Dagur - 14.04.1978, Síða 4

Dagur - 14.04.1978, Síða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjómarsímar: 11166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 11167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Landsbyggðastefnan Vart þarf að minna fólk lands- byggðarinnar á það, hver umskipti urðu í framleíðslu- og atvinnu- háttum um land allt, þegar lands- byggðarstefnunni hafði loks verið unnið fylgi með þjóðinni, eftir langa baráttu framsóknarmanna og hún komst til framkvæmda í tíð vinstri stjórnarinnar undir forsæti ólafs Jóhannessonar. Þá varð bylting í þessum máiaflokkum svo segja mátti, að á fjölmörgum stöðum héldi hagsældin innreið sína í stað atvinnuleysis og von- leysis. Þá fyrst náðist verulegur árangur í jöfnun lífsgæðanna um land allt. Þessari stefnu, sem síð- an er haldíð, styðja framsóknar- menn einhuga og minna janfframt á, hve mikið veltur á því, að Fram- sóknarflokkurinn hafi til þess full- an styrk framvegis, að halda henni uppi á komandi tímum. En jafnframt er á það minnt, hve mikil nauðsyn það er, að órofa samstaða um það mál og mörg önnur, haldist og aukist milli bæja, sveita og héraða, og þar beri engan skugga á. Á þann hátt geta Norðlendingar gert sann- gjarnar kröfur til stjórnvalda og þjóðarinnar allrar um réttmætan hlut til lífvænlegrar og menning- arlegrar aðstöðu, um leið og hver og einn gerir miklar kröfur til sjálf sín. Eins og ætíð áður leggja fram- sóknarmenn á það megin áherslu að nýta auðlindir lands og sjávar á skynsamlegan hátt, svo sem framast er kostur, þeim og þjóð- inni allri til hagsbóta. Kröfum Norðlendinga um fjármagn til framkvæmda, þarf að fylgja fast eftir og í óbilandi trú á framtið norðlenskia byggða og bæja, þar sem víða eru góð skilyrði til vax- andi byggðar, batnandi lífskjara og menningarlifs. Jafnhiiða þessu ber að hafa i'huga þá sam- stöðu og samvinnu, sem Akureyri og nálægar byggðir hafa notið og er til fyrirmyndar. Bændum, sjó- mönnum og iðnaðarmönnum, hvar sem þeir hafa búsetu, ber að þakka sérstaklega, því þessar greinar eru undirstaða allrar vel- megunar og menningarviðleitni í sveit og bæ. En allir eru þættir þessir saman tvinnaðir á þann veg, að í stórum dráttum fer hag- sæld í sveit og bæ saman. Hið öra framfaraskeið á Akur- eyri hófst fyrir meíra en áratug, þegar bæjarbúar fylktu sér um nýja stefnu, stefnu framkvæmda og félagshyggju. Hún var hafin af framsóknarmönnum, hefur siðan verið borin uppi af þeim, varð ráð- andi afl og gerbreytti bæjarfélag- inu í framfaraátt á skömmum ti'ma Mjög góður hrossastofn við Evjafjörð — segir Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur í samtali við Dag. Þegar Þorkell Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur, var hér nýlega á ferð, var tækifærið gripið og fyrir hann lagðar nokkrar spurningar um hestaeign, ræktun, markað og sitthvað fleira og varð hann góð- fúslega við þeim tilmælum, að ræða þessi mál. Hvað eru mörg hross á fslandl? Það veit enginn nákvæmlega. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru þau tæp 50 þúsund, en munu vera miklu fleiri, e.t.v. 60-70 þús- und og hefur þeim fjölgað hægt og bítandi á síðustu árum. þeir nytja það. En gild rök mæla gegn því, að þetta sé hagkvæmt. Hross gefa álíka mikið af sér í kjötframleiðslu og 1-2 ær, og 18 hross þurfa á móti einni kú, í af- urðum. Fóðrið skilar sér því illa í afurðum í gegn um hrossin. Hrossabúin í landinu? Ríkið rekur eitt stóðbú á landinu og er það á Hólum í Hjaltadal. Ríkið á einnig og rekur stóðhesta- stöð á Eyrarbakka og eru þar tæp- lega 60 hestar, veturgamlir til sex vetra. Þessir folar, þ.e. tveggja vetra og eldri, um 40, eru leigðir út um allt land til kynbóta. Kirkjubæ eru flestir blesóttir og hafa reynst vel. Bú þetta var stofnað 1942 og vegur þess fer vaxandi. Þótt ekki séu fleiri nefndir, eru allmargir, sem ala upp og temja hesta til sölu. Tamningastöðvar eru víða starf- andi um þetta leyti? Já, næsta tamningastöðin er á Höskuldsstöðum, hjá Sigurði bónda Snæbjörnssyni. Þá stöð rekur hann sjálfur, en á Akureyri og víðar eru tamningamenn, sem stunda tamningar meira og minna um þetta leyti árs og ekki aðeins hér, heldur á ýmsum stöðum 1 sveitum þótt minna sé í sniðum og svo temja temja margir fyrir sig. Hrossaræktarfélögin stóðu að tamningastöðvum og gera á sum- um stöðum enn, en síðan hafa ein- staklingar tekið við. Á Dalvík er tamningastöð á vegum Hesta- mannafélagsins Hrings og Ólafs- En tamin hross? Tæplega mun nokkur vita það heldur, en giska má á, að þau séu um 15 þúsund, en þó hef ég ekki gert mér þess fulla grein. Er hrossastofninn batnandi hér á landi? Flestir munu sammála um, að í rétta átt þokist, en það er erfitt að ná miklum árangri á skömmum tíma, síst ef röng stefna er rekin í hrossahaldi, svona almennt séð. Líklega mætti fækka hrossum hér á landi um helming eða um þriðjung a.m.k. Mjög mikið er um alveg gagnslaus hross í landinu, sem þó þurfa sitt land og sitt fóður. Mis- jafnlega er um hrossin hugsað. Betra væri, að færri hross en nú gerðu meira gagn og að betur væri um þau hugsað og myndi fækkunin styrkja mjög stöðu kynbótanna. Þeir sem þá ættu hross, ættu þau til að gera eitthvað með þau. Enn er stóð, haft til kjötframleiðslu, en það er óhagkvæmt og myndi nægilegt kjötmagn falla til þótt hrossum fækkaði verulega. Mér finnst, að stefna beri að því að rækta reið- hesta eingöngu. Hagkvæmni f framleiðslu hrossakjöts? Margir bændur eiga mikil lönd og það er auðvitað þeirra mál, hvernig Þorkell Bjarnason situr hér hlna ingamóður Fjöður frá Tungufelli. Nokkrir bændur hafa hrossabú og framleiða hesta, vanda sig í vali hrossa og tamningu og hefur mörgum vel tekist. Þessi bú eru í einkaeign og er Kirkjubæjarbúið þekktast. Þar hefur Sigurður Har- aldsson rekið hrossabú í áratugi með ágætum árangri. Hestamir frá landsfrægu skeiðhryssu og gæð firðingar eru miklir hestamenn og eiga talsvert marga hesta. Á Sauðárkróki eru fjórir menn, sem stunda eingöngu tamningar á eigin vegum og hafa tamn- ingastöðvar og víða er það þannig í héruðum, í öllum landshlutum. Gylfi Þórhallsson: A |%SKÁK Hraðskákmót Akureyrar 1978 var háð 19. marssl. Hraðskákmeistari Akureyrar varð Jón Björgvinsson en hann hlaut 16 vinninga af 18 mögulegum. Annar varð Gylfi Þórhallsson með 14'/i v. Þriðji Þór Valtýsson með 14 v. Fjórði Stefán. Ragnarsson með 12 v. f fimmta til sjötta sæti, Gunnlaugur Guð- mundsson og Margeir Stein- grímsson með 11 'h v. Um síðustu helgi fór Skákfélag Akureyrar til Reykjavíkar og keppti í deildarkeppninni í skák. Keppt var við þrjú félög. Á laugardaginn var keppt við Tafl- félag Kópavogs. Úrslit á einstök- um borðum: Skákfélag Akureyrar. 1. borð Halldór Jónsson 0 2. — Gylfi Þórhallsson 'h 3. — Jón Björgvinsson 'A 4. — Þór Valtýsson 1 5. — Ólafur Kristjánsson 0 6. — Jóhann Snorrason 'h 7. — Hreinn Hrafnsson 'h 8. — Margeir Steingrímsson 0 Taflfélag Kópavogs. 1. borð Jón Pálsson 1 2. — Júlíus Friðjónsson 'h 3. — Ómar Jónsson 'h 4. — Björn Sigurjónsson 0 5. Þórður Jörundsson 1 6. — Ingimar Jónsson 'h 7. — Björn Halldórsson 'h 8. — Jörundur Þórðarson 1 Akureyringar fengu þrjá vinn- inga en Kópavogur fimm. Á sunnudaginn var teflt við Taflfélag Reykjavíkur, var hér um jafna og skemmtilega baráttu. Réðust úrslitin ekki fyrr en á síð- ustu mínútum keppninnar eða jafnvel á síðustu sekúndum, þar sem mikið tímahrak háði kepp- endum á 4 borðum samtímis, en 2 skákir töpuðust í þessu tímahraki. Úrslit á einstökum borðum urðu: Skákferag Akureyrar. 1. borð Halldór Jónsson 'h 2. — Gylfi Þórhallsson 'h 3. — Jón Björgvinsson 'h 4. — Þór Valtýsson 0 5. — Ólafur Kristjánsson 0 6. — Jóhann- Snorrason 'h 7. — Hreinn Hrafnsson 'h 8. — Margeir Steingrímsson 'h Taflfélag Reykjavíkur. 1. borð Jón L. Árnason 'h 2. — Stefán Briem 'h 3. — Björn Þorsteinsson 'h (Framhald á bls. 6). Sumir hagnast á útflutningi hesta? Útflutningur hrossa hefur löngum verið umdeildur meðal bænda og annarra. En hann hefur þó haft mjög hvetjandi áhrif á hrossarækt- ina í landinu. Útflutningur hefur ber að geta, að ekki heppnast allir hestar, þó þeir eigi að vera reið- hestsefni. Þegar allt þetta er athugað, má útflutningsverðið alls ekki vera minna en 250 þúsund krónur. ná upp góðum hrossum, ef því er sinnt verulega, bæði vegna hins góða stofns og einnig þess, að hér er ekkert stóð og bændur ala sín hross vel og skynsamlega upp hér um slóðir. Hér er bændum til þess trú- andi, fremur en víða annars staðar. verið nokkur og það þarf að fram- leiða í hann og eykur þetta hreyf- inguna og möguleikana. Verðið hefur stundum verið nokkuð gott en það hreyfist þó seinna til hækk- unar en margt annað. Meðalverð á tömdum útflutningshesti nú, er líklega um 250 þúsund krónur til bænda. Aldur útflutningshesta er 4.-9. vetra. I vetur hafa verið seldir út fjórir stóðhestar við háu verði, auk allra annarra. Sá hæsti þessara fjögurra var seldur fyrir 700 þús- und krónur, góður reiðhestur. Þá hafa stöku reiðhestar verið seldir fyrir hátt verð. Þetta er óneitanlega mjög uppörvandi. En hið venjulega verð, 250 þúsund krónur, gefur bóndanum nokkar tekjur, ef hann annast og temur hesta sína sjálfur. Hitt er annað mál, að ef kosta þarf hesta á tamningastöðvar, fer nú kúfurinn af tekjunum. Það er ekkert óalgengt, að tamning og fóður í tamningu kosti 100 þúsund krónur á hest, í tvo mánuði. Og þess Hvernlg eru eyfirsku hrossin? Hér er mjög góður hrossastofn og fyrir svo sem 15-20 árum voru ey- firsku hryssumar mjög álitlegar og Falleg tllþrif. stóðu sig vel á landssýningum og annarsstaðar, þar sem þær komu fram. Svo dalaði þetta eitthvað, eins og tíðkast, en hér eru mögu- leikar mjög góðir. Hér er auðvelt að að ala hross sín upp til gagns, fremur en eiga mikinn fjölda. Það getur verið skemmtileg hliðargrein í búskapnum, að eiga eitthvað af hrossum. Eitt kyn er e.t.v. ekki af- gerandi betra en annað enda er þetta mjög blandað. Erindi þín hingað að þessu sinnl? I sumar verður haldið landsmót hestamanna í Skógarhólum. Þar verða miklar sýningar og ég er að kanna hvað menn hafa að sýna. Ég vona að menn vilji aðeins senda það besta og eflaust verður hægt að sýna góða og fagra gripi, meðal annars héðan úr Eyjafirði og Akureyri. Ég skrepp til Dalvíkur í þessari ferð og til Ólafsfjarðar, einnig fram í Eyjafjörð og í nokkur hesthús í bænum hef ég þegar komið. I kvöld verð ég á fundi með hestamönnum, sagði Þorkell Bjarnason, ráðunautur að lokum og þakkar blaðið viðtalið. Valgarður Haraldsson Valgarður Haraldsson fræðslustjóri lést að heimili sínu 25. des. síðast- liðinn 53 ára að aldri. Okkur setti hljóðar við, svo óvænt, heyrðum lát þessa vel- gerðarmanns okkar. Valgarður heitinnlr var námsstjóri á Norður- landi frá 1964 til 1975. Ár hvert ferðaðist hann um umdæmi sitt og heimsótti skólana, jafnt þá smáu, sem hina fjölmennu. Tengsl þau og kynni sem þannig sköpuðust hafa verið mörgum skólanum dýrmæt. Ekki sist litlu skólunum, sem oft hafa orðið að heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni. Á þessum ferða- lögum fékk Valgarður mjög góða yfirsýn yfir skólastarfið í þessum landshluta og þá mismunandi að- stöðu sem hinir ýmsu skólar búa við. Það var eftirtektarvert hve Val- garður skildi aðstöðu og þarfir litlu skólanna og hve dyggan vörð hann stóð um velferð þeirra. Heimsóknir hans í skólann voru okkur ætíð kærkomnar. Þar var á ferð maður, sem gaf sér tíma til þess að ræða þau mál, er efst voru á baugi hverju sinni og finna lausn á vandamál- um. Til hans var einnig alltaf hægt að leita og hann brást okkur ekki, reyndist ætíð best er mest lá á. Þá talaði hann í okkur kjark og hvatti til dáða. Það er sjónarsviptir að manni eins og Valgarði, sem var sívökull í sínu starfi og byggði þar á eigin þekkingu og reynslu. Við þökkum honum kynninguna og það traust sem hann bar til okkar. Konu hans og dætrum sendum við dýpstu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hans. Jóhanna Sigr. Sigurðardóttir Anna Jónsdóttir Helga Bjamadóttir. mm Andrésar andar leikarnir á Akureyri Þór með annan fótinn í Úrvalsdeildinni eftir sigur yfir Snæfelli frá Stykkishólmi. Lið Þórs í fyrstu deild í körfu, sem varð sjötta í deildarkepn- inni, þurfti að leika tvo leiki við lið Snæfells frá Stykkishólmi og helst að sigra í þeim báðum til að gulltryggja sér setu í úrvals- deildinni í körfu næsta keppn- istímabil. Fyrri leikur þessara aðila var í íþróttaskemmunni s.l. laugardag. Greinilegt er að nokkur munur er á fyrstu og annari deildinni í körfunni því mikill munur var á leik þessara aðila. Þórsarar með Mark Christiansen i broddi fylkingar komust í sex gegn engu, og smám saman juku þeir forskot sitt. f hálfleik var staðan 29 - 18 fyrir Þór, og þegar leiknum lauk var staðan 64 gegn 46. Þrátt fyrir nokkurn stigamun var þessi leikur hjá Þór ekki sannfærandi. Þeir hafa oft í’ vetur leikið mun betur. Hætt er við að lið Þórs næði ekki langt ef Mark nyti ekki við, en hann leikur venjulegast allan leikinn og er potturinn og pannan í leiknum, bæði í sókn og vöm. í hálfleik var Snæfellsmönnum afhent sigurlaunin í annari deild, en þeir sigruðu þar örugglega. í leikslok afhentu nokkrir aðdáendur Marks hon- um blómvönd og félagar hans tolleruðu hann. Mark var lang stigahæstur, skoraði 31 stig, Eiríkur og Hjörtur skoruðu 8 hver, en Hjörtur er nú orðinn einn besti maður liðsins. Hann er mjög duglegur og harðfylgi hans er nánast ótrúlegt. Þá var Ómar nokkuð góður en hann skofaði 6 stig, og Þröstur 2. Hjá Snæfelli eru stærstir og bestir Magnús Þórðarson og Einar fyrirliði, en þeir eru báðir fyrrverandi leikmenn með Reykjavíkurliðum. Þeir skor- uðu 14 stig Næsti leikur þess- ara aðila verður á Akranesi um næstu helgi, og verða Þórsarar að teljast líklegir til sigurs. 8 ára drenglr. 1. Jón M. Ragnarsson A. 78.65 2. Ásgeir Sverrisson R. 83.81 3. Jón H Harðarson A. 83.91 9 ára stúlkur. 1. Kristín Ólafsdóttir R. 78.04 2. Erla Bjömsdóttir A. 82.99 3. Auður Jóhannsdóttir R. 85.03 (Framhald á bls. 6). Úrslit í svigi í Reykjahlíð íþróttafélagið Eilífur í Mý- vatnssveit hélt innanfélagsmót i svigi i Reykjahlið þann 1. apríl sl. Keppendur voru 28 í 5 ald- ursflokkum. Sigurvegarar urðu sem hér segir: Konur 16 ára og eldri: Guð- laug Þorsteinsdóttir. Stúlkur 13 - 15 ára: Sigurlaug Rögnvalds- dóttir. Drengir 13 - 15 ára: Jó- hannes Ófeigsson. Stúlkur 11 - 12 ára: Berglind Ásmundsdótt- ir. Drengir 11 - 12 ára: Helgi Ófeigsson. Stúlkur 9 - 10 ára: Drífa Amþórsdóttir. Drengir 9 - 10 ára: Sturla Fanndal Birkis- son. Stúlkur 6-8 ára: Heiðbjört Ófeigsdóttir. Drengir 6 - 8 ára: Karl Sverrisson. „Andrésar Andar leikamir“ voru haldnir í Hlíðarfjalli um síðustu helgi.Mótið átti að setja á föstudagskvöld, en vegna veðurs og óhagstæðra flugskilyrða var sethingunni frestað til laugar- dagskvölds, en þá voru flestir þátttakendur mættir til leiks. Á sunnudag hófst síðan keppnin og var keppt í svigi og stórsvigi í öllum flokkum 7 ára til 12 ára. Allir keppendur fengu verð- laun, og sex fyrstu i hverri grein sérstök aukaverðlaun. Verð- launaafhendingu varð ekki lokið fyrr en seint á sunnudagskvöld og voru þá margir hinna yngstu orðnir þreyttir og slæptir eftir erfiðan keppnisdag. Annars urðu úrslit í mótinu þessi: Svig: 7 ára stúlkur: 1. María Magnúsdóttir A. 87.07 2. Margrét Rúnarsdóttir f. 92.25 3. Þorgerður Magnúsd. A. 94.53 7 ára drengir 1. Sæmundur Árnason Ó. 70.54 2. Jón Ingvi Árnason A. 73.71 3. Vilhelm Þorsteinsson A. 80.05 8 ára stúlkur. 1. Kristín Hilmarsdóttir A. 75.17 2. Laufey Þorsteinsdóttir A. 83.30 3. Kristín Jóhannsdóttir A. 86.31 íslenskir þátttakendur á Andrésar andar ieikunum í Noregi fyrr í vetur. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.