Dagur - 02.12.1977, Blaðsíða 2
Neskirkja í Aðaldal
endurvígð
í Nesi í ASaldal hefur að öllum
líkindum verið kirkja frá því á
fyrstu dögum kristni hér á landi
Jarðarinnar er fyrst getið svo
vitað sé í Guðmundarsögu dýra
frá því um 1200 en prestssetur
verður hún í kringum 1300. Þá
var þar kirkja helguð heilagri
Cesilíu, verndara tónlistarinnar.
Meðal margra ágætra kirkjunn-
ar -þjóna sem staðinn sátu má
nefna sr. Einar Sigurðsson
skáld, síðar í Evdölum, en hann
þjónaði Nesi 1565—89. Síðastur
presta þar var Guðmundur
Bjarnason sem sat staðinn 1847
—52. Síðan hefur Nesi verið
þjónað frá Grenjaðarstað.
Kirkja sú sem nú stendur i
Nesi var upphaflega byggð ár-
ið 1903 og var yfirsmiður Ei-
ríkur Þorbergsson, smiður og
ljósmyndari á Húsavík. Á ár-
unum 1953—55 var gert við
kirkjuna, sett í hana rafmagns-
hitun og hún máluð utan sem
innan. Fyrir nokkrum árum
vaknaði áhugi meðal sóknar-
manna á að gera kirkjuna upp
og stækka hana. Var því kosin
byggingamefnd og skipuðu
hana Hermóður Guðmundsson,
Ámesi, formaður, Baldur Guð-
mundsson, Bergi og Dagur Jó-
hannesson, Haga. Við fráfall
Hermóðs á síðastliðnum vetri
gekk Völundur sonur hans inn
í nefndina. Nefndin fékk Bjarna
Ólafsson námsstjóra í Reykja-
vík til þess að teikna kirkjuna
og hafa umsjón með verkinu.
Bjarni hefur sérhæft sig í því
að gera upp gömul hús og hef-
ur m. a. verið ráðunautur Þjóð-
minjasafns íslands í þeim efn-
um. Er hann frábærlega smekk-
vís og vandvirkur.
Á síðastliðnu vori voru ráðnir
smiðir og var verktakinn Krist-
ján Guðmundsson, Reykjavík.
Luku þeir verkinu í ágúst. Þá
vom hin kunnu hjón, Jón og
Greta Björnsson fengin til þess
2 *DAGUR
runalega svip að öðru leyti en
því að út úr austurgafli henn-
ar var byggður kór. Kirkjuskip-
ið var lengt þannig að koma
mætti fyrir rúmgóðri forkirkju
og þaðan uppgöngu á söngloft
sem stækkaði að sama skapi.
Þá var einnig komið fyrir skrúð
húsi á þann hátt og reist voru
lág þil sitt hvoru megin í kór.
Kirkjan er hvort tveggja hlý-
leg og smekkleg hvar sem á
hana er litið og aðstandendum
að mála og skreyta kirkjuna.
Kirkjan heldur sínum upp-
sínum til hins mesta sóma.
í Nessókn voru á síðastliðnu
ári 202 sóknarböm, þar af 115
gjaldskyld. Af því má vera ljóst
að hver og einn verður að axla
ærið þunga byrði. En þar sem
stórhugur og einhugur fara sam
an verður hver byrði þó þung
sé að yndælu oki.
Vígsla kirkjunnar fór fram
að viðstöddu fjölmenni hinn 30.
okt. sl. Vígslubiskupinn í Hóla-
stifti sr. Pétur Sigurgeirsson
vígði. Viðstaddir voru allir
prestar í Suður-Þingeyjarsýslu,
6 að tölu og einn úr Eyjafirði
sr. Bjartmar Kristjánsson á
Laugalandi.
Athöfnin hófst með þvf að
biskup, prófastur, prestar og
sóknarnefndarmenn báru gamla
og nýja kirkjugripi í kirkju.
Að lokinni vígsluræðu biskups
lásu sóknamefndarmennirnir
frú Jóhanna Steingrímsdóttir
Árnesi og Indriði Ketilsson Ytra
Fjalli og prestamir sr. Örn
Friðriksson Skútustöðum og sr.
Jón A. Baldvinsson Staðarfelli
ritningarorð. Þá vígði biskup
kirkjuna. Að lokinni vígslu pré-
dikaði prófasturinn sr. Sigurður
Guðmundsson á Grenjaðarstað.
Eftir prédikun fór fram altaris-
ganga og þjónuðu prófasturinn
og sr. Bolli Gústavsson fyrir
altari. Við athöfnina söng
kirkjukór Neskirkju undir stj.
Friðriks Jónssonar. Meðhjálpari
er Völundur Hermóðsson Álfta
nesi.
Að lokinni vígsluathöfninni
bauð sóknarnefnd öllum við-
stöddum til hófs í Hafralækjar.
skóla. Voru þar framreiddar
veglegar veitingar sem konur
safnaðarins sáu um og gáfu. Þar
flutti formaður sóknarnefndar
Indriði Ketilsson ræðu. Lýsti
hann framkvæmdum og rakti
byggingarsögu kirkjunnar. Þá
flutti hann þakkir öllum þeim
sem stutt höfðu og stuðlað að
framgangi málsins. Að lokinni
ræðu Indriða tók prófastur til
máls og bar fram þakkir og ám-
aðaróskir. Auk þess töluðu
vígslubiskup, sr. Öm á Skútu-
stöðum og sr. Bolli í Laufási.
Var þeim öllum efst í huga
gleði og þakklæti yfir því mikla
framfaraspori sem hér hefði
verið stigið.
Gjafir bárust kirkjunni í til-
efni af endurvígslu hennar. Frú
Sigríður Pétursdóttir í Nesi gaf
róðukross og tvo kertastjaka á
altari, hina fegurstu gripi, til
minningar um mann sinn Stein-
grím Baldvinsson sem um langt
árabil var kirkjuhaldari þar á
staðnum og alla tíð bar hag
kirkjunnai* mjög fyrir brjósti.
Hjónin Kjartan Sigtryggsson og
Jónasína Sigurðardóttir Hrauni
gáfu kr. 100 þús, til minningar
um foreldra sína. Þá gaf frú
Guðfinna Sigurðardóttir Núp-
um altarisdúk sem hún hafði
sjálf unnið.
Auk þessa hafa kirkjunni bor
ist ýmsar gjafir bæði stórar og
smáar á undanförnum árum.
J. A. B.
Vígslubiskup, prófastur, prestar og sóknamefndarmenn í „prós-
essíu“ með kirkjugripi á leið til kirkju. — Ljósm. M. S.
Smáauqlvsinöar
Bifreiðir Sala
Rang Rover árg. 1974
til sölu. Toppbíll.
Uppl. í síma 21854 eftir kl. 19.
Til sölu Mersedes Benz 220
dísel árg. 1970 með mæli.
Einnig Opel Record stadion
árg. 1965 með nýupptekinni
vél, en þarfnast útlitslag-
færingar.
Sími 21759 eftir kl. 19.
Jólatré með rót fást í
Aðalstræti 62, sfmi 11464.
Ármann Dalmannsson.
Lttill ísskápur til sölu.
Uppl. [stma 23427 eftir kl. 19.
Til sölu vel með farinn
skenkur.
Uppl. í síma 21524.
Pjónusta
Ef þú þarft að laga ibúðina
fyrir jólin, þá hringdu í sima
23787.
Sktðaþjónusta.
Setjum bindinga á skíði,
stillum öryggi,
bræðum í sóla.
Opið kl. 18—20.
TÓMAS og VIÐAR,
Kambagerði 2.
Smáauglýsingar
Sími 11167
Fasleignaskipti
Hafið þér í huga að skipta um íbúð?
Sé svo þá hafið samband við skrifstofuna sem
fyrst.
íbúðaskipti er mál, sem krefst vandlegrar athug-
unar og undirbúningsvinnu, sem oss er ánægja
að taka þátt í með yður,
Fasttign er f\ars)odur.„
Fasteignir vid ditra hæfi...
Traust þfonusta...
opidkl.S-7
slmi 21878
VSUIGHASAIAH H.F.
Aifðúrstræti /Úf amarofiusintt
Sölumaður: Skúli Jónasson.
Hreinn Pálsson hdl., Guðm. Jóhannsson viðsk.fr.