Dagur - 02.12.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 02.12.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, FÖSTUDAGUR 2. DES. 1977 54. TOLUBLAÐ Sparifjáreign Eftir áramótin eiga menn að geta lagt inn erlenda peninga sína í innlenda banka, Landsbankann og Utvegsbankann, 4 spari- sjóðsbók og fengið af þeim hliðstæða vexti og í erlend um bönkum. En gjaldmiðl ar þeir, sem tekið verður á móti á þennan hátt, eru þýsk mörk, Bandaríkjadoll arar, sterlingspund og danskar krónur. Sá gjald- eyrir, sem gert er ráð fyrir að komi með þessu móti til skila í gjaldeyrisbönk- unum, eru erlend vinnu- laun og þóknanir, afgang- ur af áhafna- og ferðagjald eyri erlendis frá o. fl. Innfluttar konur Á Grenivík komu í haust nokkrar ungar konur frá Ástralíu til starfa í hrað- frystihúsinu þar. Til Hi eyjar komu síðar nokkrar konur, einnig ástralskar. Er þetta hvorttveggja nýj- ung í fiskvinnslustöðvum við Eyjafjörð. En upplýst hefur verið, að Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hafi þegar ráðið um 200 útlend inga við störf á komandi vetrarvertíð, nær eingöngu í frystihúsum. Er hér m. a. um að ræða konur frá Nýja Sjálandi, Bretlandi og Ástralíu. Má af þessu ætla_ að íslenskur vinnumarkað- ur sé yfirspenntur. Skrifstofa opnuð Opnúð er fræðslu- og leið- beiningastöð SÁÁ — Sam- taka áhugafólks um áfeng- isvandamálið —. Er stöðin til húsa í Lágmúla 9 í Reykjavík. Er stöðin bæði fyrir áfengissjúklinga, sem þangað vilja sækja fræðslu og styrk vegna áfengis- vanda, og ennfremur veitir stöðin vandamönnum drykkjusjúkra og atvinnu- rekendum, leiðbeiningar. Fyrirhugað er síðan að opna afvötnunarstöð að Reykjadal í Mosfellssveit. Einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt hinum nýstofn- uðu samtökum, sem ætla að berjast við áféngisbölið, mikinn stuðning. Togararnir Harðbakur landaði á mið- vikudag um 110 tonum. Svalbakur landaði 25. nóv. 141 tonni, og aflaverðmæti var 11,2 milljónir. Kaldbakur landaði 23. nóv. 134 tonnum, aflaverðmæti 12,7 milljónir. Sléttbakur landaði 128 tonnum 21. nóv., aflaverð- mæti var 10,9 milljónir. Sólbakur landaði 18. nóv. 83 tonnum að aflaverðmæti 7,9 milljónir. Séð yfir Sauðárkrók (Ljósm.: E. D.).? Sauðárkrókspistill Dagur ræddi á miðvikudaginn við Þóri Hilmarsson bæjarstjóra á Sauðárkróki og spurði hann um helstu framkvæmdir í kaupstað hinna 1900 íbúa staðarins. Hann sagði meðal annars: WM Auk venjulegra, daglegra sveitarstjórnarmála, má fyrst nefna, að unnið hefur verið við 10 ára áætlun gatnagerðar með varanlegu slitlagi. Á tveimur fyrstu árunum hafa áæt’Unijr fyllilega staðist og mun nú búið með fjórða hluta verksins. Við höfum ennþá lagt megináherslu á göturnar, en á næsta ári verð ur meira unnið við gerð gang- stétta og kantsteina en verið hefur. Þessar framkvæmdir, á- samt hinum nauðsynlega undir- búningi, eru mjög dýrar en þær breyta mjög bænum í jákvæða átt. Göturnar eru alls nálægt 11 kílómetrum, en þær lengjast með vaxandi byggð. Erfiðleikum veldur, að Byggðasjóður, sem örvaði sveit arstjórnir mjög til gatnagerðar- framkvæmda og stuðlaði að 10 ára áætlunum í þá veru, hefur brugðist svo mjög, að á þessu ári erum við að fá eftirhreyt- urnar frá síðasta ári, samkvæmt því sem lofað var og ekki útlit fyrir, að við fáum krónu fyrir framkvæmdir á þessu ári. Þá er kerfið hjá 25% Þjóðvega- sjóðnum svo bágborið, að fyrst verðum við að framkvæma og greiða, en síðan kemur til lög- boðið framlag sjóðsins. Allt er þetta mjög þungt á bæjarsjóði. í raun og veru kippir þetta stoð unum undan þeirri 10 ára áætl- anagerð, sem upp var sett af mikilli bjartsýni. Þá hefur bærinn látið vinna að hafnai-gerð, og var þekjan steypt í sumar á 200 metra kafla. Þetta er innan við Oln- bogann og þar er búið að steypa 8 metra kafla meðfram stálþili og malbika nokkuð að auki og búið að' tengja hafnarsvæðið Eyrarvegi, sem slitlag var sett á í sumar. Einnig var malbikað meðfram sláturhúsinu, svo þetta svæði hefur tekið miklum stakkaskiptum. Er parturinn framan við Olnbogann að detta niður, en þar er gamalt tréþil á 70 metra kafla. Þar eru mikil verkefni fyrir höndum. Við erum svo heppnir að hafa nægilegt 73 stiga heitt vatn til að hita upp öll hús í kaupstaðn um og afgang, sem ætti að geta mætt aukinni notkun næstu 10 árin. Heita vatnið er selt með hemlakerfinu svokallaða og kostar mínútulítrinn 1250 krón ur en verður 1600 krónur á næstu árum. Það mun algengt, að einbýlishús eða stórar íbúð- ir noti 4 lítra og greiði þá ná- lægt 5000 krónum á mánuði fyr ir upphitun. Er það mikill mun- ur eða olíukynding og sparar bæjarbúum milljónatugi á ári. Stórt átak hjá bænum var að koma heimavist skólanna í notk un og er það mikilvægt fyrir skólastarfið i bænum. Þetta hús næði og aðstaða notast við Gagnfræðaskólann og Iðnskól- ann. Atvinna hefur verið alveg næg á Sauðárkróki allt þetta ár, og tekjur fólks eru góðar. Um það er deilt hversu mikið vinnuálag sé fólki hollt eða nauðsynlegt og eru skiptar skoð anir í því efni. En óhætt er að fullyrða, að vinnu hefur ekki vantað, hvort sem segja má, að vinnuálag hafi í einhverjum til fellum verið óæskilega mikið. Segja má það um börn og unglinga, að á sumrin höfum við lagt áherslu á, að þau hafi * nægilega mikið fyrir stafni. Við höfum með ágætum árangri ver ið með skólagarða, sem mikið eru sóttir, en þar voru yfir 100 börn í sumar. Auk þess höfum við starfsvöll til margs konar athafna fyrir börn. í þriðja lagi er hér á hverju sumri unglinga vinna fyrir fjóra aldursflokka. Að samanlögðu má segja, að enginn, hvorki ungir né gamlir hafi verið atvinnulausir. Blaðið þakkar upplýsingar bæjarstjórans, Þóris Hilmars- sonar. Alþýðuleikhúsið hefur undan- farnar vikur verið á miklu leik ferðalagi um Norðurlönd. Sýnt var á Færeyjum, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi og Danmörku. Verkefnið er Skollaleikur eftir Bövar Gumundssðon. Hefur leikritið einnig verið sýnt að undanförnu á Stórreykjavíkur svæðinu. Sýning Alþýðuleikhússins fékk afar góðar viðtökur í Norð urlandaferðinni og lofsamleg ummæli í blöðum. Styrk til far arinnar veitti Norræni menn- ingarmálasjóðurinn. Alþýðuleik húsið tók þátt í norrænum menningarvikum í Finnlandi og Svíþjóð, einnig við mjög góð ar viðtökur. Skollaleikur hefur nú verið sýndur nærri níutíu sinnum samtals vítt og breitt um land- ið og á Norðurlöndum eins og fyrr segir. Alþýðuleikhúsið er um þass- ar mundir að ljúka sýningum í Reykjavík og verða nokkrar sýningar á Norðurlandi í byrj- un desember. Á Skagsströnd verður sýning 2. desember. á Hofsósi 3. des- ember og á Dalvík 5. desember. Á Akureyri verður sýnt 6. des- ember og í Ólafsfirði 7. desem- lber. Lýkur þar með sýningum á Skollaleik. REYNIR 70 ARA Ath. að það er á sunnud. sem afmælisfagnaðurinn er hald- inn en ekki á laugardag, eins og misritaðist í síðasta blaði. Þjálfaranámskeið Hinn 5.—9. desember n.k. verð ur ha'dið bjálfaranámskeið fyrir skíðaþjálfara í Vetraríþróttamið stöðinni í Hlíðarfjalli. Kennari verður kunnur skíðamaður, Björn Edvardsen, norskur mað ur, sem m. a. hefur verið þjálf- ari norska landsliðsins í alpa- greinum. Námskeið þetta er haldið á vegum Skíðasambands íslands Misjafnt er skipt Þrátt f}-rir öll jafnréttisákvæðin í lögum og reglugerðum, hefur nýleg rannsókn leitt í ljós, að karlar eru mun tekjuhærri en konur í öllum stéttum þjóðfé- ; lagsins. En hæstar tekjur höfðu lækn ar og tannlæknar með meðal- tekjur rúmlega 4,6 milljónir kr. í árstekjur árið 1976. Var þetta, að sögn Hagstofunnar, eini starfshópurinn með meira en 4 milljónir til jafnaðar. Næstir komu yfirmenn á tog- urum, þar með taldir bátsmenn, með 3,395 þusund króna árs- tekjur. Meðal hásetahlutur á síðasta ári er talinn hafa verið 2,369 milljónir króna og á þessu ári nálgast hann eflaust 4 millj ónir, sem er 50% haarra en verkamannalaun og eru tölur um tekjur sjómanna hafðar eft- ir Kristjáni Ragnarssyni. Lægstir í launum eru ófag- lærðir verkamenn við landbún- aðarstörf með tæpar 700 þúsund krónur og tekjulægstu konurn- ar, sem unnu á skrifstofum í þágu búrekstrar, höfðu aðeins 267 þúsund króna árslaun. en Skíðaráð Akureyrar annast allan undirbúning hér og sér um þátttakendur meðan þeir dvelja hér á Akureyri. Aðkomu þátttakendur, sem eru m. a. frá Húsavík, ísafirði, Reykjavík og Siglufirði, búa á heimilum skíðamanna hér í bæ. Auk þjálfaranámskeiðsins fer fram landsliðsæfing (alpagrein- ar) hjá A-landsliðinu og verður hún frá 5.—11. des. Þá er einnig boðað til landsliðsæfinga hjá unglingum og verður unglinga- landsliðið við æfingar frá 8.-— 11. des., uppi í Hlíðarfjalli. Stolið Um helgina var farið inn í hús eitt á brekkunni og þar stol ið peningum og öðrum verð- mætum fyrir 160—170 þúsund krónur. Lögreglan handsamaði grunaðan mann með góðra manna hjálp og játaði hann á sig verknaðinn. Mun hann hafa verið eitthvað undir áhrifum áfengis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.