Dagur - 08.10.1978, Blaðsíða 7

Dagur - 08.10.1978, Blaðsíða 7
Nýkomið Töskur, hentugar til inn- kaupa og í vinnu. Pils, nýjar gerðir. Lúffur og fóðraðir skinn- hanskar. Markaðurinn Flauelsbuxur m/hliðarvösum stærðir 2-14 Ullarsokkabuxur fyrir dömur væntanlegir næstu daga Versl. Ásbyrgi Sauðfé ... (Framhald af bls. 5). Hvað um kollótta fjár- stofninn? Góðan árangur má fá með hreinræktun kollótta fjárstofnsins, en víða hefur hann blandast og er þá verr farið en heima setið því það hefur ekki gefið góðan árangur að blanda þessum stofnum. Sæðingarstöðvarnar hafa mótað sauðfjárstofninn mjög verulega og þar hefur tekist að fá mjög kyn- góða, hyrnta hrúta, en síður koll- ótta, svo að hafi kveðið. Kynbóta- hrútar austan úr Öxarfirði, sem fengnir voru fyrst á sæðingarstöð- ina hér, mótuðu stofninn mjög mikið og hafa gert síðan. Á hrúta- sýningunum hefur glögglega kom- ið í ljós, hve áhrif Þistilfjarðarhrút- anna eru sterk. Sauðfjárfjöldi og ofbeit? Sauðfé hefur verið að fjölga undanfarin ár, en því mun nú fara fækkandi, sagði héraðsráðunaut- urinn. Til þess bendir verulegt framboð af ám nú í haust. Þær munu seldar á 15 þúsund krónur, en dilkar ættu að leggja sig á 18 þúsund krónur. Fyrrum hélst þetta verð nokkuð í hendur, en verð á ám skapast af framboði og eftirspurn. Um ofbeit er varla að ræða, - nema þá á takmörkuðum svæðum, svo sem í Hrafnagilshreppi og Saurbæjarhreppi. Þar hefur það komið í ljós, að á bæjum þar sem sauðfé hefur fækkað verulega af einhverjum ástæðum, eykst fall- þungi dilka. Sýnist manni, að þar hafi jaðrað við ofbeit en tæplega annars staðar. I fyrra fækkaði fé dálítið á þessu svæði og nú kemur það fram í haust, að féð er vænna en áður. Úthagarnir eru viðkvæmir fyrir beit á vorin og má eflaust koma í veg fyrir ofbeitina að verulegu leyti með því að nota ræktað land enn- meira til beitar bæði haust og vor, en það tíðkast nú í æ ríkara mæli, og auk þess er vetrarbeitin úr sög- unni. En i há-gróandanum að sumrinu mun vart um ofbeit að ræða í búfjárhögum, e.t.v. hvergi á landinu. Varhugavert mun á þessu svæði að fjölga fénu, því hér er ekki um veruleg afréttarlönd að ræða og ekki upp á neitt að hlaupa í því efni. Blaðið þakkar ráðunautunum svörin. Bridgefélag Akureyrar Þriggja kvölda Akureyrarmót í tvímenningi hefst þriðjudaginn 10. október í Félagsborg kl. 20. Þátt- taka tilkynnist stjórninni fyrir mánudag. Til söiu Raðhúsaíbúðir við Stapasíðu fbúöirnar eru 5 herbergja á tveimur hæðum, 115 ferm. netto og 142 ferm. brúttó. íbúðirnar seljast fokheldar og frágengnar að utan. Lóð frágengin og bílastæði malbikuð. Afhending- artími mars - apríl á næsta ári. Fast verð. Ýr hf. Gránufélagsgötu 45 Uppl. í símum 24606 og 24745 kl. 17-19 daglega. * K11oe»»KlS' sfoáau^' Krummi krunkar úti f einu af síðustu blöðum Dags er vikið all-hressilega að hrafninum. Skorar viðkomandi á yfirvöld þessa Smíðar vatnsvélar . . . (Framhald af bls. I). regulatora og gera ekki aðrir hér- lendis, svo blaðinu sé kunnugt. Jón Sigurgeirsson í Árteigi hefur, bæði í gamni og alvöru verið nefndur galdramaður, í sambandi við þau tæknilegu verkefni, sem hann hefur leyst á sviði rafvæðing- ará mörgum stöðum. Norður-Kinn liggur langt frá höfuðstöðvum æðstu verklegra mennta og ekki verður hún beinlínis talin í þjóð- braut þeirra strauma, sem þaðan má vænta. En bóndasonurinn og bóndinn í Árteigi hefur þó aflað sér þeirrar menntunar, sem til þess hefur dugað að leysa verkefni á auðveldari hátt en öðrum hefur tekist og á þann hátt að til galdra er jafnað. Samgöngubót. (Framhald af bls. 8). ir er og að beinar flugferðir til Reykjavíkur breytist ekki á nokkurn hátt þrátt fyrir þetta nýmæli.“ Flugleiðir hafa haft reglu- bundið flug til Sauðárkróks og hafa Siglfirðingar notfært sér það nokkuð og einnig hefur Flugfé- lagið Vængir haft ferðir milli Reykjavíkur og Siglufjarðar. En á jörðu niðri hafa ferðirnar ekki verið jafn tíðar og þægilegar. Drangur hefur fasta viðkomu á Siglufirði, en á veturna er ekki óalgegnt að heyra að vegir til Siglufjarðar séu ófærir. bæjar að láta hendur standa fram úr ermum og útrýma hrafninum. Sennilega samt orðið og seint að skjóta þennan í kirkjuturninum. Hefur greinarhöfundur aldrei lesið „Hrafnamóðurina“ eftir Davíð Stefánsson? Hrafninn er líka lifandi fugl og þar að auki miklu gáfaðri en önd en hann er ekki ætur, en það eru endur aftur á móti. Meira að segja mjög góðar. Þess vegna er sumu fólki betur við þær en hrafninn. Annars er þetta dálítið skrítið með hrafn- inn og öndina. Hrafn ræðst ekki á fullfríska önd, en hafi til dæmis verið búið að keyra yfir hana, gæti ég vel trúað krumma til að éta hana og að hrafninn fari upp úr þessu að leggja leið sína upp á Andapoll til fanga er eins og hver önnur vit- leysa. í nágrenni við mig búa tveir hrafnar á klöpp. Þeir koma á haustin og fara á vorin. Ég gef þeim rétt fyrir utan gluggann hjá mér og hef mikla ánægju af því að fylgjast með þeim og þeirra marg-breyti- lega atferli. Ég gef líka smáfulgun- um við hliðina á krumma og sam- býlið er gott. Krummi er nýlega kominn í klöppina til mín núna. Einhvers staðar hefur hann alið upp unga sína í sumar og ég hefði saknað hans mikið ef hann hefði ekki komið. Væri ekki ráðlegt að bíða með að útrýma hrafninum? Spes AUGLÝSIÐ í DEGI Styrktarfélag Vangefinna, kvennadeild. Fundur á Sól- borg miðvikudaginn 11. októ- ber kl. 20.30. Frá Golfklúbbi Akureyrar Bændaglíma verður haldin n.k. laugardag 7. okt. kl. 13.00. Eftir keppnina verður umræðufundur um vallarmál og kvikmyndasýning. Stjórnin Hrossasmölun í Saurbæjarhreppi er ákveðin laugardaginn 14. október, og eiga öll hross að vera kominn í Borg- arrétt kl. 2 e.h. Einnig eru bændur áminntir um aö koma öllu óskilahrossum úr heimahögum. Fjallskilastjóri Aðalfundur \ Framsóknarfélags Akureyrar verður haldin þriðju- daginn 10. október kl. 20.30 í Hafnarstræti 90. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing Framsókn- armanna í Norðurlandskjördæmi eystra sem haldió verður á Húsavík 28. og 29. október n.k. 3. Rekstur skrifstofu félags og kjördæmissam- bands. 4. Önnurmál. Stjórnin DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.