Dagur - 05.12.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 05.12.1978, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 5. desember 1978 Rækjuveiðar eru tiltölulega ný atvinnugrein hér á landi, en þær eru nú þegar mikilvægur þáttur I atvinnulífi landsmanna. Myndina tók G.Ö.B. á Kópaskeri. Rækjuveiðar í Húnaflóa: Góður afli á báta er róa f rá Hvammstanga Rækjuveiðar á Húnaflóa hófust í byrjun nóvember* og þá á takmörkuðum, svæð- um, en nú hefur öllum tak- mörkunum verið aflétt og rækjuveiðarnar ganga vel. Alls er heimilt að veiða 2500 tonn í flóanum. Rækjan sem veiðist er stór og góð tii vinnslu. Fjórir rækjubátar eru gerðii út frá Hvammstanga, en þar I I landa einnig þrír bátar frá, , Blönduósi. Afla þeirra er ekið ti! Blönduóss. Hvammstangabát-1 i arnir eru að jafnaði með um 30 tonn á viku og hafa þeir heimild ( I til að veiða þetta magn á fjórum , idögum. Aflinn er unninn hjá Meleyri h/f. „Þessir fjórir bátar hafa ' heimild til að veiða rúmlega 400 ftonn,“ sagði Karl Sigurgeirsson ihjá Verslun Sigurðar Pálma- 'sonar á Hvammstanga. „Hitt er svo aftur annað mál að Haf- rannsókn hefur heimild til að stöðva veiðarnar ef eitthvað bjátar á. Hlutur Hvammstanga er um 18% af heildarkvótanum og auðvitað hefðum við kosið að hafa hann hærri.“ Yfir 30 manns hafa atvinnu við rækjuvinnsluna og veiðarn- ar, en það skal tekið fram að sumir í rækjuverksmiðjunni vinna ekki fullan vinnudag. Ef rækjuveiðarnar verða ekki stöðvaðar má gera ráð fyrir að kvótinn endist fram í mars. Meleyri h/f vinnur nokkuð af rækjunni til útflutnings, en mikið er einnig selt á innan- landsmarkaði í neytendaum- búðum. Ólafsfjörður: Hafnarframkvæmdum lokið í ár Hafnarframkvæmdum við nýj- an viðlegukant á Ólafsfirði átti að Ijúka um s. 1. helgi, en i sumar var rekið niður 80 metra langt stálþil fyrir framan hraðfrysti- húsin. Við þennan kant munu togarar Ólafsfirðinga liggja í náinni framtíð. Á næsta ári verður steypt ofan á stálþilið og gengið frá þekju. Einn- ig verður komið fyrir lýsingu og vatnslögnum. Heildarkostnaður við hafnarframkvæmdir á Ólafs- firði í ár er um 85 milljónir króna og er þá meðtalinn kostnaður við dýpkun. Fram að þessu hefur ekk- ert skip lagst að nýja kantinum, enda eftir að koma fyrir „siuðpúð- um“. Væntanlega verður það gert á næstunni. £7 # Jólablað í undirbúningi Starfsmenn Oags eru að undfrbúa jólablað, sem væntanlega verður margar blaðsíður, bæði ýmiskonar etni og auglýsingar og hefur mikið borist nú þegar at báð- um tegundum. Ef elnhver á fallegt kvæði, smásögu eða frásögn af einhverju merki- legu eða frásagnarverðu at- viki, sem hann vill koma á framfæri, gæti það orðið efni jólablaðs en þarf þá að berast hið fyrsta. W »» fullorðpnu eru verri“ Heimilisfaðir einn kom að máli við blaðið og hafði eftir- farandi að segja: Ég hef verið að athuga umferðina, eða réttara sagt, ekki komist hjá því. Gangbrautarijós hafa verið sett upp til öryggis í umferðínni og var það nauð- synlegt. En það er sorglegt að sjá það á degi hverjum, að fullorðið fólk virðist ekki víta af þeim og gengur yfir götur, beinustu leið og jafnvel asn- ast yfir götur þar sem umferð er mikil, i stað þess að fara að reglum. Von er að börnin hagi' sér þá svipað. Þeir fullorðnu eru þó verri. Þessari ádrepu er hér með komið á framfæri ekki fara yfir 280 þúsund tonnum á næsta ári. Á þessu ári sé líklegt, að þorskaflinn verði 320 þúsund tonn. Fiski- þingið vitnar til álits fiski- fræðinga, sem lögðu til, að hámarksafli þessa árs yrði 270 þúsund tonn. Þessi ályktun Fiskiþings byggist á þeirri skoðun og studd áliti fiskifræðinga, að hrygning- arstofninn sé of lítill og að enn muni síga á ógæfuhlið ef gengið verður nær stofninum en að framan getur. % Slæm afgreiðsla Kaupmaður á Akureyri kom að máli við blaðið og kvartaði sáran undan þjónustu Flug- leiða á flugfragt frá Reykja- vík. Sagði hann ekki óalgengt að viðskiptavinir Flugleiða úti á iandi þyrftu að bíða svo dögum og vikum skipti eftir að fá vörur sendar. Kemur þetta sér illa þegar jólaösin er að byrja. Hitt er svo aftur annað mál að oft fer flug- fraktin landleiðina, sagði þessi sami kaupmaður og þótti Iftið til koma. Skemmdar- verk og þjófnaður til umhugsunar, í von um að fólk venji sig á þá umferðar- mennfngu, sem eykur örygg- ið. 0 Hámarks þorskafli Á Fiskiþingi í síðustu viku var gerð ályktun um stjómun fiskveiða, þar sem m. a. seg- ir, að hámarks þorskafli skuli Kaupmaðurinn sagði ekki farir sínar sléttar hvað varðar viðskipti við skipafélögin. Fyrir skömmu fékk hann vör- ur með einu þeirra og er farið var að taka upp varninginn kom í Ijós að það vantaði tvö rándýr tæki. Sami kaupmað- ur kunni ótal sögur um svip- uð atvik, en tók það fram að skemmdir og þjófnaðir væru mun fátíðari hjá Flugleiðum en skípafélögunum. 35 ÞÚSUND MANNS KOMA ÁR- LEGA Á LÆKNAMIÐSTÖÐINA Sjúklingar hafa samband við lækna í 72 þúsund skipti á ári Nákvæmar skýrslur um fjölda þeirra, sem til Læknamiðstöð- varinnar á Akureyri leita árlega liggja ekki fyrir. öðru hvoru hafa þó verið gerðar skyndi- kannanir á aðsókn. Þær benda til þess að á stöðina komi árlega á læknisfund um 35000 manns og símtöl við lækna séu þar að auki um 37000. AHs hafa því sjúklingar samband við lækna á stöðinni 72000 sinnum á ári. Auk þess er leitað upplýsinga og ýmislegrar fyrirgreiðslu hjá starfsfólki stöðvarínnar (tíma- pantanir o. fl.) um 39000 sinnum á árí, að langmestu leyti í síma. Alls munu því þeir, sem til stöð- varinnar leita gera það um það bil 111 þúsund sinnum á ári. Þegar Læknamiðstöðin var stofnuð, var vandræðaástand í heimilislæknamálum á Akureyri. Nær þriðjungur bæjarbúa hafði ekki fastan heimilislækni, sem þeir gátu snúið sér til. Tilgangurinn með stofnun stöð- varinnar var tvíþættur: 1. Að reyna að hafa meira gagn af því læknaliði, sem var í bænum, með bættri aðstöðu þeirra, hús- næði, afgreiðslu og rannsókna- þjónustu. 2. Að fá fleiri lækna til bæjarins. Þessi tilgangur hefur náðst að nokkru leyti, en ekki öllu. Læknum í bænum hefur fjölgað og má að verulegu leyti þakka það þeirri vinnuaðstöðu, sem er á Lækna- miðstöðinni. Rannsóknarstofa stöðvarinnar gerir eða annast nær allar rannsóknir, sem tengdar eru heimilislækningum að röntgen- myndum undanskildum. Þannig fá sjúklingar meiri og fjölbreyttari lausn mála sinna á sama stað og á sama tíma en áður var. Aðalvandræði og kvartanir eru um, að erfítt sé að ná í Læknamið- stöðina í síma. Læknamiðstöðin hefur sjö símalínur. Að frátöldum hálfum öðrum klukkutíma á dag, er aldrei nema einn læknir með símaviðtalstíma í senn. Hann getur ekki talað nema á einni af þessum línum í einu, en mikið er um það, að hinar línurnar séu uppteknar af mönnum, sem bíða eftir að fá að tala við hann, og þá ná aðrir ekki til stöðvarinnar á meðan. Starfsfólk stöðvarinnar álítur, að hér gæti verið mjög til hagræðis, að þeir, sem geta, gefi afgreiðslunni upp símanúmer sín og verður þá séð um, að læknir hringi til þeirra. Þeir geta þá vikið úr símanum í bráð og gefið öðrum tækifæri til þess að ná sambandi við stöðina. Ennfremur má benda á, 4 af hverjum 7 símtölum við stöðina eru fyrir hádegi, en aðeins 3 af hverjum 7 á tímabilinu kl. 12 á hádegi til kl. 5 síðdegis. Það er því mun auð- veldara að koma þeim erindum, sem ekki eru tímabundin, fram í síma síðari hluta dagsins. Læknamiðstöðin á Akureyri hefur nú starfað í full fimm ár. Þar er gegnt heimilislækningum fyrir Akureyri og nágrannabyggðir eða alls fyrir um 15000 manns, auk að- komumanna við vinnu í bænum, skólanemenda og ferðafólks. Ann- ars staðar á landinu mun ekki jafn fjölmennur hópur sækja slíka þjónustu á einn og sama stað. Auk þess annast stöðin símaþjónustu við mæðravernd, ungbarnavernd og berklaeftirlit um skiptiborð Læknamiðstöðvarinnar og talsverð sérfræðiþjónusta fer fram á stöð- inni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.