Dagur - 05.12.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 05.12.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaóamaóur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Verðlag og verðskyn f síðasta mánuði birtist hér í blað- inu verðsamanburður 22. vöru- flokka fimm verslana á Akureyri. Kom þar fram verulegur verðmun- ur og reyndist Kaupfélag Eyfirð- inga bjóða hagstæðast verð. Könnun þessa gerðu tveir kenn- arar frá Bifröst. Nú í síðustu viku birti Vísir verðsamanburð um allt land, samkvæmt könnun sömu manna og voru verslanirnar 70, sem könnunin náði til og í henni var 71 vörutegund. Niðurstaðan varð í stórum dráttum sú, að ódýr- ara er að versla í samvinnuversl- unum en einkaverslunum. í skýrslu, sem Vísir birtir úr verð- könnun þessari, kemur í Ijós að Kjörmarkaður KEA á Akureyri býður lægsta vöruverðið á landi hér, 87,2 (vísit.) en Kjörbúð Bjarna á Akureyri seldi vörurnar dýrast 110,0 (vísit.). Á þetta er minnt vegna verulegs umtals um áður birta könnun í Degi, sem aðeins náði til nokkurra verslana á Akureyri. Á þetta er einnig minnt vegna þess lævísa áróðurs, sem hver etur eftir öðr- um, að verðlag sé nánast hið sama í öilum verslunum. En sá áróður fær hljómgrunn vegna þess hve verðskyn almennings er orðið sijótt vegna sífeidra breyt- inga á vöruverði og verðgildi pen- inga. Og hið litla verðskyn, sem eftir er, getur ekki verið sá hvati hagkvæmrar samkeppnisverslun- ar, sem „hið frjáisa framtak" vili vera láta. Verslunin er ákaflega þýðingar- mikil atvinnugrein, ekkert síður nú en fyrir nær einni öld, þegar fyrsta kaupfélag landsins velti verslun- aroki af þjóðinni. Síðan hefur samvinnuverslunin í landinu og önnur starfsemi hinna ýmsu sam- vinnufélaga um land alit verið einn áhrifaríkasti þátturinn í sókn fólksins til bættra lífskjara. Og það er ekki aðeins sanngjarnt vöruverð, sem vert er að athuga, heldur hin almenna samhjálp í því að styðja einstaklingana til að efla eigið framtak og njóta þess. Þótt verðsamanburður almennings í verslunum sé að nokkru liðin tíð vegna verðbólgunnar, ætti hann að vera í meiri metum til áhrifa á hagkvæma verslunarhætti al- mennt. Og niðurstaða verðkann- ana, sem hér er minnst á og virðist hafa komið ýmsum á óvart, ætti að vera hvatning tii samvinnuhreyf- ingarinnar um aukna fræðslu og kynningu samvinnuhugsjónarinn- ar í framkvæmd. Á því eru töluverðar líkur segir form. B.f.L. Árið 1970 var stofnað Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra og hefur sambandið haldið aðalfundi annaðhvert ár, nú síðast á Akureyri i síðasta mánuði. Þingið sátu 20 fulltrúar, víðsvegar að af landinu. öll stærstu bQstjórafélög landsins eru innan vébanda landssambandsins og á síðustu fjórum árum hafa mörg félög bæst við. T.d. slóust bflstjórar á Akureyri í hópinn árið 1976 og á |>essu þingi fékk félagið á Sauðárkróki, ísafirði og Bifreiðastjórafélag Egilsstaða inngöngu. Auk þess gengu í landssambandið bflstjórar á ýmsum smærri stöðum, en víða hafa þeir ekki myndað sérstök félög. Samtals eru ellefu bifreiðastjórafélög i bandalaginu með u.þ.b. 1200 manns. í lögum félagsins er ákvæði þess efnis að aðalfundinn skuli halda í Reykjavík, en heimild er fyrir því að hafa hann annars staðar og það var gert núna einkum i þeim tilgangi að fá fleiri fulltrúa en þegar þingað er i Reykjavík. Þingið fjallaði um ýmis mál, sem raunar snerta landsmenn alla, og til þess að gera al- menningi grein fyrir störfum þess, samþykktum og ályktunum, ræddi Dagur við formann landssambandsins, Úlf Markússon. Leikfélag Húsavíkur: Frumsýning Leikfélags Húsavík- ur á þessu leikriti í gærkveldi, laugard. 25. nóv., var áhrifamikil og glæsileg. Margt skapaði svo gott; listræn leikstjórn, skemmti- legt form uppsetningar, snjöll leikmynd og góður leikur leikar- anna. Með helstu hlutverk fara: Her- dís Birgisdóttir: Lily, rúmlega fertug húsfreyja og ellefu barna móðir. Jón Fr. Benónýsson: Skinner, ungur, fátækur maður. Karl Hjartarson: Michel, ungur maður, höfðar til Gandhis í frið- arhugsjón sinni; Ingimundur Jónsson: dómari, leitar réttlæt- ingar á fyrirfram ákveðinni nið- urstöðu dómsins. Þórunn Páls- dóttir: dr. Dodds, amerískur fé- lagsfræðingur. Kristján Elis Jón- asson: fer með tvö hlutverk, söngvara og prests. Alls eru hlutverkin a.m.k. 17. Leikstjórinn hefur ekki hætt verki sínu fyrr en allir leikararnir gátu skilað hlutverkum sínum nokkuð vel og sumir mjög vel. Elskulega fallegur er samleikur þeirra, Her- dísar Birgisdóttur og Jóns Fr. Benónýssonar. Leikritið hefur ekki áður verið sýnt á Islandi og eftir því, sem ég Neyðast leigubílstjór- ar til að stofna sitt eigið tryggingafélag? Það er sjaldgæft að leigubilstjórar eigi sök á skemmdum af þessu tagi, euda eru flestir í hæsta bónusflokki. höfum okkar eigin stofnlánasjóð, höfum við heimild til að láta pen- ingana renna þangað. Það hefur verið eitt stærsta vandamál bif- reiðastjóra, að þeir hafa aldrei haft öruggan aðgang að neinu fjár- magni. Nauðsynlegt að breyta opnunartímum veitingahúsa - Eitt af þeim vandamálum sem við stríðum við í dag er það að við erum of margir. Ökutækin eru illa nýtt. Við höfum oft verið látnir líða fyrir það, að á þeim tveim kvöldum sem t.d. í Reykjavík um 8-10 þús- und manns fer út að skemmta sé, eru ekki til nægjanlega margir leigubílar. En það sem er að er einfaldlega það að skemmtanalög- in eru hringlandi vitlaus. Það sjá það allir þrátt fyrir að væru 2000 leigubílar í Reykjavík væri ekki hægt að sinna þessu af neinu viti en í dag eru 619 bílar í borginni. Að okkar mati er það ansi hart að pína leigubílstjóra að hafa fleiri leigu- bílstjóra bara til að þjóna lögum sem eiga ekki neina stoð í veru- leikanum. Afleiðingin yrði einfald- lega sú að leigubílstjórar myndu lepja dauðann úr skel alla vikuna. - Meðan skemmtistaðirnir eru látnir loka á einni og sömu mínút- unni, geta ekki örfáir bílar, ekið þeim sem aka vilja. Með því að 500 íbúar séu um hvern bíl, eins og er á Akureryi, kemur þetta sæmilega út. En það sem þarf að gera er það að breyta opnunartímun veitingahús- anna, þannig að þeim væri t.d. frjálst að hafa opið fram eftir nóttu. Hér á árum áður þegar ólöglegu næturklúbbarnir störfuðu í Reykjavík, þekktust ekki þau vandamál sem strítt er við í dag. Fók kom út úr húsunum, þegar það hafði fengið nóg og að sögn lög- reglunnar heyrði það til undan- tekninga ef hún var kölluð í heimahús. Drykkjulæti á götum hurfu nær algjörlega og það kom allt annað andrúmsloft í næturlíf Reykjavíkur. - Þetta mál var rætt á þinginu, en við höfum gert nokkuð í því áður, t.d. ræddi stjórn félagsins á sínum tíma við fulltrúa frá lögreglustjóra- embættinu og dómsmálaráðuneyt- inu. Báðir þessir aðilar voru reiðu- búnir til að íhuga málið og stjórn félags Gisti- og veitingahúsaeig- enda er okkur samþykk. Þetta er okkur mikið kappsmál og ég er sannfærður um að lögin verða endurskoðuð innan tíðar. Ef opn- unartímanum verður breytt, fylgir ýmislegt í kjölfarið, sem dæmi get ég sagt þér að þegar næturklúbb- arnir störfuðu var það viðburður ef sást drukkinn maður úti á götu. Af þessari ástæðu og ótal fleirum verður að breyta lögunum sem fyrst. á.þ. SHfQÍðll 1*3* eftir Brian Friei. Þýðandi: Jakob S. Jónsson. kAWioror Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikmynd DOlflðloI 0g búningar: Messína Tómasdóttir. Leigubifreiða- stjórar eiga aðild að fáum umferðarslysum Við gerum m.a. ályktanir um skattamál, og þá staðreynd að leigubílar greiða ennþá hærri gjöld en aðrir bílar sem notaðir eru sem atvinnutæki. Þá var deilt mjög á þungaskatt, sem er óeðlilega hár á diselbílum, miðað við það sem gerist á Norðurlöndunum. I sam- bandi við vegamál lýstum við yfir þeim vilja okkar að þeir peningar sem fara nú til greiðslu á þunga- skatti gangi beint til vegabóta. Tryggingarfélögin voru til um- ræðu. A þinginu höfðum við nýjar upplýsingar um tryggingarfélag sem er verið að stofna í Svíþjóð og gefur eigendum leigubíla kost á mun hagkvæmari tryggingum en þar hafa tíðkast. Einnig voru lagðar fram skýrslur frá Umferðarráði. Þær sanna að leigubílstjórar eiga aðild að mjög fáum tjónum og skýrslunum ber ekki saman við þau plögg sem sum tryggingarfefögin hafa látið frá sér fara. Einu trygg- ingarfélögin hér á landi sem hafa eitthvað látið frá sér fara eru Sam- vinnutryggingar og Sjóvá og upp- lýsingar þeirra og skýrslur Um- ferðarráðs sýna Ijóslega að þeim tjónum sem leigubílstjórar' eiga einhvern þátt í fer stöðugt fækk- andi. Þessi tvö félög hafa líka ákveðið að veita okkur 15% afslátt af iðgjöldum, bæði kaskótryggingu og sjálfsábyrgð. Við höfum mun hærri iðgjöld en einkabílar, en þessu höfum við mótmælt þar sem tölur sýna að leigubílstjórar eru svo gott sem tjónlausir. Sem dæmi má nefna að yfir 90% leigubílstjóra á Akureyri eru í hæsta bónusflokki. Á bifreiðastöð Bæjarleiða í Reikja- vík hefur komið í ljós að yfir 80% af bílum eru í hæsta bónusflokki. Vilja stofna eigið trygg- ingarfélag - Það er í athugun að við stofnum okkar eigið tryggingarfélag. Slíkt fyrirt&ki er þegar orðið að veru- leika í Danmörku og eins og ég sagði áðan er verið að vinna að undirbúningi félags í Svíþjóð. Að sjálfsögðu gerum við okkur ljósa þá erfiðleika sem eru því samfara að stofna fyrirtæki af þessu tagi hér á landi. Fyrst viljum við láta reyna á félögin sem eru starfandi. Við gerðum ályktun sem send var tryggingarmálaráðherra, þar sem skorað var á hann að láta félögin ekki ákveða gjöld okkar heldur verði okkur gert að greiða sömu gjöld og hinn almenni bíleigandi. Ef af því getur orðið, viljum við það frekar en að stofna okkar eigið fé- lag, hitt er svo aftur annað mál að það kann að reynast nauðsynlegt að bílstjórar stofni eigið trygging- arfélag og við munum kanna möguleika á því. Eðlilega yrðum við að leita til fleiri aðila s.s. vöru- bílstjóra. - Ökutaxtamálin voru mjög til umræðu á þinginu. Það hefur gerst tvisvar, þegar verðlagsyfirvöld hafa afgreitt beiðni okkar um hækkun að hún hefur komið mjög seint. Þegar við ákveðum okkar kröfur er skjóta á þá? Margþvælt efni, sem sjónvarp og aðrir fjölmiðlar, mata heimsbyggðina á dag hvern, ár eftir ár. Höfundurinn lyftir sér ekki í þær hæðir, að alls ekki megi skjóta fólk. Hvort orkar þá ekki tvímælis, að höfundurinn eigi með þessu leikriti sínu erindi til heims, sem er honum í aðalatrið- um hjartanlega sammála. „Hvenær á að skjóta og hvenær á ekki að skjóta?, Það er spurning- in.“ Vandamálin skulu leyst með skytteríi. Bretar eru, sem sagt, enn að reyna að leysa með manna- skytteríi vanda, sem þeir sjálfir sköpuðu með sama hætti fyrir öldum á írlandi, og enn reyna Ir- ar að leysa sitt breta-vandamál með manndrápum. Það er meiri óskapa trúin, sem fólk hefur á manndrápum. Islendingar og Danir leystu sín sambúðarvandamál með því að munnhöggvast. Þægileg er sú hugsun, að munurinn á sjálf- stæðisbaráttu aðferðum Islend- inga og Ira liggi í því, að íslend- ingar og Danir séu á hærra menningarstigi en Irar og Bretar. Ekki ættum við þó að státa um of, Islendingar. I blöðum gefur að (Framhald á bls. 3). síðustu þrjú árin, því þeir eru t.d. krafðir um skýrslu sem sýna tekjur, en aðeins með því móti er hægt að fá eftirgjöf á tollum. Þetta teljum við vera mál skattayfirvalda. - Það er líka staðreynd að meðal- aldur leigubílstjóra í dag er um 55 ár. Þetta eru oft menn sem eru orðnir gamlir og slitnir, en þeir elstu eru komnir hátt á áttræðis- aldur Ein ástæðan fyrir þessum háa meðalaldri er sú að við höfum ekki enn getað komið á fót sterkum líf- eyrissjóði, því miður var það fellt á sínum tíma að gera það að skyldu að hver og einn borgaði í þennan sjóð. Þetta hefur hins 'vegar breyst og við ætlum að nota það fjármagn sem kemur inn í sjóðinn til að koma á fót stofnlánasjóði. Þegar sjóður- inn er orðinn að veruleika geta menn fengið úr honum það fjár- magn sem þeir þurfa til að endur- nýja bíla sína. Lífeyrissjóðum er gert að kaupa verðtryggð skulda- bréf fyrir 40% af tekjum, en ef við best veit, varð það þýtt fyrir Leikfélag Húsavíkur. Það er ný- legt verk; í leikskrá segir, að það hafi verið frumsýnt í Dublin 1973. Höfundur þess er fæddur, 1929 og er talinn vera meðal þekktustu leikritahöfunda Ira eftir síðari heimstyrjöld. Hann er kennari, en hætti kennslu árið 1960 til að helga sig skáldskapn- um. Vettvangur leikritsins, Heið- ursborgara, er Londonderry á Norður-Irlandi og viðfangsefni þess eru manndráp þar í landi. Kveikjan að leikritinu eru þeir atburðir, er urðu sunnudag nokkurn árið 1972, að breskir hermenn skutu á írska katolikka á útifundi, drápu 13 manns og særðu 17 manns mjög alvarlega Efnið er rislágt: hvenær á að skjóta og hvenær á ekki að skjóta? Voru aðfarir Breta óréttlætanleg- ar, vegna þess, að þeir skutu á óvopnað fólk, eða réttlætanlegar vegna þess, að aðrir voru að Mikill einhugur rfkti á fundinum og gerður var fjöldi mikilvægra samþykkta. Úlfur Markússon er f pontu. Mynd: á.þ það gert á þann hátt að starfsmaður Hagstofunnar gefur okkur upp hækkun á viðkomandi liðum og við tökum aðeins laun bifreiðastjóra stærstu vörubíla, sem taka laun samkvæmt taxta Verkamannasam- bands Islands. I tvö síðustu skipti höfum við beðið í rúma tvo mán- uði, eftir að aðrir hafa fengið hækkanir. Launamenn hækkuðu 1. september s.l. og síðan hafa verið tvær stórfelldar bensínhækkanir og liggur sú þriðja fyrir. Leigubifreið- arstjórar verða að þola þetta bóta- laust og borga hækkanirnar úr eig- in vasa. Hækkanirnar undanfarið þýða það í raun og veru að leigu- bifreiðastjórar hafa verið með beina 18% launahækkun. Við viljum að sett verði á fót nefnd með viðkomandi til að finna leið til hækkunar á töxtum þegar launahækkanir verða í landinu. Sömuleiðis ef verða stórfelldar hækkanir t.d. á bensíni. Þetta get- um við núna, en var ekki hægt hér áður þegar erfitt var að breyta mælunum. Við teljum líka betra, bæði fyrir viðskiptavini og aðra, að leigubílstjórar fái sjálfir oftar að hækka taxtann og þá minna í hvert skipti. Taliö frá vinstrí: Jón Fr. Benónýsson — Skinner, Kari Hjartarson — Michel, Herdis Birgisdóttir — Lily. Meðalaldur bílstjóra er 55 ár - Bifreiðastjórum hefur verið gert erfitt fyrir að endurnýja bíla sína NÝJAR BÆKUR Um margt að spjalla Um margt að spjalla flytur 15 viðtalsþætti Valgeirs Sigurðsson- ar blaðamanns og skiptist í þrjá flokka. Viðmælendur hans eru: Anna Sigurðardóttir, Auður Eiríksdóttir, Auður Jónasdóttir, Broddi Jóhannesson, Einar Kristjánsson, Eysteinn Jónsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteins- son, Jakob Benediktsson, Krist- ján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, Sigurður Kr. Árnason , Stefán Jóhannsson og Þorkell Bjarnason. Bók þessi er 190 blað- síður. Utgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. * 0Nr GKAlOSACU EFtlfl HöfUNO £~y • jr fimnxfirnSSmetti SlUtíCY Sheldon Andlit í speglinum Andlit í speglinum er skáldsaga eftir Sidney Sheldon, höfund bókarinnar, Framyfir miðnætti. Þýðinguna annaðist Hersteinn Pálsson. Saga þessi fjallar um Toby Temple, „skemmtilegasta, auðugasta og dáðasta gamanleik- ara sem um getur.“ Toby kynnist ungri leikkonu og ástin blossar upp, en leikkonan býr yfir ægi- legu leyndarmáli. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. * Þorraspaug og góugleði Þorraspaug og góugleði eru 14 skemmtiþættir eftir Einar Krist- jánsson og heita þeir: Rekkjan, Hrakfallasónatan, Á grænni grein, Ég átti mér fermingar- bróður, Ævintýri næturvarðar, Sundkappinn, Hve glöð er vor æska, Bréfið til Bulganin, Ástir sjúkraliðans og háls-nef og eyrnalæknis, Víxill, Bit, Símtal úr höfuðborginni, Minni karla og minni kvenna. Og Einari Kristjánssyni bregst ekki fyndnin. 45 viötalsþættir Ljáóu mér vaengi Ljáðu mér vængi Bók með þessu nafni, eftir Ár- mann Kr. Einarsson er hér í nýrri útgáfu, aukinni og endurbættri og er 11. bindi heildarútgáfunnar. Þessi bók er saga handa börnum og unglingum og skiptist í átta kafla. Teikningar eru eftir Hall- dór Pétursson. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. * Undir berum himni Undir berum himni er Ijóðabók Hólmfríðar Jónasdóttur á Sauð- árkróki. Bókin flytur yfir áttatíu Ijóð og stökur og er á annað hundrað blaðsíður. Þessi skag- firska skáldkona er héraðskunn virðingarkona, og einnig kunn fyrir vísna-og Ijóðagerð, en nú komin á efri ár. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. * Blaðinu hafa borist tvær bækur kunnra höfunda á Akureyri, þeirra Ólafs Jónssonar og Guðmundar Frímann, en Bókaútgáfan ögur gefur þær út. Þannig er ég, viljirðu vita það Svo heitir bók Guðmundar Frí- manns og eru þetta minninga- þættir um lifandi menn og dauða, 16 að tölu, og meðal þeirra ný skáldsaga. Bókin er yfir 300 blaðsíður. Um hana segir m.a. á bókarkápu: „Það er altíða viðburður, rétt- ara þó frá sagt stórtíðindi, þegar eitt af skáldum okkar íslendinga sendir frá sér nýja bók. En hér verða einmitt sagðar fréttir frá slíkurrt atburði. Innan þessara spjalda er ný saga eftir Guðmund Frímann. Um skáldskap Guð- mundar Frímanns hefur margt verið ritað og svo segir þar á ein- um stað:“ Guðmundur Frímann er mikill elskhugi íslenskrar nátt- úru og íslenskrar tungu“, og á öðrum stað segir: „Hann er fiðl- arinn meðal íslenskra skálda, sem nær hinum ótrúlegustu veðra- brigðum í strengleik sinn eins og títt er um þá sem skynja sorg og gleði lífsins með meiri næmleika Oudmundur írímann þannig er ég viljirdu vita þad en aðrir". Og síðar segir: „Þannig er ég, er saga full af gáska og fjöri. Þar segir frá m.a. leik og lærdómi, frá öskutrogsbrúðkaupi og að- skiljanlegum náðargáfum, frá kynjakvistum og kvæðamönnum að ógleymdum stórhöndlurum dalsins“. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar, Akureyri. Út- gefandi er Bókaútgáfan Ögur. ¥ Úlarur Jónsson Stripi í Paradís Strípl í Paradís Strípl í Paradís heitir bók Ólafs Jónssonar og hefur að geyma 10 smásögur, sem heita: Hún hét Stefanía eða .., Koppur kerling- ar, Loðmundur, Drykkjarkann- an, Á rangri hillu, Þegar dyrnar lokuðust, Vinnuhjúaverðlaun, Harðir kostir, Skíðaslóð og Strípl í Paradís. Á bókarkápu segir út- gefandinn m.a.: „Það hefur lengi verið á vitorði æði margra að Ólafur Jónsson ætti í fórum sínum handrit af smellnum sögum. Þetta vissu þeir sem heyrt höfðu Ólaf lesa eina og eina þeirra upp á mannamótum, kannski á slægjuhátíð í sveit, kannski á austfirðingamóti í norðlenskum bæ. Og hver sá, sem hlustað hafði á þessar sögur sannfærðist um það, að náttúru- skoðarinn, tilraunamaðurinn og fræðagrúskarinn, Ólafur Jónsson, átti fleira á sinni könnu en Ódáðahraun, belgjurtir og berg- hlaup. Úr handraða hans komu þær sögur, sem nú hafa verið færðar innan þessara spjalda . “ Bókin Strípl í Paradís er 175 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar, Akureyri. Út- gefandi er Bókaútgáfan ögur. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.