Dagur - 14.04.1978, Síða 3
Tónlistardagar
í maí
Dagana 12.-14. maí næstkomandi
halda Passíukórinn á Akureyri,
Lúðrasveit Akureyrar og Tónlist-
arfélag Akureyrar þriggja daga
tónlistarhátíð í íþróttaskemmunni
á Akureyri. Hátíðin gefur hlotið
nafnið TÓNLISTARDAGAR í
MAÍ 1978. Þetta er í annað sinn
sem haldnir eru Tónlistardagar
með þessu sniði.
Hugmyndina um tónlistarhátíð
af þessu tagi má meðal annars rekja
til árlegra vortónleika Passíukórs-
ins á Akureyri, Þar hefur kórinn
flutt stór kirkjuleg tónverk og mun
vera eini kórinn utan Reykjavíkur
sem reglulega hefur flutt slík verk. I
Reykjavík hafa Pólýfónkórinn og
Fílharmóníukórinn einkum gert
skil þessu sviði tónlistar.
Forgöngu menn Passíukórsins
létu sér koma til hugar að í tengsl-
um vi vortónleikana mætti koma á
frekara tónleikahaldi. Leiddi það
til þess að í samvinnu við Tónlist-
arfélag Akureyrar var efnt til Tón-
listardaga í maí 1977. Það var
þriggja daga hátíð sem hófst með
einsöngvara tónleikum. Því næst
voru tónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands, sem ekki hafði komið til
Akureyrar um árabil. Hátíðinni
lauk með tónleikum Passíukórsins
og var þar flutt óratorían Messías
eftir G.F. Hándel. Þetta var í fyrsta
sinn -og hið eina til þessa- sem
þetta stórvirki tónlestarinnar var
flutt í fullri lengd hér á landi.
Aðsókn að öllum tónleikunum
var afar góð og undirtektir með
slíkum ágætum að ákveðið var að
freista þess að gera Tónlistardaga
að reglulegum árlegum viðburði.
I þetta sinn hefur Lúðrasveit
Akureyrar bæst í hóp aðstandenda
Tónlistardaga og auk þess munu
félagar úr öllum söngkórum á Ak-
ureyri taka þátt í flutningi eins
verkanna á Tónlistardögum nú.
Frekari upplýsingar um Tónlist-
ardaga 1 maí 1978 gefa: Jón
Hlöðver Askelsson, skólastjóri Tón-
listarskólans á Akureyri, sími
96-21429.
Jón Helgi Þórarinsson, kennari,
sími 96-23367.
Sverrir Páll Erlendsson, mennta-
skólakennari, sími 96-22274, 96-
22422.
Erfiðleikar fatlaðra
Alls staðar verða fatlaðir daglega
fyrir óþarfa erfiðleikum í daglegu
lífi sínu.
Nútímasamfélag er á rangri
braut ef það er eingöngu gert fyrir
hina hraustu.
Þetta er skoðun ungs fatlaðs
fólks á þingi fatlaðra frá Norður-
löndunum, sem haldið var í Söder-
tlje 25.—27. nóvember. Þar segir
ennfremur:
I öllum löndum skulu allir menn
eiga sama rétt. Það er sameiginleg
ábyrgð allra að fatlaðir eigi kost á
að taka eðlilegan þátt í þjóðlífinu á
öllum sviðum.
Eins og nú er ástatt, geta fatlaðir
ekki átt þennan aðgang að þeirri
samfélagslegu menningarheild,
sem nútíma þjóðfélag er. Sú
menningarheild, sem hér er átt við,
er allt það sem nútímamaðurinn
fæst við og ætlar að fást við. Fjöl-
margt í samfélaginu hindrar fatl-
aða í að taka þennan eðlilega þátt í
þjóðlífinu, og nægir að nefna sam-
göngumál, byggingar og ástand
gatna.
Það er grundvallaratriði að allir
menn geti sjálfir valið og ákveðið
leiðir til að lifa frjóu og auðugu lífi.
Nú búa fjölmargir fatlaðir á
stofnunum, þó að þeir eigi ekki að
þurfa þess.
Þó að okkur á Norðurlöndum
þyki vandamálin mikil, eru þau
miklum mun meiri víðast annars
staðar. Norðurlöndin hafa hvergi
nærri sýnt nógan skilning á
vandamálum þróunarlanðanna, þó
að ýmsum þyki töluvert til um að-
stoð okkar við þau. En við ráðum
yfir þekkingu og reynslu, sem okk-
ur ber að miðla þessum þjóðum, og
(Framhald af bls. 1).
Ólíklegt er að nokkuð verði
malbikað á Sauðárkróki í ár, en í
stað þess verða lagðar gangstéttir
og kantsteinar við þær götur, sem
búið var að malbika. Reynt verður
að ljúka framkvæmdum af þessu
tagi í sumar.
Tekjur vatnsveitunnar eru áætl-
aðar 17 milljónir, en 10 milljónir
fara í rekstur hennar, þannig að til
eignabreytinga verða um 7 mill-
jónir. Það er fremur óvenjulegt að
vatnsveitan skili hagnaði. Hins
vegar verður framkvæmt og
greiddar afborganir fyrir mun
hærri upphæð — eða 33 milljónir.
Helsta framkvæmdin á vegum
vatnsveitunnar er ný veita fyrir
Hlíðahverfi. Einnig á að leggja
vatnsveituhverfi í nýja iðnaðar-
okkur ber að hjálpa þeim til að
byggja upp samtök og
áhugahópum
Vandamál okkar á Norðurlönd-
um má leysa með samábyrgð allra
samfélagsþegnanna. Og vandamál
þróunarlandanna má leysa með
samstöðu okkar, sem lengra eru
komnir.
hverfið. Þessar framkvæmdir eru
háðar því að fáist nægjanlegir
vatnsveitustyrkir og lán.
Af hitaveitunni er það að segja,
að tekjur hennar eru áætlaðar 66
milljónir, en til reksturs og viðhalds
fara um 30 milljónir. Þá verða um
36 milljónir eftir til ráðstöfunar á
vegum hitaveitunnar, en heildar-
fjárþörf vegna áætlaðra fram-
kvæmda er 103 milljónir. Stærsta
framkvæmdin er bygging dælu-
stöðvar og lagning stofnæðar til
bæjarins.
Tekjur hafnarsjóðs eru áætlaðar
20 milljónir, en til reksturs er á-
ætlað 14.5 milljónir. Reiknað er
með að nauðsynlegt sé að fram-
kvæma í höfninni fyrir um 35 mill-
jónir á árinu.
Fjárhagsáætlun
AU6LYSI01DEGI
Þegar þig vantar einhverja
vöru og þarft að finna
framleiðanda hennar, ekki
einungis í Reykjavík,
heldur út um landið þá
finnur þú svarið í
ÍSLENSK FYRIRTÆKI,
sem birtir skrá yfir
framleiðendur hvar á
landinu sem er.
Sláið upp f
ÍSLENSK FYRIRTÆKI
og finnið svarið.
ÍSLENSK
FYRIRTÆKI
Armúla 18
Simar 82300 og 82302
V______________>
Hver er
framleið
■■
Fré VÉLADEILD
tMkjf mít i / buinian^0 TtBsmsmsaaB > fmsir varahl. í settum
//é 9Æ/ / Tengi boltar Dráttarkúlur Heyrnarhlífar
Þrýstislöngur 1 y? Smursprautur Smurkoppar
/4fé f/\ JJ X# //)) Keðjulásar \// og talíur
Æk’ Allar gerðir í J Mm/ af splittum
Beislisboltar og fóðringar
//v Yf/í /o/ / /o / / /s // XI jji) Dráttarbitar og hliðarslátta Keðjur
//, ” 4 /4 Ýmsir varhl. í M.F.
VÉLADEILD<^þ> SÍMI 21400
DAGUR.3