknar í notk- un hjálpartalíur við slátrunina og reynast þær vel, þannig að fleira fé er lógað dag hvern án aukins vinnukrafts. Við slátrun í frystihúsi og mötuneyti eru nú 120 á launaskrá. Flest af þessu fólki er úr héraði. Stórgripaslátrun er hér nær engin, því kúaeign bændanna er hverfandi. Á hverju ári fækk- ar þeim bændum, sem fram- leiða mjólk og er nú svo komið að börnin vita naumast lengur hvernig þær skepnur líta út, og líkar bændum sérhæfingin vel. Mjólk er þó enn framleidd til sölu í Kelduhverfi, á fáum bæjum þó, en annars staðar eru kýrnar horfnar. Hinsvegar fer hrossum fjölg- andi og áhugi á hestamennsku fer vaxandi. Bændur eiga mikil og góð hey og líta björum augum til næstu framtíðar að því leyti. Bátamir hafa legið aðgerðar- lausir undanfarið og er beðið leyfis að leita rækju á grynnri miðum en Dröfnin leitaði, er hún kannaði rækjumiðin ný- lega. Sjomenn halda því fram, að rækjan sé nær landi og á Styrkveiting úr Orkusjóði Bæjarstjóri skýrði frá því á fundi bæjarráðs, að Orkuráð hefði á fundi sínum samþykkt umsókn frá honum um að veita styrk að upphæð 42 millj kr. til borholu LJ-8 að Ytra-Lauga- landi. Er styrkurinn veittur með tilliti til rannsóknargildi holunnar, sem er dýpsta bor- hola landsins á lághitasvæði. Endanlegur kostnaður við bor- holuna varð 230 milljónir og hefur Orkusjóður þegar veitt 96 milljón króna lán vegna bor- kostnaðarins. 19 konur við nám á Hvanneyri Til frétta var það talið fyrr á árum ef kona sótti um skólavist í bænclaskólúm landsins, svo sjaldgæft var það. Fyrir rúmri viku var Bændaskólinn á Hvanneyri settur og settust 19 náms- meyjar þar á skólabekk. En þar eru nú samtals 83 nem- endur, þar af 9 í búvísinda- deild, eða framhaldsdeild. Skólastjóri er Magnús B. Jónsson. Miklar byggingar hafa risið á Hvanneyri hin síð- ari ár, en mest þeirra er stórt og vandað skólahús. minna dýpi en þá var leitað. — Dröfnin er væntanleg í næstu viku til að ganga úr skugga um þetta. Fimm bátar hér hafa sótt um veiðileyfi og einn er á sölu- lista að auki. lErfitt er fyrir okkur að skipta um veiðar og fara t. d. að stunda þorskveiðar, þar sem veiðar- færi eru dýr og aðstaða til að taka á móti verulegu fiskmgani er ekki fyrir hendi. Grenivík 10. október. Til mik- illa tíðinda er það talið hér, að hingað eru komnar til starfa í frystihúsi staðarins sjö konur frá Ástralíu og eru þær há- skólanemar og líkar vel við þær. Kemur þetta sér vel, því vinna er mikil og hingað hefur vantað fólk til starfa og vantar enn, svo sem við sauðfjárslátr- un. Aflinn er heldur að glæðast á línuna, eftir bræluna. Á morgun verður nýja vatns- veitan tengd dreifingarkerfi þorpsins og er vatn það, er hinir 250 íbúar staðarins fá nú, sé mjög gott. Nýlega var farið í aðrar göngur á Látraströnd, Fjörður og Keflavíkurdal. — Hrepptu Málað á gler nefnist ljóðabók Guðmundar L. Friðfinnssonar á Egilsá í Skagafirði og er fyrsta ljóðabók hans. En Guð- mundur er kunnur rithöfund- ur og hefur áður fengist við aðrar höfuðgreinar skáldskap- ar og er mikilvirkur höfundur. í kynningu á bókarkápu segir m. a. svo: „Guðmundur er listfengur og vandvirkur höfundur. Verk hans eru efnisrík, sprottin upp úr heilbrigðu annríki, yljuð starfsgleði og bjartsýni en jafn- framt söguleg heimild um líf- ið eins og því hefur verið lifað á þessari öld.“ Ljóðabók skáldbóndans á Egilsá er 54 blaðsíður. Bókafor- .lag Odds Bjömssonar gefur út. Guðmundur L. Friðfinnsson. íbúðarhúsið í Eyvindarholti brann nú í vikunni og er talið ónýtt. Þar bjuggu Heiðar Sig- valdason og Kristín Sigurjóns- dóttir, en voru nýlega flutt til Kópaskers og var bærinn mann- laus. Nágrannamir komu mjög fljótt til aðstoðar með slökkvi- tæki og svo slökkvibíll frá Kópaskeri. Vatn er mjög lítið á staðnum og var slökkvistarfið því erfitt. Ó. F. gagnamenn versta veður en fundu þó allmargt fé. P. A. Nýtt svæði Á fundi skipulagsnefndar 22. september var lagt fram deili- skipulag og líkan af svæðinu norðvestan Hlíðarbrautar, frá Rangárvöllum að iðnaðarsvæði við Hörgárbraut. Samþykkti skipulagsnefndin deiliskipulag- ið í aðalatriðum, en felur skipu lagi ríkisins og tæknideild Ak- ureyrarbæjar að vinna að frek- ari útfærslu á svæðinu. Á þessu nýja íbúðasvæði er áætlað að íbúafjöldi verði 3500—4000 manns. Sumarauki nefnist Ijóðabók Braga Sigurjónssonar og er þetta sjöunda ljóðabók hans, 96 blaðsíður. Bókaútgáfan Skjald- borg gefur út. Bragi Sigurjónsson á ekki langt að sækja skáldgáfu sína, sonur Sigurjóns Friðjónssonar á Litlu-Laugum í Reykjadal. Bragi er landskunnur vegna stjórnmálabaráttu sinnar, bæði í bæjarstjórn Akureyrar og sem alþingismaður og blaða- maður. Ljóðlist hans hefur, a.m.k. að nokkru fallið í skugga baráttunnar og er hann þó gott skáld, Ekki er blaðinu kunnugt um, hvort ljóðabækur þeirra Guðmundar L. Friðfinnssonar og Braga Sigurjónssonar eru komnar í bókaverslanir, ef ekki, er þess skammt að bíða. Bragi Sigurjónsson. r Stúlkur frá Astralíu vinna í frystihúsinu á Grenivík Tvær Ijóðabækur Blaðinu hafa borist tvær nýjar ljóðabækur eftir norðlenska höfunda, þá Braga Sigurjónsson og Guðmund L. Friðfinns- son á Egilsá. • Við samninga- borð. Opinberir starfsmenn boð- uðu verkfall, sem átti að koma til framkvæmda í gær, þriðjudag, ef samningar hefðu ekki tekist Er það í fyrsta sinn hér á landi, að opinberir starfsmenn hóta verkfalli, samkvæmt ný- fengnum rétti sínum. Sáttatiilaga í kjaradeilu þessari var felld með yfir- gnæfandi meirihluta og síð- an hafa samningafundir staðið yfir og standa enn þegar þessar línur eru rit- aðar. Tveir ráðherrar tóku þátt í samningaviðræðunum, og má af því ætla að kapp sé lagt á samninga. • Vilborg Harðardóttir kveður. Alltíð ritstjóraskipti eru hjá flestum Akureyrarblöðun- um. Nú hefur Vilborg Harð- ardóttir látið af ritstjórn Norðurlands en við tekið Þröstur Haraldsson. Vilborg tók við blaðinu fyrir um það bil einu ári og um leið var blaðið, sem áður hét Al- þýðubandalagsblað, nefnt nýja nafninu Norðurland. — Vilborg var mjög dugandi ritstjóri. • Dagvistunar- málin. Ástæða er til að vekja at- hygli á örlítilii grein í síð- asta blaði um dagvistunar- mál á Akureyri sem er fró akureyrskum fóstrum, en þar kemur fram, að 300 böm eru á biðlista dagvistunarstofn- ana bæjarins, fyrir utan öll þau börn, sem ekki er sótt um vistun fyrir vegna hins langa biðtíma, sem að jafn- aði er eitt til tvö ár. Hér þurfa bæjaryfirvöld sannarlega að bregðast við á myndarlegan hátt. • Nýr staður fyrir NLFA. Náttúrulækningafélagið á Akureyri, undir stjóm Lauf- eyjar Tryggvadóttur, hefur farið þcss á leit við bæjar- yfirvöld, að þau veiti félag- inu byggingarlóð í landi Mela, eða norðan Kjama. skógar. Skipuiagsnefnd bæj arins hcfur lagt til, að um- beðin lóð verði veitt, austan vegar að Kjamaskógi. Náttúrulækningafél. hafði fjölsóttan kynningarfund í Húsmæðraskólnaum sídegjs á sunnudaginn. • Húsfriðunar- sjóður. Stjóm Húsfriðunarsjóðs bæj- arins hefur lagt til, að Lax- dalshús verði endurbyggt í upphaflegri mynd sem íbúð- arhús og gerí ráð fyrir fastri búsetu í því, einnig vill stjómin að athuguð verði aðstaða til félagslegrar þjón- ustu og veitinga, eftir nánari ákvörðun bæjarstjómar. — Ennfremur leggur stjóra Húsfriðúnaretjóm til, að Aðalstræti 54 (Nonnahús), Aðalstræti 46 (Friðbjamar- hús), Hafnarstræti 18 (Tulin íusarhús), Hafnarstræti 20, (Höepfner), Hafnarstræti 57 (Samkomuhús), Eyrariands- vegur 3 (Sigurhæðir) og Eyrarlandsvegur 28 (Mennta skólinn) verði friðuð sam- kvæmt þjóðminjalögum. • Nýtt Hegranes. Á þriðjudaginn í síðustu viku kom skuttogari sá til Sauðárkróks, scm áður var frá sagt. Hann er tveggja ára, smíðaður I Póllandi en keyptur frá Frakklandi og gerðar á honum breytingar í Englandi á heimleiðinni. — Hann er um 450 tonna skip og kostaði með. breytingum 360 millj. kr. Eigandi er Út- gerðarfélag Skagfirðinga. — Skipstjóri er Sverrir Eðvarðs son. Drangey, sem Útgerðar- félagið átti áður, var seld til Meitilsins, Þorlákshöfn. • Merkur félagsskapur. Stofnfundur Samtaka áhuga- fólks um áfengisvandamáið — SÁÁ — hlaut mikla og vcrðuga aðsókn. Þessi sam- tök hafa merkilegt verk að vinna. Það er ástæða til að hvetja menn til að veita þeim lið og gera þannig sitt til áð þau námi tilætluðum ár- angri. Hér á Akureyri, sem á öðrum stöðum, er áfengis- vandamátið mjög tilfinnan- legt, enda lét fjöldi manns skrá sig félaga í samtökun- um, þar sem listar lágu frammi. Erindi Gauta Arnþórss. Á aðalfundi klúbbsins „Öruggur akstur“ hér í bæ á laugardaginn flytur Gauti Arnþórsson yfirlæknir er- indi um slys og slysavarnir. Hin tíðu og alvarlegu slys nú að undanförnu gefa sannarlega tilefni til umræðu um þau mál og góða fundarsókn. — Sjá auglýsingu á öðrum stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.