Dagur - 21.06.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 21.06.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Að velja og hafna Sveitarstjórnarkosningarnar gáfu stjórnmálamönnum mörg íhugun- arefni. En á sunnudaginn ræðst það í hinum dreifðu byggðum, hvort Framsóknarflokkurinn fær styrk til þess framvegis, að halda byggðastefnunni uppi. Áður en alþýðubandalagsmenn, sem hatast við erlenda stóriðju og Kröflu, ganga að kjörborðinu, ættu þeir að minnast þess, að það var foringi þeirra, þá í ráðherra- stói, sem undirbjó þær fram- kvæmdir báðar. Og núverandi for- ingjar sama flokks, hafa manna hæst hrópað um „kaupránsiög", en gugnuðu þó við að greiða starfsmönnum Reykjavíkurborgar fullar vísitölubætur, er þeir tóku við völdum í borgarstjórn og frægt er. Alþýðuflokkurinn stritast við að setja upp nýtt andlit, sem á að vekja traust. Hann talar manna fjálglegast um úrræði sín í stærstu þjóðmálunum, nefnir jafnvel land- heigismálið. En sami flokkur hafnaði þátttöku í vinstri stjórn 1971, m.a. vegna fyrirhugaðrar út- færslu landhelginnar í 50 mílur og tilkynnti það bréflega. Má út frá þessu leiða hugann að því, hvar við stæðum nú í landhelgisbarátt- unni, ef Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur hefðu átt lengri samleið í ríkisstjórn. Flokkurinn með nýja andlitið, sem gerði sig svo sakleysislegan, að hann birti í málgögnum sínum reikninga yfir mat og kaffi, sem agentar hans urðu að kaupa sér á ferðalögum, hefur gert sig sekan um að eiga mestan þátt í svæsnustu rógskrif- um síðari tíma, sem öllum hefur verið hrundið á eftirminnilegan hátt. Það er ekki því blaði að þakka, að saklaust fólk hlaut frelsi en situr ekki enn innilokað, heldur því frumkvæði dómsmálaráð- herra, að fá víðkunnan glæpa- málasérfræðing í Geirfinnsmálið og leysa það. Alþýðuflokkurinn telur sig hafa á að skipa sveit forystumanna, sem vel séu til þess fallnir að tak- ast á við vanda erfiðra stjórnmála. En sami flokkur getur ekki stjórn að sjálfum sér án eriendrar að- stoðar, og getur jafnvel ekki gefið út sitt eigið blað. Um Frjálslynda og vinstri menn þarf ekki að eyða mörgum orðum. Þessi samtök voru mynduð til að sameina vinstri öflin í landinu í eina sterka heild, gegn íhaldinu. En þau sundruðu ekki aðeins sjálfum sér, heldur einnig þeirri ríkisstjórn, sem þau tóku þátt í, vinstri stjórninni. íhaldsandstæð- ingar eiga auðvelt val. Ingi Tryggvason alþingismaður Rödd landsbyggðarinnar verður að heyrast áfram í þingsölum Framsóknarflokkurinn hefur nú staðið að ríkisstjóm í sjö ár sam- fleytt. Á árunum 1971-1974 hafði flokkurinn forystu fyrir svokall- aðri vinstri stjóm. Síðastliðin tæp fjögur ár hefur verið stjórnar- samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi sjö ár hafa verið miklir framfaratímar í þjóðlífinu, eftir kyrrstöðu viðreisnaráranna. Þessi sjö ár hafa fyllt menn nýrri trú á framtíð íslensks atvinnulífs og á framtíð íslenskrar þjóðar. Byggðastefnan, sem Gísli Guðmundsson barðist lengst og best fyrir, varð að veruleika undir forsæti Ólafs Jóhannessonar í vinstri stjórninni, og hún hefur sett ótvíræðan svip á uppbygg- ingu atvinnulifsins og þjóðlífið allt. Faxaflóatrúin vék fyrir þeirri vissu, að uppbygging atvinnulífs á landinu öllu væri ekki aðeins hverju einstöku byggðarlagi, heldur þjóðinni í heild til far- sældar. Straumar fólks og fjármagns utan af landsbyggðinni til Reykjavíkursvæðisins kyrrðist, snérist jafnvel við og margt fólk breytti mati sínu á lífsgæðum og framtíðarmöguleikum í hinum dreifðu heimabyggðum með þeim árangri, að margar byggðir gjörbreyttu um svip á örfáum árum. Þótt sjö ár séu ekki langur tími, hygg ég að mörgum brygði í brún, ef þeir væru á þessari stundu horfnir þessi ár aftur í tímann og gengju um byggðarlag sitt á lokadögum viðreisnar. Margir mundu þá fyrst gera sér ljósa grein fyrir þeim alhliða framför- um, sem orðið hafa á þessum ár- um. Vinstri stjórnin stóð aðeins í þrjú ár. Samtökin, svokölluðu, sundruðu ekki aðeins sjálfum sér, heldur einnig stjórnarsamstarf- inu. Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag tóku þátt í löngum stjórnarmyndunarviðræðum undir forystu Ólafs Jóhannesson- ar 1974. Fram hefur komið á stjórn- málafundum í héraðinu, að Al- þýðuflokkurinn hafi aldrei ætlað sér að taka þátt í nýrri ríkisstjórn, vegna afhroðs hans í alþingis- kosningunum. Hreinlegra hefði verið að segja þetta strax. Fram- bjóðendur Alþýðubandalagsins leggja á það höfuðáherslu nú, að kenna Framsóknarflokknum um, að ekki tókst myndun nýrrar vinstristjómar 1974. Mín skoðun er sú, að Alþýðubandalagið hafi talið sér hagstætt að vera utan ríkisstjórnar, frá pólitísku sjónar- miði, næstu árin, vegna fyrirsjá- anlegra örðugleika, sem glíma þurfti við. Víst er a.m.k að eftir að upp úr viðræðum slitnaði kenndu þeir hvor öðrum um, Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag, að upp úr viðræðum slitnaði. Mál- gögn þessara flokka nefndu í fyrstu lotu ekki Framsóknar- flokkinn á nafn, fyrr en áð nokkrum dögum liðnum, að ein- hver uppgötvaði, að hæpið væri upp á síðari tíma, að reyna ekki að bendla Framsóknarflokkinn við umræðuslitin! Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur mynduðu svo ríkis- stjórn þá, er enn situr. Ekki spar- aði Þjóðviljinn hrakspár sínar og ekki hefur síðan verið sparað að beita öllum ráðum til að gera ríkisstjórninni erfitt fyrir. Auðvit- að hefur ýmislegt farið úrskeiðis, en hinu má ekki gleyma, sem þokast hefur í rétta átt. Ekki hefur tekist að ná tökum á verðbólg- unni, en uppbygging hefur verið ör og atvinnuleysi nær óþekkt. Byggðasjóður hefur verið efldur og áhrifa hans hefur mjög gætt í atvinnuuppbyggingunni, jafnvel svo, að einstöku úrtölumenn á Faxaflóasvæðinu telja of langt gengið. Fullnaðarsigur hefur náðst í landhelgismálinu. Fróðlegt væri að rifja upp svikabrigsl þau, sem birtust á síð- um sumra stjómarandstöðublaða við svo til hvert skref, sem stigið var til sigurs í því máli. Áhrif landhelgissigursins gætir nú í hverju sjávarplássi um vestan vert og norðanvert landið og um landið austanvert. Vonandi ber- um við gæfu til þess, að skipu- leggja svo fiskveiðar okkar, að þær tryggi hagsæld þjóðarinnar um ókomin ár. Ég tel, að Norðurland eystra hafi haldið vel sínum hlut, í framkvæmdum og atvinnuupp- byggingu, enda hefur fólki fjölg- lngi Tryggvason að verulega í kjördæminu síðustu árin. Hitt er þó ljóst, að hvergi má slaka á og ótal verkefni bíða, ýmist hálfleyst eða óleyst með öllu. Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem á höf- uðvígi sitt utan Faxaflóasvæðis- ins. Hagsmunir umbjóðenda dreifbýlisþingmanna Framsókn- arflokksins krefjast þess, að jöfn- un lífskjara og lífsaðstöðu allri, án tillits til búsetu, sé áfram höfuð- baráttumál flokksins og þing- manna hans. Því aðeins getur flokkurinn sinnt þessum baráttu- málum, að hann hafi þingstyrk til að láta til sín taka í þingsölum. Stefna Framsóknarflokksins hefur verið og er þessi m.a.: 1. Lögð verði höfuðáhersla á uppbyggingu vega vegna vetrar- samgangna. Jafnframt hefjist lagning bundins slitlags á ein- staka vegi og vegarkafla og áhersla á þann hátt aukin eftir því sem uppbyggingu miðar áfram. Sérstök stórverkefni í hér- aðinu eru t.d. lúkning Sléttuveg- ar, vegur um Víkurskarð og yfir Leirur, og svo almenn uppbygg- ing snjóþungra eða lélegra vegar- kafla. I flugmálum verði áherslan lögð á bætta öryggisþjónustu. Fylgt verði fast fram byggingu hafna í kjördæminu, sem nú fer fram. 2. Lögð verði áhersla á fram- kvæmdir við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og þær heilsu- gæslustöðvar, sem þegar eru í byggingu eða í undirbúningi. Aukin verði þjónusta við aldraða með því að hraða framkvæmdum við byggingar í þeirra þágu, svo og við öryrkja, og þessum hópum verði búin viðunandi aðstaða á heimaslóðum. 3. Skólamál kjördæmisins verði skipulögð þannig, að það hús- næði, sem þegar er fyrir hendi, nýtist sm best og bætt sé úr þörf- um þeirra, sem laklega aðstöðu hafa. Þá sé að því unnið, að framhaldsnám ýmiskonar geti farið fram á svæðinu í meira mæli en nú er. 4. Sveitarfélögum verði tryggður tekjustofn til að sinna í vaxandi mæli félagslegum þörf- um íbúanna, svo sem í íþrótta- málum, dagvistun barna og ýms- um menningar- og tómstunda- málum. 5. Staðið verði fast við bakið á samvinnuhreyfingunni, og það tryggt, að þáttur samvinnuhreyf- ingar í verslun og atvinnulífi stuðli áfram að atvinnuöryggi og lífskjarajöfnun. 6. Unnið sé markvisst að jöfn- un aðstöðu til að njóta hverrar þeirrar þjónustu, sem samfélagið veitir. Nefna má jöfnun orku- verðs, símagjalda, flutnings- kostnaðar og sjúkrakostnaðar. 7 Endurskoðuð verði löggjöf um framleiðslu og verðlagsmál landbúnaðarins, með það mark- mið í huga, að fyrst og fremst, að tryggja byggð í sveitum og af- komu fólksins sem þar býr, um leið og þjóðinni allri er tryggð eins góð búvara og landið getur framleitt. Leystur verði sá vandi, sem bændum er nú búinn vegna taps á útflutningi búvara og að ríkið endurgreiði þau verðjöfn- unargjöld, sem lögð hafa verið á bændastéttinga. Framsóknarflokkurinn hefur átt miklu fylgi að fagna í þessu kjördæmi og fengið hér þrjá þingmenn kjörna frá því að breyting var gerð á kjördæma- skipuninni 1959. Fylgisaukning Alþýðuflokksins í sveitarstjórn- arkosningunum í vor veldur því, að nú ríkir meiri óvissa en áður um úrslit þingkosninganna 25. júní. Hér verður engu spáð um stjórnarmyndun að loknum kosningum. En hinu mega menn ekki gleyma, að rödd Framsókn- arflokksins er sterkasta og jafn- framt eina hreina rödd byggða- stefnunnar í þeim kór, sem kemur saman í Alþingishúsinu eftir næstu kosningar. Þessa rödd þurfa kjósendur á Norðurlandi eystra að styrkja, sjálfum sér. kjördæminu og landinu öllu til vegs og hagsbóta. IFF-Ekki hugsað umstór mót heldur holla hreyfingu Vetrarstarfi (þróttafélags fatlað- ra er nú lokið og var það með líku sniði og verið hefur. Æfing- ar voru tvisvar í viku og sund var iðkað einu sinni f hverri viku. Vormót félagsins var haldið eins og venja er og var keppt í boccia, borðtennis og bogfimi. íþróttafélagið er aðili að IBA og ISI og styrkt af báðum samtökun- um. Félagið er opið öllum þeim sem eiga við einhverja fötlun að stríða og skiptir ekki máli hvort sú fötiun er til lengri eða skemmri tíma. Einnig geta þeir sem hafa áhuga á starfseminni fengið inn- göngu. I bréfi er Júlíanna Tryggvadóttir sendi blaðinu segir m.a. „Á þessum æfingum okkar er ekki endilega verið að hugsa um einhver stórmót, heldur er það hreyfingin, sem allir hafa gott af og enginn þarf að gera meira en hann vill. Nýjar tillögur um íþróttimar eru vel þegnar. Fé- laginu hefur borist góðar gjafir á árinu. Lionsklúbburinn Hængur gaf eina milljón króna til styrktar félaginu. Lionsklúbburinn Huginn færði því eitthundrað þúsund og sendum við báðum þessum aðilum bestu þakkir svo og öllum öðrum sem hafa lagt okkur lið með vinnu og fjárframlögum". Eins og undanfarin ár voru þeir Þröstur Guðjónsson og Magnús H. Ólafsson þjálfarar hjá félaginu. Ef einhverjir vilja fá upplýsingar um íþróttafélag fatlaðra á Akureyri, er þeim hinum sömu bent á að hringja í síma 21186 - til loka mánaðarins. Starfið hefst á nýjan leik í septem- ber. Ætlf þeir hafi orðid varir? Svarfaðardalsá Svarfaðardalsá var opnuð þann 10. júní, en veiði hefur verið lítil enda hefur áin verið skoluð, að undanteknum tveim eða þrem dögum, en þá var vart við sjó- birting. Sjóbirtingur hefur verið sjaldséður gestur í ánni undan- farin ár, en þar sem ekki er búið að skila inn veiðileyfum er ekki vitað um þyngd fiskanna. „Það eru tíu stangir í ánni og á sl. sumri fengust 1550 fiskar úr henni. Af þessari tölu eru 15 lax- ar, en hitt er bleikja og urriði", sagði Snorri Árnason, Völlum. „Ætlunin var að sleppa 20 þús- und bleikjuseiðum í ána í sumar, og haft var samband við þá aðila sem hafa seiði til sölu. Að lokum fengum við tilboð um 600 seiði hjá Tungulaxi, en því var hafn- að“. Árið 1966 var 10 þúsund bleikjuseiðum sleppt í Svarfaðar- dalsá og í tíu ár þar á undan var af og til sleppt laxaseiðum í ána. Það var á þeim árum þegar stanga- veiðifélagið Fossar á Dalvík hafði ána á leigu. Fiskifræðingar álíta að áin sé of köld fyrir lax, en prýðileg fyrir bleikju. „Þar sem seiðin fengust ekki ætlum við í haust að grípa til þess ráðs að taka hrygningarfisk úr ánni og höfum við vilyrði Jó- hannesar Kristjánssonar á Akur- eyri, fyrir því að hrognin verði klakin út í laxeldisstöðinni á Laxamýri", sagði Snorri. Þess má geta að aðalveiðitím- inn er frá miðjum júlí og út ágúst. Veiðileyfi eru seld hjá Snorra Árnasyni. Ormarsá á Sléttu Laxinn gengur snemma í Orm- arsá á Sléttu. Samkvæmt upplýs- ingum Þorsteins Steingrímssonar á Hóli, veiddust þar fyrstu lax- arnir á sunnudaginn, 18 punda lax í Berghyl og 9 punda lax við Arnarþúfufoss og sást mikill lax í ánni. Þetta er viku fyrr en í fyrra og hálfum mánuði fyrr en 1976. Er þeirri fullyrðingu hér með hrundið, að lax gangi seint í Ormarsá, sagði fréttamaður. Jón Benediktsson prentari Öldungur með eld í hjarta œskuglóð í lund. Barmur þinn á blóm er skarta. Björt er aftanstund. Grasið ilmar, grœnkar jörðin, geislar fögur sál, þín er heilsteypt þakkargjörðin, þrungið stuðlamál. Enn þú geymir angan blóma, innri hjartafrið, hlýja, bjarta helgidóma, hátt er blasa við. Sól og vorið, síglöð hyggja sigra hverja raun, lýsa þeim sem landið byggja, leggja smyrsl á kaun. Áttrœður berð öðlings heitið, auðnan fylgi þér. Hér er, vinur, heillaskeytið, hjartans þökk frá mér. Jóhann Sigurðsson. Jafntefli Fyrsti heimaleikur KA í fyrstu deild var leikinn á sunnudag. Það voru Vestmanneyingar sem sóttu þá heim. Veður var eins og best verður á kosið til fótbolta- leikja, og fjölmargir áhorf- endur mættu á völlinn og hvöttu sína menn. Fyrstu mínútur leiksins voru mjög vel leiknar af báð- um aðilum, og þó sérstaklega áttu KA menn góðan leik. Fyrsta mark leiksins kom á 12. mín„ en þá höfðu Sigurbjörn Gunnarsson, Jóhanna Jakobsson og Guðjón Harð- arson leikið vel í gegnum vörn Vestmanneyinga, og gefið var á Ármann Sverrisson sem skaut hörkuskoti á markið og í netið fór boltinn. Næstu tíu mínúturnar héldu KA menn uppi sókn á mark Vestmann- eyinga, en smám saman náðu Eyjamenn tökum á leiknum, og sóttu mjög stíft að marki KA. Þar var hins vegar Þorberg- ur Atlason fyrir og varði hann oft á tíðum stórkostlega. Önnur eins markvarsla hefur ekki sést á þessum velli í mörg ár. Margsinnis klöppuðu hin- ir 1250 áhorfendur Þorbergi lof í lófa, þegar hann hafði þá varið stórkostlega. I síðari hálfleik bjuggust menn við að KA myndi hrista af sér slenið, en allt kom fyrir ekki, Vest- manneyingar héldu uppi nær stanslausri sókn að marki KA en í rúman hálftíma tókst þeim að bægja allri hættu á Þór vann Ármann hjá KA og IBV braut, en í einni af sínum mörgu hornspyrnum tókst Vestmanneyingum að gefa vel fyrir markið, og Sigurlás Þor- leifsson skállaði örugglega í það. Vestmanneyingar héldu áfram að pressa á mark KA, og öðru hvoru áttu þeir skyndisóknir og sérstaklega var Elmar sprækur, og gerði hann oft mikinn ursla í vörn eyjaskeggja. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi. Bæði liðin ætluðu sér sigur í leiknum en sókn Vestmann- eyinga var yfirleitt þyngri, og fengu m.a. margar horn- spyrnur á síðustu mínútunum. Rétt fyrir leikslok átti KA góða sókn upp vinstri kantinn og Gunnar Blöndal skaut úr þröngri stöðu en framhjá. Jafntefli varð því útslit þessa leiks eitt mark gegn einu, og meiga KA menn vel við una að halda stiginu. Langbesti útileikmaður hjá KA var Gunnar Gíslason en þrátt fyrir að hann sé yngstur leikmanna er hann sterkastur og mjög duglegur og góður vamarmaður. Þá hefur áður verið getið þáttar Þorbergs í leiknum, en hann var frábær einu orði sagt. Næsti leikur KA er á fimmtudaginn, en þá leika þeir i Reykjavík við toppklúbbinn Val. Dómari leiksins var Óli Ólsen og dæmdi hann mjög vel. það langbesta sam KA hefur lelkið vlð ð þessu keppnlslímablll. Fótboltinn heldur stanslaust áfram að rúlla, og á föstudags- kvöld léku í annarri deild Þór og Ármann. Ármenningar hófu leikinn af fullum krafti og sóttu stanslaust fyrstu mínútur leiksins, og virtist svo sem þeir ætluðu al- gjörlega að yfirbuga andstæð- inga sína. Smám saman réttu Þórsarar úr kútnum og leikurinn jafnaðist. Það voru hins vegar Ármenningar sem skoruðu fyrsta markið og kom það á 43. mínútu leiksins markamínótunni frægu. Þar var að verki Egill Stefánsson. Þannig var staðan í hálfleik eitt mark gegn engu fyrir Ármann. í síðari hálfleik sóttu Þórsarar meira og áttu mörg góð tækifæri, en það var ekki fyrr en á 30 mín. að þeir jöfnuðu, og var þar að verki Sigþór Ómarsson eftir að Jón Lárusson hafði skotið í þver- slá. Sigþór bætti síðan öðru marki við nokkrum mín. síðar og það urðu úrslit leiksins tvö mörk gegn einu þór í hag. Þórsarar börðust vel í leiknum og var þar fyrst og fremst dugnaði þeirra að þakka að Þór vann. Keppnin í annarri deild er nú mjög jöfn, en þó virðast KR-ingar greinilega bestir, en hverjir eru í öðru sæti er erfitt að spá um. Þar koma mörg lið til greina, og enn- þá getur allt gerst. Húsvíkingar virðast nú vera að ná sér á strik, en þeir unnu á föstudagskvöldið Hauka, en Haukar unnu Þór um síðustu helgi eins og menn muna. BJÖm Vtklngsson volprwit 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.