Dagur - 08.10.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 08.10.1978, Blaðsíða 1
/Fhjfc/. TRÚLOFUNAR- HRINGAR W&föl&sL AFGREIDDIR SAMDÆGURS DAGIJR nanpU /-V GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXI. árg. Akureyri, föstudagur 6. október 1978 59. tölublað Vísitala byggingar- kostnaðar Hagstofan hefur reiknað : vísitölu byggingarkostn- M aðar eftir verðlagi í fyrri : hluta sept. 1978 og reyn- ist hún vera 240,08 stig, sem lækkar í 240 stig (október 1975 = 100). Gildir þessi vísitala á timabilinu október L ' desember 1978. Sam- • svarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 4767 stig og gildir hún einnig > á tímabilinu október - desember 1978, þ.e. til viðmiðunar við vísitölur á eldra grunni (1. októ- ber 1955 = 100). Samsvarandi vísitölur reiknaðar eftir verðlagi í fyrri hluta júní 1978 og með gildistíma júlí - september 1978 voru 217 stig og 4318 stig. Hækk- un frá júní til september 1978 er 10,6%. ★ Kirkjukór Húsavíkur Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn frú Sigríðar Schiöth í Frey- vangi 8. október klukkan 2 e.h. Söngskráin er fjöl- breytt og meðal annars syngur kórinn tvo kóra úr Alþingishátíðarkant- ötu Björgvins Guð- mundssonar, sem margir kannast við. Einsöngv- arar eru Hólmfríður Benediktsdóttir og Ingv- ar Þórarinsson, en und- irleikari er Katrín Sig- urðardóttir. ★ Togararnir Kaldbakur landaði 25. september 136 tonnum. Skiptaverðmæti 15 milljónir króna. Svalbakur landaði 154 tonnum á miðvikudag- inn. Harðbakur landaði 28. sept. 180 tonnum. Skiptaverðmæti 14,6 millj. Sléttbakur landaði tæpum 40 tonnum í Hrísey en síðan 142 tonnum á Akureyri. Skiptaverðmæti 14,1 IEé ■ millj. króna. Sólbakur landaði 27. . sept. 30 tonnum. Skipta- verðmæti 3,9 milljónir. Hann liggur nú bilaður í höfn. Lundarskóli OPNAÐUR ALMENNINGI TIL AFNOTA „Hugmyndin er sú að nýta kjallara skólans fyrir félagsað- stöðu. Annars vegar fyrir skól- ann og hins vegar fyrir hverfið sem skólinn er í. Við höfum hér stórt herbergi, sem m.a. er nýtt fyrir íþróttir yngstu barnanna, en einnig fá þar inni lyftingar- menn, karate og borðtennis. Þá höfum við samkomusal sem gæti rúmað um 100 manns og yrði hann til afnota fyrir hverfið þegar skólinn þarf ekki á honum að halda.“ Þannig komst Hörður Ólafsson, skólastj. Lundarskóla, að orði um kjallars skólans, en innan tíðar verður tekin ákvörðun um hvernig hann geti sem best þjónað bæjar- búum og þá sérstaklega íbúum hverfisins. Kjallarinn er í nýrri álmu og þar eru einnig tvö her- bergi, sem gætu orðið aðsetur ein- hverra félaga í náinni framtíð. I salnum er t.d. leiksvið, góðar geymslur fyrir leiktjöld og bún- ingsherbergi. Salurinn hefur sér- stakan inngang og er verið að vinna við hann þessa dagana. Það leikur enginn vafi á að íbúar Lunda- hverfisins hafa þarna fengið ákjós- anlegt húsnæði fyrir ýmiskonar fé- lagsstarfsemi. Það skal ítrekað að eftir er að skipuleggja hugsanlega starfsemi, en menn eru bjartsýnir á að fljótlega verði tekin ákvörðun um nýtingu hússins. Á daginn er salurinn notaður sem kennslustofa. Mynd: á.þ. VISTHEIMILIÐ SÓLBORG TEKUR SJÚKRADEILD I NOTKUN í mánuðinum verður nýtt hús tekið í notkun á Vistheimilinu Sólborg. Þetta er sjúkradeild sem mun rúma um 20 vist- menn. Byggingarframkvæmdir hófust haustið 1974 og er hús- iö um 500 fermetrar á stærð. „Þegar við getum flutt í nýja partinn verður hafist handa við að breyta gamla húsinu, á þann veg að það henti betur fyrir þá einstaklinga sem eftir verða, sagði Bjarni Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Sólborgar. „Þetta er fyrst og fremst gert með það fyrir augum að bæta aðstöðu þeirra sem þegar eru vistmenn á Sólborg og því verður' ekki um fjölgun að ræða.“ Á sjúkradeildinni verða þeir einstaklingar sem þurfa hvað mesta umönnun og verður því hægt, eftir flutninginn, að skipta vistmönnunum niður í hæfilega hópa þannig að öll meðferð verður miklu auðveldari. Sjúkra- deildinni er skipt í tvær jafnstórar einingar. Smíðar vatnsvélar og gangráða Afhendir innan skamms stærstu vatnsvélina sem smíðuð hefur verið hér á landi Jón Sigurgeirsson í Árteigi í vött þegar þessi stöð er komin upp. Kinn, mikill hugvits-og hag- Þessar stöðvar eru víða um land og ég hef sett þær flestar niður." Sú stöð, sem Jón Sigurgeirsson er nú að afgreiða, fer í virkjun á Húsafelli til Kristleifs Þorsteins- sonar. Hann hefur rafmagn frá samveitu. Það er Kiðá, sem virkjuð leiksmaður og sjálfmenntaður, hefur lokið smíði á túrbínu eða vatnsvél sem mun sú stærsta, sem smíðuð hefur verið hér á landi. Þegar blaðið hafði af þessu spurnir, leitaði það frétta hjá hagleiksmanninum sjálfum. Sagði hann smíðinni lokið og yrði túrbínan einhvern næsta dag flutt á bíl til Suðurlands. En hún á að fara að Húsafelli. Jón í Ártegi er búinn að smíða margar vatnvélarnar um dagana og sjálfur hefur hann sett flestar þeirra niður, en hann segist ekki alveg muna hvað margar þær séu. Hann sagði ennfremur: „En ég var að þenkja um það um daginn, út af fréttum í sambandi við Kröflu og þá ber maður sig saman við stóran aðila, að ég mundi vera búinn að virkja í upp- settu afli, samtals rúmlega eitt megavatt eða meira en 1000 kíló- verður og þar er búið að byggja stöðvarhúsið. Túrbínan á að geta framleitt 160-170 kílóvött og er mikil maskina, því fallið í ánni er ekki nema fjórir metrar og vatnið fimm teningsmetrar. Vélin verður því að vera stór, enda mun hún vera 2-3 tonn að þyngd og það hefur tekið meira en ár að smíða hana. En það eru ekki aðeins vatnsvél- arnar, sem Jón í Árteigi hefur smíðað, heldur hefur hann einnig smíðað við þær gangráða eða (Framhald á bls. 7). Nýr bát- urtil Dalvíkur Dalvík 4. október. Hér á Dalvík verður 16 þús. fjár slátrað og er sláturtíð hálfn- uð. Við tökum fé úr Ólafs- firði, Svarfaðardal, Dalvík og Árskógsströnd, og það reyn- ist vænt að þessu sinni. Með- alvigtin liggur ekki fyrir enn- þá, því lógað er í tveim um- ferðum. Við sláturhúsið vinna 45 manns en slátur- hússtjóri er Kristinn Guð- laugsson. í byrjun nóventber hefst stórgripaslátrunin. Ekki fækka bændur sauðfé hér um slóðir og ær eru jafnvel keyptar úr öðrum sveitum á 13 þús. krónur stykkið. hef ég heyrt og þykir mér verðið lágt. Framkvæmdir í svcitum cru með minnsta móti: Ástæður eru einkum þær, að þegar er orðið mjög vel byggt víðast hvar og svo hitt, að lánsfjárskorturinn er tilfinnanlegur. Hingað er kominn nýkeyplur 55 tonna stálbátur frá Keflavík. Eigandinn er Stefán Stefánsson útgerðarmaður og mun gera bátinn út á net til að byrja með. Atvinna er og hefur verið mjög góð I sumar og haust. K.Ó. Reykingabann í leigubifreiðum Jón Sigurgeirsson í Arteigi. Heilbrígðisráðherra hefur bannað reykingar í leigubif- reiðum frá og með 1. október sl. Áttu leigubílstjórar sjálfir frumkvæði að þessu, en mis- jafnlega hefur gengið að framfylgja þessu ákvæði, þar sem það hefur verið reynt. Heilbrigðisráðherra hefur haft við orð að ganga lengra á þessari braut og er það vel.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.