Dagur - 16.08.1978, Síða 8
DAGUR
Akureyri, miövikudagur 16. ágúst 1978
ÞJÓNUSTA
FYRIR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULUKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
Við svörum gagnrýni
með öflugu starffi
„Æfingar á fyrsta verk-
efninu hefjast 21. ágúst.
Það er: „Þess vegna
skiljum við“, eftir Guð-
mund Kamban,“ sagði
Oddur Björnsson nýráð-
inn leikhússtjóri Leikfél-
ags Akureyrar í samtali
við Dag.
„Við höfum lagt á það áherslu
að verkefnaval leikhússins væri
fjölbreytt og mánnskapurinn
verði vel nýttur. Þá verðum við
með leiklistarnámskeið fyrir
áhugamenn, þannig að það verð-
ur mikið líf í tuskunum.
Strax að lokinni fyrstu frum-
sýningu í október, verða hafnar
æfingar á Skugga-Sveini. Það
leikrit ætlum við sem fjöl-
skyldu-leikrit, því það hefur of
mikið verið gert af því undanfarin
ár, að flytja inn ævintýri, en við
- segir Oddur
Björnsson
nýráðinn
leikhússtjóri
viljum reyna að breyta því aðeins
núna.“
Og nú er búið að ráða sex leik-
ara?
„Já, við teljum þetta ákaflega
sterkan hóp. Leikararnir eru á
ýmsum aldri, þannig það þeir
ættu að nýtast vel. Annars þarf
ekki að kynna þessa leikara fyrir
Akureyringum, þeir þekkja þá
alla af góðu. Það bætist þarna nýr
maður inn í hópinn, Viðar Egg-
ertsson, sem er ákaflega efnilegur
leikhúsmaður og Akureyringur
þar að auki.“
Nú hafa orðið nokkur blaða-
skrif um málefni LA ?
„Okkur er ljóst að mikið starf
er framundan, og þar má ekkert
gefa eftir. Ég álít að blaðaskrifin
hafa stafað af fljótræði og þau
voru alltof neikvæð. Ég las um
þessi mál í Vísi, þegar ég var að
koma norður í flugvélinni, og þar
voru alls kyns rangfærslur, tíma-
skekkjur og svo frv. Svona nei-
kvæðum skrifum teljum við ekki
vert að svara með öðru en dug-
miklu starfi", sagði hinn nýráðni
leikhússtjóri að lokum.
Hlaut f jársekt og fangelsisdóm
Á laugardag kom varðskip til Akureyrar með norska hrefnubátinn Andfjord, en hann
var tekinn að ólöglegum hrefnuveiðum á Skagagrunni og að sögn talsmanna Land-
helgisgæslunnar munu skipverjar hafa skotið eina hrefnu. Dæmt var í málinu á
sunnudag og var skipstjórinn dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt og auk þess
hlaut hann 45 daga fangelsisdóm. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk, en verðmæti
hvorutveggja nemur 1,5 milljón króna. mynd:áþ
Hljómsveitir Tónlistarskóians
heimsækja vinabæi Akureyrar
Um mánaðamótin munu hljóm-
sveitir Tónlistarskólans fara í
hljómleika- og kynningarferð til
vinabæja Akureyrar í Noregi og
Danmörku. Verða þar m.a. heim-
sóttir • tónlistarskólar bæjanna og
tekið þátt í samlcik með nemendum
þeirra. Undirbúningur ferðarinnar
hefur nú staðið í tæpt ár og hafa
meðlimir hljómsveitanna, aðstand-
endur þeirra og kennarar Tónlist-
arskólans lagt á sig mikla vinnu til
að allt mætti takast sem best.
Til þess að kynna bæjarbúum
starfið og um leið til að afla fjár í
ferðasjóð ætla hljómsveitirnar að
efna til tónleika í Akureyrarkirkju
n.k. fimmtudag og mánudag. Báðir
tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á
þeim fyrri kemur einkum fram
lúðrasveit skólans ásamt einleikur-
um á trompet og blokkflautur með
strengjaundirleik og á seinni tón-
leikunum verður blönduð sveit og
strengjasveit. Auk þess verður org-
elleikur á báðum tónleikunum. Á
efnisskránum eru sígild verk, létt
tónlist, íslensk og erlend þjóðlög
svo eitthvað sé nefnt. Bæjarbúar og
gestir eru hvattir til að mæta og
kynna sér hið viðamikla starf Tón-
listarskólans.
Þátttakendur í ferðinnl komu saman í Laugaborg um sl. helgi. Hér má sjá Magnús Kristinsson, kennara, að fræða
þá um hvernig best sé að haga sér í útlandinu. Mynd: á. þ,
0 lllt er að
mætast á
mjórri brú
Hin gamla víkingslund og
frekja hefur ekki látið deigan
síga í aldanna rás og má
og menn ræddu í ákafa hvor
ökumannanna ætti að gefa
sig og að lokum ákvað kapp-
akstursmaðurinn að „lúffa“,
en ekki var hann hýr á sviplnn
og er andstæðingurinn ók
framhjá fékk hann safn
ókvæðisorða í vegarnesti.
finna merki hvorutveggja á
degi hverjum og þá sérstak-
lega í umferðinni. Þær virðast
menn fá útrás fyrir þær hvatir aSjfe Co|arnj
sem forfeður okkar hafa verið ™
dýrkaðir fyrir. vantar
Seint sl. laugardagskvöld
nálguðust tveir bílar eina Listigarður okkar Akureyr-
Eyjafjarðarárbrúna - sinn úr inga er stór og gefur tilefni til
hvorri áttinni og þegar sá þess að vera skoðaður lengi.
sem stefndi austur á bóginn Margir ferðamenn sækja
varð þess var að hann yrði að staðinn heim og er han við-
bíða ef haidið væri áfram á frægur um allt land, og jafn-
löglegum hraða var hann vel utan landsteina. Þar.
aukinn og bíllinn hentist upp má finna sjaldgæfar plöntur
á brúna - og sjá - þar var hinn viðs vegar að úr heiminum,
bíllinn fyrir og munaðí frá Grænlandi sem Himalaja-
minnstu að bílarnir rækjust fjöllum.
saman, nokkuð sem hefði Því miður vantar i Listi-
þótt fréttamatur. Eins og garðlnn nokkra þjónustu við
sauðþráar rollur í réttum alla þá ferðamenn sem heim-
neituðu ökumennirnir að sækja staðinn. Þarna þurfa
gefa sig, tóku um stýrin svo að vera salerni og önnur
hnúarnir hvítnuðu og biðu. hreinlætlsaðstaða og eru
Brátt safnaðist saman dálag- viðkomandi yfirvöld hvött til
legur floti bíla við brúar- <að bæta úr þessu hið snar-
sporðana, mikið var flautað asta.
Níu vistmenn Sólborgar húsnæðislausir
Sumarið 1975 festi Vistheimilið
Sólborg kaup á húseign að Oddeyr-
argötu 32 hér á Akureyri. Þá um
haustið hófst þar rekstur fjöl-
skylduheimiiis fyrir hluta af vist-
mönnum Sólborgar, og um leið var
hafinn nýr þáttur i starfsemi stofn-
unarinnar. Rekstur fjölskylduheim-
ilis fyrír vangefna var þá nýmæli
héríendis, en vfða í nágrannalönd-
um okkar, sérstaklega á Norður-
löndunum, hafði þegar fengist mjög
góð reynsla af starfrækslu slíkra
heimila.
Það er nú almennt viðurkennt,
að þessi lausn á vistunarvanda
vangefinna sé mun eðlilegri og
æskilegri, en vistun á stórum stofn-
unum. Kemur þar margt til. I fyrsta
lagi verða einstaklingunum búin
skilyrði til uppeldis og mótunar
sem líkjast mjög þeim kjörum sem
hinn almenni þegn í samfélaginu
nýtur. Tengsl einstaklinganna
verða um leið nánari og þeim veit-
ist sú öryggiskennd, sem því fylgir
að tilheyra smærri heild. En það er
eitt af grundvallarskilyrðum eðli-
legs þroska og persónuleikaþróun-
ar. í öðru lagi ætti nærvera þessa
fólks að stuðla að jákvæðri afstöðu
almennings til þeirra, sem af-
brigðilegir teljast.
Sú reynsla, sem fengist hefur af
rekstri fjölskylduheimilis Sólborg-
ar, er mjög jákvæð.
I Ijósi þess ákvað stjóm Sólborg-
ar að auka þessa starfsemi og hefur
þess vegna seit húseign sína að
Oddeyrargötu 32, en í hennar stað
voru keyptar íbúðir í fjölbýlishúsi,
sem nú er í byggingu. Þær íbúðir
verða þó ekki tilbúnar fyrr en næsta
sumar. Til að brúa bilið þangað til
var ætlunin að taka á leigu húsnæði
til þessarar starfsemi, en ítrekaðar
tilraunir í þá átt hafa enganárangur
borið. 9 vistmenn Sólborgar era því
húsnæðislausir og algjört neyðar-
ástand framundan ef ekki tekst að
fá handa þeim húsnæði nú þegar.
Þeir vistmenn, sem hér um ræðir
eru allir mjög vel sjálfbjarga og
þægilegir í umgengni.
Sumir þeirra sækja vinnu út í bæ
og aðrir sækja skóla að Sólborg og
dveljast þar hluta dagsins.
Stjóm Visth. Sólborgar leyfir sér
að koma þeirri ósk á framfæri við
þá sem e.t.v. hafa yfir að ráða hús-
næði til leigu að þeir hafi samband
við framkvæmdastjóra heimilisins
Bjarna Kristjánsson í síma 21757
eða forstöðumann, Þormóð Svaf-
arsson í síma 21754.
Jafnframt óskar stjórnin eftir að
komast í samband við fjölskyldur
eða einstaklinga sem gætu hugsan-
lega tekið vistmenn í einkafóstur og
vekur um leið athygli þeirra, sem
búa í stóru húsnæði á þeim mögu-
leika að leigja þessu fólki herbergi
og skapa sjálfu sér um leið atvinnu
við eftirlit og umsjón þess.
Vakin er athygli á auglýsingu er
birtist annars staðar í blaðinu.