Dagur - 21.06.1978, Blaðsíða 6

Dagur - 21.06.1978, Blaðsíða 6
| Akureyringar - Nærsveitar- menn. Landsmót Hvíta- sunnumanna, verður haldið á Akureyri dagana 27. júní til 2. júlí 1978 að báðum dögum meðtöldum. Opinberar sam- komur verða á hverju kvöldi kl. 20.30 í stóru upphituðu tjaldi, sefn reist verður við Þórunnarstræti gegnt lög- reglustöð bæjarins. Margir ræðumenn, bæði innlendir og erlendir. Mikill og fjölbreyttur söngur. Góð tónlist. Allir hjartanlega velkomnir. ! Vottar Jehóva. Samkoma verður haldin sunnudaginn 25. júní kl. 16 að Þingvallastræti 14. Ræðuefni: Ert þú vís eða fávís um nærveru Krists? Fíladelfía Lundargötu 12. Al- menn samkoma sunnudaginn 25. júní kl. 20.30. Gestir taka þátt í samkomunni með söng og tali. Allir hjartanlega vel- komnir. Fíladelfía Brúðkaup. Þann 17. júní voru gefin saman í hjónaband í Minjasafnskirkju brúðhjónin ungfrú Sigrún Geirsdóttir og Sigurður Ómar Jakobsson verkamaður. Heimili þeirra er Brekkugata 12, Akureyri. — Þann 17. júní voru gefin sam- an í hjónaband í Minjasafns- kirkju brúðhjónin ungfrú Þóra Ragnheiður Þórðardóttir og Bergur Steingrímsson verkfræðingur. Heimili þeirra erað Beykilundi 16, Akureyri. St. Georgsgildið Landsþingið j verður sett við Hvammstanga | laugardaginn 1. júlí kl. 5 e.h. Þátttaka tilkynnist í símum 24225 og 22738 fyrir 25. júní. Tökum bömin með. Stiómin. □ RÚN 59786247 - Frl. H & V Messað í Akureyrarkirkju n.k.sunnudag kl. 11 f.h. Sálm- ar: 36, 369, 182, 54, 32. - P.S. Kristinboðshúsið Zíon: Bæjar- búar takið sftir, laugardaginn 24. júní kl. 20,30 verður kveðjusamkoma fyrir kristin- 'boðana Skúla Svavarsson og fjölskyldu, sem er á förum til Kenya. Komið nú og látið blessunaróskir ykkar fylgja þeim til hins erfiða starfs. Tekið á móti gjöfum til krist- inboðsins. Allir hjartanlega velkomnir. Ferðafélag Akureyrar. Um holt | og heiðar. Stöng-Engidal- ur-Svartarkot. Grænavatn^ á laugardag 24. júní brottför kl. 18. Gönguferð um Hvanna- dali og Héðinsfjörð 23.-25. júní. Kvenfélagskonur Baldursbrá. Munið skemmtiferðina n.k. laugardag 24. júní. Farið verður kl. 1 e.h. frá veganesti Glerárhverfi. Látið skrá ykkur sem fyrst í símum 24488 og 22773 fyrir föstudag. Stjómin. AUGLYSIÐ í DEGI Skapti Áskelsson - sjötugur Skapti Áskelsson er sjötugur í dag - þriðjudag. Hann stofnaði ásamt fleirum Slippstöðina h/f og var framkvæmdastjóri fyrir- tækisins um árabiL Skapti rek- ur nú byggingarvöruverslun, sem ber nafn hans. Blaðið árnar Skapta heilla á þessum tímamótum. 'ORÐDjÍQSm 'SlNII Börnin og umhverfið Sameinuðu þjóðirnar helga hvert ár einhverju sérstöku málefni og er þess skemmst að minn- ast að árið 1976 var kvennaár. Árið 1978 verður helgað málefnum barna og í því tilefni hefur Kvenfélagasam- band íslands sett upp sýningu er ber nafnið „Börnin og umhverfið.“ Sýning þessi verður í anddyri Iðnskólans dag- ana 22. og 23. júní kl. 14 til 22 báða dagana. Félagsmálastofnun Ak- ureyrar tekur þátt í sýn- ingunni og sýnir þroskaleikföng Gulla- safnsins. Auglýslng i Degi BORGAR SIG Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi JÓN GUÐMUNDSSON, Munkaþverárstræti 27, Akureyri, er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. júní s.l. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. júní kl. 13.30 Fyrir hönd vandamanna, Þórhildur Jónsdóttir, Ásgrímur Garibaldason. KOSNINGASKRIFSTOFA i r.\ framsóknarflokksinsaH >1 HAFNARSTRÆTI 90 SÍMI 21180. 21510 OG 21512 verður framvegis opin frá 13-19 alla virka daga. Kjörskrá liggur frammi og er stuðningsfólk Framsóknarflokksins hvatt til að líta inn og ganga úr skugga um að það sé á kjörskrá. Kosninga- sjóður hefur verið stofnaður og er þeim sem áhuga hafa á að styrkja hann bént á að hafa samband við skrifstofuna. Frambjóðendur verða til viðtals á skrif- stofunni alla virka daga milli 17 og 19. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er hvatt til að mæta á skrifstofunni og taka virkan þátt í kosningarstarfinu. Sjómenn styðja Pétur Pétur Björnsson. Á sunnudaginn kemur göngum við til tvísýnna kosninga. Þá velj- um við okkur fulltrúa til setu á Alþingi næsta kjörtímabil. 1 þessu sambandi er margs að gæta. Við, sjómenn erum örugglega lang- stærsta stétt þjóðfélagsins, sem eigum engan fulltrúa á Alþingi, beint úr okkar röðum. Þetta tel ég óviðunandi ástand fyrir sjávar- plássin hér í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Þess vegna vil ég vekja sérstaka athyggli á, að fjórði maður á B-listanum er Pétur Bjömsson, stýrimaður á Raufarhöfn. Haldi Framsóknarflokkurinn þrem þingsætum hér í kjördæminu að kosningum loknum, verður Pétur Bjömsson, fyrsti varamaður þriggja þingmanna, og mun þá sitja á Alþingi meira eða minna. Pétur hefur, auk þess að vera stýrimaður, nýlokið námi í út- gerðartækni. Hann er því mjög kunnugur sjávarútvegsmálum í heild. Það dylst engum, að á sviði sjávarútvegs í þessu kjördæmi, hafa orðið gífurlegar breytingar nú síðustu ár. Bátaflotinn hefur algerlega verið endumýjaður í flestum verstöðvunum, fiskiðn- aðurinn bættur, hafnarskilyrði hafa batnað til muna og einnig hafa fjórtán skuttogarar bæst við flotann á síðustu sjö árum. Framganga þessara mála hefur að langmestu leyti hvílt á þing- mönnum Framsóknarflokksins. Ég tel því, að það sé mikilvægt fyrir þingmenn Framsóknar- flokksins, að fá til liðs við sig, ungan mann, beint úr röðum sjó- manna. Ég skora á alla sjómenn í kjör- dæminu, að kjósa B-listann á sunnudaguinn kemur og stuðla þannig að áframhaldandi upp- byggingu sjávarútvegsins. Aðalgeir Olgeirsson sjómaður, Húsavík. Framsóknarmenn Á fimmtudagskvöldið klukkan 8.30 verður fundur fulitrúaráðs Framsóknarféiags Akur- eyrar, varamanna og nefnda í Hafnarstræti 90. Þingmenn mæta og óskað er eftir sem flestum öðrum áhugamönnum til skrafs og ráðagerða vegna alþingiskosninganna. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.