Dagur - 12.05.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 12.05.1978, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, föstudaginn 12. maí 1978 Bessl og Margrét í hlutverkum sínum „Á sama tíma” Þjóðleikhúsið frumsýndi sjónleik- inn, „Á sama tíma að ári“, á Húsavík fyrr á þessu ári og er það í fyrsta skiptið, að það frumsýnir verk sín utan Reykjavíkur og efnir til slíkrar leikfarar um landið og nú, með þennan sama sjónleik. Höfundurinn er Bernhard Slade, leikstjóri Gísli Alfreðsson. En leik- endur eru þau Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir. Leikur- inn gerist á sveitahóteli í Kaliforníu og nær yfir 25 ára tímabil. Sýningar á 60 stöðum eða fleiri, um land allt, verða sennilega 80 eða enn fleiri og hér á Akureyri hefjast þær I7. maí og verður fram haldið næstu daga. Aðsókn að þessum sýningum hefur verið mjög mikil, svo jaðrað hefur við einsdæmi, að því er fregnir herma. Með sanni má segja, að nú sé á vegum Þjóðleikhúss farin leikför um landið og fólki komið í gott skap. íslandsmótið í knattspymu íslandsmótið í knattspyrnu hefst um næstu helgi og leika bæði Akureyrarliðin á laugardaginn. Nú leikur KA í fyrstu deild og Þór í annarri. KA leikur sinn fyrsta leik í fyrstu deild á góðum gras- velli í Kópavogi við Breiðablik og Þórsarar sækja Sandgerðinga heim. Báðir þessir leikir eru erfiðir svona í byrjun móts. Breiðablik hefur öðlast nokkra reynslu í fyrstu deild, og verður eflaust erfitt viðureignar. Sand- gerðingar, sem í fyrra léku í fyrsta sinn í annari deild, náðu í fyrra í mikið af stigum, sérstaklega á heimavellinum. Bestu óskir blaðsins fylgja liðunum í þessum leikjum. Öfgaflokkar til hægri og vinstri þjóna er- lendum stefnum, eða fyrirmælum að sunn- an. Samvinna og sam- hjálp fela oftast í sér farsæla lausn vanda- málanna, auk þess að vera mannbætandi. Göngin um Oddsskarð vígð Klukkan 15.00 á sunnudaginn voru göngin um Oddsskarð formlega opnuð til umferðar með stuttri athöfn. Snæbjöm Jónasson, vegamálastjóri fiutti árnaðaróskir, Einar Þorvarðar- son, umdæmisverkfræðingur lýsti framkvæmdum og gerð gangnanna. Þar kom meðal annars fram, að verkið var boðið út og tekið lægsta tilboði frá Gunnari og Kjartani hf. á Egils- stöðum og Húsiðjunni hf. á sama stað. Undirverktaki við sprengingu jarðgangna var fstak hf í Reykjavík. Byrjað var á framkvæmdum 1972. Lengd gangnanna er 626 metrar, þar af sprengd jarðgöng 431 meter. Göngin eru ein akrein með tveimur útskotum, breidd 4,3 metrar og hæð 5,3 metrar. Jarðgöngin kostuðu um 690 milljónir króna á verðlagi síðasta árs. Halldór E. Sigurðsson, sam- göngumálaráðherra, mælti nokkur Gunnarsstöðum f Þistilfirði 2. maí. Aðalfundur Kaupfélags Langnesinga var haldinn á Þórs- höfn 30. apríl. Velta féiagsins á ár- orð við þetta tækifæri og óskaði Norðfirðingum og öðrum til ham- ingju með þennan merka áfanga í vegamálum. Klippti hann síðan sundur silkiborða þann, sem strengdur var yfir göngin og lýsti því yfir, að hér með væru Odds- skarðsgöngin opnuð til umferðar. inu varð tæpar 700 milljónir króna. Tekjuafgangur, þegar búið var að afskrifa fasteignir og vörubirgðir, var 4,7 milljónir. Úr stjórn áttu að ganga Eggert Ólafsson, Laxárdal og Björn Arn- grímsson, Þórshöfn. Eggert baðst undan endurkosningu, en Björn var endurkjörinn. í stað Eggerts var kosinn í stjómina Sigtryggur Þor- láksson, Svalbarði. Formaður Kaupfélags Langnesinga er, Sig- urður Jónsson og kaupfélagsstjóri Þórólfur Gíslason. Til hreppsnefndarkosninga á Þórshöfn hafa komið fram tveir listar. H-listi, listi óháðra kjósenda og hann skipa: Jóhann Jónasson, útgerðarmaður, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Brynhildur Hall- dórsdóttir, húsmóðir, Kristján I. Karlsson bifvélavirki og Tryggvi Aðalsteinsson, rafveitustjóri. Til sýslunefndar Þorfinnur ísaksson, fyrrverandi verkstjóri. I-listann, framfarasinnaðra kjós- enda skipa: Konráð Jóhannsson, bifvélavirki, Óli Þorsteinsson, út- gerðarmaður, Þórður Ólafsson, bifvélavirki, Arnór Haraldsson, verkamaður og Ragnar Ragnars- son, dýralæknir. Og til sýslunefnd- ar Jóhann A. Jónsson, skrifstofu- maður. Ó.H. Alls urðu 11 umferðaróhöpp á gatnamótum Glerárgötu og Þór- unnarstrætls á llðnu árl, en 1975 og 1976 urðu samtals 43 um- ferðaróhöpp á þessu horni. Götuljós voru sett upp f desember og er þess að vænta að eitthvað dragi úr árekstrum á þessu ári. Mynd: áþ ÞÓRSHÖFN: D Fundur og framboð 0 Dásemdir vorsins Úti í náttúrunni ræður tón- listin ríkjum því þar hljóma rallir vorsins í öllu sínu veldi. Engin hljómlist er fegurri og hennar þurfa allir að njóta, Umhverfi mannsins er hluti af lífi hans. Smám saman hafa menn öðlast skilning á því, hve mikilvægt það er og læra jafnframt að njóta þess. Látum ekki dásemdir vorsins fram hjá okkur fara. 0 Svarfrá Flugleiðum ,.Til óánægðs farþega. sem birti aðfinnslur í þessum dálki miðvikudaginn 26. apríl óska Flugleiðir að koma eft- irtarandi orðsendingu: Það er stefna og markmið félagsins að halda uþpi áætlunarflugi með farþega, vörur og póst samkvæmt auglýstri áætlun. Stundum kemur fyrir, eins og í nefndum tiifellum, að veður hamlar flugi og ruglast þá áætlun. Ekki er það rétt sem segir i nefndri grein að áætl- un fari ur skorðum „hreyfi vind”. Þvert á móti er áætlun haldið þótt veður sé slæmt, svo fremi að fulls öryggis sé gætt. Staðreynd er hins vegar iserSesj að þegar áætlun raskast vill það oft hafa nokkur eftirköst og verða farþegar féiagsins þá óhjákvæmilega fyrir töfum og stundum óþægingum. Aðstæður við ýmsa flugvellí eru þannig að þangað er að- eins hægt að fljúga í dags- birtu. Þegar óveður geisá'r og truflanir verða á flugsam- göngum kemur slíkt sérstak- lega niður á þeim stöðum. Aðrir staðir, eru betur settir og er Akureyrarflugvöllur að sjálfsögðu sá helsti þeirra. Þegar veður hefur hamlað innanlandsflugi og flug hefst á ný er stundum gripið til millilandaflugvéla til þess að leysa vandann. Akureyrar- flugvöllur er þó eini flugvöll- urinn utan Reykjavíkur og Keflavikur sem Boeing-þotur félagsins geta notað. Að flytja farþega til Keflavíkur og fljúga þaðan með þá til Akur- eyrar er að sjálfsögðu neyö- arúrræði vegna þess að óveður hafa truflað eðlilega starfssemi. Öllu tali um ein- okun Flugleiða er hér með vísað á bug. Hvarvetna í heiminum þar sem flugsam- göngur hafa náð að þróast hafa stjórnvöld hínsvegar veitt vissum féiögum ákveðin leyfi fyrir ákveðnum flugleið- um og er svo hér á landi.” Með kveðjum, Sveinn Sæmundsson. Hröfnum og mávum sagt stríð á hendur Sveinn Einarsson, velðistjóri, hefur skipað Þorgils Gunn- laugsson, Sökku í Svarvaðardal, trúnaðarmann sinn og mun Þor- gils sjá um eyðingu máva og hrafna við Eyjafjörð Sveinn sagði að nú yrðu átta trúnaðar- menn skipaðir víðsvegar um landlð og hafa þelr næg verkefnl enda hefur t.d. hröfnum fjölgað óeðlilega mikið. Einnig er mikil þörf á að koma flelri mávum fyrir kattarnef og er fyrirhugað að hefja mikla herferð á Dalvík og Grenivík í vor. Aðeins eru greiddar tuttugu krónur fyrir væng af hverjum svartbak. Það er því fremur sjald- gæft að menn ómaki sig með vængina og fái greidd „verðlaun“ fyrir þá. Þrátt fyrir hina miklu fjölgun i hrafnastofninum fæst ekkert fyrir hvem skotinn hrafn. mynd.áþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.