Dagur


Dagur - 23.11.1978, Qupperneq 7

Dagur - 23.11.1978, Qupperneq 7
VERÐSAMANBURÐUR I NÓVEMBER 1978 Vöruheiti Magn KEA Kjörb. Kaupfél. Kjörm. Hagkaup Hrísal. Bjarna verkam. KEA Hveiti 10 lbs. 700.00 844.00 764.00 630.00 749.00 Strásykur 2 kg. 263.00 343.00 296.00 261.00 ekki til Molasykur 1 — 229.00 284.00 246.00 114.00 ekki til Flórsykur 1/2 — 94.00 103.00 140.00 93.00 119.00 Borðsalt fínt 1 — 92.00 200.00 142.00 83.00 139.00 Sólgrjón 950 gr. 357.00 372.00 ekki til 322.00 289.00 Cocoa puffs 450.00 480.00 ekki til ekki til 315.00 Súpur Maggi pk. 156.00 211.00 147.00 180.00 - 175.00 Búðingur Royal 90 gr. 118.00 124.00 121.00 107.00 105.00 Matarkex Frón 400 — 265.00 283.00 248.00 239.00 235.00 Flatbrauð Korni 300 — 253.00 292.00 285.00 214.00 ekki til Paxo kryddrasp 160.00 152.00 ekki til 144.00 119.00 Nesquik 400 — 860.00 933.00 885.00 774.00 669.00 Epli rauð 1 kg. 427.00 473.00 560.00 385.00 398.00 Appelsínur 1 — 385.00 450.00 445.00 329.00 358.00 Sardínur K.J. 3/4 oz 198.00 208.00 250.00 179.00 185.00 Iva Þvottaduft 700 gr. 349.00 314.00 295.00 ekki til 275.00 Vex þvottaduft 3 kg. 1.385.00 ekki til ekki til 1.247.00 ekki til Handy Andy 13 oz 269.00 313.00 270.00 243.00 315.00 Lux handsápa 90 gr. 117.00 104.00 103.00 102.00 115.00 Bómull 100 — 167.00 191.00 ekki til 151.00 209.00 Frigg teppasjampo I Itr. 450.00 513.00 377.00 405.00 ekki til VEITINGASALA HÓTEL VARÐBORG ★ Kalt borð - Heitur matur Heilar sneiðar og snittur Sendum heim ★ Einstaklingar, (élög og fyrirtœkl Útvegum sali undir (undi, samkvæmi og ráöstefnur simi 22600 f pQTj Ý 7T“Í TT aam ee' 'M Aukinn jarðhiti á Keldunesbæjum OQ I G iástvlcki ~ sjónlína á milli Meiðavalla og Lyngáss 9 '-jwoiyivivi hefur tekið breytingum Allt er nú með kyrrum kjörum í Þingeyjarsýslu, eftir óróa þann á Kröflusvæðinu, sem þar varð á dögunum. Haraldur í Lyng- ási, Þórarinsson, sagði blað- inu, að hann áliti að nokkrar breytingar hefðu orðið á landi í Kelduhverfi. Til marks um það hefði sjónlína á milli Meiða- valla og Lyngás tekið breyt- ingum. Frá Meiðavöllum sjást húsin á Lyngási og munar það um 30-40 sentimetra og sýnir það óyggjandi breytingu. Hinsvegar hækkaði vatnsborð í gjánum hér, ekkert að þessu sinni, svo sem áður hefur orðið í kvikuhlaupum, sagði Haraldur. Kvikuhlaupið hefur e.t.v. farið norður á miklu dýpi, en þó hefur hiti mikið aukist á Keldunesbæj- um, án þess að það sé rannsakað sérstaklega þar sem áður var hiti. Ég kom í Gjástykki nokkrum S.V.F.I. á Akureyri... (Framhald af bls. 5). merkileg vél, því hún mun vera fyrsta sjúkravél á Islandi. Deildin hér hefur látið byggja tvö björgunarskýli, hið fyrra í Keflavík, austan Eyjafjarðar. Skýlið var byggt á Akureyri en flutt ósamansett með póstbátnum Drangi 27. júní árið 1951. Síðan var aftur farið 30. júní og húsið reist. Klukkan tvö næsta dag var svo húsið vígt af séra Birgi Snæ- bjömssyni og mun þetta hafa verið eitt af hans fyrstu prest- verkum. Skýlið á Öxnadalsheiði var byggt af Daníel Sigmundssyni á ísafirði og var það byggt í flekum, sem fluttir voru hingað, en Jón Sigurjónsson hafði umsjón með uppsetningu skýlisins. Þetta skýli var svo vígt 17. september 1967 af sóknarprestunum hér, séra Pétri Sigurgeirssyni og séra Birgi Snæ- bjömssyni og hlaut nafnið Sess- eljubúð. Eftir að nýi vegurinn var lagður yfir Öxnadalsheiði þótti nauð- synlegt að færa skýlið vegna breyttra aðstæðna. Var það flutt upp fyrir nýja veginn og nokkru vestar en áður. Það var gert 17. september 1977 og hittist svo skemmtilega á, að þá voru liðin nákvæmlega 10 ár frá því það hafði verið reist. Starfsmenn Vegagerðarinnar sáu um flutninginn fyrir okkur, ásamt Jóni Sigurjónssyni, en flutning á síma önnuðust starfs- menn Landsímans. Sérstök nefnd annast viðhald skýlisins fyrir okkur. Það er ánægjulegt að um- gengni hefur batnað mikið síð- ustu árin. Á aðalfundi SVFl í vor bárum við fram tillögu um að reist yrði heiðarskýli með talstöð við Sprengisandsleið. Þar sem hér er ekki starfandi nein björgunarsveit á vegum SVFl, höfum við reynt að styrkja á ýmsan hátt Flugbjörgunar- sveitina og Hjálparsveit skáta hér í bænum með kaupum á ýmsum nauðsynlegum tækjum t.d. tal- stöðvum, sjúkrabörum o. fl„ lagt var fram fé til kaupa á gúmmíbát til afnota fyrir lögregluna. Einnig lögðum við fram fé í Hjartabílinn og til Rauða Krosshótelsins og þegar það var opnað gáfum við rúmfatnað í öll rúm. Nú í sumar gáfum við Flugfé- lagi Norðurlands mjög fullkomið súrefnistæki til notkunar við sjúkraflug og fleira mætti nefna. Síðastliðið ár gerðum við til- raun með fræðslufundi í skólum bæjarins. Til liðs við okkur feng- um við þá Víking Björnsson og Ólaf H. Óddsson lækni. Víkingur sýndi kvikmynd og kynnti slökkvitæki og meðferð þeirra, en Ólafur leiðbeindi um blást- ursaðferðina og sýndi kvikmynd til skýringar. Þessir fundir voru öllum opnir og tókust nokkuð vel. Nú nýlega höfðum við opinn fund um umferðamál í Alþýðu- húsinu. Þar sagði m. a Indriði Úlfsson skólastjóri frá umferðar- fræðslu barna í Oddeyrarskóla og erindreki SVFl, Óskar Þór Karls- son, ræddi um umferðarmálin. I lok fundarins var ný kvikmynd um störf Slysavamarfélagsins í 50 ár, sem fyrirtækið Lifandi myndir hefur gert. I dag eru það umferðarmálin, sem við höfum mestan áhuga á að vinna að. Síðastliðið ár lést ein félagskona í umferðarslysi hér í bænum, Helga Sigurjónsdóttir. Bárust deildinni þá minningar- gjafir um hana, og var það fé, ásamt fleiri minningargjöfum, lagt í sérstakan sjóð, sem ætlaður er til umferðarmála á Akureyri. Við höfum m. a. áhuga á, að vinna að því að komið yrði upp umferðaræfingarsvæðum fyrir börn, þar sem merktar væru brautir og útveguð og komið fyrir þeim tækjum, sem nauðsynlega þyrfti. Yrði þessu væntanlega komið fyrir við einhvern skólann. Um þetta þarf auðvitað bæði samráð og aðstoð bæjaryfirvalda, skóla, lögreglu og annarra þeirra aðila, sem þetta snertir. Þetta mál hefur verið lauslega rætt og ég veit að áhugi og góður vilji er fyrir hendi. Við munum halda áfram að efla þennan sjóð, og nú nýlega létum við útbúa endurskinsmerki, bæði fyrir börn og fullorðna. Ágóðinn af merkja- sölunni rennur í þennan umferð- arsjóð. Slysavarnarfélag Islands er að- ili að umferðarráði og vil ég nefna hér eitt dæmi úr skýrslu umferð- arráðs. Þar eru aðeins 2% rakin til ástands ökutækis, en 98% til mannlegra mistaka. Óhætt er að fullyrða, að umferðarslysin séu orðin ein versta plága, sem við eigum við að stríða. Auk þeirra andlegu og líkam- legu þjáninga, sem þau leiða af sér fyrir fjölda einstaklinga, kosta þau þjóðfélagið óhemju fjár- muni, vegna sjúkrahúskostnaðar og eignatjóns. Nýta þarf sjónvarp meira í áróðrinum gegn þessum vágesti og allir þurfa að snúast til varnar. Við verðum, hver ei'nasti einstak- lingur, að gera okkur ljósa ábyrgð okkar í umferðinni, bæði gang- andi og akandi. Fyrir tíu árum, þegar hægri umferðin tók gildi, kom vel í ljós, hvað hægt er að gera með sam- stilltu átaki. Að endingu vil ég f.h. Slysa- varnarfélags Islands og deildar- innar hér, færa bæjarbúum þakkir fyrir hlýhug þeirra til fé- lagsins alla tíð og sérstaklega góðar móttökur þegar til þeirra hefur verið leitað. klukkustundum áður en fór að snjóa. Þar hafa orðið miklar breytingar og hitaaukning, auk þess sem jarðhitasvæðið hefur enn stækkað, sagði Haraldur að lokum. Vísur Bjarna frá Gröf Út er komin bók er hefur að geyma vísur eftir Bjama frá Gröf sem um langt árabil starfaði sem úrsmiður á Akureyri. Bjami er fæddur árið 1900 á Stómborg, en hann kennir sig gjama við býlið Gröf í Víðidal. Á bókarkápu segir: „Þegar í bemsku tók Bjarai miklu ástfóstri við rímur, sem mikið vora iesnar eða kveðnar, og hann var langt innan við fermingu, þeg- ar hann fór að fella hugsanir sínar í bundið mál.“ Bókin er samtals 143 blaðsiður, smekklega unnin og í henni era fjölmargar hnyttnar og skemmtilegar vísur og kvæði. Vísur Bjaraa frá Gröf eru gefn- ar út af bræðraútgáfunni s.f. Prentverk Odds Björnssonar prentaði. Stórbingó Náttúrulækningafélags Akureyrar verður haldið í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 26. nóvember kl. 8.30 e.h. Glæsilegir vinningar sem eru til sýnis í glugga Iðnaðarbankans. Rúllugjald. Bingónefndin. Leiðalýsing í kirkjugarði Eins og áður verða Ijósakrossar settir á leiði og kosta nú kr. 4.000 krossinn. Þeir sem vilja hætta við krossa tilkynni það vin- samlegast í síma 22517 eða 21093. Einnig verður tekið við pöntunum í nýja krossa í sömu símum til 3. desember n.k. St. Georgsgildið. — Æ fleiri tryggja ... (Framhald af bls. 1). hann að fyrir nokkru brann hluti innbús í húsi á Akureyri. Það hafði verið tryggt fyrir 2,5 milljónir króna og þegar matsmenn trygg- ingarfélagsins höfðu metið innbúið eftir brunann kom í ljós að við- komandi hafði átt innbú samtals að verðmæti rúml. 5 milljónir króna. Þar af leiðandi fékk eigandinn helmings bætur, því hinn var ábyrgð eiganda. „Tökum sem dæmi mann, sem hefur tryggt innbúið fyrir 2 mill- jónir króna. Nú verður hann fyrir tjóni og það er metið á 1 milljón. Við mat kemur í ljós að hann átti innbú fyrir 4 milljónir, og fær helming í bætur, þ.e.a.s. 500 þús- und, þar sem hann tryggði aðeins helming eigna sinna,“ sagði Sig- mundur. — Hvað gerir hitaveitan (Framhald af bls. 8). Þverá og hefur það verk gengið vel. Sumarið 1980 er síðan fyrirhugað að gera dreifikerfi frá Syðra-Laugalandi að Stór-Hamri. Áfangi 11. Það er viðbætur í Síðuhverfi. Síðuhverfi er nýbygg- ingahverfi og þar verður haldið áfram gerð dreifikerfis í samræmi við byggingarframkvæmdir. Kostnaður er áætlaður 100 mkr. og tengigjöld 30 mkr. Þegar þeim dreifikerfisáföngum, sem hér hafa upptaldir, er lokið, verða aðeins tvö hverfi á Akureyri án hitaveitu, þ.e. Gerðahverfi II eins og áður sagði og Innbærinn ásamt einstökum götum og býlum í bæjarlandi Akureyrar. Ekki eru uppi áætlanir um tengingu býlanna að sinni. En áætlað er að ljúka framkvæmdum við hitaveituna sumarið 1980 með gerð dreifikerfis í Innbæinn og Gerðahveríi II. DAGUR.7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.