Dagur - 25.10.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 25.10.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGINN 25. OKT. 1977 46. TÖLUBLAIÐ Þörf tillaga Jón Skaftason hefur lagt fram tillögu til þingsálykt- unar í sameinuðu alþingi, er hljóðar svo: Alþingi ályktar að skora á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því, að sjón- varpið hefji svo fljótt sem verða má, reglulega upp- lýsinga- og fræðsluþætti um efnahagsmál í umsjá viðskiptadeildar Háskólans og Þjóðhagsstofnunar. Úr greinargerð í greinargerð segir m. a.: Margir eru nú uggandi vegna þeirrar stefnu, sem efnahagsmál landsins virð- ast vera að taka. Yfirstand- andi verkfall, vaxandi verð bólga, erlend skuldasöfnun, fallandi gjaldmiðill og yfir j vofandi hætta á eyðilegg- ingu náttúruauðlinda, eru dæmi um málefni, sem gefa tilefni til þessa uggs. Þegar vandamálin rísa þarf I að finna orsakir þeirra. Hverjar eru réttar orsakir : ofannefndra vandamála? Fjarri fer því, að lands- menn séu sammála um svör í þeim efnum. ölvunarslysum fækkaði mjög I ljós hefur komið og frá verið sagt, að ölvunarslys- um í Reykjavík síðan verk fall hófst, eða öllu heldur, síðan áfengisútsölunni var lokað, hefur fækkað mjög. Haukur Kristjánsson yfir- læknir slysadeildar Borgar spítalans sagði, að fyrstu tíu verkfallsdagana hefði verið tekið á móti 844 á deildinni í stað 1146 næstu tíu daga á undan. Yfirlækn irinn sagði, að ástæðan til þessarar fækkunar slysa væim augljóslega þær, að brennivínsbúðirnar hefðu verið lokaðar. Skoðanakönnun um framboð Sjö menn hafa gefið kost á sér til þátttöku í skoðana könnun Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra, við næstu alþingis- kosningar. Þeir eru þessir: Bogi Sigurbjörnsson, skattendurskoðandi á Siglu firði, Brynjólfur Svein- bergsson, oddviti á Hvammstanga, Guðrún Benediktsdóttir, kennari á Hvammstanga, Magnús Ól- afsson, bóndi á Sveinsstöð- um, Ólafur Jóhannesson, alþingismaður og dóms- málaráðherra, Páll Péturs- son, alþingismaður á Höllu stöðum og Stefán Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri á Sauðárkróki. L. A. frumsýnir Loft 4. nóv. I eikfélaig Akureyrar frumsýnir söngleikinn Loft eftir Odd Björnsson 4. október. Æfingar hafa staðið yfir í tvo mánuði. Til tíðinda má teljast, að nær uppselt er á all- ar frumsýningar LA í vetur. Miðasalan er þó opin til að selja þá fáu miða, sem eftir eru, 26 október. Auk þess verða þá til sölu áskriftarkort á aðrar sýningar vetrarins. Leifur Þórarinsson tónskáld hefur dvalið á Akureyri allan æfingartímann og samið tónlist við verkið. Brynja Benedikts- dóttir, leikhússtjóri og Erlingur Gíslason eru leikstjórar. Sigur- jón Jóhannsson, yfirleikmynda- teiknari Þjóðleikhússins býr til leikmyndir. Og á frumsýning- unni kemur á markaðinn kas- etta með söngvum úr verkinu og verður fáanleg í leikhúsinu. Hún er gerð hér á Akureyri og fór upptakan fram í studío Pálma Stefánssonar. Hljómlistarmenn eru: Gunn- ar Ringsted, Sævar Benedikts- son, Örn Magnússon og Matt- hias Henriksen. Auk þess leika og syngja tvær konur, kennarar við Tón- listarskóla Akureyrar, Barbara Harrington og Katarina Rohneð Jón H. Áskelsson annast stjóm átta manna kórs, sem auk leik- aranna syngja. Sigurveig Jónsdóttir leikur Móðurina, Gestur E. Jónasson leikur Loft, Saga Jónsdóttir leikur Dísu og djöfsa leikur Að- Brynja Benediktsdóttir. alsteinn Bergdal. Fréttamenn sjónvarps og blindvarps leika Þórir Steingrímsson og Árni V. Viggósson og blaðamenn leika, Björg Baldvinsdóttir, Jóhann Sigríður E. Magnúsdóttir syngur á 1. tónleikunum Tónlistarfélag Akureyrar hefur vetrarstarf sitt með tónleikum Sigríðar E. Magnúsdóttur söng- konu og Ólafs Vignis Alberts- sonar píanóleikara í Borgarbíói miðvikudaginn 26. okt. kl. 21. Sigríður E. Magnúsdóttir tók þátt í samkeppni fyrir unga ein- söngvara í tengslum við tón- listarhátíð í Aldenburgh og Snape á Englandi um síðustu mánaðarmót. Á þeirri keppni komu fram 42 einsöngvarar víða úr heiminum. í dómnefnd- inni voru heimsfrægir tónlistar- menn og einsöngvarar eins og Gerald Moore, Elisabeth Schwartzkopf, Peter Pears, Hans Hotter. Sigríður hlaut önnur verð- laun, sem er stórglæsilegur ár- angur, er hefur vakið athygh Sigríður E. Magnúsdóttir. og áhuga skipuleggjenda tón- leika og óperuhúsa erlendis. Sigríður og Ólafur flytja verð launadagskrána en á henni eru sönglög eftir Hayden, Schubert, Strauss, Sibelius, Benjamin Britten, Verdi, Donizetti. Sigríður hefur stutta viðdvöl á íslandi að þessu sinnþ og var ekki ljóst fyrr en á síðusitu stundu að hún kæmist heim vegna verkfallsins, og þess- vegna reyndist ekki unnt að koma fréttum fyrr á framfæri. Áætlað er að tónlistarfélagið gangist fyrir 7—8 tónleikum á þessum vetri og verður fljótlega hægt að tilkynna dagskrána í heild. Aðgöngumiðar á tónleika félagsins eru seldir í bókabúð- inni Huld og við innganginn. Ögmundsson og Nanna Jóns- dóttir. Erlingur Gíslason leikur agentinn og Kristjana Jónsdótt- ir aðstoðar leikstjóra. Kristján Árnason og fleiri sömdu söng- textana. Frá lögreglunni á Akureyri Mun minna hefur borið á ölvun í bænum síðan verkfallið hófst, og gistu aðeins tveir menn fangageymslu lögreglunnar um síðustu helgi. Skemmdir voru unnar á bíl- um við Sjálfstæðishúsið aðfara- nótt síðasta laugardags, með sparki og undanfarna daga hefur verið ekið á fimm kyrr- stæða bíla, án þess að þeir gæfu sig fram, sem þar voru að verki, síðast á mánudagskvöld við Borgarbíó, þar var Mazda-bíll skemmdur. Lögreglan biður þá, sem upplýst geta þessar bíl- skemmdir og ákeyrslur að láta hana vita sem fyrst. Bændaklúbbs- fundur í Hlíöarbæ Fyrsti bændaklúbbsfundur inn verður haldinn í Hlíðar bæ fimmtudaginn 27. októ- ber og hefst kl. 21. Frum- mælendur verða Jón Hjálm- arsson og Stefán Valgeirs- son og ræða þeir um sam- þykktir síðasta aðalfundar Stéttarsambands bænda og framleiðslumál landbúnaðar- ins. Athugið breyttan fundar- dag og fundarstað. Verkfalli frestað til 15. nóv. Samningar með fyrirvara undirritaðir í gær í gærmorgun náðist samkomulag á milli starfsmanna ríkis og bæja og ríkisstjórnarinnar um nýjan kjarasamning. Hann mun hafa verið undirritaður með fyrirvara klukkan sex síðd. í gær. Þegar samkomulagið hafði náðst í gærmorgun, efdr hálfs- mánaðar verkfall BSRB, var gefin út yfirlýsing, að verkfalli væri frestað þar til allsherjaratkvæðagreiðsla um samning- inn hefði farið fram, eða tíl miðnættis 15. nóvember. Meginatriði nýja samningsins eru þau, að laun samkvæmt launaflokkum hækka frá rúmlega 10% upp í 21%, miðað við júlílaun. Við það bætist 12 þús. kr. greiðsla, sem skipt- ist jafnt á þrjá mánuði, sept., okt. og nóv. Hinn 1. desember n. k. hækka laun í 5.—9. flokki um 1500 krónur, auk þess sem áfangahækkun verður í öllum flokkum. Sú hækkun verður sem svarar 4% af júlíkaupi, en þó ekki lægri en 5 þús. kr. Síðan verður ófangahækkun 1. júní 1978 3%, en þó ekki lægri en 5 þús. kr. Þá kemur enn 3% áfangahækkun 1. september 1978, sem ekki nemur þó lægri upphæð en 4 þús. kr. og loks verður 3% áfanga- hækkun 1. apríl 1979. Þá verður tilfærslu í fjórum neðstu launaflokkunum hrað- að. Launaflokkshækkun verður eftir 15 óra starf, og í des ember fá þeir 40 þús. kr. persónuuppbót, sem eiga að baki 9 ára starfsaldur í fullu starfi og persónuuppbót hækkar síðan í samræmi við vaktaálag og verður aftur greidd i desember á næsta ári, þeim sem þá hafa að baki 10 ára starfsaldur. Starfsfólk í hlutavinnu með sama starfsaldur, fær hlutfallslega persónuppbót. Samkomulag varð um endurskoðunarrétt á kaupliðum á samningstimabilinu, sem lögum samkvæmt er tvö ár, talið frá 1. júlí í sumar. Hvor aðili um sig getur visað málinu tíl sáttanefndar þegar mánuður er liðinn frá því endurskoð- unarkrafan var lögð fram. Þá var samið um aukið vakta- álag á nætur- og helgidagavinnu og auka kaffitíma og ýmis sérákvæði starfshópa. Sem dæmi um laun 1. nóvember í nokkrum flokkum i efsta þrepi má nefna: Lægstu laun með 4% verðbótum verða tæplega 102 þús. kr. Laun i 6. flokki, efsta þrepi verða rösklega 123 þús. kr. Laun í 10. flokki, efsta þrepi, verða tæplega 145 þús. kr. Laun í 13. flokki verða launin 1. nóv. tæplega 162 þús. kr. Laun i efsta flokki, efsta þrepi, verða tæpar 277 þús. krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.