Dagur - 02.12.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 02.12.1977, Blaðsíða 4
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstracti 00, Akurcyri Simar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgrciðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prcntvcrk Odds Bjömssonar hf. Stærsti sigurinn Síðustu upplýsingar Fiskifélagsins benda til þess, að í ár verði metafli á miðunum. Önnur eru þau tíðindi af íslandsmiðum, að í heilt ár hafa þau verið laus við ágang Breta og nú í vetrarbyrjun hefur hitt fiskveiði- stórveldið, Þýskaland, dregið flota sinn af sömu miðum. En þessar tvær fiskveiðiþjóðir áttu áður stærstan hlut að veiðum og rányrkju á fiski- miðunum umhverfis landið, sem voru svo ríflegar að erlendar þjóðir tóku helming aflans, sem þar veidd- ist. Fyrir botnlæga fiska, ^vo sem þorskinn, var það á elleftu stundu, sem íslendingar fengu viðurkennd réttindi yfir 200 mílna lögsögunni og fyrir efnahagslíf íslendinga var það einnig á elleftu stundu, því nú er það á valdi landsmanna sjálfra, að friða og nýta fiskstofnana skyn- samlega. Sá stórkostlegi sigur, að ná viðurkenndum yfirráðum yfir fisk- veiðilandhelginni, og að hafa með samningum við erlendar þjóðir og í fararbroddi á alþjóðlegum hafréttar- ráðstefnum komið landhelgismálinu svo farsællega í höfn, sem raun ber vitni, er næstum ótrúlegur. Sá eini stjórnmálaflokkur, sem í þessu máli hefur aldrei hvikað, er Framsóknar- flokkurinn, og með það í huga ætti hann að hljóta meira fylgi en nokkur annar flokkur í næstu kosningum. Um leið og hver einasti fslending- ur hlýtur að fagna fengnum yfirráð- um á miðunum umhverfis landið, njóta allir fullrar atvinnu um land allt síðan landsbyggðarstefnan var UPP tekin í verki undir forystu vinstri stjómarinnar. Þá hófst at- vinnuuppbygging að heita mátti um land allt og mátti nefna það bylt- ingu. Þar er sjón sögu ríkari og þar tala skattaskýrslurnar og fólksfjölg- unin ským máli. Þessi bylting stend- ur ennþá og njóta menn hennar í góðum lífskjörum. Og það á ekki að þurfa að segja landsfólkinu, að þess- ari landsbyggðarstefnu er uppi hald- ið vegna þess fyrst og fremst, að Framsóknarflokkurinn fylgir henni eftir í núverandi ríkisstjóm. Því er hins vegar ekki að leyna, að erlendar skuldir mega ekki vaxa og verðbólgan í landinu er óeðlileg og háskaleg. Það markmið núverandi stjórnvalda hefur ekki tekist, að halda henni innan svipaðra marka og þjóðir viðskiptalandanna. Samræmd aðhaldsstefna í peninga málum, en full nýting öflugra at- vinnutækja á að geta bætt hag þjóð- arinnar og lífskjör einstaklinganna að vemlegu marki á næstu ámm, og um það snúast næstu kosningar að verulegu leyti. Skipulagið miðast við bíla -ekki börn Dagvistunarmál barna hér á Akureyri eru mjög á dagskrá um þessar mundir. Öll dagheimili og leikskólar em yfirfull og tæplega 300 böm em á biðlistum. Forstöðukonur dagvistunarstofnana sem Dagur ræddi við voru (f. v.): Hrafnhildiu- Stefánsdóttir, leikskólanum við Iðavöll; Þuríð- ur Sigurðardóttir, leikskólanum við Árholt, og Jóna Frímanns- dóttir, dagheimilinu Pálmholti. Á myndina vantar Þorbjörgu Sig- urðardóttur, skóladagheimilinu Brekkukoti. Eftir dagheimilisplássi bíða nú 56 börn, þar af eru 15 börn ein- stæðra mæðra. Eftir leikskóla- plássi bíða aftur á móti 238 börn, og eru þar af 11 börn ein- stæðra mæðra. Einstæðir for- eldrar hafa forgang með börn sín inn á stofnanirnar, svo og börn foreldra sem einhverra hluta vegna eiga erfitt og fá þau tilvísun frá Félagsmála- stofnun. Er ástandið því þannig að biðtíminn er orðinn 1—IV2 ár fyrir fólk sem æltar að koma börnum sínum á dagheimili eða leikskóla. Hefur ástandið farið stöðugt versnandi, því um þetta leyti í fyrra biðu örfá börn eftir dagheimili og einstæðis foreldr- ar komu bömum sínum að hér um bil strax og beir sóttu um. Um næstu áramót eru 10 böm á dagheimilum og 32 börn á leikskólum búin að dvelja 2 ár eða lengur (allt að 4 árum). Af þessum 42 börnum eru 8 börn einstæðra foreldra og 3 eru fjölfötluð. Telur Félagsmála- stofnun því að rýma megi allt að 31 plássi með því að hafa hámarksdvalartíma barna giftra foreldra 2 ár. Misjafnt er frá einum mán- uði til annars hve mörg ný börn er hægt að taka inn á heimilin. Félagsmálastofnunin telur ekki fjarri lagi að 8 börn á mánuði sé markhæft meðaltal. Mörg barnanna sem eru á biðlistum eru orðin það gömul að þau verða bráðlega strikuð út af list- unum fvrir aldurs sakir án þess að hafa átt þess kost að dvelja á dagvistunarstofnun. Aldurs- takmörkin eru: Á leikskólum og dagheimilum 2ja—6 ára, en á skóladagheimilum 6—12 ára. Dagur ræddi við forstöðukon- ur þessara heimila, Hrafnhildi Stefánsdóttur, Þuríði Sigurðar- dóttur, Jónu Frímannsdóttur og Þorbjörgu Sigurðardóttur. — Hvemig leysa foreldrar þetta vandamál? „Þeir sem ekki koma börnum sínum á dagvistunarstofnanir leysa þetta með því að koma barninu til „dagmömmu". Þær taka börnin inn á heimili sín og starfa undir eftirliti Félagsmála- stofnunar. Mega þær ekki hafa fleiri en fjögur börn undir skóla. aldri. Þá er það skilyrði að börnin hafi leikaðstöðu úti við. En að sjálfsögðu eru flestar „dagmömmurnar" ómenntaðar til þessara starfa. Við dagvist- unarstofnanirnar eru lærðar fóstrur, alls eru þær átta við heimilin hér á Akureyri. Fóstru- menntun er þriggja ára nám og þarf annaðhvort stúdentspróf eða fimmtabekkjarpróf til að komast í það. — Hversvegna eru eintómar konur í þessu starfi? „Það er sennilega vegna þess að þetta er mjög illa launað starf, og möguleikar á tekju- aukningu með eftirvinnu engir.“ — í hverju er starfið fólgið? „Það má orða það þannig í stuttu máli, að það sé að þjálfa hug og hönd. Þetta er að sjálf- sögðu uppalendastarf við að leiðbeina börnunum og við reynum að þroska skynfæri þeirra. Vinnum við eftir ákveð- inni starfsáætlun, og tökum þannig fyrir eitt og eitt atriði. — Er það æskilegt að böm séu sett á dagvistunarstofnanir? „Það er miög þroskandi fyrir hvaða bam sem er að vera á leikskóla, þ. e. að vera fjóra tíma á dag meðal jafnaldra og vinna og leika sér í hóp. Aftur á móti er ekki hægt að segja annað en dagheimili sé algjör neyðarráðstöfun. Börnin eru allan daginn þar. Það getur hver sem er sett sig í bau spor að þurfa að lifa „hóplífi“ átta tíma á dag. Og þetta er sérstak- lega erfitt fyrir lítil börn. Þau kynnast foreldrum lítið, og það er alltaf slæmt. En dagvistun í hófi er góð, og fólk er alltaf að sjá það betur og betur. Það er orðið meira um það að leikskóla- vist sé til komin vegna bams- ins en ekki vegna þarfa for- eldranna. Áður fyrr var litið meira á þessar stofnanir sem geymslu fyrir börn, en ekki uppeldisstofnun. En þetta er að breytast. Til dæmis má nefna, að árið 1965 vom 120 börn í Pálmholti, en eru 49 núna. Það gefst að sjálfsögðu meiri tími til að sinna hverju barni þannig og ef vel ætti að vera, þá ætti þessi tala að vera 26 við núver- andi aðstæður. — Gera bæmryfirvöld ekki eitthvað til úrbóta í þessu máli? „Það er mjög takmarkað. — Bærinn virðist sýna lítinn skiln- ing á dagvistunarmálum. — Til dæmis voru sendir áskorunar- listar um að byggia fleiri dag- vistunarstofnanir. Þessum áskor unum var ekki svarað, að því við best vitum. Sennilega eiga bæjarstjórnarmenn ekki börn á þessum aldri, þannig að þeir skilja þetta vandamál ekki. Eina ráðið virðist að foreldr- arnir stofni með sér samtök til að koma þessu máli í höfn. Bæjarstjórn virðist láta öll önnur mál sitja fyrir, áður en hún fjallar um þetta mál af ein- hverju viti. Það er sömu sögu að segja um skipulag bæjarins. Þar mið- ast allt við bíla og umferð, en hvergi er tekið tillit til þess að það búa börn í þessum bæ. Við sendum nýlega áskorun til bæj- arstjórnar um að flýta byggingu leikskóla í Lundarhverfi og hefja byggingu nýs dagheim- ilis í Glerárhverfi. En í Glerár- hverfi er ekki gert ráð fyrir neinni dagvistunarstöðu, þrátt Nonnahúsið er orðið 20 ára Nýlega hélt Zontaklúbbur Ak- ureyrar upp á 20 ára afmæli Nonnahússins á Akureyri, og þá um leið 120 ára afmæli séra Jóns Sveinssonar, Nonna. Eins og allir Akureyringar vita von- andi, er Nonnahús innst á Akur eyri í gömlu svörtu timburhúsi, en það var æskuheimili Nonna. Frumkvæði að stofnun safns- ins höfðu konur í Zontaklúbbi Akureyrar, fyrst og fremst þær Anna Snorradóttir og Ragn- heiður O. Björnsson. Safnvörður er Stefanía Ár- mannsdóttir og svaraði hún góð fúslega nokkrum spurningum blaðsins um safnið og aðstand- endur þess. — Hvað er Zontaklúbbur Akureyrar? „Klúbburinn hér á Akureyri er aðeins einn af mörgum deild um í alþjóðlegum samtökum. Það eru þrjár slíkar deildir hér á landi; í Reykjavík, Selfossi og hér á Akureyri. Þetta eru kvennasamtök, sem sinna ýmis konar góðgerðarstarfsemi. Með- al annars hefur klúbburinn safnað fé fyrir Fjórðungssjúkra húsið, Kristneshæli, Sólborg og fl.“ — Hvert er markmið klúbbs ins? „Markmiðið er að efla rétt- indi kvenna, sjá um að þær eigi greiðan aðgang að mennta- og menningarstofnunum. Hefur hreyfingin starfað í nánu sam- starfi við UNESCO, Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Sjóðir á vegum Zonta styrkja til dæmis ungar flótta- stúlkur til náms og greiða götu þeirra eftir megni. — En svo við snúum okkur að Nonnahúsi, hver fjármagnar þessa starfsemi? „Það gerir klúbburinn og er staðið undir venjulegum við- haldskostnaði með tekjum sem koma inn frá safngestum, en þeir voru um 5000 þetta árið. Þá seljum við jólakort til fjár- Mynd af jólakorti sem Zontakonur gefa út. öflunar fyrir safnið. Að þessu sinni er það málverk eftir Sól- veigu Eggerz. Kortin fást að- eins hjá Zontakonum. Enn- fremur seljum við Nonna-bæk- urnar, en þær kosta, allar tólf, rétt um fimmtán þúsund krón- ur. Ef um stórframkvæmdir er að ræða, miklar lagfæringar á húsinu eða þess háttar, þá höf- um við fengið styrki víða að, t. d. tvisvar sinnum úr Menn- ingarsjóði KEA. Að lokum fær safnið árlega framlög frá ríki og bæ.“ — Hafa ekki Nonnabækum- ar verið gefnar út víða um heim? „Jú, mjög. Reyndar vitum við ekki nákvæmlega um allar útgáfur á bókunum, en flestar fáum við þó í hendur. Lang- flestar útgáfurnar eru á þýskú, enda skrifaði séra Jón flestar sínar bækur á þýsku. Það má geta þéss hér, því það vita ekki allir, að þó Nonnabækurnar séu tólf á íslensku, þá skrifaði Nrtnni miUiS mpira n& flest af því er óþýtt. Svo er eitt dálítið skrítið, þó enska sé nú talin alheimsmál um þessar mundir, þá hefur lítið farið fyrir útgáfu Nonnabókanna á ensku. Þó eig- um við hér í safninu enska þýð- ingu í handriti. Er sú þýðing eftir enska nunnu. En Nonna- bækurnar eru nú til á flestum tungumálum, t. d. á Esperanto, kínversku, japönsku o. s. frv. Og alls staðar eru þessar bæk- ur jafn vinsælar af ungum sem öldnum. Þó gerðist það fyrir skömmu, að Þjóðverjar sem voru hér á ferð kevptu bækurn ar og sendu þær til Austur- Þýskalands. Þær voru endur- sendar sem óæskilegt lesefni!" — Hvar eru handritin að Nonnabókunum? „Það er nú saga að segja frá því. Síðustu ár ævi sinnar var Nonni í klaustri í Walkenburg í Hollandi, sem er rétt við þýsku landamærin. Þegar nasistar ruddust yfir Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni rændu þeir klaustrin og munkarnirl fóru á vergang. Á síðustu -stundu björguðu munkarnir í Walken- burg ýmsum af dýrgripum sín- um með því að grafa þá í klaust urgarðinum. Þar á meðal voru handrit séra Jóns. Að stríðinu loknu var þetta grafið upp, og yfirmaður Jesúítareglunnar, en Nonni tilheyrði henni, óskaði eftir því' að íslendingar tækju við handritunum og ættu full- trúa við uppgröftinn. Sá maður var Haraldur Hannesson hag- fræðingur, en hann er kaþólikki. Hann hefur síðan varðveitt handritin og lagfært þau eftir slæma vist í klaustur- garðinum. Nonni dó í neðanjarðarsjúkra húsi í Köln. Hugsaði hann sér að klefinn sem hann var í, væri skipsklefi, og hann á leið heim til íslands. Sem nærri má geta var Nonna ekki sérlega hlýtt til nasista. Sagt er að hann hafi eitt sinn setið innan við hús- glugga og fyrir utan hafi þýsk- ir hermenn þrammað. Spilaði hann þá franska þjóðsönginn á harmoniku en Nonni hafði stundað nám í Frakklandi. Her- mennirnir svöruðu með því að skjóta inn um gluggann. Nú Aftari röð, talið frá vinstri: Friðrik Hjaltalín, Þ-orkell Ottesen, Gunnar Jónsson, Jón JóSepsson, Árni Jóhannsson, Ottó Shöth, Haraldur Guðnason, Snorri Guðmundsson, Gunnar Schram, Sig. E. Hlíðar, Tómas Björnsson, Kristján Jónsson, Ámi Guðmundss., Ottó Jensson, Hjörleifur Áma- son, Baldvin Ryel, Jóhann Kröyer, Halldór Ásgeirsson. — Fremri röð frá vinstri: Jón E. Sig- urðsson, Jón Benediktsson, Stefán Vilmundarsson, Axel Kristjánsson, Ingimundur Ámason, Tryggvi Jónatansson, Geir Þormar, Aðalsteinn Jónsson. Fótboltinn á tímamótum fyrir það að vitað sé að flestir þeirra sem byggja þetta nýja hverfi er ungt fólk með börn. — Vantar fólk til starfa við dagvistunarstofnanimar? „Já, það vantar sérstaklega fleiri fóstrur. En Félagsmála- stofnunin hefur reynt að bæta úr þörfinni með því að halda námskeið fyrir fólk til þessara starfa. Á Félagsmálastofnunin og starfsfólk hennar þakkir skyldar fyrir það. — Og að lokum? „Við lýsum furðu okkar á af- skiptaleysi bæjaryfirvnldb, og einnig foreldranna sjálfra. For- eldrarnir skipta sér alltof litið af þessum málum. Þeir láta við það sitja að koma börnunum inn á heimilin, en síðan virðist að þeim sé nokkuð sama hvað gert er. En þetta gildir að sjálf- sögðu ekki um alla. En það er öruggt, að ef foreldrarnir tæju þessi mál í sínar hendur, þá væri hægt að bera málið fram til sigurs. Ástandið, eins og það er nú, er algerlega óviðunandi og Akureyri til skammar." Dagur þakkir viðtalið. — GM Stefanía Ármannsdóttir ,,Þær voru endursendar sem óæskilegt lese£ni“ ,,Það er eins og íbúarnir ha£i brugðið sér frá andartak." halda Þjóðverjar upp á 120 ára afmæli Nonna með ráðstefnu í Múnchen um verk hans og skoðanir. Er það stofnun sem sérhæfir sig í norrænni heim- speki, sem stendur fyrir heúni.“ — Hvemig Iíkar þér safn- varðarstarfið? „Þessi fimmtán ár sem ég hef verið við safnið, hefur mér líkað starfið alveg sérstaklega vel. Það er mjög góður andi hérna í húsinu. Það er alveg eins og fólk verði opnara og einlægara þegar það er hérna inni. Sjálf fer ég hingað þegar ég þarf að leysa einhver erfið verk efni, skrifa eða þess háttar. Og hér finnst mér best að setjast niður ef ég þarf að hugsa mikið. Allir gestirnir, sem hingað koma, eru mjög vinsamlegir. Sérstaklega er garpan að fá hingað gesti sem þekktu Nonna. Þeir eiga svo margar góðar minningar, sem þeim finnst gott að rifja hér upp. Þegar forseti UNESCO kom hingað í sumar, sagði hann setningu um þetta safn, sem mér fannst mjög sönn lýsing: „Það er alveg eins og íbúarnir hafi brugðið sér frá andartak, og komi á hverri stundu“.“ Dagur þakkar viðtalið. — GM Það er vel til fallið að birta mynd af knattspyrnumönnum frá 1940, nú í dag, þegar segja má að knattspyrna á Akur- eyri sé á tímamótum. Félögin leika nú ekki lengur sameig- inlega undir merki ÍBA, held- ur hvort í sínu lagi. Velgengni liðanna hefur verið ágæt. T. d. vann Þór sig upp í fyrstu deild aðeins á tveimur árum, fyrst unnu þer þriðju deild og síð- an aðra, en stóðust hins vegar ekki hina hörðu keppni í fyrstu deild. Um næstu helgi verður haldið á Hótel KEA ársþing KSf. Er þetta i fvrsta sinn í sögu sam- bandsins að þingið er haldið utan Reykjavíkur. Þingfull- trúar eru alls staðar að af landinu og fer þingfulltrúatal- an eftir fjölda iðkenda knatt- spyrnu á hverjum stað. Einn fulltrúi er fyrir hverja 190 iðkendur. Hér á Akureyri eru þeir taldir vera um átta hundr uð, og fulltrúatala Akureyr- inga því átta. Margar tillögur liggja fyrir þinginu, og m. a. er búist við tillögu frá Akureyringum um breytta tekjuskiptingu á leikj- um í fyrstu og annarri deild, þannig að heimalið fái tekjur Hinn víðkunni læknir, dr. Paul H. T. Thorlaksson í Winnipeg, hefur ákveðið að beita sér fyrir útgáfu á ævisögu séra Páls Þor- lákssonar, Jónssonar frá Stóru- Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Séra Páll var einn af fyrstu þjónandi prestum meðal íslend- inga vesSan hafs og íkunnur fyrir forustu sina meðal landa sinna á hinum erifðu landnáms- árum. Vestanhafs hefur þegar verið Hjá KA tók ferðin upp í fyrstu deild . einu ári lengur, og munu þeir því leika í fyrstu deild á næsta keppnis- tímabili. Þar mun |róðurinn verða erfiður fyrir KA, og gera forustumenn félagsins svo og leikmenn sér það ljóst. Nú er ljóst að Árni Stefánsson landsliðsmarkmaður ætlar að flytja norður og ganga þá aft- ur til liðs við hina gömlu fé- laga sína í KA. Mun KA verða mikill styrkur í endurkomu hans. Þá hafa heyrst sögur um af heimaleikjum óskertar. Hér á Akureyri eru ávallt margir sem sækja völlinn og því fara flest lið héðan með digra sjóði, á meðan Akureyringar leika hér og þar um landið án þess að nokkuð sé gert til að hvetja heimamenn á þessum stöðum til að koma á völlinn. Á sum- um stöðum er leikurinn vart auglýstur, og á öðrum ekki rukkað inn á völlinn. Til gam- ans má geta þess að þegar KA lék við Hauka í fyrravor í Hafnarfirði komu áttatíu manns á völlinn, en um sjö hundruð hér á Akureyri. Núverandi formaður KSÍ er Ellert B. Schram. safnað miklu safni heimilda um séra Pál og ýmsa ættingia hans og það tímabil, er hér um ræðir. Meðal þessara heimilda er kirkjubók séra Páls, er hefur að geyma frábærar upplýsingar um menn og kjör þeirra á hin- um fyrstu árum íslendinga í Ameríku. Séra Páll fæddist á Húsavík árið 1849 og dó í Norður-Dakota 1882. Þeir, sem lesa þessa frétt og ýmsa aðra leikmenn, sem séu að koma til félagsins og jafn- vel talað um kaup á leikmönn um. Blaðið telur það mikla fjarstæðu að félög hér á Akur eyri hafi getu til að kaupa ákveðna leikmenn og vísar því þeim sögum aftur til föður- húsanna. Vitað er að Eirikur mark- maður hjá Reyni á Árskógs- strönd hefur gengið i raðir Þórsara svo og Felix Jósafats- son. Menn þessir munu eflaust styrkja liðið og er vonandi að Þór endurheimti sæti sitt í fyrstu deild á næsta ári. Þórs- arar eru á höttum eftir þjálf- ara fyrir næsta keppnistíma- bil, en Jóhannes Atlason mun þjálfa KA áfram. Myndin Þessi mynd fannst í fórum Halldórs heitins Ásgeirssonar, en hún er af 40 ára knatt- spyrnumönnum árið 1940. Flestir eru látnir af þeim sem á myndinni eru, en þó nokkr- ir á lífi. Þar á meðal Jón Bene- diktsson fyrrv. yfirlögreglu- þjónn. Hann kvaðst ekki muna eftir í hvaða tilefni myndin var tekin, en taldi að annað liðið hefði verið lið sem kallaði sig „Gamli Nói.“ Hann kvaðst þó muna að erfitt hefði verið að fá nógu stórar buxur á Halldór Ásgeirsson. Myndin hefur verið tekin 17. júní og hefur eflaust verið um að ræða old boys leik í tilefni að þjóðhátíð. Þeir sem vita nán- ari upplýsingar um tilefnið eru beðnir að láta blaðið vita. Þorlákss. kunna að hafa i fórum sínum eða vita um einhverjar heim- ildir, einkabréf skjöl eða annað sem varðar séra Pál, ættingja hans og það tímabil, sem hér um ræðir’ eru vinsamlega beðn- ir að veita dr. Paul Thorlaksson aðstoð sína. Biskupsskrifstofan mun veita slíkum gögnum móttöku og koma þeim áleiðis. (Fréttatilkynning ). Ársþing K.S.Í. verður haldið hér á Akureyri Æfisaga séra Páls 4•DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.