Dagur - 03.01.1979, Blaðsíða 3
Listi yfir gjafir og áheit til
Dýraverndunarfélags Akureyrar
Úr söluhverfi J.S. kr. 315.00, Úr
söluhverfi G.Kn. kr. 600.00, G.H.
(J.Ó.) kr. 600.00, Kr. St. kr. 180.00,
Synir Á. Þorl., sölulaun kr. 800.00,
K.G. og Þ.E. sölulaun kr. 1.780.00,
Áheit N.N. kr. 10.000.00, N.N. kr.
10.000.00,
Samtals kr. 24.275.00
Ennfremur móttekið til Dýra-
verndarans kr. 12.000.00
Með kæru þakklæti
Dýraverndunarfélae Akureyrar.
AKUREYRARBÆR
Auglýsing um lausar
íbúðarhúsalóðir
Upplýsingar um nýjar íbúðarhúsalóðir fyrir einbýl-
ishús, raðhús og fjölbýlishús eru veittar á skrifstofu
bvqqinqarfulltrúa, Geislagötu 9 í viðtalstíma kl.
10.30-12.00 f.h.
Umsóknarfrestur er til 16. janúar n.k. Nauðsynlegt
er að endurnýja eldri umsóknir.
Byggingarfulltrúi Akureyrar
Úrskurður um lögtök
Hér með úrskurðast lögtök hjá gjaldendum á Ak-
ureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu fyrir þeim hluta
eignarskattsauka, sérstaks tekjuskatts samkvæmt
bráðabirgðalögum nr. 96, 1978, sem í gjalddaga
féll 1. nóvember og 1. desember og ógreiddur er.
Fara lögtök fram að liðnum 8 dögum frá birtingu
úrskurðar þesss.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaður-
inn í Eyjafjarðarsýslu 15. desember 1978.
fbúðir
Höfum nú til sölu íþúðir við Keilusíðu 6 til 8. (búð-
irnar eru 2ja 3ja og 4ra herbergja og seljast tilbúnar
undir tréverk með frágenginni sameign. Lán frá
Hsunæðismálastofnun er 5,5 milljónir króna.
Teikningar og aðrar upplýsingar á skrifstofu.
Þinur h.f.,
Fjölnisgötu 1, sími: 22160
AUGLÝSIÐ í DEGI |
Silfurtúnglið
Ýmislegt hefur blaðinu borist um
jólaleikrit sjónsvarpsins og þar sem
það er allt á einn veg, er nægilegt að
birta eitt bréf af þeim umsögnum
og það hljóðar svo:
„Á annan í jólum 1978 var sýnt í
sjónvarpinu leikritið Silfurtunglið
eftir Halldór Laxness. Hinn 28.
desember sá ég í tímanum um-
sagnir sex manns um leikinn og bar
enginn þeirra lof á hann. Furðar
mig það ekki.
Mér finnst ekki annað hægt en
að láta í Ijósi vanþóknun yfir því,
að sjónvarpið skuli senda lands-
mönnum annann eins óþverra á
ORÐ DAGSINS
SÍMI - 2 18 40
Blönduós-
kirkju berst
dánargjöf.
Nýlega barst Blönduóskirkju veg-
leg dánargjöf, en Anna Guðrún
Guðmundsdóttir, er nýlega látin,
ánafnaði kirkjunni húseign sína
Njálsgötu 74, í Reykjavík, eftir sinn
dag, til minningar um mapn sinn
Árna Ólafsson, rithöfund og bóka-
útgefanda, en hann var fæddur og
ólst upp á Blönduósi.
Mun andvirði húseignarinnar
verða varið til byggingar nýrrar
kirkju á Blönduósi.
Við guðþjónustu í Blönduós-
kirkju þann 3. des. s.l. þakkaði
sóknarprestur sr. Árni Sigurðsson,
gjöfina fyrir hönd safnaðarins.
Minningar-
gjöf til
Undirfells-
kirkju í Vatnsdal
Á s.l. sumri færðu systkinin frá
Haukagili í Vatnsdal, A-Hún,
Konráð, Kristín, Haukur, Svava og
Sverrir, Undirfellskirkju í Vatns-
dal, að gjöf kr. 500. þús. og var
sóknarnefnd afhent gjöfin að við-
stöddum sóknarpresti sr. Árna Sig-
urðssyni í samsæti að Húnavöllum.
Fjöfin er gefin til minningar um
foreldra þeirra systkina, Eggert
Konráðsson, hreppstjóra á Hauka-
gili, en hann hefði orðið 100 ára á
þessu ári og konu hans Ágústínu
Grímsdóttur, sem hefði orðið 95
ára.
Sóknarprestur og formaður
sóknarnefndar Undirfellasóknar
Irtgvar Steingrímsson, bóndi á
Eyjólfsstöðum, þökkuðu gjöfina
fyrir hönd safnaðarins.
ÞORLEIFUR MEIDDUR
Á laugardaginn kemur KR norður og leikur við KA í annarri
deild handbolta. Þeir eru með eitt sterkasta liðið í deildinni og
verða því KA menn að taka á sínum stóra ef þeir ætla að leggja
þá af velli. Þorleifur Ananíasson fyrirliði KA leikur ekki með,
en hann slasaðist á æfingu fyrir skömmu og má ekki leika í
a.m.k. í einn mánuð. Áhorfendur er hvattir til að fjölmenna í
skemmuna og hvetja KA til sigurs í þessum leik.
jólunum og eyða í það að sögn 40
milljónum króna.
I leiknum er einkum höfðað til
lægstu hvata manneskjanna og
einskis svifist til að eyðileggja og
drepa hinar bestu og helgustu til-
finningar, sem mennirnir bera í
brjósti, einkum mæðurnar.
f leiknum kemur fram á sviður
peningagráðug mannskepna, sem
með fagurgala og gylliboðum
lokkar móður frá litlu bami sínu
upp á leiksviðið til að sýna móður-
ástina, sem á eftir er dregin í svaðið
af leikstjóra og leikendum.
Loks kemur fram á sviðið sam-
viskulaust manndýr, sem kaupir
móðurina og fer með hana eftir
sínu innræti og fleygir henni síðan
frá sér, útúr-drukkinni eins og
hverju öðm ónýti. Annað, sem sýnt
er á sviðinu er einskisvert glys og
skepnuskapur.
Sárt er að sjá íslenska leikendur,
sem vafalaust eru flestir besta fólk,
ginnta til að sýna þennan ógeðslega
leik.
Að lokum vil ég vona, að ís-
lenska sjónvarpið bæti ekki svörtu
ofan á grátt með því að senda þetta
afrek sitt úr landi, sér og þjóðinni til
skammar.
Alfreð Ásmundsson."
Þorleifur Ananíasson fvrirliði KA f handknattleik meiddist illa á æfingu fvrir
skömmu og getur því ekki leikið með liði sínu næstu leiki.
Happdrætti
Framsóknar-
manna
Þeir sem fengið hafa heimsenda
happdrættismiða á Akureyri frá
Framsóknarflokknum eru
vinsamlegast beðnir
að gera skil á afgreiðslu Dags
Tryggvabraut 12. Drætti frestað.
Framsóknarfélag Akureyrar.
DAGUR.3