Dagur - 03.01.1979, Blaðsíða 2
MINNING:
Sigríður Kristinsdóttir
F. 27/2 1902. D. 27/9 1978
Foreldrar Sigríðar voru hjónin
Kristinn Magnússon og María Sig-
urðardóttir Mikaelssonar Áma-
sonar skálds að Skútum. Þau
Kristinn og María voru sín síðustu
búskaparár á Geirhildargörðum í
öxnadal. Móður sína missti Sig-
ríður þegar hún var aðeins þrettán
ára, og föður sínn tveim árum
seinna. Við fráfall hans var heimil-
ið leyst upp og systkinin urðu við-
skila í vistum þar sem flest var í
hrópandi mótsögn við heimilis-
hlýjuna í fátæktinni á Geirhildar-
görðum.
Sigríður átti ekki margra kosta
völ þegar hún hóf sinn vinnukonu-
feril fimmtán ára gömul, hún hafði
viðkvæma lund og var slitviljug og
kom sér vel í vistum, en vegna þess
hve fólkið var almennt fátækt var
kaupið og kjörin skorið við naum-
ustu nögl, að eignast eitthvað nema
fátt til fata var því útilokað.
Vorið 1920 varð Sigríður vinnu-
kona á Fremri-Kotum á Norðurár-
dal, þar á bæ var Gísli Emilsson þá
vinnumaður þar sem honum hafði
einnig „risið fjall í fang, frá því
hann var ungur“ þá höfðu þau frá
svipuðum kjörum að segja, með
þeim var jafnræði þeirra torræðu-
tíma. Þetta sumar, í skóli árgilja og
gróðurvinja á afdalabænum, felldu
þau hugi saman og unnust síðan
hugástum.
Frá Fremri-Kotum fóru þau að
Úlfsstöðum í Blönduhlíð í vinnu-
mennsku, og þaðan norður um á ný
og gengu í hjónaband það vor, þá
var hún tvítug, hann 25, ára. Þau
fengu leiguíbúð á gamla Hótel Ak-
ureyri í innbænum og þar í húsi
fæddi Sigríður sitt fyrsta bam í lok
ágústmánaðar um sumarið. Á Ak-
ureyri var ekki um auðugan garð að
gresja hvað atvinnu snerti, og þó
lifðu þau á þeim snöpum næstu
árin, það voru mögur ár og engu
hægt að safna til síðari ára, sem
urðu enn margrari.
Á vordögum 1924 réði Gísli sig
til ársvistar á Garðsá í önguls-
staðahreppi og Sigríður til vor og
sumarverka, um haustið eru þau
skrifuð húshjón í Kirkjubókina.
Um veturinn gekk Gísli að úti-
verkum, Sigríður sat á palli við tó-
vinnu, í þorrabyrjun lagðist hún á
sæng í Garðsárbaðstofu og ól þar
sinn annan son.
Þegar kom fram um krossmessu,
kvöddu þau Garðsárdalinn með
synina sína tvo og áttu þá ekki
nokkra nótt, nokkurstaðar vísa.“ í
Glerárþorpi var skotið yfir þau
skjólshúsi til bráðabirgða, þar bjó
þá faðir okkar Gísla og á næstu
grösum skyldfólk Sigríðar. Enn
sem fyrr var hvert einasta atvinnu-
rými á Akureyri fullsetið og því var
þar vandfundinn vinna, eins var
hörgull á húsnæði, þau hjón kom-
ust þó bæði í kaupavinnu um sum-
arið vestur í Hörgárdal, Sigríður
með eldri drenginn á sínu fram-
færi, skyldfólk hennar tók þann
yngri í fóstur þá mánuði.
Á síðmánuðum þetta sumar
stritaði ég við að byggja mér hús-
kofa í Glerárþorpi og kom því
undir þak fyrir haustið og panel-
klæddi tvö herbergi hvort um sig
sex fermetra að gólffleti. Þessu
húsnæði skiptum við Gísli bróður-
lega milli okkar, og þar inn fluttu
þau Sigríður um haustið í aðra
kompuna með drengina sína tvo,
rúmfötin og rokkinn og fátt annað.
Þennan vetur kynntist ég Sigríði
nokkuð í nábýlinu, hún var sístarf-
andi og hugsaði vel um sitt heimili,
nægjusöm og afskiptalaus um ann-
arra hagi, oft þeytti hún rokkinn
sinn, eða hún sat með prjóna á
2. DAGUR
höndum og saumaskap, að bjargast
af án hjálpar var frá upphafi sjálfs-
mennskunnar hennar metnaður og
það tókst þeim hjónum í sinni
heiðursfátækt. Um vorið þegar
þrjár vikur voru af sumri fæddi
Sigríður dóttur í sinni kompu.
Vorið 1926 seldi ég húsið mitt í
þorpinu, sá sem keypti leigði Gísla
það til eins árs og þar voru þau
fram yfir sumarmál 1927.
Þegar Gísli var vinnumaður á
Úlfsstöðum í Skagafirði kynntist
hann manni sem Óskar heitir
Gíslason, sem kom upp til íslands
það sumar með móður sinni Krist-
rúnu, búsettri í Canada, hún var
systir Jóhanns Sigurðssonar bónda
á Úlfsstöðum. I fyrstu mun það
hafa verið hugmynd þeirra mæðg-
ina að setjast að á íslandi og voru
því á Akureyri árstíma, en leist ekki
á lífsafkomuna og snéru heim aft-
ur.
Þegar Óskar sá ördeyðuna á Ak-
ureyri hvað atvinnu snerti þá hvatti
hann Gísla til að taka sig upp og
flytja til Canada. Ekki mun sú
hvatning hafa gengið þeim hjónum
á hug í fyrstu, En á vordögum 1927
þegar enn kom bréf frá Óskari þar
sem hann bauðst til að senda þeim
lánspeninga fyrir farinu, stóðust
þau ekki freistinguna og fóru, enda
var þá svo ástatt fyrir þeim, að þau
áttu ekki þúfu til að tilla sér á utan
dyra, hvað þá rúmbrík innan
veggja.
Ekki verður það rakið hér hvað
viðtók fyrir handan úthöfin, nema
hvað allt stóð sem Óskar hafði sagt.
En á frumbýlingsárunum þar í
vestrinu mættu þeim ekki minni
erfiðleikar en þeir sem þau hurfu
frá hér heima, þrældómur og þröng
á allar hliðar auk þeirrar heimþrár
sem ekki var létt að þola. Þar var
gífurlegt atvinnuleysi og skortur á
fjölmörgum heimilum, sultur og
seira.
í fyrstu voru þau á mestu hrak-
hólum eftir að vestur kom, en úr
því rættist þegar Gísli komst yfir
grasblett þar sem hann byggði sér
kofahró, sjálf bjuggu þau í tjaldi á
meðan, sem var frekar ömurleg
vistarvera vegna steikjandi hita
sem var það sumar. Um haustið
komust þau undir þak og þá réðist
Gísli til atlögu við Manitobavatn
og fiskaði þar ofan um ís og það
stundaði hann í 28 ár, vatnið var
um 12 km. frá íbúðarkofanum. Þá
var Sigríður heima með bömin. Úr
atvinnuleysinu greiddist ekki fyrr
en á stríðsárunum, Snemma kom-
ust þau yfir nokkrar kindur og kýr
og lifðu á því og fiskinum og því
liðu börnin þeirra aldrei matar-
skort, öll eru þau systkini löngu
fullorðin og þeirra börn búa við
góð efni og ástæður. Afkomendur
Sigríðar og Gísla skipta tugum. Um
allt lífsbaslið hefir Gísli skrifað mér
mörg bréf þar sem sagt er frá þeim
erfiðleikum sem þau áttu við að
etja í heimkynnum landnemanna
og að þau hafi sigrast á mörgum
torfærum vegna þess hve þau voru
samhent í blíðu sem stríðu svo þar
bar aldrei skugga á og þau unnust
hugástum fram á hennar síðustu
stund. Hann hefir sagt mér af Sig-
ríði, hennar ljúfu lund, fómfýsi og
þolgæði og afburða dugnaði, og
aldrei heyrðist hún mæla æðruorð
þá á móti blési, hún saknaði þess
ævilangt af hafa neyðst til að yfir-
gefa ættjörðina, en hún ásakaði
engan og heimþrána bar hún í
brjósti sem dulinn harm sem ekki
var hægt að hugga, börnin hennar
undu vel hag sínum og þekktu enga
slíka þrá, þau voru og eru börn
sinnar fósturjarðar.
Árið 1952 hafði þeim hjónum
tekist að leysa hörðustu hnútana og
þá héldu þeim engin bönd lengur,
þau flugu heim, heim til íslands,
heim til systkina og vina og dvöldu
hér í tvo mánuði.
Heim komin á ný til sinna barna
og bús, héldu þau áfram að stunda
sín störf meðan þeim entist þrek til.
Síðan urðu þau sorgartíðindi að
Sigríður veiktist af sjúkdómi sem
varð henni að lokum að fjörtjóni,
hún dróst um húsið í hjólastól síð-
ustu árin, oft sárþjáð. Sigríður lést á
sjúkrahúsi 27. september 1978.
Við jarðarför Sigríðar báru sex
ungir menn kistuna hennar frá
kirkju til grafar, allir eru þeir synir
dætra hennar og sona.
Að lokum vil ég minnast Sigríðar
með þessum orðum: Þar sem góðir
menn fara, þar eru guðs vegir.
Gísla bróður mínum, börnum
þeirra og öðrum aðstandendum,
sendi ég heitar samúðarkveðjur.
Smáauqlvsinúar
Sala
Atvinna
Rafmótor til sölu. 24 w, 50 amp.
þægilegur fyrir sumarbústað,
fjárhús eða veiðihús. Upplýs-
ingar í Héraðshælinu á
Blönduósi sími 95-4206 Jó-
hann Baldvinsson.
Yesyka kvikmyndatökuvel til
sölu. (Yesyka LD 6) Upplýsing-
ar í síma 23468.
Til sölu er miðstöðvarhitari
með 12 kw. túbbu ásamt
vatnstermóstati, blöndunar-
loka, þrýstikút, dælu og sjálf-
virkri áfyllingu, einnig 200 lítra
Odda neysluvatnshitadúnkur
með 4 kw túbbu. Vatnsthermó-
stati og festingum. Uppl. í síma
22258.
Barnagæsla
Hæ ég heiti Arnar. Mömmu
mína vantar góða konu til að
passa mig eftir hádegi eða frá
kl. 12.30-19. Vinsamlegast haf-
ið samband við Fjólu í síma
21012 Þarf helst að vera á eyr-
inni.
Sveitavinna Viljum ráða mann,
helst vanan mjöltum á kúabú í
nágrenni Akureyrar. Upplýs-
ingar á kvöldin í síma 96-25180.
Óska eftir vinnu. Helst við
akstur, hef meirapróf og er bif-
vélavirki. Get byrjað strax.
Upplýsingar í síma 21574.
nnjsfegt
Sex hvolpar fást gefins. Uppl. i
síma 22658 eftir kl. 19.
Orðsending til félagsmanna
Léttis! Þeir félagsmenn sem
eiga hross í högum félagsins
eru beðnir að taka þau í síðasta
lagi um n.k. helgi, ella verður
farið með þau sem óskilahross.
fÖfiÐOflG®
tSÍMI
t
Saknaðarljóð
Eftir sextíu ár frá því sáumst við fyrst,
til samfunda nýrra nú hef ég þig kysst
með saknaðar tárum og trega.
Þau sextíu ár eru söngtextinn minn
er sit ég og hugleiði lífsveginn þinn
sem bendir á veg allra vega.
Allt minnir á þig jafnvel hauður og höf
og himinsins sólbjarta veldi,
hver söngfugl og blóm, allt sem blessast og grær
við bjarmann af lífsins eldi.
Allt minnir á þig er mér huggun og hlíf
á hljóðlátu ævikveldi.
Þín ást var svo mild og ég unni þér
og eldana þína kyndi,
og blómin þin les það er lífsbókin mín
hið liðna eitt samofið bindi,
jafnt frostrósir vetra og fannbarið lim
sem fegursta vorgróðurs yndi.
Þó oft væri í harðræði barist til brauðs
á bjargræðisveginum kalda,
og þá væri stundum langt til lands
og lífsvilja einum að tjalda,
Að saman við unnum af einhug hvern dag
mér ylgjafann þúsundfalda.
Og því verður biðin mér helgi hljóð
að hugurinn er þér svo bundinn,
eins berst þér af hreinleik mitt hjartablóð
að hrein var hver samverustundin,
þú varst mín harpa og lífs míns ljóð
og liljan við heiðbláu sundin.
Ég veit að mín kveðja og kærleiksorð
er kveðja frá börnunum mínum,
frá börnunum okkar sem undu sér best
í ástríka faðminum þínum.
Þau lifa og rækta þín litauðgu blóm
með lífsglöðu börnunum sínum.
Ort í orðastað Gísla Emilssonar við andlát Sigríðar Kristinsdóttur.
T.E.
SKATA
SÖN0V4R
Flytjendur
skátar frá Akureyri
undir stjórn Ingimars Eydal
STEREO
Skátasöngvar
Tryggva komnir
á snældu
Skátafélag Akureyrar hefur
gefið út snældu með skátasöng-
vum eftir Tryggva Þorsteinsson
fyrrverandi skátaforingja og
skólastjóra á Akureyri. Tryggvi
samdi marga texta við lög úr
öllum áttum og var safn af þeim
gefið út í bókarformi í fyrra á
vegum S. K. F. A. I tengslum við
hana er svo gefin út snælda með
19 söngvum, þar sem félagar úr
Skátafélögunum á Akureyri
syngja, undir stjórn hins þekkta
tónlistamanns Ingimars Eydal.
Það er óhætt að segja að þeir sem
einhvern tíma hafa verið skátar
munu þarna kannast við lög sem
þeir sungu þegar þeir voru í starfi
sem skátar. Þetta er því kjörin
snælda fyrir þá sem hafa einhvern-
tíman verið skátar eða þá sem nú
eru að byrja, því þessir söngvar eru
alltaf sígildir skátasöngvar.
Snældan fæst í öllum hljóm-
plötuverslunum á Akureyri og í
Reykjavík fæst hún í Skífunni,
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur,
Hljómdeild Fálkans og Skátabúð-
inni.
(Fréttatilkynning)