Dagur - 02.12.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 02.12.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, föstudaginn 2. desember 1977 RAFGEYMÁR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VELJIÐ RÉTT MERKI Hótel Saga, Hagkvæmar helgarferðir Flugleiðir buðu blaðamönnum á Akureyri í ferð til Reykja- víkur til að kynna þeim helgar- ferðir félagsins, sem á boðstól- um eru í vetur, eins og undan- farna vetur. En með þeim eiga landsmenn þess kost, að ferðast um helgar á milh landshluta með Fokkervélum Flugleiða og njóta gistingar á góðum hótel- um gegn vægu verði. Til dæmis kostar helgarferð Norðlendings til Reykjavíkur og gisting á hóteli þar tvær nætur frá kr. 13.500—14.500 og mun láta nærri, að það sé þriðj- ungs afsláttur. Þessar ferðir eru að verða fastur liður einstakl- inga og stofnana og eru þær mjög oft tengdar leikhúsum höfuðborgarinnar eða sýning- um af öðru tagi og má þar nefna sýninguna „Heimilið 77“. Blaðamenn á Akureyri, undir fararstjórn Sveins Kristinsson- ar umdæmisstjóra og Kolbeins Sigurbjörnssonar sölustjóra, skruppu í helgarferð 18. nóvem ber og kynntust í þeirri för gisti stöðum höfuðborgarinnar, að- stöðu á þeim og þjónustu, en gistu á hinu kunna Loftleiða- hóteli. Var förin þann veg und- irbúin, að hótelin tóku vel á móti fréttamönnum og þeim gafst kostur á að kynnast starf- semi þeirra og allri aðstöðu. Auðséð var á öllu, að innlent ferðafólk er farið að nota hótel- in í Reykjavík meira en áður, í stað þess að gista hjá ættingj- um og vinum, enda ekki alltaf fjárhagslegur sparnaður að því vegna kostnaðar við leigu- bifreiðar. Segja mátti, að öll Reykja- víkurhótelin væru yfirfull og á sumum stöðum var verið að vísa ferðafólki frá vegna þrengsla. Leiðir þetta hugann að því, að hér á Akureyri telia ýmsir, að fjölga þyrfti hótelherbergj- um um 100 og auk þess þyrfti nauðsynlega að koma upp góð- um ráðstefnusal. Gildir hið sama um hótel og vegina, en sagt hefur verið, að vegir skapi vegfarendur. Helgarferðirnar eru orðnar einkar vinsælar. Munu á annað þúsund farþegar hafa notið þessara ferða héðan frá Akur- eyri í fyrravetur. Sýnir það áhuga á helgarferðunum og vinsældir þeirra. í Reykjavík tóku á móti okk- ur Sverrir Jónsson stöðvar- stjóri, ennfremur Þorsteinn Thorlacius og Andri V. Hrólfs- son, sem báðir eru fulltrúar Einars Helgasonar hjá innan- landsfluginu og urðu menn af viðræðum við þá margs vísari. Voru móttökur allar framúr- skarandi, svo og fararstjórn. Þá má sérstaklega geta þess, að þegar þjóðleikhússtjórinri, Sveinn Einarsson, frétti af komu okkar, bað hann fyrir kærar kveðjur til Norðlending- anna og sendi okkur leikhús- miða. Leiddi það af sjálfu sér, að við fórum í leikhús og sáum sjónleikinn Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson, sem er kaldrifjaður gamanleikur. Móttökustjórar á hótelunum voru: Á Loftleiðum Kristín Norðman, á Hótel Esju Stein- dór Ólafsson, á Hótel Sögu Vil- helm Vestmann, á Hótel Holt var viðdvöl stutt, og Steinunn frá Rauðasandi sýndi okkur Hótel Borg. Að öllu samanlögðu virðist mega hvetja fólk til þess að notfæra sér afslátt þessara helgarferða, ef það á annað borð þarf eða vill eyða pening- um sínum í ferðalög, sér til gagns eða skemmtunar. Námskeið fyrir konur Kvennasamband Akureyrar gekkst fyrir félagsmálanám- .skeiði 18.—20. nóvember sl. Leiðbeinandi var Sigríður Thorlacius formaður Kven- félagasambands íslands. Þátt- takendum voru í upphafi kynnt ar almennar fundarreglur, mis- munandi kosningaaðferðir o. fl. viðvíkjandi félagsmálum og fundarstörfum og gildi þess að vinna saman að úrvinnslu verk efna.. Síðasta kvöldið fluttu 3 þátttakendur framsöguerindi. Fjallaði það fyrsta um skóla- mál, annað um hver áhrif hin mikla eftirvinna hefur á fjöl- skyldu og félagslíf og hið þriðja um jafnrétti. Voru fluttar snjall ar framsöguræður og síðan skipt í starfshópa. Kom þar ýmislegt fróðlegt fram. Að endingu kvað leiðbein- andi upp þann úrskurð að ræðu menn námskeiðsins væru mjög vel máli farnir og fyllilega fær- ir um að taka þátt í umræðum á hvaða vettvangi sem væri. Var það einróma álit þátttak- enda að heillavænlegt væri fyrir þjóðina að fjölga konum í ábyrgðarstöðum. • Reglugerð og gjaldskrá Hita- veitu Akureyrar I Stjórnartíðinduin, B-38 nr. 393 og 394 þ. a. er birt gjald- skrá og reglugerð Hitaveitu Akureyrar staðfest af iðnað- arráðuneytinu. í ljós hefur komið að texti gjaldskrár og reglugerðar er ekki í samræmi við þann texta, sem bæjarstjóm hefir samþykkt og óskar því bæj- arráð þess við iðnaðarráðu- neytið að gjaldskrá og reglu- gerð verði leiðréttar og birt ar að nýju í Stjómartíðind- um. • Kosið í stjórn Laxárvirkjunar Bæjarráð leggur til, að bæj arstjóm kjósi eftirtalda menn sem aðalmenn og vara menn í stjóm Laxórvirkjun- ar til næstu 6 ára: — Aðal- menn: - Valur Amþórsson, formaður, Jón G. Sólnes, varaformaður, Ingólfur Áma son. — Varamenn: Stefán Reykjalín, Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, Freyr Ófeigs son. — Iðnaðarmálaráðherra á eftir að tilnefna 2 aðal menn og 2 til vara. • . Framboðslistinn í Reykjanes- kjördæmi Samþykktur var nýlega á kjördæmisþingi Framsóknar í Reykjaneskjördæmi, fram- boðslistinn til næstu alþing- iskosninga. Sæti fimm aðal- manna skipa: Jón Skaftason, alþingisniaður, Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, Ragnheiður Sveinbjömsdótt- ir, bæjarfulltrúi, Haukur Ní- elsson, bóndi og Sigurður J. Sigurðsson, skrifstofumaður. Næst koma: Dóra Sigurðar- dóttir, hjúkrunarkona, Ha!I- dór Ingvason, kennari, Gylfi Gunnlaugsson, gjaldkeri, Val týr Guðjónsson, fyrrv. úti- bússtj. og Hrafnkell Helga- son, yfirlæknir. • Prófkjör í Vesturlands- kjördæmi Prófkjör, sem ekki er þó bindandi, fór fram hjá fram- sóknarmönnum í Vestur- landskjördæmi og snerist það um f jóra efstu á væntan. legum framboðslista til al- þingiskosninganna. Flest at- kvæði fékk Halldór E. Sig urðsson, landbúnaðarráð- herra, 2139 atkvæði, næstur varð Alexander Stefánsson, sveitarstjóri, með 1731 at kvæði, í þriðja sæti varð Dagbjört Höskuldsdóttir með 1597 atkvæði, fjórði Steinþór Þorsteinsson með 1392 atkv., fimmti Jón Sveinsson hlaut 1271 atkvæði og sjötti varð Jón Einarsson með 951 at- kvæði. • Sex bæir fá heitt vatn Hitaveitustjóri lagði fram til boð í fyrsta áfanga að lagn- ingu dreifikerfis í Önguls- staðahreppi sem opnuð voru á skrifstofu hitaveitustjóra 7. nóvember s.l. Tilboðin ná til eftirtalinna bæja og húsa: Háagerðis, Hóls, Ytra-Lauga- lands, Vökulands, Laugar- holts, Syðra Laugalands, húsmæðraskóla og sundlaug ar. Tilboð bárast frá eftirtöld um aðilum sem hér segir: Norðurverk h.f. kr. 4.995.175 Grétar og Rúnar h.f. kr. 9.050.000 Miðfell h.f. kr. 7.383.000 Kostnaðaráætlun hönnun- araðila er kr. 4.595.000. Hitaveitunefnd samþykkir að taka tilboði Norðurverks h.f. og felur hitaveitustjóra að ganga frá sanmingum við Norðurverk h.f. um verkið. • Athugasemd sjónvarpsnotanda Sjónvarpsnotandi óskar að koma eftirfarandi athuga- semd á framfæri: t sjónvarpsþættinum Vöku hinn 23. nóvember, sem á ýmsan hátt var áhugaverður, var mikið reykt. Sumir þeir menn, sem þar vora staddir, keðjureyktu og varð af reyk- ský í sjónvarpssal. Þetta finnst mér mjög óviðeigandi og það mun fleirum finnast. Það eru því vinsamleg til- mæli, að athugað verði, hvort stjórnendur eiga yfir- leitt að leyfa reykingar í beinni útsendingu sjónvarps- þátta. Mér finnst það í meira lagi ósmekklegt Er þessari athugasemd hér með komið á framfæri og hún studd. • Prófkjör Sjálf- stæðisflokksins Fyrir skömmu fór fram próf- kjör sjálfstæðismanna í Reykjavík. Margt hefur um það prófkjör verið rætt af and stæðingunum, m. a. það, að „stjórnarandstaðan í Sjálf- stæðisflokknum' hafi sigrað og er þá átt við það, að Albert Guðmundsson, sem var með ýmsa tilburði fyrir prófkjörið, hafi farið með sigur af hólmi og fengið fleiri atkvæði en for sætisráðherrann. Næstir þess- um tveimur kom Ragnhildur Helgadóttir, þá og í f jórða sæti varð Ellert B. Schram. Síðan komu Gunnar Thoroddsen, Friðrik Zophusson, Guðmund ur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson varð áttundi mað- ur í röð þessa prófkjörs. Próf- kjörið var bindandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.