Dagur - 22.02.1979, Síða 5

Dagur - 22.02.1979, Síða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Frumvarpið um efnahagsmál Frumvarp forsætisráðherra um efnahagsmál, sem nú er mjög til umræðu, er byggt á samstarfsyfir- lýsingu núverandi stjórnarflokka, greinargerð með desemberlögun- um og í þriðja lagi byggist það á tillögum ráðherranefndarinnar. Fyrsti kaflinn, sem fjallar um stefnumótun efnahagsmála er efnislega samhljóða niðurstöðum ráðherranefndarinnar og einnig samráðin við stéttasamtökin, sem um er fjallað í öðrum kafla. Þriðji kaflinn er um ríkisfjármálin og er einnig í meginatriðum samhljóða ráðherranefndinni. En sú grein hefur verið rangtúlkuð hjá Al- þýðubandalaginu. I 12. grein þriðja kaflans eru ákvæði um, að heildartekjur og gjöld ríkissjóðs haldist innan marka, sem svarar til 30% af vergri þjóðarframleiðslu áranna 1977 og 1978 og er það með samþykki allra stjórnarflokka. Þar er einnig ákvæði um möguleika til frávika, ef atvinnuöryggið krefðist þess. Fjórði kaflinn, sem fjallar um fjárfestingar og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar, er einnig í megindráttum í samræmi við álit ráðherranefndarinnar. Fimmti kaflinn, sem fjallar um peninga- og lánamál, er að verulegu leyti í samræmi við áiit ráðherranefnd- arinnar. Það ákvæði er þó nýtt, að stefnt skuli að því, að aukning peningamagns í umferð fari ekki yffir tiltekið hámark 1979. Hér er um stefnumið að ræða. Um efni sjötta kaflans, sem fjallar um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, var ráðherranefndin ekki sammála. Kaflinn er byggður á því, að allir stjórnarflokkarnir eru fylgjandi verðtryggingu, þótt þeir vilji ganga mismunandi langt. Sjöundi kaflinn, sem fjallar um verðbætur á laun, gat ekki stuðzt við álit ráðherranefndarinnar, því að hún hafði algera eyðu í áliti sínu varðandi þetta atriði. Áttundi kaflinn, sem fjallar um vinnumarkaðsmál, og 9. kaflinn, sem fjallar um verðlagsmál, eru að öllu leyti byggðir á áliti ráðherra- nefndarinnar, nema að gildistöku verðlagslaganna frá í fyrra er flýtt um tvo mánuði. Það, sem hér hefur verið rakið, sýnir glöggt, að forsætisráðherra hefur í meginatriðum bundið sig við það, sem samkomulag var orðið um hjá stjórnarflokkunum. Um viss atriði var híns vegar ekki orðið samkomulag. Þar setur hann fram sínar eigin hugmyndir, en ekki sem úrslitakosti. Nú er það hinna flokkanna að koma með sínar tillögur um þau efni og sjá hvort ekki næst um þær sam- komulag. Sæbjörg ísleifsdóttir Með Sæbjörgu ísleifsdóttur er farin sannkölluð gæðakona. Hún gekk hljóðlega um garðinn og lætur eftir sig bjartar minningar. Hún var fædd að Ósi í Hjaltastaðaþinghá 6. júlí 1881. Foreldrar hennar voru Lukka Jónsdóttir og Isleifur Sæ- björnsson. Hún var næstelst í hópi 7 systkina. Komust af þeim 6 til fullorðinsára. Þegar hún var á fyrsta ári fluttist hún með foreldr- um sínum að Steinboga í sömu sveit. Nokkru síðar fluttist hún að Ekru til Gróu Magnúsdóttur og Jóns Stefánssonar. Reyndist Gróa henni sem besta móðir, er Sæbjörg mat mikils alla tíð. Þau Gróa og Jón höfðu tekið sér fósturdóttur, Jónínu Hermannsdóttur. Kærleik- ar miklir tókust með þeim Jónínu og Sæbjörgu, sem héldust, meðan báðum entist líf. Sæbjörg réð sig eftir fermingu að Dratthalastöðum, næsta bæ við Ekru, til hjónanna Þorgerðar Snorradóttur og Þórólfs Richardssonar. Eftir lát Þorgerðar var hún ráðskona hjá Þórólfi, uns þau gengu í hjónaband árið 1901. Hún var þá tvítug að aldri. Þótt húsmóðirin væri ung, sýndi hún brátt, hvað í henni bjó. Hún ávann sér þegar traust og virðingu. Hjá þeim voru tvö börn frá fyrra hjónabandi Þórólfs. Voru þau hjá þeim fyrstu árin og dáðu mjög, Sæbjörgu. Hélst sú vinátta alla tíð. Hið sama má segja um tengdaföður hennar, Richard, sem fluttist til þeirra eftir það, að þau giftu sig. Hann var hjá þeim þangað til hann dó árið 1908. Mat hann mikils tengdadóttur sína. Árið 1902 flutt- ust þau að Ekru í Hjaltastaða- hreppi og þaðan eftir 5 ár að Húsey í Hróarstungu. Þar bjuggu þau til ársins 1923, er þau fluttu að Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Á meðan þau dvöldu í Húsey, hafði hún einnig foreldra sína hjá sér í 7 ár. Það sem hér hefur verið skráð, hvað er það í raun og veru? Örlítið brot úr ramma, æviferli skilnings- ríkrar konu, sem ég vil kalla ein- stæða konu. Vitnisburðir þeirra, sem þekktu hana, hníga allir á einn veg: „Hún Sæbjörg var góð kona." Ævistarf hennar var ekki vanda- laust. Ætíð var margt fólk í heimili. Oft reyndi á. Æðruleysi, varð að sýna, umhyggju og hagsýni í hví- vetna. Þau hjónin fluttu frá Bakkagerði til Ákureyrar árið 1930 með sonu sína báða, Björn og Ric- hard. Tuttugu og þriggja ára stúlku höfðu þau misst árið 1926 og sökn- uðu hennar mjög. Söllu Rögnu Sigmarsdóttur tók Sæbjörg að sér fjögurra ára og var hún hjá henni þar til hún gifti sig. Eiríkur Þor- steinsson sem var fóstursonur Þór- ólfs og fyrri konu hans og ólst upp hjá Sæbjörgu, leit á hana sem fóst- urmóður sína. Mann sinn missti Sæbjörg árið 1934 eftir erfiða sjúk- dómslegu. Eftir það hélt hún um hríð heimili með sonum sínum og fósturbörnum. Síðari ár naut hún umhyggju sona sinna og tengda- dóttur, þar sem sonardætur hennar, Anna María og Sæbjörg Ingigerður nutu ástríkis ömmu sinnar. Emil Sigurðsson var einnig hjá henni í um 40 ár. Fyrir nokkrum árum keypti hann íbúð ásamt Birni, þar dvaldi hún nú síðast þar sem Björn hjúkraði henni af sérstakri alúð þar til yfir lauk. Hún fékk þá ósk upp- fyllta, að hún þyrfti ekki að dvelja lengi í sjúkrahúsi Hún lést 18. janúar síðastliðinn eftir stutta legu. Á efri árum er kraftar hennar tóku að þverra bar hún enn reisn sem fyrr. Leit hún björtum augum á lífið framundan, þakkaði fyrir liðnu árin. Hún var fastheldin á þau innri verðmæti, sem henni höfðu hlotnast í æsku, sem létt höfðu henni gönguna hvort sem brautin var grýtt eða slétt. Kyrlátt, hlýlegt viðmót hennar var túlkun á orðum postulans, sem ritaði: „Ég veit, á hverjum ég hefi fest traust mitt.“ Kemur þetta vel fram í eft- irfarandi versi sem hún gerði. „Það haustar að og húmið færist yfir, ég hugrökk er á meðan andinn lifir, i sannri trú á Drottins dýrð og mildi, það dugir mér ef Iffið hverfa skyldi.“ Stundum er lærdómsríkt að staldra við og virða fyrir sér hina eldri, sem með þögulli rósemi eru að kveðja leiksvið lífsins. Jafnvel eftir að tjaldið fellur, geymist mynd þeirra til blessunar þeim, sem meta nokkurs fagurt mannlíf. Ég vil ljúka þessum orðum með því að birta kafla úr afmælisgrein sem „ferðafélagi" skrifaði á sjötugs afmæli hennar. „Þeir sem kynnst hafa Sæbjörgu, munu allir telja það sér til ávinn- ings. Hið glaða ljúfa viðmót, og hlýjan er streymir frá henni til samferðamanna, hafa skapað henni varanlegar vinsædir. Þess vegna er hún gæfukona, þrátt fyrir það þó hún hafi eins og svo margir, orðið fyrir ástvinamissi á farinni leið. Þeir eru sælir sem eiga slíkan innri auð, og miðla honum til sam- ferðamanna, en það gera þeir margir, er fara hljóðlega og há- vaðalaust sína götu, eins og þessi kona. Sæbjörg er enn þá sveitabarn og minningar þær, er hún á frá hinum gróðursælu bemskustöðvum, þar sem hún með manni sínum byggði grundvöllinn undir framtíð barna þeirra, mun fylgja henni ávalt og verða ljósgeisli fram á veginn. Á þessari umbrotaöld, þegar stórvirkar vélar erja jörðina og jarðýtur velta grettistökum, gleym- ist það stundum, að heima í húsinu er konan, móðirin, að hlúa að ný- græðingnum. Heima í bænum sín- um er hún að velta „að sínu leiti“ jafn stóru bjargi og jarðýtan, svo að rækta megi upp siðferðislega heil- brigt og sterkt þjóðfélag með mót- stöðuaf! gegn ásóknum skaðlegra þjóðfélagsmeina." Nú lokið degi lífs þíns er, og letrað allt hans skriftamál. En friður Guðs, sem fylgdi þér, bar fagurt vitni þinni sál. Þig leiddi Drottins líknarráð á langri ferð um jarðarsvið, og lífið þitt í lengd og bráð bar ljósan vott um hjartafrið. Því um þig lukti andblær hlýr, og aldrei nafn þitt skugga bar, þér gleði vakti gróður nýr, sem gjafaranum þakkað var. Og hvar sem helst um byggð og bó þú barst það ljós, er fegurst skín, og vinir sem þér veittu skjól, þeir voru dýrmæt gjöf til þin. Þig ætíð vermdi andans glóð um æviskeið að hinstu stund, og fyrir Jesú fórnarblóð, í friði leiðstu Guðs á, fund. Vinur. -------------^---------------- Sjómanna minnst að Nesi í Aðaldal Laugardaginn 17. febrúar fór fram minningarathöfn í Nesi í Aóaldal, úm tvo menn, sem týndust á Skjálfanda með mótor- bátnum Þistli 15. janúar í vetur. En það voru þei'r Guðmundur Baldursson frá Bergi og Kristján Arnbjörnsson frá Bergsstöðum. Athöfnin var fjölmenn. Minningarræðu flutti séra Sigurður Guðmundsson, prófastur á Grenjaðarstað og flutt voru minn- ingarkvæði eftir Heiðrek og Valtý Guðmundssyni og Brynhildi Bjarnadóttur frá Hvoli. Skákþingi Akureyrar lauk i síð- ustu viku. Keppendur voru 16 talsins, 5 tefldu í A flokki og 11 í B flokki. I A flokki var tefld tvöföld umferð. Gerðist keppnin þar strax mjög spennandi. þar sem hver skák gat ráðið úrslitum um efsta sætið. Eftir mikinn darrað- ardans urðu þeir Kári Elíasson og Gylfi Þórhallsson efstir og jafnir með 51/: af 8 mögulegum. Sigur Gylfa kom lítið á óvart, þar sem hann hefur verið einn af okkar snjallari skákmönnum um árabil. En lyftingamaðurinn Kári Elías- son sannaði það áþreifanlega að hann er ekki síður sterkur and- lega en líkamlega! Ákváðu þeir félagar helgina eftir að tefla 4 skáka einvígi um nafnbótina. „Skákmeistari Akureyrar 1979". Að sjálfsögðu gefa fjórar skákir gleggri mynd af styrkleika kepp- enda. heldur en tvær. Þriðji varð svo Jón Björgvinsson með 5 vinninga, Jón tefldi ofl mjög vel og átti að mínu mati skilið að vera með Kára og Gylfa í efsta sætinu. Arngrímur Gunnhallsson skrifar um SKÁK Efstur í B flokki varð Níels Ragnarsson með 8'/: vinningaf 10 mögulegum. I öðru til þriðja sæti urðu þeir Ragnar Ragnarsson og Pálmi Pálmason með l'h vinning. Nú skulum við líta á aðra skák- ina sem sigurvegararnir tefldu. Skákin var tefld í 6. umferð. Hvítt: Kári Elíasson. Svart: Gylfi Þórhallsson. Sikileyjarvörn. 1. e4-c5 2. Rf3-a6 3. b3-Rc6 4. Bb2-d6 5. d4-cxd4 6. Rxd4-Rf6 7. Bd3-Rxd4 (Ef 15.—Be6 þá 16. Bxb7.) 16. Had!-Ke7 (Það er heldur nöturlegt að leika svona leik, en hvað á svartur að gera? T. d. 16-Be7 þá kentur 17. f4 o. s. frv.) 17. f4!-Hd8 18. Dg3— (Að sjálfsögðu ekki 18. fxe5? vegna 19. Bc5+ og hvitur tapar drottningunni.) 18. —exf4 19. Dh4t-Ke8 20. Dxh7-De7? 21. Bd5-Be6 22. Bxe6-Dxe6 23. Hdel-Bc5 + 24. Khl-Be3 25. Hxf4-Bxf4 26. Hxe6 + -fxe6 27. Dxg6 + -Kd7 28. Df7 + -Kc6 29. Dxe6 + -Kd7 30. De4 + -Kd7 31. Dxb7 + -Ke6 32. g3-gefið Arngr. Gwmhallsson Þessi Ijósmynd barst blaðinu nýlega. Hún er sögð frá 1919 og er frá fimleikanáskeiði Ung- mennafélags Akureyrar. F. v.: Snæbjörn Þor- leifsson, Guðmundur Baldvinsson, Steindór Hjaltalín, Finnur Níelsson, Friðþór Jakobs- son, Zophonías Árnason, Hallfreð Sigtryggs- son, Eggert Stefánsson, Ingólfur Pálsson, Steingrímur Kristjánsson, Sveinbjörn Lárus- son og Ragnar Davíðsson. Það er kennarinn, Sigurliði Kristjánsson, sem situr fyrir miðju. Leikstjóri: Einar Þorbergsson, kennari. Söngstjóri: Sigrún Harðardóttir, kenn- arí. Leikmynd: Ólafur Guðmundsson og Hrönn Eggertsdóttir, kennarar. Bún- ingar: Þóra Þorvaldsdóttir,. kennari. Dansa æfði: Guðrún Margrét Þorbergs- dóttir, nemandi framhaldsdeildar G.H. Gagnfræðaskóli Húsavikur frumsýni sjónleikinn, Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson, föstudag- inn, 9. febrúar s.l. i samkomuhús- inu á Húsavík. Áður hefur verið frá því sagt í Degi, að sýningin er tengd aldarafmæli Benedikts Bjömsson- ar, skólastjóra. Skemmst er frá að segja, að sýn- ingin var Ijómandi skemmtileg á að horfa og gaman var að skynja lif- andi áhuga ungu leikaranna á verkefnum sínum. Þeir kunnu vel hlutverkin sín, en nokkuð vantaði á, að framburðurinn væri góður. Talið er, að ungt fólk á Islandi sé ekki ýkja feimið, þótt svo væri, hljóta hinir ungu leikarar gagn- fræðaskólans að hafa þurft að beita sig miklum aga, til að geta komið svo frjálslega og fallega fram fyrir áhorfendur og þeir gerðu í sýningu sinni á Nýársnóttinni. Sviðsmynd úr Nýársnóttinni. Talið frá vinstri: Áslaug álfkona, Anna Sigriður Jónsdóttir; Guðrún, Arnþrúður Kristjánsdóttir; Ljósbjört, Vilborg Svcrrisdóttir; Mjöll, Hólmfriður Garðarsdóttir; Jón, Guðntundur Á. Ólafsson; Hciðbláin, Guð- rún Ingimundardóttir. 8. Bxd4-e5 9. Bb2-d59? (Tapleikurinn, svartur þurfti að undirbúa þennan leik miklu betur. Nú opnast miðborðið hvitum f hag.) 10. exd5-Dxd5 11. 0-0!-Bd6 12. Rc3-Dc6 Stöðumynd 13. Re4!— (Hvítur notfærir sé skemmtilega hvað svörtu mennirnir standa illa.) 13. —rxe4 14. Bxe4-Dc7 15. Dd3!-g6 Efni leiksins er æfintýri um huldufólk og mennskt fólk, falleg sönglög og dansar. Sumir dansarnir voru færðir í nútimalegan búning, ættaðan frá heitum löndum t suðri. Sjálfsagt hafa þeir verið dansaðir með öðrum hætti, þegar Nýárs- nóttin var sýnd í fyrsta skipti árið 1871, en fáir munu vera til frá- sagnar um, hvernig huldufók dansaði á fslandi á liðnum öldum. Hugþekkur og fallegur var söngur Arnþrúðar Kristjánsdóttur, sem lék mannska stúlku og Guðrúnar Ingi- mundardóttur, sem lék álfamey. Leikstjórinn, Einar Þorbergsson, söngstjórinn, Sigrún Harðardóttir og sú, sem æfði dansana, Guðrún Margrét systir leikstjórans, eru öll nýflutt til Húsavíkur og er mikill fengur að þeim fyrir hverja byggð, er þau fóstra. Þorm. J. Gagnfræðaskóli Húsavíkur: Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson. Júdómót í Reykjavík Kökubasar KA Á laugardaginn heldur knattspyrnudeild KA kökubasar á Hótel Varðborg og hefst hann kl. 15.00. Þar verða á boðstólum gómsætar kökur bæði rjómatertur og fl. Vissara er fyrir þá sem ætla að kaupa tertu að koma tímanlega þvf á síðasta kökubasar seldist upp á örfáum mfnútum. Það sem inn kemur á basarnum rennur til styrktar knattspyrnudeildinni, en knattspyrnumenn félagsins verða í eldlinunni i allt sumar i öllum flokkum. Þá eru það vinsamleg tiimæli til þcirra sem vilja gefa köku á basarinn að hafa samband við Gullý f sfma 21885 eða Laugu f síma 21879. Þann 11. febrúar s. 1. fóru 3 judomenn suður til Reykja- víkur á vegum judoráðs Ak- ureyrar. Þeir kepptu þar á móti sem sérstaklega var ætlað þeim sem ekki hafa náð 2. kyu, en til glöggvunar má geta þess að þeir sem hafa náð bestum árangri á Akur- eyri eru 4. kyu. Keppendum var skipt í þrjá þyngdarflokka. Kristján Þor- kelsson, er glímdi í þyngsta flokknum, veitti andstæðingum sínum harða keppni og lenti í 4. sæti. I léttasta flokknum glímdu þeir Jón Hjaltason og Brynjar Aðalsteinsson. Jón varð í fyrsta sæti og Brynjar í þriðja. Er þetta mjög góður árangur hjá Bryn- jari er glímdi við sér þyngri menn. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í síðasta tölublaði að í sambandi við Hermannsmótið á skíðum, var rangt farið með nafn þess er af- henti Helgubikarinn. Það var Björg Finnbogadóttir sem gaf bikarinn og afhenti hún hann við verðlaunaafhendingu í Skíðahótelinu í mótslok. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Punktamót unglinga á Dalvík Um næstu helgi verður haldið á Dalvík punktamót unglinga í alpagreinum skíðaíþróttarinn- ar. Mót þetta átti að fara frarn á Húsavík en vegna snjóleysis varð að færa það til Dalvikur. Á Dalvík eru margir sem æfa skíðaíþróttina og þar er aðal- þjálfari Viðar Garðarsson frá Akureyri. Verðlaunaafhending Á sunnudaginn verður siðbúin verðlaunaafhending fyrir yngstu knattspyrnumenn KA, og fer hún fram f Dynheimum. Þar verður duglegum KA strákum og stelpum veittar viðurkenningar fyrir góð skot síðasta sumar. Þar verður einnig eitthvað til skemmtunar og gefnar verða hinar vinsælu pylsur og gos. Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum innanhúss: ÚRSLIT 800 m hlaup kvcnna. 1. Ragnheiður Ólafsd. FH 2.26.6 2. Thelma Björnsdóltir UBK 2.30.9 3. Aðalbjörg Hafsteinsd.Árm 2.34.0 4. Anna Hannesdótlir ÚlA 2.37.5 5. Hrönn Guðmundsd. UBK 2.37.7 6. Valdis Hallgrímsdóttir KA2.4I.7 800 m hlaup karla 1. Steindór Trvggvason KA 2.09.1 2. Jónas Clausen KA 2.13.2 3. Aðalst. Bernharðsson KA 2.13.3 4. Steindór Helgason KA 2.16.2 Kúluvarp karla 1. Hreinn Halldórsson KR 19.78 m 2. Guðni Halldórsson KR 17.55 m 3. Óskar Reykdalsson KA 15.23 m 4. Elías Sveinsson FH 13.95 m Kúluvarp kvcnna. 1. Guðrún Ingólfsd. Árm. 12.95 m 2. Dýrfinna Torfad. KA 9.88 m 3. Irts Grönfelt UMSB 9.58 nt Hástökk kvcnna 1. (ris Jónsdóttir UBK 1.60 2. Inga Úlfsdóttir Afturclding 1.50 3. Þórunn Sigurðardóttir KA 1.50 50 m hlaup karla 1. Oddur Sigurðsson KA 5.8 2. Þorvaldur Þórsson |R 5.9 3. Guðlaugur Þorsteinsson ÍR 5.9 4. Elias Sveinsson FH 6.0 50 m hlaup kvcnna. 1. Lára Svcinsdóttir Árm. 6.4 2. Sigríður Kjartansdóttir KA 6.6 3. Ásta Gunnlaugsdóttir UBK 6.6 4. Hólmfr. Erlingsd. UMSE 666.6 Langstökk karla 1. Jón Oddsson KA 7.02 2. Oddur Sigurðsson KA 7.87 3. Friðrik Þ. Óskarsson lR 6.79 4. Aðalst. Bernharðss. KA 6.55 1500 m hlaup karla 1. Steindór Trvggvason KA 4.23.3 2. Jónas Clausen KA 4.36.9 3. Bjarni Ingibergss. UMSE 4.43.1 Kvcnna boðhlaup 1. Sveit FH 2. Sveit UMSB 3. Sveit UBK 4. Sveit KA Karlaboðhlaup 1. sveit KA Hjörtur. Aðalsteinn. Steindór. Oddur 2. Sveit UBK 3. Sveit IR 4.03.6 4.09.8 4.11.6 4.13.2 3.23.3 3.383 3.48.6 50 m grindahlaup karla 1. Elias Sveinsson FH 6.9 2. Þráinn Hafsteinsson |R 7.5 3. Þorsteinn Þórsson UMSS 7.5 4. Vésteinn Hafsteinsson KA 8.1 50 m grindahlaup kvcnna 1. Lára Sveinsdóttir Árm. 7.1 2. Helga Halldórsdóttir KR 7.4 3. Sigriður Kjartansdóttir KA 7.7 4. Hólrnfr. Erlingsd. UMSE 8.4 Þristökk 1. Friðrik Þór Óskarsson ÍR 14,92 2. Jón Oddsson KA 13.85 3. Aðalst. Bernharðss. KA 13.82 Langstökk kvcnna 1. Lára Sveinsdóttir Árnt. 5.61 2. Jóna Grétarsdóttir Árm. 5.38 3. Sigriður Kjartansdóltir KA 5.33 JÓN HJALTA SON í FYRSTA Myndin sýnir frjálsiþróttalið KA, en það hefur, ásamt fleiri félagsmönnum getið sér góðan orðstfr. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.