Dagur


Dagur - 15.03.1979, Qupperneq 4

Dagur - 15.03.1979, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Hvar er valdið? í útvarpsumræöum frá Alþingi fyr- ir rúmri viku bar Ingvar Gíslason fram spurningar um, hvar væri að finna „valdið“ í þjóðfélaginu? Spurning þessi er ekki út í bláinn, því ekki virðist alltaf Ijóst, hverjir fara með hið raunverulega vald. Svo virðist, sem Alþingi sé stór- lega valdskert stofnun og ríkis- stjórnin virðist heldur ekki hafa það vald, sem flestir vilja trúa. Þessar staðreyndir rifjast upp þegar litið er til stórviðburða síð- ustu daga á stjórnmálasviðinu. Flest bendir nú til, að ríkisstjórn sú, sem mynduð var af vinstri flokkunum síðastliðið haust, standi nú höllum fæti, þó ekkert verði fullyrt um afgreiðslu Alþing- is á efnahagsmálafrumvarpi Ólafs Jóhannessonar, sem hann mun nú leggja fram á Alþingi, sem eig- ið frumvarp en ekki stjórnarfrum- varp. Ef ríkisstjórnin fellur á efna- hagsfrumvarpinu, er látið svo, að það sé vegna fyrirhugaðra að- gerða í efnahagsmálum. En hið furðulega er það, að hér er ekki um málefnaágreining meðal ráð- herra ríkisstjórnarinnar að ræða. Hið sanna er, að fulit sam- komulag var innan ríkisstjórnar- innar sunnudaginn 11. þ.m. um efni og form frumvarps til laga um efnahagsmál. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins, Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds, samþykktu fyrirvaralaust stuðning sinn við frumvarpið og stóðu að því með samráðherrum sínum, að fela forsætisráðherra að flytja málið sem stjórnarfrum- varp. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins voru frumvarpinu fyllilega meðmæltir, enda hafði forsætis- ráðherra tekið margt inn í greinar þess samkvæmt ósk þeirra. Þetta margrædda frumvarp var sameig- inlegt framlag allra ráðherranna til lausnar á efnahagsvandanum. En Þjóðin átti eftir að verða vitni að því, að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins eru ekki sjálfráðir gerða sinna. Þeir reyndust valda- og áhrifalausir gagnvart öflum ut- an Alþingis og ríkisstjórnar. Þeir urðu að beygja sig fyrir fámennri klíku, stjórnar Alþýðusambands Islands, undir forystu Ásmundar Stefánssonar hagfræðings. Hans virðist valdið en ekki ráðherra. Það er nærtækt, að bregða ráð- herrum Alþýðubandalagsins um geðleysi, en svo þarf þó ekki að vera. Verið getur, að þeir séu leik- soppar öfugsnúins ástands í stjórnmálum og brenglaðra valdahlutfalla í þjóðfélaginu, þar sem hagfræðingur ASI' hefur meiri völd en þrír ráðherrar eða heil rík- isstjórn. Búnaðarþing lauk störfum 10. mars og hafði þá setið á rök- stólum í þrjár vikur og afgreitt 51 mál af 55, sem á dagskrá komu. Áttatíu ár eru frá stofnun Búnaðarfélags fslands og er þetta því tímamótaár í sögu þess, en einnig hafði það nú til meðferðar yfirgripsmeiri og flóknari mál en oftast áður. Þingið sitja 25 kjörnir fulitrúar búnaðarsambandanna, auk Stefán Halldórsson. stjórnar og starfsmanna sam- takanna. Blaðið leitaði fregna af þinginu hjá Stefáni Halldórs- syni, bónda á Hlöðunt, eyfirsk- um fulltrúa á þinginu og hafði hann þá m.a. eftirfarandi að segja í stuttu viðtali: Að þessu sinni voru mörg mál til umræðu og afgreiðslu og sum óvenjulega umfangsmikil og sein- unnin. Var þetta eitt vinnufrekasta þing, sem ég hef setið. En hæst bar framleiðslu-og markaðsmál land- búnaðarins. Markaðs- og fram- leiðskimál Tvö erindi lágu fyrir þinginu um markaðsmálin, raunar að mestu um sama efni. Fyrst og fremst var það frumvarp landbúnaðarráð- herra, sem hann lagði fram á al- þingi rétt fyrir jólin og byggt var að mestu á niðurstöðum sjömanna- nefndarinnar, sem menn kannast nú við. Það frumvarp er fram komið vegna knýjandi vanda land- búnaðarins um þessar mundir og snertir einkum það, sem kallað hefur verið offramleiðsluvanda- mál. En hitt erindið er frumvarp, sem landbúnaðarráðherra hefur látið semja og það fjallar um heildarbreytingar á lögum um framleiðsluráð og er það viðamikill bálkur, sem ekki hefur verið lagður fram á Alþingi, og var nú vísað til Búnaðarþings, að mestu í formi nefndarálits fimm manna, sem um þetta hafa fjallað síðan 1976 og landbúnaðarráðherra skipaði þá til þessara starfa. Nefndin var þannig skipuð, að þrír voru frá bænda- samtökunum og tveir frá aðilum vinnumarkaðarins. Þessi nefnd klofnaði og skilaði tveim tillögum. Búnaðarþing tók undir álit meirihlutans, skipuðum fulltrúum frá bændasamtökunum, en áliti minnihlutans var hafnað. Greinargerðir og álit voru nokkuð á annað hundrað blaðsíður og gefst tæplega rúm til að rekja það í ein- stökum atriðum að þessu sinni, þótt þar sé ýmislegt merkilegt að finna. En mál þetta, ásamt frumvarpi ráðherra, sem fram var lagt fyrir jólin, tók mikinn tíma Búnaðar- þingsins, sem eðlilegt er. Þá lá enn fyrir álit landbúnaðarnefndar neðrideildar Alþingis um breyting- ar, sem fylgiskjal. Það mál var einnig afgreitt í þá veru, sem land- búnaðarnefndin lagði til, ásamt at- hugasemdum, sem ekki voru mjög veigamiklar. Lausaskuldir í föst lán? Nefna má, að samþykkt var frumvarp, sem samið hefur verið um að breyta lausaskuldum bænda í föst lán, í formi bankavaxtabréfa, sem veðdeild Búnaðarbankans á að gefa út og á að vera aðstoð við þá bændur, sem hafa á sér mikið af lausaskuldum vegna framkvæmda á síðustu árum. Eigumvið aðflytja út kiöt á láguverði? til að geta haldið áfram útflutningi á ullar- og skinnavörunum vinsælu? Stefán Halldórsson segir frá nýafstöðnu Búnaðarþingi INGOLFUR GUÐBRANDSSON, FORSTJÓRI ÚTSÝNAR: UTSYNARKVÖLDIÐ I S JÁLFST ÆÐISHÚSINU Eftir 24 ára starf sem er vel þekkt og metið af alþjóð getur Ferðaskrifstofan Otsýn ekki talist neinn viðvaningur, hvorki í skipuiagningu ferða- laga né ferðakynninga. Ferða- kynningar með skemmtiþátt- um eru fastur liður í starfsemi Útsýnar í Reykjavík og Útsýn- arkvöldin á Hótel Sögu mega einnig teljast landsþekkt og svo vinsæl eru þau og eftirsótt og hafa að margra dómi stuðl- að að bættri skemmtanamenn- ingu. í meira en áratug hefur Útsýn gengist fyrir ferðakynn- ingu einu sinni á ári í samvinnu við Sjálfstæðishúsið á Akur- eyri og umboð sitt þar, Bókval. Hafa samkomur þessar jafnan farið vel fram og árekstralaust. Að þessu sinni var venju frem- ur ástæða til að vænta góðs af slíkri kynningu og var mér sérstakt tilhlökkunarefni að heimsækja vini og viðskipta- menn á Akureyri og kynna þeim fyrstum landsmanna ný- útkomna ferðaáætlun ársins með fjölbreyttum og hag- kvæmum ferðamöguieikum. Fkkert var heldur til sparað af hálfu Útsýnar að gera kvöldið sem ánægjulegast, enda fékk bæði ferðakynning og skemmtiatriði ágætar undir- tektir. Ekki virðist öllum vera ljóst að Útsýn var ekki leigutaki að Sjálf- stæðishúsinu umrætt kvöld, enda er mér rekstur þess með öllu óviðkomandi. Útsýn auglýsti samkomuna á eigin kostnað og bar allan kostnað af dagskránni, en húsið lagði til hljómsveit, veit- ingar og þjónustu á eigin ábyrgð og fyrir eigin reikning og runnu allar tekjur kvöldsins, að bingó- sölu undanskilinni, óskiptar til hússins. Þar sem telja verður Sjálfstæðishúsið á Akureyri einn þekktasta veitinga- og skemmti- stað landsins utan Reykjavíkur, má hiklaust gera til þess fyllstu kröfur um gæði veitinga og þjón- ustu, enda hefur það verið reynsla mín hingað til. Þegar ég kom að Sjálfstæðis- húsinu kl. 20 að kvöldi sunnudags varð nokkur bið á að mér væri hleypt inn í húsið. Mér varð fljótt Ijóst að ekki var allt með felldu af hússins hálfu. Hver smuga var full af fólki sem beið eftir þjón- ustu. Ráðstöfun borða í húsinu var á ábyrgð forstjóra þess, en í samráði við hann tók umboðs- maður Útsýnar, Aðalsteinn Jós- epsson, frá nokkur borð og gerði í tæka tíð fulla grein fyrir þeim pöntunum við starfsfólk hússins. Svo virðist sem enginn hafi vitað hvað annar aðhafðist í þessum sökum og þótt búið væri að ráð- stafa svo mörgum borðum að ekki var einu sinni rúm fyrir starfsfólk Útsýnar. Var fólki svarað á þá leið síðdegis á sunnudag að það skyldi bara koma um 7 leytið þá fengi það borð. Niðurstaðan varð sú að fjölda fólks var vísað frá við mikla óánægju og formælingar — einnig í garð Útsýnar, en aðrir hlutu ófullnægjandi þjónustu. Mér varð það fyrst ljóst síðar að framkvæmdastjórinn mun hafa ætlað að spara í innkaupum sín- um til kvöldsins, þótt ljóst væri hvert stefndi með aðsókn og mun hvergi nærri hafa verið til nóg hráefni til matargerðar fyrir slík- an fjölda fólks, enda munu sumir hafa fengið allt annan mat en auglýstur var og orðið svo að segja að borða hann úr kjöltu sér vegna þrengsla. Kvöldverður átti að hefjast stundvíslega klukkan 20 og var húsið þá sneisafullt en ekkert bólaði á matnum. Dróst það í klukkustund fram yfir aug- lýstan tíma að maturinn væri fram borinn. Ekki var gerð nein grein fyrir þessum drætti og því ekki hægt að hefjast handa um önnur dagskráratriði á meðan. Skemmtiatriðin fóru fram með miklum ágætum og við góðar undirtektir, enda var teflt fram frábærum gítarleikara, Erni Ara- syni, og Ómari Ragnarssyni, vin- sælasta skemmtikrafti landsins. Þegar að myndasýningu kom var ekkert til reiðu af hússins hálfu og var þó vel kunnugt hvað til stóð. Þegar loks fékkst straumur á sýn- ingarvél var hljóðnemi úr sam- bandi og tók nærri hálftíma að koma honum í lag með aðstoð (Framhald ábls. 6). 4.DAGUR Þá kom frá landbúnaðarráð- herra tillaga um breytingu á jarð- ræktarlögum, þess efnis að þau yrðu sveigjanlegri og mætti sam- kvæmt þeim beina fjármagni til fleiri þátta en nú er og miðast það við nýja stöðu landbúnaðar. Bún- aðarþing klofnaði um þetta mál, þannig, að nefnd, sem um þetta fjallaði, skilaði tveimur álitum. Búnaðarþing var fremur í andstöðu við breytinguna, nema fulltryggt væri, að fé, sem veitt er samkvæmt jarðræktarlögum, þjónaði sömu markmiðum og áður og landbún- aðurinn nyti þess. Búnaðarþing var þó meðmælt því, að nota bæri fjár- magnið til framleiðsiuhvetjandi þátta, eftir því sem þörf krefði á hverjum tíma Þar var m.a. rætt um nauðsyn þess að hvetja til bættrar heyverkunar, en það vinnur tvennt í senn: Bætir fóðrið og dregur úr nauðsyn á kjarnfóðurkaupum. Breyttir búhættir En í framhaldi af þessu er vert að geta um erindi, sem lagt var fyrir Búnaðarþing um aukna aðstoð við súgþurrkun. Það var samþykkt ályktun, sem felur í sér fjögur at- riði: í fyrsta lagi, að ríkisframlag til súgþurrkunar verði greitt fyrr, í öðru lagi að unnt væri að fá hag- stæðari lán en nú fást til fram- kvæmdanna og í þriðja lagi er lögð áhersla á auknar leiðbeiningar. Síðast en ekki síst þarf að byggja upp rafveitukerfið Þó menn hafi ágæt tæki til súgþurrkunar og af- kastamikla blásara, vantar rafork- una til að þetta nýtist. Bæði eru línurnar orðnar gamlar og þær einfasa. Það er meginmálið í þessu sambandi, að fá næga raforku til að geta súgþurrkað heyið. Samþykkt var sú áskorun til stjómvalda, að þau hlutist til um að veitt verði árlega á næstu 8-10 ár- um, einn milljarður króna til að endurbyggja dreifikerfi raforkunn- ar í dreifbýlinu, miðað við verðlag þessa árs. Samþykkt var ályktun um stuðning við nýja búgrein, refarækt og í því efni samþykkt breyting á lögum um loðdýrarækt frá 1969 þess efnis að taka upp loðdýrarækt sem hliðargrein við búskapinn Talað var um refarækt fremur en minkarækt, þar sem sú grein þykir einfaldari í framkvæmd. En loð- dýrarækt byggist á innlendu fóðri að mestu og gefur mikinn gjaldeyri í aðra hönd. Talið er, að sumir bændur geti notað þau mannvirki, t.d. hlöður, sem fyrir eru, sem hús- næði fyrir refi. Áætlaður s.tofn- kostnaður við 100-150 refalæðubú er áætlaður 16 milljónir króna, auk dýranna sjálfra. Búnaðarþing hefur lagt til, að lögum verði breytt á þann veg, að þau standi ekki í vegi fyrir breytingum í búskapnum, þar sem nýjar búgreinar geta hugsan- lega leyst hinar eldri af hólmi í einhverjum mæli, sem nú er talin nauðsyn vegna offramleiðslunnar. Nýr mælikvarði Búnaðarþing samþykkti ályktun um rannsókn á þurrefnisinnihaldi mjólkur, með tilliti til breyttra út- borgunarreglna. Búið er að kanna þessi mál verulega í Vestur-Evrópu og tvær Norðurlandaþjóðirnar ætla strax á næsta ári að greiða mjólkina jöfnum höndum eftir eggjahvítu- innihaldi og fitu. Þessar þjóðir eru Noregur og Finnland. Tæki eru engin til að annast afgreiðslu á fjöldasýnum af þessu tagi og rætt var um, að koma þessari aðstöðu upp hjá mjólkursamlögum landsins eða hjá Osta-og smjörsölunni og nota það dreifikerfi, sem fyrir hendi er, Búnaðarþingið samþykkti „að stefna bæri að þessari breyt- ingu, sem byggjast þarf á rann- sóknum og síðan á aukinni og breyttri tækni.“ En út frá þessu sjónarmiði vakna ýmsar spurningar um, hvað fram- undan sé í mjólkurframleiðslunni, og á hvern hátt sé unnt að ná fram æskilegum breytingum á mjólk, með tilliti til markaðsaðstæðna. En um þessar mundir gengur erfiðlega að selja mjólkurfituna, en mun betur gengur að selja eggjahvítu, í gegnum ostana til dæmis. Má segja, að ályktun þessi sé verulega stefnumarkandi. Staða sauðf jár- ræktar Búnaðarþing lagði til, að rjúpan yrði alfriðuð næstu þrjú árin. Sam- þykkt var ályktun um stöðu sauð- fjárræktar í landinu, miðað við þjóðarhagsmuni og hvort ekki væri rétt, þrátt fyrir allt, að miða sauð- fjárræktina við verulegan útflutn- ing á kjöti, vegna þess hve mikla atvinnu hún skapar í úrvinnslu, í ullar-og skinnaiðnaðinum og hve gjaldeyrisskapandi útfluttar ull- ar-og skinnavörur eru. Talið er, að hver bóndi veiti fjórum mönnum atvinnu í úr- vinnslugreinum. Mætti þá álíta, að 16 þús. menn og fjölskyldur þeirra hafi framfæri sitt af þessari úr- vinnslu og þjónustu, auk bænda- fólksins sjálfs. Hér er átt við land- búnaðinn í heild, þótt úrvinnslu- greinarnar séu að stærstum hluta frá sauðfjárræktinni. Þó ekki fáist nema um 40% af grundvallarverði kindakjöts á er- lendum mörkuðum, verður að svara þeirri spurningu, hvort þjóð- in megi vera án þessa gjaldeyris, sem sauðfjárframleiðslan í heild skapar, ekki aðeins í kjöti, heldur einnig í ullar-og skinnavörum. En þessi útflutningur gaf sl. ár rúma 9 milljarða í erlendum gjaldeyri. Spurningin er sú, hvort ekki sé þjóðhagslega hagkvæmt að flytja út verulegt magn af kjöti á lágu verði til þess að geta flutt út ullar-og skinnavörurnar eftirsóttu. Um það á úttektin m.a. að gefa svör. Þegar fyrsta Búnaðarþing hvers fjögurra ára kjörtímabils kemur saman, er stjórn þess kosin. Að þessu sinni gaf Einar Ólafsson í Lækjarhvammi ekki kost á sér í stjórnina og í hans stað var kosinn Steinþór Gestsson á Hæli. Aðrir í stjórn eru: Ásgeir Bjarnason, for- maður og Hjörtur E. Þórarinsson. Blaðið þakkar Stefáni Halldórssyni á Hlöðum þessar upplýsingar frá nýloknu Búnaðarþingi. Sigursælir júdókappar Síðari hluti fslandsmótsins í júdó var háður í íþróttahúsi Kennaraháskólans sunnu- daginn 11. mars. Keppt var í opnum flokki karla, opnum flokki kvenna og í flokkum unglinga. Meðal keppenda voru fjórir júdómenn frá Ak- ureyri, en þeir voru: Broddi Andrésar Andar leikarnir um helgina Eins og áður hefur verið sagt frá verða Andrésar Andar- leikarnir um helgina. Það er skíðamót í Alpagreinum fyrir 12 ára og yngri. 245 kepp- endur verða á mótinu alls- staðar af að landinu. Þá verður einn kcppandi frá Noregi. Annars verður dag- skrá leikanna þessi: F östudagur 16. mars: Kl. 19.00 Skrúðganga keppenda frá Búnaðarbankahúsinu, inn miðbæinn og upp í kirkju. Kl. 19.20 Helgistund í kirkjunni. Prestur séra Pétur Sigur- geirsson. Kl. 19.35. Bæjarstjóri Helgi Bergs setur leikana. Kl. 19.45 Mótseldur kveiktur. Kl. 19.50 flugeldum skotið. (Hjálparsveit skáta). Laugardagur 17. mars: KI. 10.00 Við Stromp. Stórsvig 10, 11 og 12 ára. Við Hjalla- braut Stórsvig 7, 8 og 9 ára. Kl. 19.30. Kvöldskemmtun í Dynheimum. Verðlaunaaf- hending fyrir stórsvig. Skemmtiatriði. Dans. Kl. 22.00 Fararstjóra og starfs- mannahóf í Galtalæk í boði framkvæmdastjórnar. Sunnudagur 18. mars: Kl. 10.00 Við Stromp. Svig 10, 11 og 12 ára. Við Hjallabraut svig 7, 8 og 9 ára. Verð- launaafhending fyrir svig við Skíðahótelið að lokinni keppni. Mótsslit. Magnússon, Kristján Frið- riksson, Þorsteinn Hjaltason og Ásgerður Ólafsdóttir. Keppendur á mótinu voru alls 11 og voru margar viðureign- ir mjög harðar og tvísýnar. í úrslitum vann Bjarni Frið- riksson, Ármanni, með 3 stigum (koka). Þeir Broddi, Kristján og Þor- steinn kepptu í flokki 15 til 17 ára, en Ásgerður keppti í opn- um flokki kvenna. Urslit urðu þau að Þorsteinn vann þyngsta flokkinn, en Kristján varð í 5. sæti í sama flokki. Broddi varð í 3. sæti í léttasta flokknum og Ásgerður varð í öðru sæti í sín- um flokki. Fyrri hluti íslandsmótsins var háður þann 4. mars og keppti þá Brynjar Aðalsteinsson í flokki karla undir 65 kílóum. Hann hafnaði í 4. sæti. islandsmót í lyftingum Um helgina verður haldið í Reykjavík íslandsmót í lyftingum fullorðinna. Stór hópur akureyrskra lyftingarmanna fer á mótið og kemur vonandi með mörg verðlauna. í fyrra hlutu Akureyringar fjóra fslandsmeistara og takmarkið er að halda a.m.k. þeirr: tölu. Sagt verður frá úrslitum mótsins í næstu viku. KÁ - Þór í kvöld f kvöld fimmtudag kl. 20.00 leika í íþróttaskemmunni Þór og KA í annarri deild karla i handbolta. Leikur þessi er mjög þýðingarmikill fyrir bæði félögin því ekkert má tapast ef þau ætla að vera með í toppbaráttunni. Reiknað er með að bæði liðin stilli upp sínum sterkustu liðum, en þó er vitað að Aðalsteinn Sigurgeirsson er meiddur á fæti og leikur því ekki með Þór að þessu sinni. Þórsarar hafa frekar efni á að tapa þessum leik en KA því þeir hafa aðeins tapað 7 stigum, eða fæst allra liða í deildinni. Þeir hafa hins vegar leikið einum leik færra en KA og eiga þrjá eftir fyrir þennan leik. Auk KA eiga þeir eftir að leika við Þrótt á útivelli þann 23. mars og síðan við KR daginn eftir. Ef Þórsur- um tekst að vinna alla þessa leiki verða þeir efstir í deildinni og leika í fyrstu deild á næsta ári. Þeir geta einnig sigrað þótt þeir tapi einum leik, en senni- lega vonlausir um fyrstu deildar sæti ef þeir tapa tveimur leikj- um. KA á eftir að leika við Stjörn- una á heimavelli þann 24. mars, eftir að þeir hafa leikið við Þór. Ef þeim tekst að vinna Þór og síðan Stjörnuna líka, eiga þeir möguleika á að lenda í öðru sæti ásamt einhverju öðru félagi og þá síðan að leika aukaleik við það félag. Ef sá leikur vinnst einnig hafa þeir möguleika á að vinna fyrstu deildar sæti með því að vinna síðan næst neðsta lið fyrstu deildar. Eins og sjá má á þessu er staðan í deildinni mjög óljós og ennþá getur ýmislegt gerst. Eitt er þó víst í öllum þessum dansi að bæði liðin þ.e.a.s. Þór og KA eru ekki í fallhættu í deildinni, en það eru ennþá þrjú lið. DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.