Dagur - 08.10.1978, Blaðsíða 8
DAGXJR
Akureyri, föstudagur 6. október 1978
Flugvél Flugfélags Norðurlands á flugvellinum á Siglufirði. Jónas Finnbogason ræðir við Gunnar Karlsson
flugstjóra. Myndináþ.
Hafið áætlunarflug
milli Siglufjarðar
- Akureyrar .m...
Á þriðjudaginn hóf Flugféiag
Norðuriands regiubundið
áætiunarflug til Siglufjarðar.
Fram tii 30. apríl verður flogið
þrisvar í viku til Siglufjarðar
frá Akureyri, nánar tiltekið á
þriðjudögum, fimmtudögum
og sunnudögum. Brottför frá
Akureyri er kl. 13.20 framan-
taida daga og er flugtíminn til
Siglufjarðar aðeins tæp hálf
klukkustund. Ferðirnar verða í
tengslum við áætlun Flugleiða.
Flugfélag Norðurlands hélt
uppi áætlunarflugi til Siglu-
fjarðar fyrir tveimur árum og
notaði þá litla vél, en nú verður
notuð Twin Otter vél sem tek-
ur 19 farþega og er Siglfirð-
ingum að góðu kunn.
„Þetta er tilraun og við ætlum
að hafa hana eins myndarlega
eins og við geturn," sagði Sigurð-
ur Aðalsteinsson, framkvæmda-
stjóri Flugféíags Norðurlands, í
ávarpi er hann flutti við komuna
til Siglufjarðar. „Ef vel géngur í
vetur getur hér orðið um heils árs
þjónustu að ræða, en fyrst um
sinn hugsum við um komandi
vetur."
Gamlir formenn töldu það
boða illt ef vel fiskaðist í fyrstu
veiðiferðinni og ef þessi gamla trú
er heimfærð upp á Flugfélag
Norðurlands, mun starfsemin ef-
laust ganga vel í vetur og næstu
ár, því einn farþegi kom um borð
á Siglufirði og vélin flutti einnig
einn pakka og eitt bréf. »
Vonir standa til að innan tíðar
verði hægt að bjóða upp á reglu-
bundið flug milli Akureyrar,
Hríseyjar, Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar, en vellirnir á þessum
stöðum þurfa ekki mikilla lag-
færinga við til að svo megi verða.
Efalítið verður mið tekið af áætl-
uninni Akureyri - Siglufjörður -
Akureyri.
Bogi Sigurbjörnsson, skattendur-
skoðandi.
Mikil sam-
göngubót
„Það er tvímælalaust mikil
samgöngubót fyrir Siglfirð-
inga að Flugfélag Norðurlands
hefur tekið upp áætlunarflug
hingað,“ sagði Bogi Sigur-
björnsson, skattendurskoð-
andi, á Siglufirði. „Við gerum
ráð fyrir því að þetta sé ein-
ungis aukning við það sem fyr-
(Framhald á bls. 7).
% Nefndog
samstarfs-
nefnd
Iðnaðarráðherra hefur skip-
að níu manna samstarfs-
nefnd til að móta heildar-
stefnu í iðnaðí... sjávarút-
vegsráðuneytið hefur skipað
samstarfsnefnd til að kanna
svæðisbundin vandamál
fiskvinnslufyrirtækja . . .
komið hefur verið á fót rann-
sóknarhóp í verðiagsmálum.
Menn eru að velta því fyrir
sér, hvers vegna þetta eru
ekki kallaðar nefndir eins og
venja hefur verið. Hvað er
samstarfshópur, sem skip-
aður er af stjórnvöldum til
ákveðinna verka, annað en
nefnd, meira að segja launuð
nefnd? Nýju flóði af nefndum
er ýtt úr vör undir nýju nafni.
0 Löggæsla
og sjúkra-
flutningar
Nýlega skipaði dómsmála-
ráðuneytið svo fyrir að lög-
gæslan hefði ekki lengur af-
skipti af sjúkraflutningum
nema í neyðartiivikum og
hafa sveitarstjórnarmenn
víða komist i vanda af þess-
um sökum, þar sem þau,
ásamt Rauða Krossinum og
löggæslunni hafa annast
flutninga sjúks fólks til þessa
og víðast gengið vel.
% Ostarog
smjör fyrir
5,6 milljarða
Fyrir einum mánuði voru tíl
1300 tonn af smjöri í landinu
og 1400 tonn af ostum, sam-
kvæmt upplýsingum Sam-
bandsfrétta. Svarar þetta til
ársneyslu og að verðmæti
samanlagt 5,6 mllljarðár
króna. í sömu fréttum segir,
að eftir verðbreytingu á
smjöri 11. sept. hafi salan
aukist um 20% og líklegt sé,
að mjög gangf á þessar
birgðir í vetur. Eftirspurn eftir
óðalsostí hefur aukist mjög í
Bandaríkjunum, og er meiri
en hægt er að fullnægja.
% Konur
í skæru-
hernaði
Kona ein úr Glerárhverfi kom
nýlega að máli við bfaðið og
kvartaði undan vondri lykt frá
Krossanesverksmiðju, og
hafa fleiri gert. Hún var ekiki
ánægð viö bæjaryfirvöld yfir
því, að gera ekkert í málinu,
og ætla jafnvel að auka til
muna bræðsluna og þá um
leið fýluna. Taldi hún, að
konur í Glerárhverfi myndu
ekki una því þegjandi, að ekki
væri á þær hlustað og héldi
svo fram, væri ekki annað til
ráða en skæruhernaður af
einhverju tagi!
Allir kálfar eru dilkar
Hrísey 4. október. Nú er
bræla og allir í landi. Snurvoða-
bátarnir hafa reytt svolítið óg
Fontur losaði hérna um 30 tonn
í gær. Dagvinna hefur verið
stöðug þótt Snæfellið sé frá
veiðum um tíma. Trillurnar hafa
ekkert komist á sjó að undan-
förnu vegna ógæfta.
Nú stendur sláturtíðin yfir, þótt
engu sé slátrað hér. En húsmæður
halda gömlum sið og kaupa sér
slátur til vetrarins, flytja til eyjar-
innar og sjóða og matbúa. Enginn
matur fæst ódýrari né betri. Mér er
tjáð, að það kosti ekki nema um
150 krónum meira að kaupa heil
slátur, en eina lifur í smásölu.
Ferðalög aukast með
bættum samgöngum
— segir bæjarstjórinn á Siglufirði
Sigurður Finnbogason, útgerðar-
maður, var fyrsti farþeginn. Hér
tekur hann á móti farmiðanum.
„Við erum að sjálfsögðu
ánægðir með þennan áfanga.
Þetta er það sem hefur oft á
tíðum vantað. Ferðir til Akur-
eyrar eru oft erfiðar og þá sér-
staklega á veturna þegar Lág-
heiðin er lokuð. Það tekur þá
um fjórar klukkustundir að
komast þangað á bíl og það eru
ekki allir sem treysta sér til að
fara með Drangi,“ sagði
Bjarni Þór Jónsson, bæjar-
stjóri á Siglufirði, en hann var
einn af mörgum sem komu út á
flugvöllinn á Siglufirði, til að
fagna komu vélarinnar. „Flug-
félag Norðurlands mun eflaust
ekki taka neina farþega frá
Drangi eða Vængjum. Reynsl-
an er sú, að þegar samgöngur
batna og aukast verða ferðalög
fólks tíðari.“
Bjarni sagði að Siglfirðingar
væru örlítið uggandi um að sam-
runi Vængja og Flugleiða yrði að
veruleika og um leið yrði sam-
keppnin í þeirri mynd sem hún er
í dag búin að vera. M.ö.o. að
þegar fram í sækir yrði flug
Vængja til Siglufjarðar lagt niður.
En þessi mál eru öll í deiglunni og
ennþá lítil ástæða til að örvænta.
„Meðan þetta þýðir aukna þjón-
ustu erum við að sjálfsögðu fegn-
ir,“ sagði Bjarni að lokum.
Slátur er afbragðsgóð matvara
og menn þykjast jafnvel finna mun
á sér þegar þeir neyta þess.
Nú eru kýrnar á nautastöðinni
hér í Hrísey, að bera öðru sinni.
Alls er hópurinn um eða rúmlega
þrjátíu og óvíst að önnur hjörð
nautpenings sjáist fallegri, enda eru
allir kálfar dilkar og sjúga mæður
sínar. S.F.
Bátur
brennur
Klukkan tæplega þrjú á þriðju-
daginn, heyrði hafnarvörðurinn
á Akureyri, Björn Baldvinsson,
hjálparbeiðni báts er var norð-
austan við Hjalteyri. Þar hafði
eldur orðið laus og fór slökkvilið
þegar til Hjalteyrar. Bátur þessi,
Kópur SH 132, er 35 tonn og
gerður út frá Húsavík. Eigandi
hans er Hilmar Helgason og var
hann, ásamt ungum syni sínum
að koma frá Ólafsfirði og á leið
til Akureyrar.
Trillubátar frá Hjalteyri fóru að
bátnum, en Hilmar og sonur voru
þá komnir í björgunarbát. Trill-
urnar tóku mótorbátinn í slef, en
síðan kom Haförn frá Hrísey ogdró
hann til Hjalteyrar, þar sem
slökkvilið Akureyrar réði niður-
lögum eldsins.
Skemmdir urðu mjög miklar á
stýrishúsi, í vélarrúmi og káetum.